Heimskringla - 05.02.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.02.1947, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. FEBRÚAR 1947 “Brand,” sagði Miss Smith. “Nei, hún heí- ir sagt mér að hún eigi 'heima á Packham. Hún hefir mætt óþægindum heima hjá isér, og eg fullvissaði hana um, að þér roundi vera það hin mesta ánægja að dofa henni að vera hérna ií nótt hjá vinlkonu sinni.” Mrs. Deatherby-Smith virtist hreint ekki fagna þessum tíðindum. “Eg verð að segja,” sa^ði hún, “eg verð sannarlega að segja, að eg finn enga köllun hjá mér til að opna heimili mitt fyrir vinbonum ritarans máns, þótt þær mæti einhverju mótlæti heima hjá sér. Eg er alveg hissa á Miss Byrden. Samband okkar er alls ekki svo innilegt að--” “Æ ygóða miín, talaðu ekkert dlt um Miss Byrden,” sagði gamla koman og gráu lokkarnir hennar hristust af reiði. Ef þú þarft að skamma einhvern, Carolína, þá skammaðu mig. En eg skal segja þér það hreinskilnislega, að mér fellur illa að vera ávítuð, þegar eg áiít að eg hafi breytt rétt. Sendu stúlikuna út á götuna éf þú tímir ekki að iofa henni að vera í nótt hjá Miss Byrden, en gerir þú það, þá fer eg með henni, þar sem eg á sök á því, að hún er hér. Eg býst við að við getum fengið inni ií einhverju gistihúsi hér í grendinni, þótt klukkan sé orðin tólf.” Mrs. Leatherby-Smith fór næstum að gráta vegna þess að hún hafði hrygt sdna kæru Jane. Jane hafði algerlega mi9skilið hana; hún hafði verið undrandi yfir þessu, það var alt og sumt. Auðvitað gæti unga stúlkan verið hérna í nótt — tvær nætur -r- eins margar nætur og Jane óskaði að hún væri. TómáS gat fylgt Miss Brant til Teresu, frönsku herbergisþernunnar, er gæti svo fýlgt henni til Miss Byrden. Já, það væri be2it svo gætu þær Mrs. Leath- erby-Smith og hennar ástkæra Jane átt trúnað- ar samræður einar sér. Áður en eg vissi hvaðan á mig stóð veðrið var eg komin út úr herbergimu og upp stigann ásamt þjóninum. í göngunum mættum við mettri og lítilli herbergisþernu, sem horfði á mig með vanþóknun og hún fylgdi mér lemgra upp. Svefnherbergi Önnu gat ekki verið hærra upp; ef það átrti ekki að vera upp á þakimu. í>að var umkringt af herbergjúm þjónanna, eg gat heyrt það á hrotunum, sem heyrðust úr öllum áttum. Teresa barði að dyrum, sem opnuðust strax, og kom Anna í ljós hálf háttuð. “En hamingjan góða! Consuelo Brant. Er þetta svipur?” kallaði hún upp yfir sig. “Eg veit það ekki vel,” 9varaði eg með titr- andi rödd er hún vék sér úr dyrumum til að láta mig komast inn. “Veit ■ Mrs. Leatherby-Smith að þú ert hérna?” Angistin í málrómi hennar og hræðslu- svipurinn lýstu því greinilega hvernig húsmóðir hennar var við hana. “ Já, hún sendi stúlkuna sína upp með mér. Æ, Anna eg þarf svo margt að segja þér af því, sem fyrir mig hefir komið síðustu klúkkUtím- ana.” “Uss!” hvíislaði hún. “Lofaðu mér fyrst að gá að, hvort Teresa stendur ekki á hleri við hurðina.” Eg svaf ekki mikið þá nótt, og ekki gerði Anna það heldur. Eftir að eg hafði sagt henni um öll mín æfintýri, sem höfðu komið fyrir, eftir að við skildum, sögðum við ekki