Heimskringla


Heimskringla - 04.12.1946, Qupperneq 6

Heimskringla - 04.12.1946, Qupperneq 6
G. SÍÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 4. DES. 1946 Mrs. Ballar sat lengi þögul. Hún gat ekki trúað að þetta væri satt, sem Ralph var að 9egja frá, og aumingja konan fyltist skelfingu er hún hugsaði til afleiðinganna af þessum glæp. Þeir tímar voru liðnir, er maður eins og Ralph gæti neytt slíka stúlku og Sheilu til að giftast sér. Og það má segja, Mrs. Ballar til hróss, að hin fyrsta hugsun, sem henni flaug í hug var sú, að símrita manni sínum og segja honum frá öllu saman. Nei, nei, ekki gat hún samt fengið sig til þess. Pétur Ballar hafði sent hana í útlegð ti! Ástralíu og ætlaði að láta hana dúsa þar í heilt ár, og kuldi hans særði hana. Hjartað í brjósti hennar barðist eins og það ætlaði að springa, en samt Var hún náföl eins og kalkaður veggur. Hún óskaði nú ekki framar að Ralph skyldi giftast Sheilu, og það var skylda hennar að segja honum það; en hún kom engu orði upp. En unga manninum virtist standa á sama hvað móðir hans hugsaði um þessar fréttir. Hann drakk hvert brennivínsstaupið á fætur öðru, þangað til Mrs. Ballar stóð á fætur og lagði hendina á flöskuna. “Hvað ertu að gera, móðir mín?” spurði Ralph, sem nú var orðinn háli fullur og hafði lítið sem ekkert vald yfir orðum eða gerðum. “Þú drekkur of mikið, Ralph,” sagði Mrs. Ballar. “Þegar þú varst heima hjáokkur, drakst þú aldrei annað en rauðvín, en nú----” “Já, mamma, nú-------” bryjaði Ralph; en móðir hans hélt áfram: “Eg tek flöskuna. — Hvernig getur þú ímyndað þér, að þú sért hæfur eiginmaður handa ungri og fínni stúlku eins og Sheila er, þegar þú getur ekki svo mikið sem stilt í hóf á vínnautn þinni, en drekkur þig fullan í návist minni?” “Eg er svo sem nógu gott mannsefni handa hverri sem vera skal,” sagði Ralph og ýfði alt rauða hárið með hendinni. Andlit hans var eld- rautt og augun fljótandi, er hann gapti á móður sína. En nú var Mrs. Ballar ákrveðin í fyrsta skfitið á æfinni. Hún lét flöskuna inn í skáp og læsti honum og stakk lyklinum í vasa sinn. “Eigi eg að hjálpa þér til að ná í Sheilu Danvers,” sagði hún, “og enginn annar getur hjálpað þér eins vel og eg, þá verður þú að heita mér einu.” “Og hverju ætti eg að lofa?” spurði ungi maðurinn illúðlega. “Eg get ekki skilið að eg megi ekki drekka eitt brennivínsstaup, þegar mig langar í það.” “En eg get skilið það,” svaraði móðir hans, “og ennfremur, ef þú heldur áfram að drekka eins og þú hefir gert í kvöld, símrita eg stjúpa þínum og eins Karl Kruger.” “Mamma, mamma, gætir þú verið svo miskunarlaus?” “Eg bæði get og vil vera það. Eg elska eng- an meira ií þessum heimi en þig, Ralph; þrátt fyrir alla þína galla er ást mán eins sterk; en eg vil ekki horfa á, að þú farir í hundana. Það er ekki hægt að hugsa sér að þú, eins og þú ert, getir gifst Sheilu, en um það er nægur tími til að tala þegar hún er hingað komin. En eg skal heita þér því, að segja ekkert um þetta, hvorki stjúpa þínum né Karli Kruger, ef þú lofar mér því að hætta að spila og drekka. Sheila er yndis- leg stúlka, og þegar þú komst inn í stofuna mína í dag, þá gat eg ekki annað en séð hvíMkur munur er á ykkur. Eg veit nú af hverju það stafar. Þú ert að halda niður á við, vesalings drengurinn minn, hræðilega niður á við. Engin heiðarleg stúlka gæti verið þekt fyrir að giiftast þér eins og þú ert nú. Að svo miklu leyti sem mér skilst, getur þú búist við henni eftir tvær vikur, og á þeim tíma getur þú tekið stakkaskift- um og orðið alt annar maður, ef þú afneitar með öllu spilum og brennivíni. Á morgun leigi eg mér, eins og eg sagði, íbúð með húsgögnum, þá flytur þú heim til mín, og