Heimskringla - 07.05.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.05.1947, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MAÍ 1947 ^acococqioo&&coQoa»aaeaeea<Boaoooocooogoeoaoococoaciooogr íftdmskrhttila (StofnuB lltt) Kemur út ú hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 VerO blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. MAI 1947 Fjárhagsáætlun sambandsstjórnarinnar Það var búist við skattalækkun á fjárhagsáætlun sambands- stjómar á þessu ári. Þetta hefir ræst vonum framar í einu atriði, á lækkun tekjuskattsins. Lækkun hans nemur 29% að meðaltali á fjárhagsáætluninni, sem síðast liðna viku var lesin upp í þinginu í Ottawa. Þetta er ágætt fyrir stóreignamennina, en fyrir þá f jöl- skyldufeður, sem ekki hafa yfir 1,500 dala tekjur á ári, eða ógifta menn og konur með 750 dala tekjum og menn er smærri viðskifti hafa með höndum, er þessi skattlækkun einskis verð. Þeir hafa yfir engu að fagna af henni og eru heldur ver staddir en áður, vegna þess að verð vöru hefir hækkað síðan á stríðsárunum, og tollar og vöruskattar eru eins og þeir áður voru. Fyrir fjöldanum eða öðrum en stóreignamönnunum, hefir byrðin heldur þyngst. Almenningur vænti þess þó ekki og hafði fulla ástæðu til þess, að hagur sinn mundi ekki versna, er stríðinu var lokið og hinum mikilfenglegu útgjöldum í sambandi við það, létti af stjórninni. En þetta hefir nú reynst á annan veg. Það eina góða sem af tekjuskattslækkuninni leiðir, þó hún nái ekki til fjöldans, er það, að henni eða því sem henni nemur, væri þá hægt að verja til aukinnar framleiðslu, eða nýrra fyrir- tækja, sem atvinnu skapaði, ef handlhöfunum fyndist nógu bjart yfir þjóðlífinu til að leggja féð fram til þess, eða væru vissir um að það gæfi meiri arð, en algengir bankavextir nema. En það á nú eftir að sjást. Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1947-48 gerir ráð fyrir tekju- afgangi er nemur 190 miljón dýlum. Það mun réttlætanlegt telj- ast, er á það er litið, að 100 miljónir af því er eyrnamarkað út- gjöldum til Ontario, Quebec og Nova Scotia, ef þau skyldu sam- þykkja að skifta upp skatttekjum sínum við Ottawa-stjórnina, eins og önnur fylki landsins hafa gert. Þessu þarf ef til vill ekki að gera skóna, en tekjuafgangurinn yrði ekki svo mikill, að neitt sé út á það að setja, þó að svo fari. Alls eru tekjurnar áætlaðar $2,450,000,000. Til samanburðar voru þær árið 1946—47 $2,948,000,000. Útgjöldin eru á árinu 1947—48 áætlaðar $2,100,000,000, en voru á síðast liðnu ári $2,632,000,000. Útkoma síðast liðins árs er því betri en hins kom- anda og er landið aldrei í sögunni sagt hafa sýnt svo mikinn árs- gróða. En við þann gróða er það að athuga, að hann stafar mest- megnis af sölu hernaðartækja frá stríðinu. Það mun mega gera ráð fyrir að alt fram að tveim miljónum manna hafi greitt tekjuskatt, eftir tekjuskattslögunum, eins og þau voru þegar verst lét. Eftir að þau lækkuðu og undanþágur voru fleirum veittar, hefir tala þeirra að líkindum lækkað mikið, eða alt að helmingi. Vinnandi menn, sem með því síðasta hafa ekki greitt skatt, nema því að líkindum alt að þrem miljónum. Sézt af því hvað