margt. En margar athugasemdir hennar við frásögr mína höfðu mikil áhrif á mig. Hin heilbrigða skynsemi hennar hafnaði með fyrirlitningu á- sökun minni gegn Mr. Wynnstay. Það var auð- vitað tómlt rugl úr mér, að eg hefði séð hann dulbúinn sem prest fyrir mörgum árurn sáðan, eða að hann héti ekki Wynnistay í raun og veru, eins og mér lá við að ætla. Margt fólk hafði augu, sitt með hvorum lit. Móðir Önnu hafði háft þýzkan þjón einu sinni í matsöluhúsinu sínu, sem hafði annað augað blátt, en hitt brúnt. Hún hafði sjálf séð kon-u, ekki alls fyrir löngu 9Íðan, sem hafði þannig lit augu. Þietta var óvenjulegt; en ekki eins .sjaldgæft og eg hugsaði. Þetta með spegilinn hafði eg auðvitað ímyndað mér ait saman í þeim svifum, sem var að líða yfir mig, þá hafði eg séð Mr. Wynnstay koma með kölnarvatnsÆlösfcuna, sem hann hafði notað til að vekja mig til með- vitundar, og gíðan hafði eg ímyndað mér alt hitt. Anna virtist ekkert leggja upp úr þessum hluta sögu minnar. Þótt undarlegt megi virðast hafði hún miklu meiri áhuga fyrir samfundum Sir Georges Seaforths og mín. “Það er rétt eins og hönd forlaganna hafi stjórnað þessu,” sagði hún og stundi við, og mér virtist andlilt hennar fölt og þreytuliegt í hinu föla skini mánans, er streymdi inn um gluggann sem háfði enga blœju. “Fyrst heyrum við um þessa Lady Sophíu de Gretton.” Þegar Önnu féll illa við einhvern, setti hún ávalt “þessi” fyrir framan nafnið — “síðan hittum við hann á götunni og hann bjargar þér frá að ienda undir vagni, án þesis við vitum hver hann er. Og sama kvöldið kemur hann þér til bjargar þegar þú heldur að þú sért í hættu — þótt eg áiíti ekki, að þú hafir verið það í raun og veru — og svo kernst þú að því, að þetta er sami maðurnin, sem heimsótti Lady de Gretton, og hún vildi ekki að þið sæust.” “Ekki vitum við hvort það var svo,” sagði eg til að taka málstað hinnar fjarverandi frúar. En Anna virtist ekki hafa heyrt hvað eg sagði: “Mér þætti gaman að vita hversvegna sumum stúlkum veitist alt, en öðrum ekkert,” bætti hún við í hálÆum hljóðum. “Hvað átt þú við með þessu, góða mín?” spurði eg. Hún svaraði engu og eg gat séð að hún starði út i bláinn án þess að hugsa neitt sér- staklega til mín. Þessi síðustu orð Önnu, eins og alt hitt, sem fyrir mig hafði komið, héldu mér andvaka fram eftir nóttinni. 9. Kapítuli. Næista morgun var hún lífcari því, sem hún átti að sér að vera, og hló bara þegar eg stakk upp á að símrita Lady de Gretton til að vita hvort eg mætti koma þá um daginn til hennar í stað næsta dags. • “Eg vil gjarnan lóna þér peningana Oonnie,” sagði Anna þurllega, því án þeirra gat eg ekki sent neitt símSkeyti. “En mér dettur ekki í hug að trúa því eitt augnablik, að Lady Sophia hafi meint orð af því, sem hún sagði við þig. Eg veit heilmifcið um hana. — Atriði, sem eg hefi lesið í blöðunum, síðan eg kom til Mrs. Leatherby-Smiht; og svo talar allur þessi rusl- aralýður, sem hingað kemur ekki um neitt ann- að en Höfðnigjana og læst eiga vini á meðal þeirra, sem þekki öil þeirra leyn<Jarmál. Eg hefi oft heyrt það nefna Lady Sophíu de