þegar barnið kemur — blessað, saklausa barnið, þá skal eg reyna alt sem eg get fyrir þig, sé eg viss um að þú haifir tekið sinnaskiftum. Þessi ráðahagur hefir verið mín innilegasta ósk, drengurinn minn. En hversu heitt sem eg elska þig vil eg þó ekki gefa Sheilu mann, sem er hennar ekki verður.” “Já, heyr og endemi!” hrópaði Dale og bætti svo við: “Þú varst ekki svona ströng við Sjálfa þig þegar þú seldir perlurnar hennar.” “Dirfstu ekki að nefna þær á nafn, Ralph. Það verk hefir marið hjarta mitt og sv^it mig ást mannsins míns. Já, eg skal gera fyrir þig alt, sem eg get, ef Sheila kemur hingað í raun og veru, þótt eg gæti tæplega trúað þessu merkis bréfi vinar þíns.” “Jæja þá, mamma, þú vilt altaf öllu ráða, og það skalt þú gera nú,” sagði ungi maðurinn. En aldrei hefði eg haldið að þú mundir fyrir- muna ungum manni að fá sér brennivínstár eða að fara í slag þegar hann langar til þess. En vilji eg ná í Sheilu verð eg víst að fara að vilja þínum; en þá vona eg Mka að stelpuhnokkinn endurgjaldi mér það, að eg færi þessa fóm hennar vegna. En eg get ekki verið hér í nótt. En heyrðu mamma, þú gætir samt gefið dregn- um þínum hálft þund, það er ekki til mikils mælst.” Mrs. Ballar átti svo mikið fé sjálf að hún gat orðið við þessari bæn og hún friðaði sam- vizku sína með því, að þetta fé væri ekki frá Pétri. En þegar sonur hennar var farinn hneig hún niður á sóffann og grét sárar en hún hafði nokkru sinni grátið á æfinni. Næsti dagur var skínandi fagur. Mrs. Ballar fékk sér vagn, heimsótti húsamiðil og var svo heppin, að hún gat strax fengið snoturt hús með húsgögnum fyrir fimtán pund um mánuð- inn. Þegar Ralph kom til að borða miðdegis- verðinn var hann fölari og ekki eins digurmælt- ur og kvöldið áður, og leyfði móðir hans honum aðeins að drekka rauðvín. Hún sagði honum svo frá húsinu og bauð honum að flytja til Sín. Hún hafði ráðið til sín þjónustufólk og ætlaði að flytja inn í húsið næsta dag. Það virtist sem Ralph þætti vænt um að heyra þetta, og sagði, að mamma sín væri óviðjafn- anleg, og að þau skyldu láta sér Mða vel á meðan þau biðu eftir Sheilu. “En hfeyrðu mamma, áður en eg fl-yt verð eg að borga skuld miína og eg á enga peninga.” “Skuld þína, Ralph. Þú skuldar þó aldrei þar sem þú býrð?” “Jú, það er nú einmitt mergurinn málsins. Hún er bezta skinn; en eg get varla flutt nema borga það, sem eg skulda henni.” “Ralph, eg lofaði honum stjúpa þínum—” “Þú veizt að eg hefi andstygð á honum stjúpa mlínum — minstu ekki á hann. Þú getur Mklegast gefið mér þessi 15 pund, sem eg skulda Mrs. Alden og eins til að borga flutninginn á dóti mínu. Hún verður vízt ekki Mtið undrandi þegar hún heyrir að eg egi forríka mömmu og eigi að flytja til hennar í fínasta hluta borgar- innar. En eg ætla að ráðleggja þér að fá þér heldur bíl en hesta og vagn.” “Maður mætti ætla að þú legðir þig í lima til að hryggja mig og skaparann í hvert skifti og þú talar við mig,” sagði Mrs. Ballar. “En til allrar hamingju á eg nóg sjálf til að borga þessa skuld, svo eg 9vík ekki loforð mitt við stjúpa þinn. Þú skalt segja Mrs. Aden að móðir þín komi á morgun og borgi henni það, sem þú skuldar henni.” “Hvað segirðu? Þú ert sannarleg sóma kona að treysta mér ekki, honum syni þínum, að borga reikningana sína.” “Eg þori ekki sem stendur að trúa þér íyrir neinum peningum. Eg mun borga kon- unni og sjá um að flutningur þinn komist heim til mín. Þú skalt fá fallegt herbergi og þar mun alt þitt dót verða þegar þú kemur heim á morg- un, og þú skalt vera hjá henni mömmu þinni, sem elskar þig og svo bíðum við bæði eftir Sheilu.” Það birti yfir svip Ralphs er hann heyrði Sheilu nefnda. Var hún M'ka ekki eina mann- eskjan í öllum