Heimskringla - 19.03.1947, Síða 1

Heimskringla - 19.03.1947, Síða 1
We recommend tor your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Wínnipeg Phone 37 144 _______Frank Hannibal, Mgr. LXI. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 19. MARZ 1947 NÚMER 25. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Flugslys á Islandi 1 skeyti fná Reykjavík til blaðsins Winnipeg Free Press s. 1. laugardag, getur þess að fjórir menn hafi farist í flugslysi við norðvesturströnd íslands. Átta voru alis í förinni. Flugfarið var íslenzkt. Segir ekki nánar frá fréttinni í skeytinu. Skáldalaun Enn á ný hefur Alþing Islands heiðrað Þorstein Þ. Þorsteins- son, 22. Corinne Apts, með rausnarlegum skáldiStyrk, sem alls nemur yfir þúsund doilara. Sendinguna fekk Þorsteinn í ábyrgðarflugbréfi 18. þ.m. frá Lárusi Fjéldsted hæstaréttarlög- manni. Skeyti Eftirfarandi skeyti hefir bor- ist Heimskringlu frá Gretti Jó- hannssyni og Árna Helgasyni er þeir voru staddir á Gander-Ælug- vellinum í Nýfundnalandi, en nú eru komnir heim: Með flugskipinu “Reykjavík”, á fyrstu áætlunarferð til fslands, eru Gen. Harold G. Harris, fram- kvæmdaStjóri American Over- seas Airlines, Hugh S. Cum- mings, fulltrúi utanríkisráðu- fteytis Bandaríkjanna og frú, Thor Thors sendiherra fslands og frú Ágústa Thors, aðalræðis- maður Helgi Briem, Grettir Jó- hannlsson og Árni Helgason ræð- ismenn, Gunnar Paulsson, um- boðsmaður; erindrekar frá póst- mála- og flugmiálastjórn Banda- ríkjanna. Fjöldi blaðamanna. — Aðrir fslendingar: Magnús Joöh- umsson, George Östlund. Sam- tals 30. Fjórir farþegar. Áður farið af stað miðdagsverður á flug- vellinum í Washington og hótið- teg athöfn, stjórnað af Gen. Karris. Thor Thors og Cum- mings héldu ræður og frú Ágúst.a skiírði flugvélina. Fánaskipið “Reykjavík” kom til Gander kl. 10.30 eftir rúmra firnrn tíma flug frá New York. Búumst við að lenda í Keflavík kl. 9.30 í fyrramálið (19. marz). G. L. Jóihannsson - Á. Helgason Hinir rauðu ráða Maður heitir J. A. (Pat) Sulli- van. Hann hefir tilheyrt kom- hiúnista flokki Canada og verið formaður sjómannasamtaka, er úanadian Seaman’s Union heitir. Síðast liðinn föstudag sagði hann skilið við kommúnista flokkinn °g stöðu sína hjó sjómanna sam- tókunum. Á mánudaginn í þessari viku sagði hann einnig lausri stöðu sinni sem fjármálaritari Trades and Latoor Congress í Canada. Astæðuna fyrir þessu öllu Sagði hann þá, að kommúnistar réðu mestu orðið innan sjó- ^hannafélagsins, er hann veitti f°rstöðu. Hann sagði þá og gera það í mörgum öðrum slíkum fé- iögum um alt land; það næði Jafnvel til manna í stjórnarþjón- Ustu. Suillivan nefndi fjölda nafna, er hann sagði við bommúnista starfsemi sem þessa riðna. Verkamanna foringi þelslsi Sagðist gera þetta heyrinkunnugt til verndar sjálfum sér.” ‘‘Ef eg segði stöðunni lausri,” Sagði Sullivan, “án þess að skýra íra þessu, teldi eg mig alls ekk! öruggan”. Til að lýsa starfsemi þessari nánara, byrjaði hann á lögreglu- þjóna-verkfaLlinu í Montreal fyrir nokkrum árum, sem hefði verið styrkt fjármunalega af kommúnistum. Taldi hann svo upp fjölda dæma af hvernig sjómanna-sam- tökin hefðu algerlega lent í höndum kommúnista. — Nýir menn gengu í félagið og voru strax settir í ábyrgðanstöður. Einu sinni sem oftar var Sulli- van gerður kunnur manni, sem ekki gekk undir réttu nafni, en þótti