Gret- ton, og þótt flest af því, sem það segir, sé slúður, þá ’er liklega mi'kið af því satt.” “Og hvað hefir þú heyrt, sem sannfærir þig um að hún hafi ekki meint það, sem hún sagði við mig?” spurði eg og reyndi að gera mig á svipinn eins og mér lægi þetta í léttu rúmi, en hjartað í brjósti mér varð blýþungt aif ótta. Eg hafði brent skipin mín, þegar eg fór frá Peckham, og án hjálpar Lady Soþhíu de Círet- ton, vissi eg ekkért hvað gera Skyldi. Þig grunaði kanske, að eg tryði henni ekki þegar hún sagðist vera Lady Sohpia de Gretton. Eg hélt að hún væri svikari, sem notaði sér vel þekt nafn til að ginna okkur í einhverja hræði- lega tálgryfju. En þú vildir endilega fara heim með henni. Eg gat ekki slept þér einni, og þegar eg sá húsið og heyrði þjóninn kalla hana “My- lady” vissi eg að hún hefði ekki logið að okkur. Hún var Lady de Gretton í raun og veru, og þá var það enriþá áreiðanlegra, að hún kærði sig ekki um langa heimsókn fátækrar stúlku eins og þú ert.” “En hún sagði hversvegna sig langaði tid að fá mig.” “Já, henni leist auðvitað vel á þig og lang- aði til að sjá hVernig þú yrðir í útliti í fínum fötum. Svo talaði hún og talaði þanigað til hún sagði miklu meira en hún vildi sagt hafa, og vonaði ait af með sjálfri sér að þú værir nægi- lega skynsöm til að taka þetta eins og spaug. En það gerðir þú ekki, og þú sást svo hversu áköf hún varð að losna við okkur. Eg þori að veðja hverju sem er, að þú færð aldrei svo mik- ið sem svar við sámskeytinu þínu.” “En hún getur þó aldrei sjálfrar sinnar vegna gert annað eins,” sagði eg í örvæntingu minni. “Bíddu nú við, barnið gott, og lofaðu mér að segja þér svo líitð um Lady Sophíu de Gret- ton. Hún er greifadóttir. Faðir hennar var Stanley lávarður, sem eyddi öllum eigum sínum í féglæfrum. Loks varð hann alveg gjaldþrota; og Lady Sophia, sem þá var kornung, sá að framtíðarhonfur sánar voru ált annað en glæsi- legar hvað gott gjaforð snerti. Hún reyndi um hríð, en áranguHslaust, eftir því sem vinir Mrs. Leatherby-Smith siegja. Loksins þegar hún var orðin tálsvert fullorðin, giftist hún manni að nafni de Gretton. Hann var af góðum æittum en féiítill. Er hann dó fyrir tíu eða tóif árum síðan, átti hún við þröngan kost að búa, og viissi ekki hvað til bragðs skyldi táka, svo að hún gæti haldið stöðu sinni í-mannfélaginu. Hún átti hús og það var hér um bil alt, sem hún átti — ekkert til að lifa á né til að halda við heimili með. Hún réði samt fram úr þessu — cg langar þig til að heyra hvemig hún fór að því?” “Já,” svaraði eg í lágum hljóðum. Hún gerðist alkunn fyrir að kynna við hirðina auðmanna dætrum frá Ameríku eða af landsbygðinni, og hún kom þeim inn í sam- kvæmislíf það, sem hún sjálf tók þátt í. Venju- lega giftust stúlkur þessar vel, og þeir sem þessu eru vel kunnugir — að minsta kosti 9egj a vinir Mrs. Leatherby-Smith svo — eru sannfærðir um, að hún fái að minsta kosti tíu þúsund pund yfir samkvæma tímabilið fyrir hverja stúlku, j sem hún tekur þannig undir verndarvæng sinn, og stundum mikið meira. Sé nú þetta það, sem hún lifir á, er það þá