tekjuskattslækkunin nú nær til fárra af þjóðinni í þessari fyrstu fjárhagsáætlun Douglas Abbots. Varar hann og almenning við að gæta vel efna sinna, sem ef til vill er þörf áminning, en hann hefir samt dálitla reynslu í og að iíkindum eins mikla og einlæga og stjómin! Því er híldið fram, að allar tekjur Canada þjóðarinnar nemi 12 biljón dölum, sem er mikið. En eigi að síður yrði þjóðin að hætta að éta í háift annað ár, ef hún ætti að eiga það skuldlaust, sem hún hefir undir höndum. EINS OG NÝR KóR Það er ekki ýkja langt síðan, að vér heyrðum Karlakór íslend- inga í Winnipeg syngja. Fanst þá all-mikið bera á ósamræmi raddanna í kórnum. Við að hlýða á þennan sama kór aftur á mánu- dagskvöld, var varla hægt að trúa, að þetta væri sami söng- fkykksurinn. Bæði voru raddim- ar svipaðri hver annari en áður og svo var val laganna alt annað, frískari og léttari lög voru nú sungin, og voru sem nýr söngur hjá kómum og fimlegar áhaldið en áður. Kraft virtist skorta í stærri lögin eins og Kirkjuhvoll, Álfa- fell og Fannaskautar faldi há- um. Náði það jafnvel til bassans nú, sem áður hefir verið þyngri. Bezt sungna lagið var ef til vill Á veiðiför, en raddir náttúmnn- ar heyrði maður þó varla fyr en í laginu Við hafið eg sat. Þó verð- ur ekki annað sagt, en að söngur- inn hafi verið í heild sinni með skemtilegra móti. Ragnar Stefánsson las upp gamansögu, eftir Guðmund Dan- ielsson, er heimsótt hefir Vestur- íslendinga og flutt hér kvæði eftir sig, er mjög góð þóttu. Tunglmyrkvinn hét sagan er Ragnar las og svo vel, að áheyr- | endur skeltu upp yfir sig af hlátri upp aftur og aftur út allan lesturinn. Er það ekki í fyrsta sinni, sem Ragnar hefir Íslend- ingum skemt með list sinni sem upplesari og leikari. Einsöngva sem á samkomunni vom sungnir, söng Elmer Nordal og var söngur hans hið bezta rómaður. Guðmundur Stefánsson, for- seti Karlakórsins gat þess í byrj- un samkomunnar, að tilefni hennar væri að styrkja sjúkan félaga kórsins, sem á sjúkrahúsi hefir lengi verið og sungið hefði á hverri samkomu kórsins s. 1. 18 ár, þar til nú. Félaginn er Loftur Mathews. Hafði þessu verið sá gaumur veittur, að G. T. húsið var troðfult og gott ef nokkrir urðu ekki frá að hverfa. Getur það skoðast sem mikill og fagur samúðarvottur hjá íslend- ingum með hinum sjúka. Á Karlakórinn þakkir skilið fyrir samhygð og drenglund sýnda með því að gangast fyrir sam- komu þessari. NÚ ER ÞAÐ HEIMS- V ALD ASTEFN A BANDARÍKJANNA Eitt af því sem Henry Wallace ber Bandaríkjunum á brýn í rœð- unum sínum frægu í Evrópu, er að þau séu. að taka upp gamal- dags heimsvaldastefnu (imper- ialism). Er skoðun þeirri fagnað af vinstrimönnum innan brezka verkamannaflokksins, sem ekki er óeðlilegt, því þeir hafa, álsamt kommúnistum, á síðari tímum haldið þessu sieitulaust fram. Og óvefengjanlegri sönnun fyrir þessu er auðvitað ekki til en orð manns ,sem er bandarískur þegn, og þar ofan í kaupið fyrverandi vara-tforseti! Að þetta sé af sannfæringu talað, skal heldur ebki rengt. En þar sem Bandaríkjunum er af- dráttarlaust brugðið um að þau séu að taka upp heimsvalda- stefnu og séu að draga Bretland inn í hana með sér, er ekki úr vegi að