Heimskringla - 22.01.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.01.1947, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JANÚAR 1947 mrnm Er eg var að ljúka bréfinu, var eg þess meðvitandi að Mr. Wynnstay stóð rétt á bak við mig. Eg hafði ekki heyrt hann koma vegna gólfábreiðunnar, en fann alveg að hann var þar. Hann var kanske að líta yfir það, sem eg hafði skrifað, en sú tilfinning, að hann horfði á mig var mér óþolandi. Eg sneri mér ekki við til að títa á hann, en eg lyfti augunum frá blaðinu, og þegar eg gerði það, sá eg á veggnum á móti kúptan spegil, og á honum sjálfa mig og Mr. Wynnstay í undar- legri stellingu. Hann leit ekki á mig, né á bréf- ið, heldur á eitthvað, sem hann hélt á í hend- inni, og það var eins og hniífur væri rekinn í mig er eg sá hversu breyttur hann var á svip- inn — þessi breyting stafaði ekki eingöngu af spéspeglinum. Hann var nú alt annað en vingjarmlegur. Hinn stóri munnur hans var opinn og komu í Ijós gular óreglulegar tennur. Dökku, kringl- óttu augun voru langt upp á enni, og augun voru grimdarleg. Hjartað í brjósti mér hætti að slá. Eg vissi nú hvar eg hefði séð þetta andlit áður. Mér sortnaði fyrir augum. í huganum sá ieg af mér aðra mynd. Lítil stúlka sat í járn- brautarvagnsklefa hjá móður sinni. Það var falleg kona, þreytuleg og sorgmædd á svip, búin sorgarbúningi, en þannig hafði hún verið búin alla tíð síðan litla stúlkan mundi fyrst eftir sér. Þær höfðu verið að tala saman um mikla breytingu, sem ætti að vera að hinum tilbreyt- ingarlausu kjörum þeirra — breytingu, sem móðirin gat ekki útskýrt ennþá, en sem litla stúlkan mundi skilja síðar, þegar þar að kæmi, og alt yrði öðru vísi en áður var og þær yrðu hamingjusamari en þær höfðu verið hingað til. Þær töluðu lágt, en gamall prestur með hvtítt hár og sítt skegg, er hafði komið inn á llest- arklefann á næstu stöð eftir þá, sem þær fóru í lestina, virtist veita þeim mikla athygli. Er þær hættu samræðunum, bauð hann konunni mjög vingjarnlega blöðin, sem hann hafði verið að lesa. Er hún litlu síðar kvartaði um höfuð- verk, tók hann glas upp úr töskunni sinni og fékk henni, og sagði henni að lykta af því, sem í því væri. Hún mætti hafa það eins lengi og hún vildi. Loks sofnaði konan með glasið í hendinni; og heldur en að vekja móður sána, dró barnið glasið úr hendi hennar og rétti það prestinum er hann bjóst að fara af lestinni. Hann hafði lotið niður til að taka glasið, og um leið leit •litla stúlkan í augu hans. Það voru skrítin augu — annað var brúnt, hitt gráblátt, með gulmó- rauðum hring í kringum sjáaldrið. Litla stúlk- an hafði ekki árum saman hugsað um þessi augu, því að þama, rétt eftir að presturinn var farinn út úr lestinni, gerðist atriði, sem lét hana gleyma öllu öðru. Á næstu stöð hafði móðir litlu stúlkunnar oltið um þegar lestin stansaði. Litla stúlkan varð hrædd og reyndi að vekja móður sína, en árangurslaust. Hún var sofnuð þeim svefni, sem'enginn gat vakið hana af. “Hjartaslag”, hafði læknirinn sagt. En löngu eftir lifðu þrjár persónur í mynd minninganna, og stigu nú fram. Hin sofandi móðir, þakkláta stúlkan og gamli presturinn mieð hin undarlegu augu. Eg hafði verið litla stúlkan. Og þarna í speglinum sá eg hin undarlegu augu. 7. Kapítuli. Gamli presturinn, sem hafði fierðast ásam+ mér og móður mnini í járnbrautarklefanum á# þessari raunalegu fierð minni, var ekki á neinn hátt í huga mu'num, bendlaður við dauðssfallið, sem auk þess vildi til eftir að hann hafði farið ut úr vagninum. Hann hafði verið vingjarnleg- ur og umhyggjusamur við okkur; hann hafði horft á mig með athygli, þegar hann fór út, það