sennilegt að hún væri að hafa fyrir að innileiða þig í samkvæmisiíf höfð- ingjanna og borga sjálf fyrir brúsann?” “Það er vfet ekki eitt einasta orð satt af þessu,” sagði eg áköf. “Og því sagðirðu mér þetta ekki í gær?” “Af því þú veittir mér ekkert ráðrúm til þess. Heldurðu að eg sæi ekki, að þú varist á- kveðin í að tala ekki um hana? Þú vildir éfcki láta hræða þig,*og þú varst hrædd um að mér tækist að gera þig skelkaða við þessa fyrirætlan þína. Eg vissi það ékki þá, að þú færir rakleiðis heim og træðir illisakir \^ið frænlku þína. Eg hélt að þú mundir líta skynisamlega á sakirnar þegar heim væri komið. Vél gat það verið, að ef Lady Sophia væri mjötg auðug kona, að hana langaði til að taka þig í fóstur, bára vegna þess að hún fann þig og famst þú verðug til að búa við betri kjör. En eg er viss um að hagur hennar er siíikur sem eg hefi nú sagt þér, og hvað sem því líður, er eg viss um að hún er dkki kona, sem gerir nokkurt verk í algerlega óeigingjiörnum og rómantískum tilgangi.” Eg svaraði engu. En eg er hrædd um að eg hafi verið súr á svipinn. Orð Önnu höfðu' fylt mig örvæntingu. “Eg vil ógjarnan að þú Skulir ætla mig öfundsjúka, og af þeim ástæðum svona svart- sýna,” hélt Anna áfram máli sínu. Mér hafði aldrei dottið neitt siíkt í hug um hana, og fanst því ærið undarlegt, að hún sagði þetta. “En eg verð að segja þér skoðun mína, þín Vegna, og eg verð að segja, að ef þú væntir þér nokkurs frá þessu smá æfintýri öhkar frá því í gær, þá færð þú ebkert út úr því nema vonbrigði. Sendu Lady Sophíu símskeyti ef þig langar til þess, en einnig ræð eg þér tjl að skrifa Mrs. East og segja henni, að ef hún vill iáta alt sitja við það, sem áður var, sért þú fús að koma til hennar aftur.” Hvað sem fyrir kemur þá geri eg það aldrei,” hrópaði eg. “Eg var þarna svona lengi af vana og engu öðru. Hún var eini ættinginn, sem eg átti, þótt við séum fjarskyldar, og vegna þess að eg kom á heimili hennar þegar eg var fjórtán ára gömiul, hefi eg í sljóleika mínum álitið það eins og sjálfisagt, að eg væri þar altaf. Auðvitað hefi eg ekki fenigið neiltt ágætis upp- eldi samanborið við vel mentaðar stúlkur; en marnma raín kendi mér vel þangað til hún dó, og síðan hefi eg lesið ált, sem eg gat náð í, i þeirri von, að einhverntlíma gæti eg fengið betri vinnu sem kemslubona handa ungum börnum. Eg get iíka sungið. Þú veiist hversu fagra rödd hún mamma hafði og hversu hún æfði mig. Og þótt eg hafi lítið tækifæri haft til að æfa mig, hugsa eg að eg gæti komist í söngflokk í smáieik- fðlagi---” “Hvað sem þú gerir, Connie, þá farðu ekki í leikflökk. Þú ert alt of ung, alt of lagleg og alt of fátæk til þess.” “Já,” svaraði eg í örvæntnigu minni, “eg mun ekki hugsa til að gera það fyrst um sinn, því eg ætla ekki að hætta að vona að Lady Sophia de Gret'ton standi við tilboð sitt.” “Hm! Svo þú ætlar að halda þér við það heygarðshornið hvað sem tautar!” sagði Anna. Við Anna fórurn út á undan morgunverð- inum, og gengum að næstu simastöð, þar sem. Anna borgaði undir langt símskeyti til Lady de Gretton. Mig hrylti við að sjá