miálið sé athugað. Og þar sem Bandaríkin eiga að gera það Rússum til meins, er ekki úr vegi að athuga hana sam- hliða stefnu Rússa. Sannleikur- inn er auk þess sá, að stefna Bandaríkjanna hefði orðið alt önnur en hún nú er, ef RúBsland hefði ekki haft sig eins í frammi um að ná yfirráðum yfir stórum hluta Vestur-Evrópu, Tyrklandi, Litlu-Asíu og Miðjarðarhafinu. Það var ekki fyr en Rússland hafði gengið lengra en góðu hófi gengdi í þessu efni, og Bretland var byrjað að draga sig í hlé, að Bandaríkin fóru — þó ofseint væri og gegn vilja slínum — að veita þessari hættulegu stefnu Rússa viðnám. Þessar áætlanir Rússa byrjuðu með því, að þeir tóku 273,947 fer- miílur af landi, með 24,355,500 íbúum, sem Bretland og Banda- ríkin fengu ekki við ráðið, eða mótmælt hvort sem þeim féll það betur eða ver. En þessi inn- limun Eystrasaltsríkjanna og forna rússneska hlutans af Pól- landi og hin áhrifamiklu hernað- arsvæði, sem Sakhalin og Kurile eyjar, nægðu Rússum ekki. Það heimtaði yfirráð Dardanella- sundanna. Það yfirgaf Iran að vísu, en ekki fyr en sameinuðu þjóðirnar kröfðust þess. Það tók þegjandi og hljóðalaust yfirráð Póllands, Tékkóslóvakíu, Rú- maníu, Búlgaríu, Ungverj alands, Júgóslavíu og Albanáu. Það reyndi að verða alráðandi á Grikklandi. Það rauf og Pots- dam-samninginn til þess að reyna að koma á kommúnista- stjórn í austurhelmingi Þýzka- lands. Þegar á alt er litið, hefir Rúss- land fært svo út ríki sitt sáðan á stríðsárunum, að það má telja einn hinn skjótasta og víðtæk- a9ta sigur heimsvaldastefnunnar eða imperialisma, sem á verður bent í nútíð. Á þetta minnast málsvarar Rússa ekki einu orði, en hamast við að rógbera Banda- ríkin fyrir heimsvaldastefnu sína. * Eitt með öðru sem bent er á til marks um hana, er að Banda- ríkin og Bretland hafi sameinað í hagsmuna og pólitískum skiln- ingi yfirráðasvæði sín í Þýzka- landi. Hins er ekki getið, að þetta hafi ekki gerst — og aðeins í efnalegum skilnnigi, sem rétt væri, fyr en útséð var um að Rússar veittu samþykki sitt til að alt Þýzkaland yrði sameinað eins og gert var ráð fyrir í Pots- dam-samningnum. Þýzkaland var að kollvarpast. ViðTeisn Ev- rópu var óhugsanleg, vegna þess, að framleiðslu Þýzkalands mátti ekki reisa við. Kostnaðurinn af, að sjá Þýzkalandi farborða, var orðin meiri en skattgreiðendur Bandaríkjanna voru viljugir til að leggja sér á herðar og brezkir skattgjaldendur risu ekki lengur undir. Það var því alveg gamanlaust, fyrir Bandaríkjun- um, að ráða fram úr þessu. En úr því engin samvinna við Rúss- iand var fáanleg og Breta skorti getu, virtist ekki nema þetta eitt liggja fyrir. Þó verkamanna- flokkur Breta telji það nú nýja heimsvaldastefnu af hálfu Bandaríkjanna, verður við það að sitja. En það má þó um það segja, að þaðan virðist það koma úr hörðustu átt. 1 Tyrklandi og Grikklandi tóku Bandaríkin að sér ábyrgð Ðreta um að sjá þessum löndum farborða, úr því Bretland var ekki fært um að leysa skyldu sána þar af hendi, eftir að Bretar höfðu tilkynt Rússum þ'að. Og Bandaríkin höfðu verið að veita iþessum þjóðum fé og lán eftir be'iðni þeirra sjálfra og út á það var aldrei sett, enda var það látið tiltökumál, þwí