var alt og sumt. Samt sem áður fanst mér hræðilegt að sjá þessi undarlegu augu á ný eftir öll þessi ár, og það í miklu yngra andliti — andliti með alt öðrum dráttum og ekki framar i umgerð hins gráa skeggs. Hvernig gat eg verið svona viss um, að ( þetta væru sömu augun? Ekki gæti eg lýst því. Eg hefði eigi getað lýst athugunum rmínum í nógu miklu samhengi til að sannfæra nokkurn kviðdóm um þær, hversu vilhallur sem hann hefði verið, en samt var eg viss um að þetta var svo, og þetta fylti mig miklum ótta við það sem eg sá. Eg sá í speglinuim að Mr. Wynnstay stóð á bak við mig og helti úr flösku, sem hann hafði á vasaklút, sem hann hélt á. Hann laut áfram til að nálgast mig. Er eg horfði þannig á hann, var eins og eg dáleiddist. Eg mótti mig hvergi hræra né líta undan. Hann hafði helt öllu úr glasinu. Eg tók nú að anda að mér hinu þunga lofti, sem mér fanst eg kannast við lyktina af. Saraih East notaði svipað meðal þegar hún hafði höfuðverk. Þetta var klórófiorm. Eg vissi strax hvað koma mundi fyrir, þótt. eg gæti ekki skilið hversvegna það ætti að koma fyrir, enda var enginn tími til að brjóta heilann um það. Eg reis á hálfa leið úr sætinu og rak upp lágt óp, en Mr. Wynnstay stóð svo nálægt mér að eg get ekki fiært stólinr; neitt aftur á bak, og er eg æpti leit hann upp og augu okkar mættust í speglinum. Mér var ómögulegt að líta undan. Eg sá í speglinum hvernig hann réðist á mig eins og stór ránsfugl. Því næst hvarf mynidin rétt eins og regnboga liturinn í sápubólu, sem springur, því að andlit mitt var grafið í votum vasaklútn- um. Stutta stund, eg veit ekki hve mörg augna- blik, barðist eg á móti af öllum mætti, án þess að hljóða á hjálp, og reyndi að iosna, því að eg vissi að ef eg kæmist út í dyrnar, mundi dyra- vörðurinn hjálpa mér. Þetta vissi eg, en eg vissi l'íka að með hverjum andardrætti, sem eg drægi að mér, andaði eg að mér eiturlofti svæf- ingar lyifsins, sem smátt og smátt mundu svæfa mig til mieðvitundarleysis. Eg fann að raunveruleikinn var smám saman að hverfa. Eg fór að sjá eins og í draumi, hvtítar vatnsliljur, sem syntu yfir gáróttan vatnsflöt yfir að fossi, sem þær óhjákvæmilega hlytu að falla fram af. Þessar liljur og hin hverfandi meðvitund mín voru á einhvern hátt tengdar óslítandi böndum; ef eg gæti bjargað öðrum hvorum frá að fljóta fram af, mundi eg bjarga báðum, og eg barðist alt sem eg gat. “Eg má ekki missa meðvitundina, eg má ekki.” Hið innra með mér heyrði eg þessa viðvör- un endurtekna í sífiellu. Ef eg misti meðvitund- ina, þótt ekki væri nema augnablik, þá vissi eg, að eg hefði kvatt þennan heim fyrir fult og alt — þá væri öllu lokið. Liljumar mundu fljóta fram af fossinum og molast í sundur í hringið- unni. Svo heyrði eg aðra rödd, eins og langt í fjarska fyrst, en síðar nær og greinilegri, og súð- ast sagði röddin með þrumuraust: “Andaðu ekki! Haltu niðri í þér andanum þangað til hann tekur vasakiútinn burtu.” Eg hafði nógu mikið vit eftir til að hlýða þessu ráði. Eg hélt að hann ætlaði aldrei að táka vasaklútinn burtu. En þegar eg varð mátt- laus i fangi hans, tók hann loksins burtu. Hefði þetta dregist augnabliki lengur hefði eg orðið að draga andann og fylt lungun ennþá meira með eiturloftinu. Augu mín voru lokuð og höfuð mitt hvíldi á öxl hans. Eg vissi að hann athugaði mig gaum gæfilega og þorði eg ekki svo mikið sem bæra augnalökin minstu vitund, svo að hann skyldi ekki gruna, að eg væri að látast vera meðvit- undarlaus. Þetta hefði verið ennþá örðugra en það var, að látast vera meðvitundarlaus, ef klóróformið hefði ekki þegar haft nokkur álhrif. Eg haifði mleðvitund um það, sem gerst