afburða-skipuleggjari í fé- laginu. Slíðar komst hann að því að maðurinn var Fred Rose, sem kosinn var á sambandsþing með aðstoð sjómannalfélagsins og ann- ara kommúnista, en sem nú situr í fangelsi fyrir landráðabrugg sitt. Sjómannasamtökin sem Sulli- van (hann er íri) stofnaði 1935, væru fyrir áhrif kommúnista komin svo langt frá tilgangi siín- um, að hann sem borgari Can- ada, gæti ekki starfað lengur við þau. 1 kosningum sem nú fara fram í kjördæmi Fred Rose, sagði hann sjómannafélagið og bom- múnista gera alt sem þeim væri unt, að fá kommúnista kosinn. Churchill boðið til Winnipeg Félag borgar- og sveitarstjóra í Canada, heldur tíunda ársbing sitt á Winnipeg, frá 8.—11. júlí á komandi sumri. Hefir Cöulter borgarstjóri í Winnipeg skýrt svo frá, að WinLston Churahill, forsætisráðherra Englands á stníðisárunum, hafi verið boðið að heimsœkja þingið og halda þar ræðu. Er búist við fjölda borgarstjóra frá Bandarlíikjunum og jafnvel frá Míexikó, sem gesta þingsins. Löggjafarþing Bandaríkj- anna kappræðir beiðni Trumans forseta Ræða forsetans, er hann hélt nýlega, og vakið hefir hina mestu eftirtekt víðsvegar um heim, hefir verið tekin fyrir til ítarlegrar meðferðar í þinginu, en aðalefni þeirrar ræðu, var beiðni um fult vald til þess að leggja fram amerlíska peninga, og menn til styrktar Grikkjum, en í augum ýmsra til að berjast á móti útbreiðslu kommúniisma1 ií Evrópu. í Þössi tillaga forsetans, þótt hún nái ef til vill ekki fram að ganga í þinginu, virðist hafa vakið feikna athygli, og berg- mála í nálega hverri einustu' stórborg heimsins. Er tæplega; auðvelt að hugsa sér að löggjaf- arþing Bandaríkjanna geti felt slíka tillögu, slíkar aðgerðir myndu án alls efa fyrirgera öllu hinu mikla áliti, tiltrú og virð- ingu, sem alheimurinn ber svo ótvírætt til Bandaríkj anna, og kollvarpa hinni 9Íðustu von um lýðræði í öðrum löndum, sem berjast á móti kommúnisma. Augljós kvíði virðist ríkja meðal löggjafanna, að stríð við Sovét-sambandið gæti orðið hinn ehdanlegi árangur. Truman forseti var fullviss- aður um sterkt fylgi Republik- ana, eigi síður en fylgi Demó- krata, svo sem Sen. Arthur Van- denberg, (Rep. Mich.) forseta ut- anríkja-málanefndar þingsins. En búast má við hinni hörð- ustu mótstöðu mikilla orustu- garpa beggja flokkanna, sem eru ákveðnir í því, að vama því af öllum mætti, að Bandaríkin dragist inn í Evrópu-dfeilurnar. Ungverjaland og sá hluti Koreu, sem herliðsseta á sér stað hafa enn sem komið er komið til grfeina í umræðunum, þar sem forsetinn niefndi þessi ríki með- al þeirra, er styrkja bæri til full- komins frelsis. Forgöngumenn allmargra am- eifekra stjórnardeiida, hafa nú þegar hafist banda að veita þess- um ríkjum lið í örðugleikum þeirra og öngþveiti, er stafað i hafa minsta kosti að nokkru leyti ; af því, að Sovét-Rússland hefir iþrengt kosti þeirra; má og þar i til telja Grikkland og Tyrkland. | Sú hjálp sem Bandaríkin hafa veitt útlendum ríkjum síðan stríðinu lauk mælir með því, að •álheims áforma-stefna sú, sem skýrð var í ræðu Trumans for- seta og beint til þingsins, myndi síðar einnig geta náð til Kína og Italíu. Söluverð á útfluttu hveiti hækkar Sökum verðihækkunar i Bandaríkjunum, og sívaxandi þarfa og eftirspurnar eftir hveiti í öðrum löndum, var verð þess nýlega hækkað, þess, er með ó- hinidruðum útflutningi er selt til annara landa en