hin ógeðslegu imperialistisku Bandaríki, voru að dœla út biljónum dáia til við- reisnar bágstöddum þjóðum um allan heim, bæði vinveitteum og óvinveittum sér. Þau voru og að afnéma herkvöð og að fækka mönnum í hernum alt sem kost- ur var á. Þau buðust og til að iáta af hendi aðalvopn sitt, atom- sprengjurnar við sameinuðu þjóðirnar, ef undanþegnar voru neitunar ákvæði laga þeirra og einfaldur meirihluti réði hvað við þær væri gert. Þetta mátti ekki Rússlands vegna, er eitt varð að ráða hvernig þær yrðu notaðar! Að þvá er landaásælni viðkem- ur, veittu Bandaríkin Philipsey- ingum sjálfstæði og kröfðust ekki annars fyrir sjálf sig, en eftirlits með lítt bygðum eyjum, sem Japan hélt samkvæmt gerð- um Þjóðabandalagsins gamla, en það notaði til þess, að gera árásir frá, á Bandaríkin og Norður- Ameríku í byrjun stríðsins. Um- ráð eða eftirlit þessara eyja, höfðu Bandaríkin með hernámi þeirra. Rússland var þessu sam- þykt, sem ekki var nein furða, er litið er á landaásælni þeirra. En Bretland og Ástraiía, voru ekki samþykk þessu og skoðanir Sir Alexander Cadogan og Hodgson ofursta sem frá nefndum þjóð- um voru, eru efitrtektarverðar er um mál sem þessi er að ræða. Bandaríkin kröfðust að halda í eyjar þessar í nafni öryggis og kváðust ekki tefla á hætturnar með að þær væru í annara þjóða höndum. En þessir menn vildu, að Bandaríkin hefðu umboð þeirra þegið frá sameinuðu þjóð- unum, sem það fylgdi að við- skiftaréttur annara þjóða átti þar griðland og yfirráð Banda- Tíkjanna væru úr sögunni, ef, eða þegar sameinuðu þjóðirnar ákvæðu að svo skyldi vera. — Bandaríkjunum þótti nægur tími til að afsala sér þessum umráð- um, þegar friður væri samin. Að vísu var hvorki England né sam- einuðu þjóðirnar á móti því að Bandaríkin innlimuðu hreint og beint þessar eyjar, en það var aðferðin, sem þessir menn voru ekki ánægðir með; má og um hana deila í það óendanlega, en hver óttast að Bandaríkin séu að fást um yfirráð þessara eyði eyja í öðru skyni, en öryggis fyrir Norður-Ameríku? Miklu þýðingarmeira mál, frá sjónarmiði friðarins, er sú stefna Bandaríkjanna, sem mik- ið hefir nú síðustu vikurnar ver- ið rætt um, en það er að fela sameinuðu þjóðunum málið um fjárhagslega aðstoð til Grikk- lands og Tyrklands og vernd sjálístæðis þessara þjóða. Það er ekki til hliðstætt dæmi'þessu i sögu nokkurs stórveldis, að það hafi falið félagSskap, jafnvel sem sameinuðu þjóðanna sem ekki eru ávalt sameinaðar, vald til þess, að ráða með einföldu afli atkvæða og án þess, að krefjast nokkurs neitunar-valds, að þvi sé skipað burtu af þeim stöðum, sem það áleit nauðsynlegt, a6 aðrir nái ekki yfirráðum yfir, vegna síns eigin öryggis. Það ber ekki mikinn hátt ofríkis eða drotnunar með sér. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er Bandaríkjunum brugðið um ásælni til heimsyfirráða og ótrú- mensbu við Sameinuðu þjóðirn- ar. Það skeði rétt nýlega, og ætti að vera mönnum í fersku minni. að Albanir voru fundnir sekir af Öryggisráði sameinuðu þjóðanna um að leggja sprengjur í Oorfu- sundið og sökkva brezkum skip- um. Þegar til álits og atkvæðis Rússa kom, beittu þeir neitunar- valdi sánu í þessu máli á móti nálega hverri einustu þjóð sam- einaða þjóðafélagsins. Dæmið stendur þá þannig, að á aðra höndina bjóðast Bandaríkin til að fara á móti þýðingarmiklu atriði í sinni eigin utanríkis- málastefnu, til þess að meirihluti atkvæða sameinuðu þjóðanna sé lagaboðið, en á hina neita Rúss- ar, að viðurkenna úrskurð sam- einuðu þjóðanna í Albanííu mál- inu, sem iblaðið Manchester Guardian kallaði nýlega mjög réttilega “stór hættulegt hug- myndinni, sem félag Sameinuðu þjóðanna er bygt á.” En á milli þessara tveggja heima, Rúss- lands og Bandaríkjanna, gera Henry Wallace og vinstri menn ií brezka verkamannaflokkinum þannig upp reikninginn, að aðal hættan sem yfir heiminum vofi. sé heimsvaldastefna Bandaríkj- anna! Vel má vera, að utanríkismála- stefna Bandaríkjanna sé ekki hin fullkomnasta. En þegar far- ið er að gefa í skyn, að heimsins mesta hætta, stafi frá Banda- ríkjunum, getur engum dulist, að siíkt stafar af blindu ofstœki eða fiokkstrú, sem bág brýtur við raunveruleikann, og frelsis- stefnu Bandaríkjanna bæði í þjóðlífinu og út á við. Þau eru af öllum stórveldum heimsins, hin- ir sönnustu frelsisunnendur enn- þá, og eru fjarri heimsvalda- stefnunni en nokkurt þeirra hef- ir nokkru sinni áður verið. —Úr Winnipeg Free Press. KOSNINGAR í JAPAN 1 Japan fóru fram kosningar 25. apríl, sem lítið eða ekki hefir verið getið í hérlendum blöðum, en sem eftirtektaverðar þykja 'eigi að síður og bera vott um breytingu á hugsunarhætti jap- önsku þjóðarinnar, síðan Banda- ríkjamenn tóku þar við yfirráð- um. Kosningamar fóru þannig, að aiþýðu- eða jafnaðarmanna- flokkurinn, fékk flest þingsæti af öllum flokkunum, en ekki þó nægilega mörg til að mynda einn stjórn. Hann hafði 143 þing- sæti eða 12 fleiri en liberalar, sem er annar sterkasti flokkur- inn. Ætluðu margir hann verða sigursælastan. En svo eru marg- ir fleiri flokkar, svo sem íhalds- flokkur, hinn nýi lýðræði'sflokk- ur og flokkur óháðra og komm- únista. Hlutu hinir sáðast nefndu aðeins 4 þingsæti, höfðu áður 6, en bjuggust nú við 15. Þykir líklegast, að lilberalar og íhalds- menn og lýðræðisflokkurinn, sem menn eru í úr báðum þess- um flokkum, myndi stjórn — og ef til vill með íhaldsforsætisráð- herra. En þetta eru auðvitað á- giskanir fregnrita ennþá. Það sem eftirtektaverðast þyk- ir við þessar kosningar, er hvað þjóðin hefir gert sér mikið far um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á stjórnmálunum. Hún lét sér áður svo að mikið bar á, nægja, að greiða atkvæði mað vinnuveitendum sínum eða keis- arastjórninni, eins og henni væri skipað það. Er talið víst, að þetta pólitíska sjálfstæði sitt hafi hún öðlast fyrir dvöl Banda- ríkjamanna í landinu. Gengi Al- þýðuflokksins er órækt vitni þessa. Hann var studdur af verkamannasamtökum, sem áður áttu sér varla griðland í Japan, sökum yfirgangs stóriðjuhöld- anna og keisarastjórnarinnar. — Verkamanna samtök þessi hafa nú 4 miljónir meðlima; þau eru þrjú alls ,en tvö af þeim eru fylgjendur alþýðuflökksins, en í einu þeirra eru kommúnista: sagðir ráða miklu. Alt fram að síðustu áramótum, fóru litlar fregnir af því sem var að gerast í Japan. Eftir að Mac- Arthur tók