Heimskringla - 12.02.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.02.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. FEBRÚAR 1947 Eg vissi það efcki vel. Anna hafði lánað mér fáeina skildniga og vísað mér á ráðninga- skrifstofu, sem hún ráðlagði mér að snúa mér til. Mundi Mrs. Leatherby-Smith vilja leyfa mér að bíða einn eða 'tvo fíma til? Það gaeti verið að-----” “Þú hefir auðvitað ekfcert á móti því, Carólína?” sagði Miss Smith. Og þar sem Mrs. Leatherby-Smith gat efcki neitað því, fóru þær til að borða. Kliukkan varð þrjú og ennþá hafði eg ekk- ert heyrt. Eg hafði nú slept allri von og var í þungu skapi. Eg var uppi í herbergi Önnu til að láta á mig hattinn, er þjónn kom og bað mig að koma niður í dagstofuna. Þær Mrs. Leafherby-Smith og Miss Srnith ætluðu að aka um í sbemtigarðinum, og vera að heiman áilan síðari hluta dagsins, og koma svo heim til miðdegisverðar. Frúna langaði til að tala eitthvað við Miss Brant áður en hún færi, því að hún yrði sjálfsagt farin áður en hún kæmi heim. Þetta voru þá lok þessarar sögu. Mrs. Leatherby-Smith hafði rétt fyrir sér. Lady Sophia de Gretton haifði gleymt mér — það var algerlega óþarft að bíða lengur eftir sím- sfceyti frá henni. Þess fyr sem eg færi héðan þeim mun betra væri það fyrir alla málsaðila. Enginn gat ásak- að Mrs. Leatherby-Smith, þótt hún vildi losna við mig eins fljótt og auðið væri. Hún gat ekki vitað, nema eg þyrfti þessa fínu bendingu til að hafa mig af stað. Anna hafði ekki verið mjög samúðarfull kvöldið áður eða um morguninn, en þegar öll von var úti um, að eg fengi svar frá Lady Sohpíu de Gretton og kæmist í félagsskap ungra stúlkna búnum ljósrauðum mússuláns kjólum, og stoltnum sólbrendum yngissveinum, þá var hún eins ástúðleg og hún var vön að vera. Við leiddustum ofan stigann. Anna, til að fá að vita hvað hún ætti að vinna seinni hluta dagsins, og eg til að Mrs. Leatherby-Smith gæti hrósað happi yfir ógæfu minni. “Þetta var alt saman hin hlægilegasta vit- leysa frá upphafi til enda,” sagði hún. “Eg vona að þetta hafi verið lexía handa yður’ Miss Braní. Maður kemst hvergi með því að fá of háar hugsanir um sjálfan sig. En þér getið samt verið þaklátar fyrir eitt: Ef æfintýri yðar í trjá- garðinum í gær hefði eigi komið yður til að yfirgefa heimili yðar, munduð þér aldrei hafa verið nótt og næstum heilan dag á eins skraut- legu heimili og þessu. Eg vona, Miss Brant, að yður gangi vel að fá yður vinnu. Og nú verð eg að kveðja yður. Hún rétti mér ekki hendina. “Verið þér sælar, Miss Smith.” “Bið við góða mín,”'sagði gamla konan fjörlega er hún greip um hendi mína. “Eg hefi ekki sagt milkið í dag, en eg hefi hugsað þeim mun meira. Og áður en eg kveð yður langar mig til að gera yður svolítið tiiboð.” Er eg leit á hana spyrjandi var dyrabjöll- unni hringt í ákafa. “Lady Sophia de Gretton,” tilkynti þjónn- inn hátíðlega. Það var eins og sprengikúla hefði tvístrast inni í herberginu. Mrs. Leatherby-Smith saup hveljur, og varð náföl af hamingju, Anna og Miss Smith voru þær einu af hópnum, sem