Heimskringla - 22.01.1947, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.01.1947, Blaðsíða 1
vVe recommend for your crpproval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr Ve recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 _________Frank Hannibal, Mgr. LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 22. JANÚAR 1947 NÚMER 17. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Canada lætur í ljósi skoðanir sínar og tillögur, viðvíkjandi friðar-samningunum. Rétt fyrir skemstu barst sú fnegn frá Ottawa, að Canada hefði lagt tillagur sínar fram fyrir umboðsmenn fjögurra stór- velda utanriíkisráðherranna í London, viðvíkjandi þátttöku hinna smærri bandaþjóða, er sú ráðstefna tæki að ræða friðar samningana við Þýzkaland. Það hefir verið búist við því, að þetta yrði birt almenningi i heild bráð- lega. Beðið um lækkun á póstgjöldum M. Lockhart, íhaldsflokks- þingmaður fyrir Lincoln kjör- dæmið í Ontario, mun koma með þá tiillögu, er þingið kemur næst saman, að það taki til yfirvegun- ar lækkun póstgjalds. Frá Bandaríkjunum Emlbættismenn ríkisdeildanna kannast við það, að togstreitan milli Bandaríkj anna og Rúss- lands um Koreu, hefir nú þegar gengið svo langt, að hún hefir lamað allar friðsamlegar sam- einingartilraunir, og er nú orð- in að grimmustu baráttu, þar sem Rússlandi veitir betur. F.f matvælabirgðir og tæki til uppbyggingar og endurbóta komast ekki bráðlega til amer- iska svæðisins, þá er setuliðs- áætlunum Bandaríkjanna á Koreu lokið. Vitringar Bandaríkjanna hugleiða og yfirvega Lewis-málið Hæðeti réttur Bandaríkjanna fór til verks að áikveða það, ný- lega, hvort stjórnarvöld lands- ins hefðu haft nokkurn lagaleg- an rétt til að draga John L. Lew- is fyrir lög og dóm síðastliðinn nóvember, til þess að flýta fyrir því, að kólaverkfallinu lítti. Það geta liðið svo vikum skift- ir þangað til hæðsti rétturinn birtir niðurstöður sínar i þessu máli, sökum tímalengdar þeirr- ar, er nauðsynleg þykir áður en úrskurðardómurinn er gerður almenningi kunnur, en dómar- arnir sjálfir vita efalaust bráð- iega, hver úrslitin verða, og ein- ig svar við eftirfylgjandi spurn- ingu: Verður Lewis, og hinn sam- einaði námu-verkalýður hans (A. F. L.) að borga alt, eða nokk- uð af $3,510,000 sektarfé því, er þeim var dæmt að greiða, fyrir að látilsvirða réttinn? Peron rýfur loforð sín Tilraunir til þess að stilla til friðar, hafa ekki orkað miklu í hinni latnesku Ameríku, fremur en friðunar tilraunir gerðu í Evrópu fyrir stríðið. • Að þeirri niðurstöðu hefir ver- ið komist, með því að fyigjast vandlega með öllum viðskiftum Banadr'íkjanna við einræðis- herra Argentínu, Juan D. Peron. Ameríka hefir slakað stór- köstlega til í þremur málum við Peron, á síðustu mánuðunum. Létt hefir verið öllum takmörk- unum og banni á útfluttum vör- um til Argentínu, nema vopn- um, og því, sem til hernaðar heyrir. Ameríka hefir leyst út ná lega $750,000,000, af gulli Arg entínu, sem hefir verið haldið síðan 1944; einnig greitt veg viðskifta tveggja stórra banka í Argentínu. Gegn öllu þessu hafa Bandaríkin fengið að mestu leyti aðeins loforðin tóm frá Peron. Eitt af hinum mikilvæg- ustu, sem einræðisherrann hefir veitt, og veitir enn, var að koma í veg fyrir hin stórkostlegu yfir- gnæfandi áhrif þýskara í Arg- entínu. Peron lofaði að brjóta á bak aftur hið mikla vald, sem 4 teg- urtdir þýzkra einstáklinga og fé- lagsstofnana beita í Argentínu: Nazi-<flokkurinn sjálfur, þýzk ir skólar. Hinir stóru þýzku bankar, og verzlunar og iðnað- ar lánstofnanir. Mesti fjöldi þýzkra umboðs- manna — af öllum tegundum, sem flykkjast um alla hluta hinnar latnesku Ameit'ku frá að- alstöðum sínum í Argentínu. Eftirfylgjandi upptalning sýn- ir framkomu Perons, og hversu honum hefir tekist að eyða, og komast fyrir