heimi, sem gat veitt honum það,, sem hann þráði heitast, hrúgur af gulli. Hann lét sér því nægja að drekka hið létta rauðvín og huggaði sig við, að hann yrði brátt sinn eigin herra og Sheila líka, Næsta dag flutti Mrs. Ballar í nýja húsið, þar sem þjónar hennar tóku á móti henni. — Nokkru síðar leigði hún sér bíl og ók til her- bergis Ralphs. Hrollur fór um hana er hún sá hversu umhverfið var fátæklegt. Mrs. Alden varð eigi Mtið forviða að Æá svona fínan gest. Hún fór í ákafa að afsaka sig og sagði að her- bergin sín væru ekki nánda nærri nógu fín handa annari eins konu og hún væri; en hún mundi samt reyna að gera sitt bezta og allir hefðu hrósað matnum sínum. “Eg er ekki komin til að leita mér að hús næði,” sagði Margrét, “en eg kom hingað vegna sonar miíns.” “Sonar yðar, frú?” “Já, eg heiti Mrs. Ballar, en Ralph Dale er sonur minn af fyrra hjónabandi. Hann hefir sagt mér að hann skuldi yður peninga. Og þar sem hann á að flyíja til miín ætla eg að borga skuld hans.” “Já, það má nú segja að hann sonur yðar er ágætis drengur,” sagði konan, “og mér þykir fyrir að missa hann. Hann er mjög viðkunnan- legur nema þegar hann er fullur — þá hættir honum við að-----” “Segið mér ekkert af því hvað honum hættir við, en segið mér hvað hann skuldar yður. Hann sagði mér að það væri um fimtán pund.” “Guð varðveiti okkur, það er miklu nær 25 pundum,” svaraði konan. “En hvað er það, svona fínn drengur og hann er verður að hafa peninga. Eg varð að reka vinnukonuna því að hún var svo bálskotin í rauða hárinu hans og gáði einskis annars. En nú skal eg sækja reikn- inginn, svo að frúin geti séð hann sjálf.” Samkvæmt reikningnum sýndi það sig að konan hafði rétt fyrir sér en Ralph rangt. Mrs. Ballar þótti vænt um að hafa farið sjálf. Hún borgaði reikninginn, en til þess að geta það, varð hún að svíkja loforð sín við rnann sinn, og hún hafði nógan styrk til að fara með konunni og hjálpa henni að koma dóti Ralphs fyrir, svo að hægt væri að flytja það. Að því búnu sneri Mrs. Ballar heim. Þannig náði Margrét syni sínum til sín og næstu tvo dagana höfðu þau það sannarlega skemtilegt. Bæði biðu með óþreyju eftir komu þeirra Austen, Sheilu og frænkunnar. En brátt fór Ralph að ókyrrast, því að hann frétti ekkert um þessa farþega á skipunum, sem voru á leið til Melbourne. 21. Kapítuli. Uppnámið í O’Doyle kastalanum var mikið þegar Sheila kom ekki heim. Derma beið henn- ar með óþreyju, en þar sem hún vissi hve Sheilu þótti gaman af að gangá um hagana, þá gaf hún því eigi frekara gaum, fyr en liðnir voru þrír tímar. Að þeim tíma liðnum lét hún í ljósi á- hyggjur sínar og eigi leið á löngu þangað til allir, ungir og gamlir, fóru að leita undir stjórn gósseigandans, sem gaf fyrirskipanir sínar með svo hárri raust að alt húsið bergmlál- aði. En ekki fanst Sheila og O’Doyle gaf til- finningum sínum lausan tauminn með því að atyrða alla, sem komu nálægt honum. Derma reyndi alt sem hún ga-t til að hugga hann. “Ekki get eg ímyndað mér að Sheila dytti í fljótið eða í einhverja svarðargryfjuna, og hver mundi svo Sem fara að stela henni, vertu rólegur pabbi. Hún hefir ekki einu sinni neina peninga með sér, því að hún skildi pyngjuna sína eftir þegar hún fór og enga skrautgripi bar hún.” “Eg má til að síma honum syni mínum. Eg er næstum ærður af ótta út af stúlkunni. Þetta er hræðilegt áfall.” “Reyndu að líta á þetta rólega, pabbi,” sagði Derma, “og farðu nú ekki að gera Sjamus hræddan. Hundurinn hennar Sheilu er með henni. Enginn hefir séð hann tímum samian.” “Það et satt, dóttir góð. Það var gott að þu mintist á þetta. Ef einhver ætlar að gera Sheilu ilt, þá mun Tossi tafarlaust jafna um hann.” “Það er áreiðanlegt,” sagði