létu sér hvergi bregða. “Góðan daginn, góða mín!” sagði Lady Sophia og rétti mér hendina. “Eg kom hingað eins fljótt og eg gat er eg hafði fengið sím- skeytið yðar. Mér þykir vænt um, að þér getið komið til mín einum degi eða tveimur fyr, en ákveðið var.” Hún leit eins og spyrjandi í áttina til hinna konanna er þarna voru. Eg hvíslaði eitthvað og Lady Sophia svaraði með því að hneigja sig, og þótt hún gerði það kurteislega, þá setti það þó Mrs. Leatherby-Smith og hina ástúðlegu mág- korfu hennar á alt aðra hillu mannfélagsins en hún var sjólf á, og bilið væri eins langt og Saturnús er frá jörðinni. “Það var mjög óvingj arnlegt af yður að tafca að yðui* ungu stúlkuna, og hafa hana hjá yður þangað til eg gat sótt hana, Mrs. L-L-Leatherby-Smith”, með svip sem lýsti þakklæti hennar fyrir greiða gerðan henni sjálfri. “Mrs. Leatherby-Smith hugsaði að þér hefðuð gleymt mér,” sagði eg. “Eg var að fara leiðar minnar.” Eg gat ekki látið á móti mér að skjóta þessari hnútu að húsfreyjunni. xHún ætlaði að svara með mesta fjálgleik en hjaðnaði eins og öll saman við þetta innskot mitt, og sá eg eftir hefnigimi minni, því hún hafði þó skotið yfir mig skjólshúsi. 10. Kapítuli. Lady Sophia sneri nú allri athygli sinni að mér og lézt efcki tafca eftir að Mrs. Leatherby- Smith lét í ljósi þá von, að henni mætti þóknast að fá sér sæti; hún stóð og það urðum við líka að gera nema Miss Smith. Eg býst við að Miss Smith hefði ekki staðið lí nærveru drotningarinnar; en hún sá enga þörf á því í nærveru Lady Sophie de Gretton, jafn- vel þótt þetta væri fyrsta aðalsfrúin, sem ha'fði stígið yfir þröskuld mágfconu hennar. “Það var sannarlega óheppilegt, að eg skyldi fara svona snemma á fætur í morgun,” sagði Lady Sophia. “Þetta verður mér erfiður dagur. Eg hröfck upp við eitthvað kl. sjö og gat ekki sofnað aftur. Eg borðaði morgunverð kl. átta og var farin út hálf niíu. Eg var úti allan morguninn og kom heim til að borða kl. tvö; þá fann eg sámskeytið yðar, og hér er eg komin. Þér hafið ásamt mér margt að starfa áður en við förum á dansleifc Lady Dunbar í kvöld.” Eg gat næstum fundið rafmagnsstrauminn, sem fór í gegn um Mrs. Leatherby-Smith við þessa frétt. “Já, auðvtiað komið þér þangað; eg hefi séð um alt saman. Svo ef þér eruð tilbúnar barnið gott, þá er bezt að við komustum af stað.-’ “Eg er alveg tilbúin,” sagði eg áköf. Því næst sneri eg mér til Mrs. Leatherby-Smith. “Þakka yður fyrir gestrisni yðar að lofa mér i&ð vera hér,” sagði eg eins alúðlega og eg gat. Nú tók hún hendi mína og þrýsti henni miili sinna stóru hreifa. “Eg fuilvissa yður um að það var mér mikil ánægja,” hrópaði hún og varð um leið eldrauð í framan. “Hafi eg gert yður svolítinn greiða, kæra Miss Brand, þá getið þér endurgoldið mér hann með því að koma við og við og heilsa upp á okkur, Miss Byrden og mig, og segja ofekur frá hvernig yður líður. Auðvitað munum við við og við finnast hjá einhverjum vina Lady Sophíu de Gretton.” — Svipur Lady Sophiíu de Gretton lýsfi því greinilega, að hún væri í miklum vafa um það — “en það er alt öðruvísi. Komið hing- að til hádegisverðar eða drekkið hjá mér te þegar yður langar til þess, þér eruð ætíð vel- komnar — og — og — það væri mér mikil ánægja, ef Lady Sophía de Gretton gæti komið líka.” “Þér eruð fjarska vingjarnlegar,” ságði Lady de Gretton og horfði út um gluggann. “Eg hefi hugsað mér að hafa miðdegis- verðar boð við veðreiðarnar í Ascot. Eg skal bjóða ykkur þangað báðum. Þangað koma margir merkir menn. Án efa munuð þér, Lady Sophía þefekja flesta þeirra. Ef þér — ef þér eigið ekki of annríkt — já, ef þér vilduð bara nefna eitthvert kveld þegar þér hafið ekkert fyrir stafni, þá — já — boðsbréfin hafa ekki verið send út ennþá — og — eg —” “Þetta er dæmalauist ástúðlegt af yður, og eg þakka yður margfaldlega fyrir, en því miður er eg svo önnum kafin, að eg hefi ekki eitt ein- asita kvöld laust alveg fr^m að hersýning'unni í Henley. Og auðvitða mun hin unga vina mín vera mleð mér hvert sem eg fer. Seinna gettir verið — já og með ánægju. Verið þér sælar!” Eg gekk til Miss Smith. “Þér hafið verið svo góðar við mig,” sagði eg þakklát. “Eg á engin orð til að þakka yður fyrir það. Eg veit ekki hvað eg hefði getað gert lí gærkveldi, hefðuð þér ekki hlaupið undir bagga með mér.” “Mér leist vel á yður,” svaraði Miss Smith þurlega. “Vlenjulega hefir mér reynst það svo, þrátt fyrir allan þvættinginn á móti, að fallegt fólk hefir fallegri innri mann en ljótt fólk. Fögur sál eins og brýst út, og þá verður andlitið auðvitað fallegt. Þessvegna laðast eg að fallegu fólki. Og hlustið nú á,” af ásettu ráði talaði hún svo hátt að Lady Sophía de Gretton gat heyrt hvert orð, sem hún sagði “alt virðist nú ganga yður að óskum; en ennþá vitið þér ekki hvernig öllu lýkur. Þessvegna fæ eg yður hérna heimilisfangið mitt, ef þér þyrftuð á vini að halda einhvemtíma síðar meir.” Hún dró upp úr pyngju sinni gamaldags nafnspjald. “Týnið því ekki og vitið að eg skal ekki gleyma yður eða gestrisni minni við yður, ef þér þurfið henn- ar með. Eg er óbrotin kona; eg veit tæplega hvernig Park Lane lítur út, og eg gæti ekki farið með yður á dansleik né til Henley; en brauð er alveg eins gott og kaka í tóman maga, góða mín. Eg óska yður alls góðs og ann yður af hjarta allrar þeirrar gleði, sem þér getið höndl- að; því einu sinni var eg lífca ung. Verið þér sælar.” Eg þakkaði henni hjartanlega og geymdi nafnspjaldið hennar í pyngjunni minni, og sá hún að eg lét það þar. En hjarta mitt var létt og glatt, fult eftirvæntingar um dásamilega hrífandi framtíð, sem biði mín. Ekki dreymdi mig um að mig langaði til að sjá nafnspjald Miss Smith á ný, nema aðeins til þess að minn- ast mannúðar hennar við vin um horfna og ókunnuga unga stúlku. Við Anna kvöddumst nú og Lady Sophiía sagði fremur þurlega, að það mundi gleðja sig, gæti hún litið inn til sín einhvern daginn og borðað hádegisverð með okkur. Eg skildi ails ekfci í þessari velgerðákonu minni. Hversvegna langaði han-a til að hafa mig hjá sér, kallaði mig gælunöfnum, straufc hendi mína ástúðiega, en kom fram við Önnu