Breta-veldis. Hveitinefndin í Canada ákvað að hækka Canadiskt hveiti ný- lega um 9 cent mælirinn, og hefir hveiti nú náð söluverðshá- marki, eða aldrei verið jafn hátt og nú,% síðan nefndin var mynduð. Hækkunin nemur nú því, að á Northern hveiti er hún 20 oent, slíðan í byrjun þessa mánaðar. Numir 1. Durham hveiti er sagt _ . * i ii s Alan Ernbury, fulltrui heun- að bosti $3.10 'til allra annara landa en brezku samveldisland- anna. Er þetta hæsta söluverð í Can- ada, að heita má, í allri hveiti viðskifta-sögunni. 3. maí, 1917, náði söluverð hveitis hámarki hér, og var það þá $3.05. 'Verð á rúgi í Winnipeg, hefir einnig hækkað, svo að búist er við að í maí verði það $3.43 — nýtt hámarks-verð á rúgi. Lýðræðis-hugsjónir Alt hefir gengið stórslysalítið enn, á utanríkjamála ráðherra- stefnunni í Moskva. Allmargir fundir hafa verið haldnir, en úr fáum, eða engum vandamálum auðvitað greitt til fullnustu ennþá. Marsihall ríkisritari, sagði ráð- stefnunni rétt fyrir síðustu helgi, og var alls ómyrkur í máli, að Bandaríkin litu svo á, að ekkert mannifólag fylgdi lýðræðis-hug- sjónum, ef eigi væri leyft að menn berðust fyrir rétti með- bræðra sinna, og væru ekki frjálsir að láta óhindrað í ljósi trú sína og sboðanir af ótta fyrir því, að yfirvöldin létu gnípa þá, og einangra frá heimili sínu og fjöidskyldu. Ræðu þessa hélt Mr. Marshall viðvíkjandi hinni miklu þörf á því að skapa lýðræðis-anda í Þýzkalandi, en sboðanir þær er hann hélt fram, bentu algerlega í sömu átt og yfirlýsingar, og á- kveðin stefna í ræðu Trumans forseta gerði viðvíkjandi einræðfi á Grikklandi; tók raeða Marsh- alls það fram að nákvæmlega hin sama stefna ríkti í Bandaríkjun- um um aðra hluta heimsins.' Mr. Marshall sagði fulltrúa- ráðstefnunni: (1) að 80 af 117 hemaðar-framleiðslu stöðvum á ameríska hersetu-isvæðinu á Þýzkalandi, væru með öllu lagð- ar niður. (2) Að Bandaríkin hefðu nú í haldi aðeins 15.103 herfanga, að mestu leyti á ítaliu, ogl5.873 væri verið að leysa úr haldi á her setusvæði Þýzkalands. V. M. Mölotov lýsti því yfir, að lótið yrði uppi bráðlega, hversu marg- ir herfangar væru enn í haldi á rússneska hersetusvæðinu. Bráðlega er búist við að tekið verði til umræðu á ráðstefnunni hin flóknu vandamál um fjölda fólks, 9em orðið hefir landflótta, og hVergi á heima, og viðreisn landamæramála Þýzkalands. tJtlitið er einnig skuggalegt viðvíkjandi hinum hættulegu sundrúngarmálum í Kína. Áreiðanlegar fregnir segja, að Kínverjar muni ekki líklegir til að koma sér saman um að taka neinn þátt í ráðstefnunni. Molotov kvaðst ekki fyllilega fallaist á greinagerð Marshalls fyrir lýðræðisstefnunni, en kvaðst koma að því greinilegar f nálægri framtíð. Þakklætisvottur Grikkja 1 Aþenu var búðum lokað í 2. klukkutíma Síðastliðinn föstu- dag; var það einn hluti hátíða- halds í þakklæti'gskyni við Bandaríkin fyrir tillögu Tru- mans forseta til styrktar Grikk- landi, og sömuleiðis Tyrklandi. Blómsveigur var lagður á fót- stall minnisvarðans við Olymp- us-musterið, en hann er reistur til minningar um ameríska her- rnenn, er féllu í bardaga fyrir frelsi Grikklands, fyrir 126 ár- um síðan. Ákærur komins herþjónustulýðs, bar það harðlega fram nýlega í Saskatchewan fylkisþinginu, að bommúnistar væri innan C.C.F. flokksins þar í fylki. Þegar T. C. Douglas, forsætis- ráðherra beiddi hann að tilnefna þá rnenn, neitaði