Mrs. Leatherby-Smith á ný, jafnvel þótt eg vonaði að sjá þar líka hinn sjálfboðna bjargvætt minn, Miss Smith, en Anna h-ugði það óskynsamlegt af mér að koma ekki til morgunverðar og sagði: “Mrs. Leatherby-Smith langar auðvitað að spyrja þig spjörunum úr. Ef þú kemur ekki til að borða, mun hún álíta að eitthvað grunsam- legt sé á seiði, þessvegma skaltu mín vegna koma og borða með þeim morgunmatinn. Þótt þú gerir það ekki þín vegna.” Eg gerði það. Mrs. Leatherby-Smith spurði. Morgunverðurinn fólst aðallega í spurningum og svörum, með svolitlu af tei og smurðu brauði á milli, var það framneitt af þjóni, sem leit á þrönga og slitna, bláa kjólinn minn með ennþá méiri fyriríitninlgu en húsmóðir hans. Áður en máltíðinni var lokið vissi Mrs. Leatherby-Smith alt, sem eg sjálf viissi um framtíðarhorfur mlímar og Lady Soþhíu de Gretton. Hún vissi hverniig húsgögnin í setu- stofu hennar voru, hvernig hún sjáif hafði verið búin, og hvaða brauð hafði verið með teinu, sem hún gaf okkur. Anna hafði ekki sagt henni neitt um æfintýri oikkar, því að húsmóðir henn- ar var ekki vön að forvitnast um einkamál hennar. En nú virtist Mrs. Leatherby-Smith móðguð yfir þögn hennar. Auðvitað voru litlar iíkur til að Lady Sophía de Gretton mundi svara símskeyti mínu, eða hugsa um mig nokkuð framar. Þetta fanst mér nú eftir að víman frá því í gær var runnin af mér. Þótt Mrs. Leatherby-Smith segði það ekki með berum orðum, var hún að springa af for- vitni. Hún vildi að eg skyldi vera hjá sér, tii að vita hvað önnur eins merkis persóna og Lady Sophía ætlaði sér að gera við mig. Hvort hún ætlaði að láta mig eiga mig, eða taka mig að sér í raun og veru. Þótt Mrs. Leatherby-Smith væri nógu rílk til að kaupa og selja greifadótt- urina, sem einnig hafði gifst óitgnum manni, þá vissi hún samt, að Lady Sophía de Gretton gat vegma ættar sinnar og foreldra, umgengist fólk, sem var henni eins fjarlægt og fjöllin á tunglimu. Eg var bara nítján ára og allls ekki verald- arvön, en samt rámaði mig í, að Mrs. Leatherby- Smith héldi mér í hendi sér eins og metaskál- um. Eg mundi stíga í verði og virðimgu, þangað til eg væri gulis ígildi, ef Lady Sophía de Gret- ton símaði mér, að eg skyldi korna til sín. En ef óheillaspár Önnu rættust, og Lady Soþhía léti ekkert frá sér heyra, þá mundi eg verða lauflétt og léttvæg fundin — lítið ónýtt lauf, sem yrði bara sópað úit úr hiúsinu, og hvert? Það hirti enginn um. Hvað Miss Smith snerti, þá var hún í alt öðru skapi en kvöldið áður. Hún var þögul og íbyggin, en hlustaði samt nákvæmlega eftir samræðum okkar. Maður átti ekki að ræða mikið yfir morgunverði, sagði hún. Seinna þegar Mrs. Leatherby-Smith og Anna settust við bréfaskriftir, þá bað hún mig að halda í bandhespu fyrir sig á meðan hún vefði bandið upp í hnykil, og Skildist mér, að með þessu væri hún að fá mig til að gleyma vandræðum mínum um stund, því að hún sagði mér frá heimkynni sínu í Dorsetshire, köttunum og hundunum sínum og brasileika öpunum, sem hún átti. Klukkan var hálf níu þegar eg sendi sím- sbeytið, og er stundirnar liðu þá sat