Byrden, sem stóð á sama stígi og eg í þjóðfélaginu, svona kuidalega og drembilega? Það voru svo mörg blæbrigði 1 skapferli hennar, sem vöktu mér gremju en um leið ímyndunarafl mitt. Eitthvað hlaut að búa undir þessu, og eg beið með óþolinmæði eftir því að tjaldið lyfftst, og eg fengi að sjá fyrsta þáttinn í æfisögu minni. Skrautl'egur, en lítill, lokaður vagn beið úti fyrir. Á vagninum sat virðulegur ökumað- ur, en þjónninn var sá sami og eg hafði séð hjá Lady Sophíu. 1 niítján ár hafði mig dreymt um venjulega fólksflutnings vagna og fanst þeir altof dýr- mætir fyrir mig að langa í, en þótt undarlegt rnegi virðast, hneig eg nú aftur á bak í hin upp- ibólstruðu grænu silkisæti með þeirri þægilegu tilfinningu, að eg ætti þama heirna. “Það er eignilega of heitt veður í dag til að aka í lokuðum vagni,” sagði Lady Sophía. “En eg er fátæk kona, barnið mitt og það sem mig skortir á eina hliðina verð eg að reyna að jafna á öðru og viðhafa vtismuni. Ef þú getur haft aðeins einn vagn, þá hafðu lokaðan vagn, sem er heppilegur þótt eigi sé hann þægilegur í allskonár veðri; og hafðu aðeirts tvo þjóna, sem eru viljugir, þegar þörfin krefur, að gerast öku- menn eða koma fram í hvaða hlutverki, sem vera skal — og svo lítinn eirtkennisbúinn dreng til að gæta útidyranna. Aðeins hyggin kona hagar því swona til; en æfiárin hafa glætt hjá mér fádæma kænsku og hyggindi. Eg vona, að þér þurfið aldrei að þroska þær gáfur á sama hátt og eg; það er mjög örðugt og gerir andlitið hrukkótt. Eina ráðið til að lifa ,1 þægilegu hirðu- leysis ástandi er — að giftast auðugum manni. Það ætla eg að reyna hægt og hægt að útvega yður, og byrja á því með að aka til Woolland.” Eg fór að hlægja, og sagði “Ekki sé eg hvað það hjálpar þeirri ætlan.” “Efcki það? Þér eruð svo góð og saklaus. En vitið þér að klukkan er orðin fjögur, og við höfum nákvæmlega þrjá tíma til að breyta — afsakið orðalagið — hinni snotrustu öskubusku í kóngsdóttur.” “Eg vissi að þér höfðuð töfrasprota,” sagði eg; Lady Sophía sýndi mér stálgráa pyngju, sem átti hvað lit snerti við föt hennar. “Þama er hann, töfrasprotinn, sem hefir alla veröldina á valdi sínu.” “Eg varð kafrjóð, því nú fyrst skildi eg við hvað hún átti. “Æ, nei, þér eruð mjög vingjarnlegar, en þér megið ekki gera þetta. Eg------” Mér ti'l mestu undmnra — því Lady Sophiía de Gretton var ekki kona, sem roðnaði út af smámunum,—skifti hún litum og varð flóttaleg á svipinn. “Verið ekki alt of þafcklátar,” sagði hún eins og hálf hikandi. “Það sem eg ætla að gera fyrir yður er ebki þess vert, að á það sé mirtst — aðeins óánægja fyrir mig. Góða mín, þér megið trúa því, að hvað sem fólk segir yður um mig, þá er eg hamingjusöm í dag, og það eruð þér sem hafið gert mig glaða. Þessi, þessi tilraun mín er þægileg tilbreyting á starfi rmínu, og — eg er í raun og veru vinur yðar. Þér getið með góðri samvizku þegið alt sem eg kaupi handa yður í dag.” “En,” sagði eg, því að eg var hrædd við að virðast ókurteis, en vildi samt ekki láta þetta niður falla að svo búnu, “þér sögðuð nýlega