hann að gera það. G. N. Danielson, (Lib. Arm River) kvað Dr. Laidler, er talaði síðast liðið sumar á almennu þingi C.C.F. í Regina, bommún- ista frá New York, en hann er forseti iðnaðarfélags-samtaba, bygðu á lýðræðislegum grund- velli, sem Mr. Embury nefndi þó kommúnista-flokk í Banda- ríkjunum. Ennfremur kvað Mr. Ernbury Eleanor Roosevelt vera varafor- seta þessa félagsskapar. Skoðanir Chiangs Nanking — Generalissimo Ohiang Kai-Shek, sagði Kuom- intangflokks fulltrúa-ráðinu síð- astliðinn laugardag, að kín- verska stjórnin væri ákveðin í því, að bæla niður til fulls, hern- aðar uppreisn bommúnista. Máli sínu til styrktar, lýsti hann yfir ákveðinni stefnu sinni að fullgera hina nýju stjórnar- skrá, og með því væru hin 20 ára gömlu stjórnaryfirráð eins flokks í Kuomintang á enda. Ný samtök Píus páfi XII., hefir tilkynt myndun nýrrar félagsheildar, er nefnist “Provita Matar Ecclesia” Á að safna saman ýmsum verald- legum stafnunum, er eigi voru áður háðar stjórn og yfirráðum kaþósku kirkjunnar. I félags- myndun þessari verða leikmenn, er vinna heit, svipuð þeim, er gert er í öðrum trúarreglu-stofn- unum, en þó gildir það ekki alla æfi. Verða meðlimir þessa fé- lags leikmenn eftir 9em áður, en helga líf sitt postullegu trúar- og siðaíbótar-starf i. Lofsamleg ummæli Winston Churchill sagði, skömmu eftir að Truman foraeti hélt ræðu sína síðastliðna viku, að ef B^ndaríkin hefðu tekið samskonar stefnu fyrir síðaista stríð, þá myndi það hafa komið í veg fyrir allar þær hörmungar. Churchill mintist fyrst þess boð- skapar Trumans til þingsins til þeSs að veita Grikklandi og Tyrklandi lið, til þess að koma í veg fyrir hin víðtæku og hrað- vaxandi áhrif kommúnista. Ræðu sína hélt Churchill fyr- ir íhalds flokknum. Hann kvað enga uppástungu, er bomið hefði fram upp á síð- kastið, liklegri til þess að auka tækifæri til að boma á friði, sátt og eindraegni í heiminum. Ef að sllík tillaga hefði komið fram 1914, hefði verið auðveld- ara að vemda friðinn, og við lifðum þá í alls-ólíkum, og betri heirni, en við gerum nú. Kvað hann stefnu Bretlands hina sömu og Bandaríkjanna, þá, að halda uppi vináttu-tengslum við Rúss- land, vináttu-tengslum, er staf- uðu af þrótti og styrk, en ekki af uppgjöf eða vanmætti. 14 manns farast í flóðum á Bretlandi Svo má Segja, að ein plágan sæki aðra heim, hvað Bretland snertir. Tæplega hefir í mannaminn- um ríkt annað eins harðrétti og hörmungar af völdum náttúru- aflanna, eins og veðrátta sú, og afleiðingar hennar, er dunið hafa ýfir Bretlandseyj ar á þess- um vetri. Nú síðast í byrjun þessarar viku, gerði ofviður svo mikið með regni, að veðurhrað- inn er talinn 100 mlílur á kl- stund. 14 manns létu lífað, sem vitað er, undir byggingum, er hrundu í rústir, eins og á tímum hernaðar-sprengju-ógnanna. Sjö bátar sukku á ýmsum stöðum með ströndum fram. Svo var flóðið mikið í kringum hinn fræga Eton-skóla, að 1,100 nem- endur v,arð að senda heim. Margt fólk meiddist alvarlega í ofviðri þessu, auk þess sem fórst. Tala sauðfjár sem fórst, er talin nema 1,000,000 auk gripa, er farist hafa í stórum stíl. Talið er, að þetta sé algerlega hinn verSti vetur er komið hefir yfir England á 66 árum. Kvikfjárskaðinn einn er met- inn £15,000,000 — $60,000,000. Mótmæli Erindi, Sem Martin Niemoell- er, prestur, hinn mikli þýzki ræðuskörungur, hélt nýlega í Toronto, var