upptökin að hinu öfluga, þýzka valdi. Perons-istjórnin skipaði svo fyrir, að Naziflokkurinn skyldi leysast upp. 1 þess stað skifti flokkurinn aðeins um nafn. Nú kallar hann sig: þýzku menning- ar og hjálparstarfsemis stofnun, eða stofnanir. Flokkurinn vinn- ur ennþá undir þessu nafni, í sömu skrifstofum og áður------- með sörnu forgöngumönnum, og sömu félagsmeðlimum. Það voru um 200 þýzkir skól- ar í Argentínu. Peron skipaði að loka um 20. Nokkrir þeirra voru opnaðir, má heita, undireins aftur -r- undir nýjum nöfnum, en það var eina breytdngin. Peron hefir tekið að sér 2 þýzika banka. Sumir hér, sem vantrúaðir eru, segja að það séu látalæti ein, þýzkir stjórni þeim ennþá. Hvað þýzkum verzlunar og iðnaðar fyrirtækjum þar viðvík- ur, þá eru þar 132 siíkar stofn- anir, sem Bandaríkin líta svo á, að hafi hin öflugustu áhrif i MRS. ÁSTA STEFANIA HALLSON F. 1885 — D. 1946 Nokkur minningarorð. Hún lézt, eins og áður hefir verið umgetið, 13. desember síð- astliðinn, á almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, eftir tiltölulega stutta sjúkdómslegu. Þess hefir verið farið á leit, að eg minntist með nokkrum orð- um helztu æfiatriða þessarar merku og góðu konu, umfram það, sem getið var um í útfarar- ræðunni. Er mér það að vísu ljúft, en þó nokkur vandi, þar sem mér er málið skylt, og er því svo far- ið, að þótt eg væri hálfbróðir hinnar látnu, ólumst við upp sitt í hvorri heimsálfu, og kynt- umst ekkert fyrr en bæði voru fullorðin. f Síðan hefir þó kynningin ver- ið all-náin. Ásta Stefania Hallson, (Esther eins og hún var jafnaðarlega kölluð af fjölda vina og kunn- ingja, sérstaklega enskra), var fædd í Valdarási í V. Húnavatns- sýslu á Islandi, 23. sept., 1885. Foreldrar hennar voru: Stefán Þorsteinsson, og Margrét Krist- mannsdóttir. Tæpra tveggja ára að aldri fluttist hún með móður sinni vestur um haf, þar sem leiðir foreldra hennar lágu ekkd saman og hér í Winnipeg mun hún hafa alist upp hin fyrstu ár, og eigi farið á mis við harðrétti og erf- iðleika frumbýlingsáranna hér vestra, þótt móðir hennar væri Frá Sendiráðinu í Washington: Talsamband við íslard Washington, D. C., 16. janúar, 1947. Herra ritstjóri Stefán Einarsson, 853 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Mér er ánægja að skýra þér frá því, að í morgun var opnað talsamband milli Islands og Ameríku. Er nú aftur kleift að talast við yfir hafið og v*erður stöðin í Reykjvík opin daglega frá kl. 14:00 til 17:00, ísl. tíma. Talsambandið var opnað í morgun með því, að sam- göngumálaráðherra, Emil Jónsson, talaði við mig. Hann bað mig að flytja Vestur-íslendingum og öllum Islendingum í Vesturheimi innilegar kveðjur og árnaðaróskir íslenzku rík- isstjórnarinnar, og kvaðst hann vona, að hið nýja talsamband yrði til þess að stytta fjarlægðina milli íslands og Vestur- heims, og á þann veg stuðla að því að efla og treysta böndin milli Íslendinga austan hafs og vestan. Eg vil leyfa mér að mælast til þess, að þú flytjir þessi skilaboð ríkisstjórnarinnar í blaði þínu. Með beztu kveðjum. * Þinn einlægur, Thor Thors ÚR ÖLLUM ÁTTUM Við Grikklandsstrendur, um 20 miílur frá Aþenu, fórst fólks- Argentínu. Meðan Spruille Brad- [ flutningaskip s. 1. sunnudag. Af en var sendiherra Bandaríkj-' 548 farþegum ,sem með því voru anna í Argentínu fekk hann Per-1 fórust 437. Sjósprengja, er hald- onstjórnina til þess að leysa upp ið fram, að hafi ollað tjóni þessu. 