að þér væruð fátækar.” “Eg er sjaldan svo fátæk að eg geti ekki gert það, sem mig langar til. En eg spára á sum- um sviðum atriði, sem eru mér óþörf, en ekki það, sem mig langar til og það sem skemtir mér, það veiti eg mér.” Hún sagði þetta mjög glaðlega en svipur hennar var órólegur og flóttalegur. Eg vissi að hún leyndi mig eimhverju, en eg gat ekki spurt hana frekara. Vagninn staðnæmdist nú fyrir framan Woolland og þjónninn opnaði hurðjna. í næstu þrjá tímana var eg í sannarlegum draumi. Eg sem hafði árum saman orðið að sætta mig við að þiggja að gjöf tvo gamla kjól? af Mrs. East, og hafði verið þábklát fyrir það: eg hafði orðið að sætta mig við boli sem voru keyptir í Peckham fyrir tvo shillings hvor, og sokka, sem lituðu brúna fætur mína og nærpils í blóðrauðu fanneli! Eg sem hafði orðið að sætta mig við alt þetta, féfck nú nærföt úr mjúkasta og dýrasta sliki, sett kniplingum. Dýrustu sfcó, sem til voru, þunna silkisokka, millipils, sem vel hefðu getað verið danskjólar, og þá fegurstu hatta og kjóla, sem hugsaist gat, og sem njig hafði ekki getað dreyrnt um þegar eg var í Packham. “Svona kjólar, sem maður kaupir tilbúna, eru auðvitað bara hjálp í viðlögum,” sagði Lady Sophía, “en þeir verða nú að duga þangað ti'I þér fáið einhverja betri. Það er heppliegt, að þér eruð vaxin eins og alment gerist, svo að enginn vandi er að kaupa yður mátuleg föt, annars mundi illa fara í kvöld.” “Á eg að fara á dansleikinn með yður núna lí kvöld?” spurði eg. “En mér hefir efeki verið boðið.” “Eg sendi Lady Dunbar miða áður en eg fór eftir yður, og spurði hvort mér leyfðist að koma með unga vinkonu mína með mér. Eg sagði, að vinkona þessi hefði komið óvænt, og auðvitað mun hún veita mér þá bæn með ánægju. Svar hennar mun bíða ofcfcar heima. En vel á minst, þegar eg tala um að koma heim, þá man eg að nú er kominn tími til að komast þangað. Eg íhugsa að við höfum nú keypt alt, sem ofcfcur er allra nauðsynlegast, og klukkan er næstum orð- in sjö. Við borðum miðdegisverðinn kl. níu, bara við tvær. Eg sendi nökkrum vinum mínum af — boð, þeir ætluðu að koma og snæða með mér — og svo getið þér hvílt yður í einn klukku- tíma. Eg vil gjarna að þér séuð ólúnar og hress- ar, því eg reiði mig á að þér hrífið alla er þér komið í fyrsta sinni fram í samfevæmislífi borg- arinnar.” Eg hafði aldrei á æfi minni komið á dans- leife. “En gerum nú ráð fyrir að illa fari fyrir mér með háttalagið, og verði yður til minfcunn- ar,” sagði eg áhyggjufufl. “Þér eruð hefðarmær, góða mín. Engin kona, hvort sem hún er hertogaárú eða drotning getur verið meira en það. Og ekki skuluð þér ætla, að eg hafi lagt út í tilraun þessa án þess að veita framkomu yðar eftirtekt, og eins mál- ifæri yðar, vegna þess að orstír minn væri ann- ars í hættu á meðal þessa fólks.” . “Ekki veit eg hvað þér eigið við með þessu.” “Það gerir ekfcert til, og nú er enginn tími til að fara út í þá sálma. En eg gleymdi að spyrja: Það lítur út fyrir að þér gætuð dansað. Það er mjög þýðingarmikið fyrir þá, sem boma ifram í