vegið, og létt fund- ið af Rabbi Abraham L. Zein- berg í messugerð, er hann hafði í Holy Blossom Temple hér fyrir skömmu. Séra Niemoeller hafði haldið því fram að mikill sálar- styrkur, og göfugar lyndisein- kunnir hefðu komið fram hjá þýzku þjóðinni, eftir að hún beið ósigur. Þfetta kvað Raibbi Zeinberg, algerlfega rangt. Kvað hann sér þykja mikið fyrir að geta ekki verið Mr. Niemoeller sammála. Sagði hann, að núverandi tímar krefðust heilbrigðs og styrks hugsandgangs, þar sem tilfinningaríki kæmist tæplega að; kvað hann gleymsku- og fyr- irgefningar-stefnuna ekki mjög MERKISEONA LÁTIN Hinn 10. febrúar í ár lést að heimili sínu í Watlington, Oxford í Englandi, Dame Jessie Kin- mount, kona Sir William A. Craigie, hins ágæta Islandsvinar, sem löngu er víðkunnur orðinn fyrir margþætt starf sitt í þágu norrænna fræða, og þá sérstak- lega varðandi íslenzkar bók- mentir. Verða þeim, er þetta ritar, nú í huga ljúfar minningar um góð kynni við þau hjón, Sir William °g hans, í ferðinni til íslands Alþingishátíðarsumarið 1930, og þá eigi síður ógleymanleg stund á heimili þeirra í Ghicago, þar sem eg kynntist af eigin reynd annálaðri gestrisni þeirra. Lady Craigie, er var gem maður hennar fædd í Dundee á Skotlandi, giftist honum í júní 1897, eða fyrir nálega 50 árum síðan. Var hún gáfukona mikil og rithöfundur og manni sínum frábærlega samhent í hinum mikilvægu og víðfeðmu ritstörf- um og kennslustarfi hans. Hún var og mikill íslandsvinur sem hann og kom tvisvar til Islands með honum, fyrsta sinni sumar- ið 1910, og öðru sinni Alþingis- háfíðaraumarið sem fyrr getur. Hún var vel að sér í dönsku og samdi ásamt manni sínum danska kenslubók (Easy Read- ings in Danish, 1923), en áður höfðu þau sameiginlega snúið á enska tungu ævintýrum Ander- sens (Fairy Tales and Other Stories by H. C. Andersen,1914). Lady Craigie var atkvæða- mikil merkiskona, sem verður minnisstæð öllum þeim, er kynntust henni. Er henni vel lýst og rétt í þessum orðum Snæbjarnar bóksala Jónssonar í grein hans um mann hennar (W. A. Craigie, Eimreiðin, 1927): ‘Hún er hin mesta ágætiskona í alla staði, fríð sýnum og tiguleg í framgöngu, vinföst og veglynd, skörungur mikill og einörð.” Þannig kom hún mér og fyrir sjónir, og slík er sú mynd, er eg geymi í þakklátum huga af þeirri höfðingskonu. Veit eg einnig, að þeir verða margir íslendingarnir í landi hér, sem taka undir með mér, er eg með þessum minningarorð- um, þó fátækleg séu, votta hin- um aldurhnigna og virðulega Is- Iand9vini, Sir William A. Craigie, inniléga hluttekningu í þeim mikla harmi, sem honum hefir nú kveðinn verið. VII eg svo gera að mínum orðum þessar ljóðlínur Snæ- bjamar Jónssonar úr minning- arkrvæði hans um Lady Craigie (Tíminn, 15. febr. 1947): “Hrein sem lands míns heiðis- bjarmi helzt þín minning, göfga sprund,, Ricliard Beck aðgengilega í hugum heimilis- lauss flóttafólks, er eigi væri sýnd nærri því eins mikil ná- kvæmni og hugsunarsemi, og nazi-föngum væri sýnd í Can- ada. Meistarastykkið hans Hitlers Jafnvel þó milljónir eintáka af bók Adolf Hitlers, “Mein Kamph” væru prentuð á Þýzka- landi, hefir þings-ibókasafn Bandaríkjanna átt örðugt með að fá 150 eintök á öllum arner- ísku hersetusvæðunum. Er þetta haft eftir John Rhind, er vinnur við herstjóm- ar-mentadeiidina í Berlin.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.