þar við yfimáðum, virðist alt hafa verið með kyrr- um kjörum. Japar hafa eflaust litið á hann, sem mjög máttug- ann, úr því hann lagði keisarann, sem þeir álitu að minsta kosti háifguð, að velli og hersveitir hans. En í byrjun þessa árs fór að bera á óánægju verkamanna og þeir fóru að hóta verkföllum, höfðu meira að segja ákveðið eitt slákt í febrúarmánuði síðast liðnum en MacArthur bað þá að gera það ekki, en lofaði að at- huga mál þeirra. Yoshida for- sætisráðherra bráðalbirgðar- stjórnarinnar, var að ýmsu frek- ur og óvæginn og galt MacAr- thur þess stundum. Samt kom að því, að forsæti'sráðherra bauð al- þýðuflokkinum 5 manna þátt- töku með sér í stjórninni, en hann þáði það ekki. Ennfremur reyndi forsætisráðherra, að setj a hámarksverð á vöru og ákveða vinnulaun, en það blessaðist ekki, en mest þó vegna öngþveit - isins í peningamálum landsins. Framfærslu-kostnaður hafði hækkað 48 sinnum við það sem var fyrir stríð, og verð vöru 64 sinnum. Stjórninni tókst ekki að halda upp kaupmætti pening- anna, þó hún á stuttum tíma tve- faldaði stundum seðlaútgáfuna. En MacArthur gerði sjáanlega alt sem í hans valdi stóð til að bjarga málum alþýðunnar eins mikið og iðjuhöldarnir stóðu á móti því, og það fann alþýðan og verkamenn. Með því voru, eins og eitt blað komst að orði, “gróð- ursett áhrif vestræns lýðræðis, mannréttinda, persónulegs sjálf- stæðis og frjálsrar hugsunar í hugum Japana. Og það leiðir ó- . hjákvæmilega af dvöl Amerískra hersveita í Japan, að hinn gamli grundvöllur einræðis og öflugrar stjórnar gliðnar í sundur.” MacArthur telur kosningarn- ar hafa borið þess ljósan vott, að lýðræðishugsjónin, sé óðum að festa rætur í Japan, eins og til hafi verið ætlœt. Allir sterkustu flokkarnir séu öfgalausir og muni ekki hrapa að neinu, sem til óheilla gæti orðið þeim á frelsisbraut sinni. tJR ÖLLUM ÁTTUM Frá Delhi á Indlandi bárust fréttir s. 1. viku um, að 50,000,- 000 Hindúa, sem undir nafinu “úrhrökin” (untouchables) hafa gengið, hafi verið gerðir að borg- urum með fullum pólitískum réttindum undir hinni nýju stjórnarskrá landsins. Þarna hefir sögulegur viðburð- ur gerst. “Úrhrökin” hafa fram á síðustu tíma átt litlum réttind- um að fagna rneðal þjóðar sinn- ar. Þeir máttu t. d. ekki sækja vatn í sömu brunna og aðrir þegnar landsinS; þeim var og bægt frá að koma inn í skóla og* frá mentun að öðru leyti en því, að þeir máttu sitja úti fyrir skóladyrum og gluggum, og gera sér mat af mentamolum þeim er þeir gátu þannig hent á lofti. Um uppruna “úfrhrakanna”, vita menn ekki mikið. Er helzt ætlað að þeir hafi verið elztu í- búar landsins, svipað og Indíán- ar Ameríku. Nú verða þeir i engu aðgreindir frá Hindúum, hvorki að ætt, hörundslit eða máli. En það er hin hatrama stétta- skifting á Indlandi, sem ávalt hefir á þennan flokk landsmanna litið sem úrhrök, og sem aðrir í- búar ættu helzt ekkert við að sælda, nema nota þá sem vinnu- þræla. Þeir hafa ávalt unnið og auðvitað erfiðu'stu verkin og ó- þrifalegustu vegna mentunar- leysis. Jafnvel þó margir þeirra hafi náð í nokkra mentun og ekki verið að öllu fyrirlitnir, hefir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.