Derma. “Sheila hefir gengið langt og álitið að hún væri örugg fyrst hún hafði hundinn með sér. Reynslan mun verða sú að hún kemur heim fyrir miðdegisverð. En hvert sem hún fer, skilur Tossi ekki við hana.” “Eg vildi óska að þú hefðir rétt fyrir þér, stúlka mín, og að Sheila kæmi heim í tæka tíð til að borða. Eg veit að við eigum að fá uppá- halds matinn minn í dag; en þótt eg sé orðinn hungraður, get eg ekki komið neinum bita niður fyr en eg veit, að Sheila sé komin heim.” “Ó, hún kemur í leitirnar, vertu óhræddur um það,” og hið sama sagði maddaman, en nú var orðið dimt og hringt hafði verið til miðdeg- isverðar, en ekki kom Sheila. Vesalings góss* eigandinn var viti sínu fjær af áhyggju út af þessu. Hann gekk niður í þorpið til að tala við lögregluna. En fékk þar engar upplýsingar, sem ekki var að vænta. Þeir lofuðu að grenslast eftir stúlkunni og það var alt sem þeir gátu gert. ★ ★ ★ Ásamt Tossa hraðaði Sheila sér frá óhreina, litla húsinu, sem Mrs. MacFinn hafði flutt hana til. Hefði Austan farið að ráðum frænku sinnar og verið þarna. Þá er ekki gott að segja hvernig þetta hefði farið; en þegar hann sá að bréfið, sem hann fékk var frá frænku sinni, þá stakk hann því í vasann og steingleymdi svo að lesa það, svo mjög var hann önnum kafinn að biðla til Polly, sem hann var orðinn ástfanginn í. Polly hafði frí þennan dag og það notaði Austen sér og bauð henni með sér út í skóg, og nú var hin árvakra frænka hennar fjarri og Polly þvlí óspör á kossana. Þetta hamlaði hon- um frá að fara til Cork. En Sheila hraðaði sér gegn um götur bæj- arins. Hún hafði enga peninga, var þreytt og hungruð, og ekki var heldur laust við að hún væri hrædd. Hvað sem skeði varð hún að kom- ast heim til O’Doyle kastalans, en hvernig það mætti verða vissi hún ekki, því að þótt hún væri rösk að ganga, þá eru fjörutíu kílómetrar löng leið. Hefði hún haft fé gat hún farið með lestinni og gengið átta kílómetra til kastalans, en hún var alveg peningalaus, svo að hún neyddist til að ganga og það hratt. Henni datt nú í hug að tími væri fyrir sig að tala svolítið í alvöru við Tossa. Hundurinn hafði fylgt henni til Cork og frelsað hana frá forlögum, sem hana hrylti að hugsa til. Nú hlaut hann að geta leitt hana heim til kastalans. Hún kallaði því á hundinn og fór að hvísla að honum á sinn vingjarnlega hátt. “Elsku, góði Tossi minn,” sagði hún, “mig langar svo til að komast heim til 0‘Doyle kast- alans. Viísaðu mér nú heim, Tossi, hugrakki hundurinn minn; fylgdu mér heim til Dermu og gósseigandans og Stellu. En farðu ekki langt á undan mér, Tossi því að þá sé eg þig ekki í myrkrinu. Tossi dinglaði rófuni, horfði á Sheilu með fallegu, brúnu augunum sínum, gekk svo eins og tvö skref á undan henni og leiddi hana inn á braut, sem lá beint til kastalans. Veðrið var hvast og nú tók að rigna; en hundurinn hirti ekkert um það. Hann leiddi húsmóður sána heim til þess staðar, sem hún átti að vera. Sheila var fátæklega búin, svo að þeir fáu menn, sem mættu henni á veginum, veittu henni enga eft- irtekt, buðu henni bara góðlátlega gott kvöld. En smám saman fann Sheila til þess, að hún var að verða undarlega magnþrota. Hún hafði ekki snætt mikið um hádegið og var nú að verða örmagna af hungri. Aldrei hafði hún fyrri fundið til sultar. Tossi dinglaði rófunni og leit alls ekki út fyrir að vera neitt hungraður. En Sheila hafði komist á mikla geðæsingu þennan dag. Þótt hún fyndi ekki til lamandi hræðslu meðan á því stóð, þá komu fram áhrifin nú þegar hún var komin hálfa leið frá Cork heim til sín. Hún hneig niður og gat ekki gengið skref lengra. Hún sagði Tossa að hún ætlaði að láta fyrirberast undir limagirðingu við veginn, en hann