haifði en mjög óljósa, og mér var alveg sama um hvað um mig v^rð. Eg var eins og maður, sem dreymir en er nógu mikið vakandi til að vita að hann er að dreyma. “En sú hepni! Þvítík slympi lukka!” hvísl- aði maðurinn, sem hafði kallað sig Wynnstay, og rödd hans lýsti sigurhrósi. “Að þetta skyldi koma fyrir einmitt í kvöld — rétt eftir sím- skeytið. Rétt eins og lamb, sem hleypur beint í ginið á úlfinum.” Við að heyra hann mæla þannig fékk eg smátt og smátt meðvitundina; líkami minn og andi virtust vera aðskilin og reyndi eg árang- urslaust að tengja þá saman á ný, svo að eg gæti hneyft mig. En eg var alveg kvik máttlaus. Eg gat ekki hreyft legg né lið. “Hvað á eg að gera til að frelsa mig frá honum?” hugsaði eg. “Að augnabliki liðnu verður of seint að gera nokkra ákvörðun. Á eg að liggja hér róleg, eða reyna að þjóta upp og reyna að lorða mér?” En eg gat ekki gert neitt. Eg var kvikmátt- ilaus. Maðurinn tók mig í fang sér og bar mig þvert yfir herbergið. Eftir eitt augnablik hafði hann löðrað allan kjólinn minn í kölnarvatni. Eg hugsaði að það væri til að deyfa klórófiorm lyktina, að minsta kosti helti hann engu af því firaman í mig, svo að hann ætlaði ekki að nota það til að lífga mig við. Aftur lagði Mr. Wynnstay af stað með mig. Mér til mestu undrunar og gleði hélt hann til dyranna, sem lágu út í forstofuna. Eg heyrði hann hrópa í ákafa og með ang- istarrómi: “Denby, Denby! Komið hingað fljótt!” “Mr. Wynnstay, hvað gengur á?” “Fjandinn hafi það! Getið þér ekki séð að liðið er yfir stúlkuna? Hún hn'eig um í stólnum áður en hún hafði lokið við bréfið, Sem eg var að lesa henni fyrir. Hún hlýtur að hafa verið veik þegar hún kom — mjög óþægilegt, það verð eg að segja. Reynið að ná í vagn, Dertby, eins fljótt og þér getið. Eg ætla að fara með hana til læknisins míns. Eg get ekki haft hér , stúlku á yfirliði.” “Ó, hún raknar sjálfsagt bráðlega við,” sagði dyravörðurinn hughreystandi. “Það vitum við ekkert um. Mér falla svona tilfelli iila. Kallið hingað vagn og flýtið yður, Denby. Eg skal koma út á eftir yður. En það fjárans myrkur. Það væri rétt dálaglegt fyrir mig, ef eimhver kæmi inn og sæi mig með með- vitundarlausa stúlku í fanginu. Skemtilegt ástand.” “Jæja, ef þér viljið endilega koma henni burtu héðan,” sagði dyravörðuinn kurteislega, “þá skal eg ná í vagn eins filjótt og mér er auðið, þótt iítið sé um vagna um þetta leyti dags í þessu nágrenni.” Mr. Wynnstay bar mig út úr húsinu. Kald- ur blær andaði á móti mér og regnið, sem tekið var að falla vætti enni mitt. , “Fjandinn hafi það!” tautaði Mr. Wynn- stay og þrýsti á ný klútnum að vitum mínum. Hann hlaut að hafa tekið hann með sér til vondra vara. Hann var hræddur um að vindurinn og regnið mundu vekja mig af dvalanum og reyndi, svo að Denby ekki sá að styrkja svefninn. Eg reyndi að halda niðri í mér andanum. Deniby blés af öllum mætti í hljóðpípu þá, sem hann notaði til að kalla vagna að fjölbýlis- húsinu. Hvert skyldi hann fara með mig? Lák- legast að dauðans dyrum. Eg hélt að eg hefði lent i hendurnar á brjáluðum manni; því að hann gat alls enga ástæðu haft að vilja tortíma jafn lágtsettri manneskju og eg var. Brjálaður maður mundi ekki hika við rteitt. Eg var í raunverulegri lífishættu. Aftur og aftur heyrðist hin smjúgandi tónn hljóðpípunnar, og svo heyrðist vagnskrölt. Vagn hafði ekið gegn um hliðið inn á mölborna stíg- inn heim að húsinu. Maðurinn, sem hélt á mér gekk áfram og vasaklúturinn var ekki lengur yfir andliti mínu. Eg heyrði hann draga andann þungt, og hann hrökk til baka svo skyndilega að hann hnaut. Er hann eins og ósjálfrátt reyndi að ná jafnvæginu, losaði