samkvæmislífinu.” “Mamma mín dansaði ágætlega,” svaraði eg hreýkin. “Hún kendi mér að dansa, og sagði, að þótt eg þyrfti aldrei að nota þá kunnáttu, mundi það samt gera hreyfimgar miínar frjáls- legri og göngulag mitt léttara. Ekki veit eg hvort svo hefir orðið, en eg get vel dansað — nema nýju damsana, sem hafa verið teknir upp nú nýlega.” “Gott er það. Seinna skuluð þér segja mér eins mifcið og þér óSkið um hana móður yðar, fortíð yðar of æfi í — í Peckhajn eða var það ekki þar, sem þér bjugguð? Ert nú höfum við um annað að hugsa, góða mín. Eg ætla að kalla yður Consuelo, og vitið þér nú hversu þýðingar- mikið þetta kvöld er fyrir yður?” Eg horfði forviða á hana. Við vorum rétt í þessu að aka inn í Parfc Lane. “Til allrar lufcku,” sagði hún eins og við sjálfa sig, “þá er lokið öllum hirðstefnum þetta tímabil, svo eg þarf ekki að fara með yður þangað, annars gæti það orðið vandræða atriði, því að þar eru gerðar svo margar spumingar, og sé þeim ekfci svarað þá er búið með það, Eins og safcir standa þá eru engar hindranir á leið yðar, og dansleikur þessi mun verða yður til happa. Því þegar um svona fagra stúlku er að ræða, þá hirða margir menn — menn sem vert er að eiga — ekkert um heiman mund. Þér verðið bara að hafa vit á þvi að grípa tæfci- færið, þegar það gefst, og það gefst sjálfsagt i kvöld. Þér megið treysta því, að eg Skal hjálpa yður af stað, og — en nú emm við komnar iheim.” Fötin, sem eg ætlaði að nota á dansleifcinn, höfðum við verið svo greindar að taka með okkur á vagninn, og litli drengurinn í einfcenn- isbúningnum, sem Lady Sophía hafði talað um — mér sýndist hann mjög virðúleg persóna — fcom og hjálpaði frönsku herbergisþernunni til að bera dótið upp í herbergi mitt. En hvað það var yndislegt herbergi! Aldrei hafði eg séð neitt því líkt, og eg gat næstum efcki trúað, að eg ætti að búa í því þennan stutta tíma, sem eg áttí þarna að vera. Ekki var hægt að hugsa sér neinn meiri mismun, en á hinu dimma og óvistlega herbregi, sem eg bjó í ásamt börnum Mrs. East. Þarna voru myndir á veggj- unum, bækur í skápum og stórt búningsborð með spegli yíir. Eg baðaði mig í baðherberginu, sem var inn úr svefnherbergi mlínu. Eg var klædd í silki og kniplinga; hin brosandi Adele vafði mig inn í ljósbláan morgunkjól og síðan hvíldist eg á mjúkum kniplingalögðum koddum, sem ilmuðu af blómaangan og síðan reis eg á fætur hvíld og hrest, þótt eg væri í alt of æstu skapi til að geta sofið. Á meðan eg hvíldi mig hafði herbergis- þernan sett upp hár Lady Sophíu og gat hún nú litið eftir að hið gulljarpa hár mitt væri gert upp. Franska Stúlkan fékk fyrst leyifi til að fylgja sínum hugmyndum, en þegar hún hafði lokið verkinu, þá bað Lady Sophía han'a að rífa það alt niður. “Það er lang bezt að hafa hárið, með því lagi, sem Miss Brand hefir haft það. Það ber fremur að líta á hana sem mynd en auglýsingu í nýtízku blaði. Hún hefir fundið sjálf upp mjög frurrtlegan máta að gera upp hár sitt. Hár henn- ar hrekkur á eðlilegan hátt.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.