4 þessara félaga, og byrja á aðj * * * uppræta 8 önnur slík félög. | Garson, forsætisráðh. Mani- Síðan George S. Messersmith toba, er kominn til baka frá Ot- varð sendiherra, herfir Peron tawa. Hann var þar að gera nýj- uppleyst 4 af þessum 8. félög- an samning við sambandsstjórn- um [ ina um skattmálin og segja blöð- Peron hefir einnig tekið stjórn'1 in að hann ha£i haft um 3 miljón i ir dala upp ur krafstrinum. — Vonar sambandsstjórnin að þessi nýju samningur endist lengur en hinn fyrri. * * * Af síðustu fréttum að heimar. að dæma, virðist sala á fiskaf- fyrirtækja þróast vel, an allrar urðum yera að batna; Bretland L.l J . —— M M r A m - - — 4» « • w-% A r\ I er farið að bjóða betur í fiskinn en áður og Bandaríkin taka ve1 annara 6. stofnana úr höndum þýzkra, en margir efa, að það sé nema til málamynda einna, og sé eins með það, eins og stjórn bankanna. Flest hinna stærstu, þýzku hindrunar í Argentínu; meðal þeirra eru: Krupp; I. G. Farben; og þýzka Generál Electric fé- lögin. Árangurinn af tilraunnum Bradens, meðan hann var sendi- herra í Argentínu, var sá, að í að efla fiskikaupin. Rússar haifa no'kkuð keypt, og Tékikar og fleiri þjóðir á meginlandi Ev- rópu, virðast nú fús til að kaupa fisk. Þetta er betra en áhorfðist Argentína gerði 28. þýzka um- [ um tfma) Qg Væri þó ennþá betra, boðsmenn landræka snemma ájef þær færu að bjóða { fiskinn árinu 1946; fæstir þeirra voru j hver { kapp við aðra Þa held eg þó mikils megandi. Enginn ^ maður gegði eins og blaðið Win- þeirra var í þeim flokkum, erj . _ „ x. . ^ ’ mpeg Free Press sagði einu sinm mestu koma til leiðar, og mest áhif hafa í landinu, þjóðverjum [ er olíukóngarnir í Bandaríkjun- vil. Síðan hefir sú stefna, að ™ fóru hver í kapp við annan í gera fleiri þýzka umboðsmenn landræka, með öllu lagst niður. að setja niður ölíuna sína: Kéep on fighting you sons of guns! Enn hefir stjórn Canada slak- að á klónni með að halda vöru- verði í skefjum. Þessa viku fóru skór upp um frá 10 til 12 af hundraði og máltíðir á matsölu- húsum (restaurants) um 10%, ef um egg, kjöt eða fisk er að ræða. Og það er ékki um mikla máltíð að ræða án þessa. Ennfremur er sagt að með vorinu muni brauð og smjör hækka, smjör um 8% cents, sem kvað vera það, sem stjómin hafir borgað til þess að halda verðinu í skefjum og al- menningur hér í landi hefir því í raun og veríi verið að borga. En spursmálið er þetta, er kaup- geta almennings nú meiri eða atvinnutækifœrin, en þau voru á stríðsárunum, þegar verð mátti ekki hækka? Ef neytendur eiga nú að fara að borga fyrir það, hvað er þá grætt með ákvæðis- verðinu á stríðsárunum? * * * Hinn nýi ríkisritari Banda- ríkjanna, Gen. George C. Mar- shall, tók embættiseið sinn í gær. Þar sem vara-forseti er nú enginn í Bandaríkjunum, stend- ur ritarinn næst til erfða, ef edtt- hvað Skyldi koma fyrir Truman forseta. Spurðu fregnritar hann, hvort honum byggi í hug, að vera í vali í forsetakosningum 1948. Svaraði hann afdráttar- laust, að hann liti ekki á ritara- stöðuna, sem pólitíska stöðu. svo mikil þrek og dugnaðarkona, að orð var á. gert, og veitti bam- inu hið bezta uppeldi, sem kost- ur var á. Fáum árum eftir að vestur kom, giftist móðir Ástu sálugu, Birni Björnssyni Byron, og flutt- ust þau skömmu síðar til Sel- kirk, þar sem þau bjuggu fjölda- mörg ár. Ólst Ásta sál. þar upp hjá móður sinni og stjúpa, (er al-la tíð reyndist henni eins og sin- um eigin börnum,) fram til ferminganaldurs, en þá mun hún hafa komið til Winnipeg að leita sér atvinnu. - Mun þá ekki hafa verið mikið um vinnu fyrir ungiinga, nema hin erfiðustu verk, svo sem hreingerninga og verksmiðju- vinna, og kaupið svo lítið, að tæplega var mögulegt að lifa af því. En aldrei heyrði eg hana minnast þeirra tíma með neinni beiskju, — þvert á móti. Hún mintist æskuáranna ætíð með gleði. Hún var þrekmikil, heilsu- góð, fjörmikil og glaðlynd, og ávann sér hylli allra, er hún kyntist með framkomu sinni, og svo var það ætíð síðan. Rúmlega 19. ára gömul giftist hún Birni Hallssyni, tinsmið hér ií Winnipeg, fjölhæfum og mæt- um manni — er nú á á bák að sjá tryggum og samhentuim föru- naut, eftir meira en 41 árs far- sæla saimbúð. Heimili sitt