hann tökin á mér, og fann eg að hann var að missa mig, með því að herða mig alt sem eg gat, reikandi á fótunum og titr- andi eins og hrísla í stormi, dró eg þungt and- ann, hrinti honum frá mér og reyndi að standa á miínum eigin fótum er þær sniertu jörðina. “Hjálp! hjálp!” hvíslaði eg dauflega, þótt mig hefði langað til að æpa eins hátt og auðið var. Augu mín voru raú galopin og starandi, þótt alt hringsnerist fyrir þeim, alveg eins og mig suradlaði. Alt sem eg sá og hieyrði rann eins og saman í eina hringiðu. — Tvö glitrandi ljós, alveg eins og stór augu, í fólksflutningsvagni, sem tveir menn stigu út úr. Gula ljósið skein framan í annan þeirra. Eg þekti hann og hafði óljósa tilfinningu af gleði. En gleðin kom mér, þótt undarlegt sé, til að gráta, og í gegn um grátinn heyrði eg áfram í hljóðpípu Denbys, sem alt af var að kalla á vagn harada okkur. “Frelsið mig!” sagði eg hásum rómi og reik- aði áfram og bjargaði mér frá falli með því að grípa báðum höndum í frakkaermi, sem virtist vera rétt til hjálpar. “Verið óhræddar, auðvitað skal eg hjálpa yður,” sagði róleg rödd. “Hefir þessi maður reyrat að gera yður eitthvað ilt?” Eg reikaði raær honum og lengra burtu frá Mr. Wynnsty, sem eg gat nú aftur séð greinn lega. Hann var nú mýkri á svipinn en nokkru sinni fyr, er svörtu gleraugun huldu augu hans. “Hann, hann ætlaði held eg að myrða mig,” hvíslaði eg. Þegar litið var á þetta blíðlega aradlit, hlutu orð mín að virðast ósegjanllega heimskuleg; eg fann til þess sjálf og komst í vandræði. Mr. Wynnstay hló góðlátlega. “Já, þarna getur maður séð,” sagði hann, “hvað gamall piparsveinn fær, þegar hann blandar sér í mál, sem honum kemur ekki við. Eg var alt af hræddur um þetta.” Hann hækk- aði róminn og sagði við dyravörðinn: “Hirðið ekki framar um vagninn, Denby. Ungfrúin hefir raknað við.” “Hvað sem þessi maður segir, þá trúið honum ekki,” sagði eg í bænarrómi. “í guðs bænum látið hann ekki fara með mig í burtu með sér.” “Aiuðvitað ekki,” sagði sá, sem studdi mig. “En —” “Nei, auðvitað ekki át Mr. Wynnstay eftir illúðlega. “Eg h'efi alls enga löngura til þess, ungfrú. Þegar yður er batnað og eigi þarf að fara með yður til læknis. Þér verðið að leyfa mér að útskýra málið fyrir yður, herra minn. Eg hugsa að þér séuð Sir George Seafiorth, er ekki svo? Eg hefi séð yður hér fyrri og líka annarstaðar. Þér hafið sjálfsagt heyrt mig nefndan. Eg er Nathaniel Wynnsty, ekki alveg óþektur málafærslumaður.” “Eg hugsa eg eigi kunningja, sem þekkja yður,” svaraði hinn óþolinmæðislega, að mér fanst. “En—” Aftiur tók Mr. Wynnstay fram í fyrir hon- um. “Mér fanst það bein skylda mín að segja til nafns míns eftir þær álygar, sem unga stúlkan bar á mig sjálfsagt af misskilningi. En eg skal skýra frá málinu í fáum orðum. Eg er henni alls ekkert reiður. Hún hefir aðeins rangt fyrir sér. Fyrir hálfum tíma síðan þekti eg hana alls ekki. Hún kom hingað og hélt að þetta væri Holland Park húsið. Eg var rétt að ganga út, er eg heyrði hana spyrja eftir kunningja mínum, sem á heima hérna fast hjá. Er eg sá að hún varð fyrir mi'klum vnobrgiðum, er eg sagði henni að frúin væri ekki heima, og þar sem eg hugði, að hún væri þreytt og lasin, hugsaði eg mér að koma því svo fyrir að hún gæti samt verið um nóttina í húsi vinkonu minnar, Mrs. Leatherby-Smith. “Þar sem mér er ilt í hendinni stakk eg upp á því, að hún skyldi skrifa bréf en eg skyldi liesa henni fyrir og skyldi bréfið vera til bústýrunn- ar í hinu umrædda húsi. Hún var fiús til þess. En hún hafði varla sezt í stólinn við skritfiborðið, þegar eg sá að hún var veik og að því komin að falla í ómegin. Eg