eg og reikn- aði þetta út. Ef símskeytið var afgreitt í Park Lane kl. níu; kamske Lady Sophía de Gretton svæfi þá. Ef hún sendi mér svar, gæti eg feng- ið það kl. hálf ellefu. En klukkan varð yfir ellefu, og þótt eg hrybki við í hvert sinn og dyrabjallan hringdi, var ekkert boð til miín. Kl. tólf kom Mrs. Leatherby-Smith inn til okkar og bað mágkonu sína að koma með sér út í bæinn. “Þér hafið ekkert heyrt frá Lady Sophiíu ennþá, sé eg er,” sagði hún með háðsiegu brosi. “Þér getið verið hér fram til hádegisverðar, og ef þér hafið ökki heyrí neitt frá henni klukkan þrjú, býst eg við að bezt sé fyrir yður að sleppa allri von hvað hana snertir. Viel á minst, Mr. Wynnstay kom hingað til að spyrja eftir yður og hvernig yður liði. Eg heyrði það á Miss Byrden að þér hefðuð vilst þangað í gærkveldi, og að hann hafi fylgt yður hingað, því að hann hélt að eg yrði að heiman í dag. Ekki get eg skilið í þeirri skoðun hans eftir því sem eg sagði við hann af tilviljun, er við fundustum af hendingu síðari hluta dagsnis í gær. En það kemur þessu máli ökkert við. Því sögðuð þér mér ekki að yður hefði orðið ilt og fallið í yfirlið þegar þér voruð hjá honum?” “Eg hélt ökki að yður þættu það neinar fréttir.” “Það var samt undaríegt. Þér hefðuð átt að segja frá því. Eg varð mjög forviða, þegar Mr. Wynnstay sagði mér frá þessu. Hann er óvenjuilega duglegur maður — mokkrir vinir mínir hafa nýlega ráðlagt mér að ráða hann fyrir málafærslumann minn — og mjög vin- gjarnlegur. Hann bað mig umfram ált að láta sig vita hvað af yður yrði, og eg mundi hafa sagt honum söguna um tilvonandi heimsókn yðar til Lady ^ophíu .de Gretton, ef hún væri eigi 9vona vafasöm. Hann muodi hafa hlegið hjiartaniega að mér, hefði eg lagt trúnað á annað eins. Lögmennirnir þekkja heiminn of völ til þess.” “Ef Lady Sophía skyíldi senda boð etfrtir mér þá munið mig um það, að segjia ekki Mr. Wynnstay frá því,” sagði eg í bænarrómi. — “Henni mundi kamske faila það ílla, að þetta fari í hámaöli, og það væri henni kanske óþœgi- legt að nokkuð Slúður væri borið út um mig.” “Yður er óhætt að treysta mér til þess, að eg geri ebkert, sem Lady Sophíu gæti orðið til óþæginda, ef þér farið til hennar,” sagði Mrs. Leatherby-Smith og reigði sig, “þótt ekki sé mikið útlit á því nú, eins framorðið og orðið er.” Morgunverðurinn var eina máitíðin, sem Miiss Byrden snæddi með húsmóður sinni. Há- degisverðurinn var henni færður inn í bóka- stofuna, þar sem hún vann, og þar borðuðum víð hann saman. Ekki var hann rífilegur handa tveimur ungum stúlkum, en til allrar heppni fyrir Önnu leið mér svo illa, að eg var alveg lystarlaus. Klukkan var hálf tvö og ekkert boð frá Lady de Gretton. Vonin var að kulna út í brjósti mér. Mrs. Leatherby-Smith og gestur hennar komu heim til hádegisverðarins, áður en þær fóru inn í borðstafuna trufluðu þær okkur við okkar einföldu máltíð með því að spyrja hvert eg hefði fengið svar. Er eg meitaði því, þá sagð- ist frúin svo sem hafa búist við því svari. “Og hvað ætlaði eg að gera nú?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.