stofnuðu þau hér í Winnipeg, og hefir það verið hér ávalt slíðan. Þeim varð þriggja barna auðið, sem öll eru uppkomin og gift. Margaret, Mrs. H. C. Patterson, til heimilis í Niew York. Carl, starfsmaður Mun margan hafa undrað, hvernig húsmóðirin fékk afkast- að svo miklum verkum, sem slíkt heimili útheimti, og það, hvilík- ur óvenjulegur myndar og rausnarbragur var þar á öllum hlutum. Öllu því fólki, er hjá henni dvaldi — öll þessi ár — skyldum og vandalausum, reyndist hún sannur vinur. Eigi er ólíklegt, að margt af þessu fólki minnist hins glað- væra og hreina andrúmslofts, er ríkti á þessu heimili, og að end- urminningarnar blandist nú nokkrum trega og söknuði. Þau einkenni, er eg hygg að mest hafi borið á í skapgerð Ástu sál., voru sjálfstæðisþrá, hreint lundarfar og bjartsýni. Lundin var stór og ör, en hrein, og bamslega viðkvæm. Hún þráði að verða sjálfstæð, efnalega, og á annan hátt — veit- andi, en aldrei þurfandi, og þá ósk sína fékk hún uppfylta. Hún var hagsýn, og fór vel með efni sín, en rausnarleg í öll- um útlátum. Hún var góð eiginkona, fórn- fús móðir, og fyrirmyndar hús- móðir. Við félagskap mun Ásta sál. ekki hafa gefið sig mikið, fyr en hin síðustu ár, er um tók að hægjast, að hún starfaði í kven- félagi, og er það víst, að hún sýndi þar sama dugnað og fórn- fýsi, eins og á sínu eigin heimili. Mestan hluta æfinnar var hún þrekmikli og heilsuhraust, en allmörg síðustu árin sótti á hana sú vanheilsa, að hún gekk upp frá því aldrei heil til skógar. Var allrar mögulegrar læknis- hjálpar leitað; undir 3 stóra upp- Great West Life félagsins hér í skurði gekk hún hin síðustu ár, borg, og Thelma, Mrs. J. W Lailey, einnig búsett hér í Win- nipeg. Einnig lætur Asta sál. eftir sig 4 barnaböm. v Brátt varð heimili þeirra hjóna mannmargt og umfangs- mikið, því auk fjölskyldunnar mun nálega frá fyrstu tíð hafa dvalið þar margt fólk í fæði og húsnæði. Voru með því fyrsta 3 hálfsystkin hennar að móðurinni frá Selkirk, er stunduðu nám hér í borg, og eftir það atvinnu, og dvöldu þau öll á heimili henn- ar að mestu leyti, þangað til þau giftust. Einnig 2 hálfbræður hennar að föðurnum, er frá Is- landi komu — dvöldu þeir þar langvistum. Náfrænka hennar frá Selkirk var þar í f jölda mörg ár, og æskufólk, mest námsfólk utan úr sveitum, er stundaði skólanám hér í borg. Má segja, að um 25 ára skeið, eða lengur, væm þar d heimili jafnaðarlega 10—12 manns. og sýndist ná sér að nokkru, en sjúkdómur sá, er leiddi hana til dauða, kom þó fljótt, og var ekki í fyrstu litið svo á, að hann yrði eins hættulegur, og raun varð á. Ef ti'l vill hafði hún þó sjálf hug- boð um, að þetta yrði hennar sáð- asta sjúkdómslega. Ef til vill var lífsþráin orðin lömuð af langvarandi vanheilsu, og ekki hygg eg, að hún hefði kosið að horfa fram á háa, og athafnalausa elli, við sívaxandi vanheilsu, það hefði ekki verið í samræmi við skapgerð hennar. Þungur harmur er kveðinn að hennar nánustu við fráfall hennar, en söknuðinn léttir ó- neitanlega sú vissa, að hún, sök- um mannkosta sinna, hafði á- unnið sér hylli og virðingu sam- ferðasveitarinnar. Útförin fór fram 18. des. frá kirkju Sambandssafnaðar í Win- nipeg, og var mjög fjölmenn. — Séra Philip M. Pétursson flutti hugljúf kveðjumál. R. St. Kveðja Hvdl þú í friði. Hjúpar vetrar-ríki. Svalvindar blása, syrta fer af nótt. En frjókraftar lífsins vakna á hverju vori og veita ungum gróðri nýjan þrótt. Hví'l þú í friði. Hallað var af degi. Starfinu er lokið, hinzta gjaldið greitt. Megir þú finna á fjarmm sólarlöndum fullnæging alls, sem lífið gat ei veitt. Hvíl þú í friði. Húmsins skuggar rofna við minningar um trygð og skörungsskap. Lífssigrar þínir liggja í þeim dómi — að leiðaskiftin væm fjöldans tap. Ragnar Stefánsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.