flýtti mér inn í hliðanher- bergið eftir kölnarvatnsglasi, sem eg dreypti á hana úr, en árangurslaust. Eg kallaði á dyra- vörðinn og bað hann að ná í vagn, svo að eg gœti ekið með hana til læknisins m'íns, sem býr skamt héðan. Eg hefi aldrei séð neinn falla í yfirlið, og þorði ekki að taka á mig ábyrgðina að reyna að tífga hana við. Eg óttaðist að láta aðra, sem búa í húsinu sjá mig í þessu hlægilega stimabraki, og flýtti mér því að bera ungu stúlkuna, sem eg hélt að væri ennþá meðvitundarlaus, út undir bert lofit, og bíða úti eftir vagninum. Hitt er ykkur kunnugt, þótt mér sé óskiljanlegt hvers Vegna ungfrúin, sem eg reyndi að hjálpa, skuli ásaka mig, að eg — að eg ætli að myrða sig, en eg hugsa að taugaveiklað kvenfólk sé ekki á- byrgðarfult fyrir ofsjónum sínum og ímyndun- um.” “Hann gaf mér klórófiorm,” svaraði eg lágt, undrandi yfir þeim slæglega hætti, sem hann sagði sögu sína með. Frásögn hans var svo trú- anleg, en mlín svo ótrúleg. “Hann þrýsti vasa- klút vættum í klóróformi á andlit mitt. Eg reyndi að halda niðri í mér andanum, en eg varð hálf meðvitundarlaus. En það virðist alt saman nú svo óraunverulegt og undarlegt.” “Yður hefir dreymt þetta alt saman,” sagði Mr. Wynnstay. Auðvitað. Eg er alls ekkert reiður við yður — þótt það sé talsvert ömurlegt þegar maður er að gera eirthverjum greiða, að fá að launum slíka ásökun. Hvaða ástæðu hefði gamall maður, eins og eg að svæfa yður á klóró- formi?” “Eg — eg veit það ekki,” stamaði eg. “Það hugsaði eg líka. Eg er viss um að ef þér hugsið um þetta með skynsemi, hljótið þér að játa, að þér haíið gert mér blóðugan órétt. Denby, þér heyrðuð og sáuð alt, sem okkur fór á milli. Kanske þér vilduð bæta vitnisburði yðar við frásögn mína?” “Sjálfsagt,” svaraði dyravörðurinn, sem var hreykinn yfir því, að vera kallaður sem vitni. “Þetta er alt satt, sem Mr. Wynnstay segir. Hann var mjög vingjarnlegur við ung- frúna, sem hann auðsýnilega hafði aldrei séð fyr en í kvöld. Þegar hún gekk inn til hans til að skrifa bréfið, skildi hann hurðina eftir opna, og bað mig að bíða svolítið fyrir utan, svo eg gæti fylgt henni út. Eg beið fyrir utan, og hefði auðvledlega getað séð alt, sem gerðist inni í herberginu, ef eg hefði viljað. Ekki liðu meira en fimm mínútur, áður en Mr. Wynnstay, einn okkar beztu leigjanda, kallaði á mig og sagði að stúlkan hefði fallið í yfirlið. Eg varð óttaisleg- inn, þótt eg ætti annars von á að svona myndi fara, því hún hafði verið eins föl og liðið tík og titraði öll, er hún spurði mig eftir Mrs. Leatih- erby-Smith. Mr. Wynnstay fylgdist með mér út, og eg var rétt byrjaður að kalla á vagn, er þér komuð hingað.” “Eg hefi oft heyrt vini mína, sem búa í herbergjunum nálægt minni íbúð, tala um Mr. Wynnstay,” sagði ný rödd, sem eg hafði ekki heyrt áður. Þefta var hinn maðurinn í aðkomuvagnin- um, sem hafði flutt Sir George Seaforth hingað. Sir George Seaforth! Hvar hafði eg heyrt það nafn áður? Eg gat ekki munað það; eg hafði hræðilegan höfuðverk og gat ekki reynt á heil- ann. En eg vissi að þetta var maðurinn, sem hafði þá um daginn frelsað tíf mitt á götunni, rétt hjá húsi Lady Sophíu de Gretton. Þessi dagur virtist sannarlega viðburðaríkur; en síðar komst eg að því að þetta var alls engin tilviljun, að Sir George var þarna staddur; heldur var það miklu fremur afleiðnig af undanfarandi atvikum. Manninn, sem nýlega hafði tekið til máls, hafði eg aldrei séð áður. Eg var ekkert forvitin að kynnast honum, eg fann hálfgert til andúðar gagnvart hionum vegna þess að hann gerðist talsmaður óvinar mlíns og ákærandi minn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.