skyldi fara heim og fá hjálp. Hún hneig út af á meðan hún var að ræða þetta við hundinn, en hann sleikti hendur henn- ar og andilt og gerði alt, sem hann gat til að hughreysta hana. Er hún hafði hvílt sig svo- Mtið, þá bað hún hann blíðlega að flýta sér heim til að fá hjálp. Hundurinn horfði á hana með angistarsvip, hljóp spöl og kom svo aftur og vældi aumkvun- arlega; en þegar Sheila sagði í bjóðandi rómi: “Farðu nú heim, Tossi, eg krefst þess að þú farir heim og sækir hjálp, þá var það eins og hund- urinn skildi loksins hvað hún átti við og svo þaut hann í burtu og hvarf brátt í myrkrið. Miðdegisverðartíminn var löngu liðinn hjá í O’Doyle kastalanum, en enginn hafði étið neitt. Gósseigandinn var í hræðilegu skapi, og Derma gat ekki huggað hann né hamlað honum frá að gefa fyriskipanir, sem komu hver í bága við aðra viðvíkjandi leitinni að Sheilu. “Unga stúlkan kemur víst heim í kvöld,” sagði hann við britann, “segðu eldabuskunni að það megi ekki snerta fuglinn, því að hún verður svöng, og eins að hafa sterkt kaffi tilbúið — og bezta hundamat, sem hægt er að fá með nógu af beinum og brauði handa Tossa.” O’Donnell lézt vera samþykkur húsbónda sínum, en sannfæring hans var sú, að Sheila hefði druknað í mýrinni, og að hundurinn hefði reynt að bjarga henni, en hefði við þá tilraun farið sömu leiðina. Enginn mundi framar sjá hvorugt þeirra. En hann var svo skynsamur að geyma þessa sboðun í eigin brjósti, þótf allir þeir, sem biðu eftir matnum niðri í eldhúsinu fullyrtu, að þeir hefðu séð skínandi hvítt ský svífa yfir höllina og hefði það áreiðanlega verið sál ungu stúlkunnar. Stundirnar liðu hægt og hægt; Derma sat ásamt foreldrum sínum-í dagstofunni og biðu þau öll með eftirvæntingu eftir Sheilu. Góss- eigandinn gat hvergi tollað kyr, en þegar klukk- an var að ganga ellefu, heyrði Derma hund ylfra og svo var klórað ákaft í hurðina. Gósseigandinn þaut að hurðinni og opnaði fyrir Tossa. Hundurinn var alþakinn leir og bleytu og augun úttútnuð í hausnum, en hann þaut til O’Doyle og greip tönnunum í frakka- lafið hans og dró hann með sér út að hesthús- inu. Þá sá hann matinn, sem settur hafði verið fram handa honum, en hann vildi ekki snerta við honum. En bænasvipurinn stafaði svo út úr augum hans að allir flýttu sér að fara að óskum hans. Þeir spentu hesti fyrir léttan vagn og höfðu hraðan á. Gósseigandinn tók taumana en vinnu- maðurinn settist í vagninn, og svo óku þeir alt sem af tók eftir veginum, sem Tossi vísaði þeim á. Hundurinn var sá eini, sem vissi hvar Sheila var niður komin. En O’Dole til mestu undrunar, leiddi hund- urinn þá langt frá mýrinni. Hann hafði verið viss um að Shiela væri niðri í einhverri holunni þar, og Tossa hefði hepnast fyrir eitthvert sér- stakt kraftaverk að komast upp úr. Öll forin sem var á hundinum bar vitni um þetta, og þess vegna hafði O’Doyle haft með sér kaðal og ýmislegt annað, sem að gagni gat komið við björgunina. En undrun hans varð ekki með orðum lýst er hundurinn hélt eftir veginum, sem lá til Oork. Hann fór ekki oft þangað sjálfur en þekti samt vel veginn. Hundurinn hljóp fyrir vagninum alt hvað fætur toguðu og leit við og við til baka til að hjá hvort þeir kæmu á eftir sér. í flýtinum að komast af stað hafði góss- eigandinn verið svo heppinn að taka hest Dermu. Hann hét Brían hugrakki. Hann var tölthestur, þolinn og sterkur. Hann hafði ekkert verið notaður þennan dag og var því óþreyttur. Veðrið var hræðilegt. Vindurinn blés í snörp- um hviðum. Eldingamar þrumuðu og leiftruðu um himinínn og O'Doyle varð brátt holdvotur, en hann skeytti því engu, því að allur hugur hans var að bjarga Sheilu.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.