Heimskringla - 07.05.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.05.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. MAÍ 1947 “Mér finst þetta mæla á móit honum. — Hversvegna getur hann ekki komið siíkum hlutum í kring eins og annað fólk? og umfram ■alt: Hversvegna vill hann endilega búa í Arrioh Hall? Þeirn mun meira, sem eg hugsa um þetta, því miður finst mér það viðeigandi fyrir unga stúlku að dvelja á sMkum stað, hjá manni, sem getur verið að búa til falska peninga eða hver veit hvað, Finnið yður einhverja ástæðu og farið svo leiðar yðar. Eg mundi í yðar sporum ekki nefna neitt um að þér eigið vini í nágrenn- inu, fyr en eg hefði ákveðið hvað eg gerði, og gert ráðstafanir því viðvíkjandi; því að þessi Mr. Raynor gæti kanske haldið yður nauðugri hjá sér í húsinu, ef hann hefði hugmynd um að þér hefðuð ráðgjafa í grendinni. “Segið að þetta bréf kalli yður burt. Það er ekki sennilegt að Mr. Raynor, sem er blindur, viti hvaðan bréfið er. Hér er alt af staður handa yður og þess fyr, sem þér komið þeim mun betra. Ef þér komið ekki í dag þá reynið að koma á morgun.” “James, þjónninn minn, sem færði mér bréfin, sagði mér að þér hefðuð fengið bréf með póstinum. Eg vona að þér hafið ekki fengið neinar slæmar fréttir?” “Nei, ekki neitt slæmar,” sagði eg hikandi. “En hálf óþægilegar býst eg við ef dæma má af málrómi yðar. James sagði, að bréfið kæmi frá Lull. Mér þykir vænt um að þér eigið vini hér í nágrenninu, það er miklu skemtilegra fyrir yður. Ekki vil eg að þér búið hér eins og einsetukona Miss — Miss Bums.” Eg fékk samvikubit. Eg gat ekki farið eftir ráðum Miss Smith; en mér fanst það næstum mín sök að hún hafði þessa röngu skoðun á Mr. Raynor. Jafnvel þótt hið háa kaup hefði ekki verið í boði, hefði eg ekki svikið þennan veiklu- lega, gamla mann eftir hina vingjamlegu um- hyggju, er hann hafði sýnt mér, þótt húsið hans væri svona óheimlegt. Eg skammaðist mín fyrir að eg hafði um augnabUk ætlað að halda kunningsskap mímun við Miss Smith leyndum fyrir Mr. Raynor, og þótti næstum vænt um að þetta komst upp. í stað þess að hvetja mig að forðast kunningsskap annara eggjaði hann mig til þess. “Eg þekki Miss Smith sem býr hér í ná- grenninu," sagði eg. “Bréfið er frá henni, og ef þér hafið ekkert á móti því, ætla eg að heim- sækja hana seinni partinn í dag. Eg verð ekki ií burtu nema einn og hálfan annan tíma 1 mesta lagi.” Mér missýndist kanske en mér virtist sem andlit Mr. Raynors fengi annan svip undir græna skygninu. “Auðvitað, fyrst þér óskið þess,” sagði hún. “En heyrið hvernig regnið hamast á rúðunum. Það Mtur út fyrir að rigni í allan dag. Hvað ætti eg að gera ef þér yrðuð nú innkulsa og mistuð röddina, sivo að eg yrði dögum saman sviftur þeirri ánægju að hlusta á yður — einu ánægj- unni, sem eg hef ? Hafið þér nokkuð á móti því að skriifa vinkonu yðar og segja henni, að ef veðrið leyfi, þá heimsækið þér hana á morgun?” “Eg vil gjarna skrifa henni í dag i stað þess að heiimsækja hana,” flýtti eg mér að segja. “Það gerir engan mun.” “Þakka yður fyrir,” sagði Mr. Raynor, og var auðheyrt að honum létti mikið fyrir brjósti, og eg fann til með sjálfri mér, rétt eins og eg hefði gert aumingja gamla manninum rangt til. Eg las fyrir hann upphátt bréf, blöð og langa ferðalýsingu alt fram að hádegisverði. Þá hafði eg frí í klukkutíma, því að eg átti klukkan fjögur að lesa fyrir hann fáein kvæði eftir Browning. Eg fékk matinn inn í dagstof- una og eftir að hafa snætt, skrifaði eg í skyndi fáeinar Mnur til Miss Smith, og hafði Mr. Ray- nor beðið þjón sinn að fara með bréfið. Eg tók bréfið hennar og las það á ný áður en eg svaraði því. Umslagið hafði auðsæilega verið illa límt. Eg hafði ekki tekið eftir því áður, því lokið var fallið af eftir eg hafði skorið upp bréfið. Ef Mr. Raynar hefði ekki verið blindur, og hefði hann haft sérstaka forvitni á mínum hög- um, gat hann vel hafa lesið bréfið áður en eg kom ofan. En nú sá hann ekki auk þess gátu bréf til mín ekki vakið forvitni hans eða annara á heimilinu. Jafnvel þótt James hefði skygnast í bréfið var enginn skaði skeður. Ekki var það mín sök, að Miss Smith hefði varað mig við hús- bóndanum í Arridh Hall, og kvatt mig til að fara frá honum og korna til sín. Það reyndist rétt, sem Mr. Raynor spáði, rigningin hélst allan daginn. Þegar eg kom ofan til að lesa fyrir Mr. Raynor, logaði eldur á ami í herbergi því, sem blindi maðurinn sat í þótt þetta væri í byrjun ágúst mánaðar, var samt notalega að finna hitann frá eldinum, og það gerði hið dimma herbergi eins og dáMtið vistlegra. Mr. Raynor bauð mér síðan að drekka með sér te, og þáði eg boðið hálf nauðug. En hann stytti mér samt stundir með því að segja mér sögur frá Indlandi, sem eg mundi hafa metið ennþá meira, ef eg hefði ekki verið að hugsa um mínar eigin raunir. Hann sýndi Mka mjög lofsverðan áhuga fyrir mér og mtínum sökum og reyndi til að fá mig til að segja sér frá þeim. Því næst snæddum við miðdegisverð í dimmri og óvistlegri borðstofu og gekk James um beina. Að því búnu varð eg að leika fyrir hann á hljóðfærið og syngja. Loks virtist hann vera búinn að fá nóg af hljóðfæraslætti, stóð eg þá á fætur og bjóst að fara til herbergja minna. Eg var svo þreytt eftir svefnleysið nóttina áður, að jafnvel minn- ingarnar um draugasögur Mrs. Walsh, mundu eigi geta haldið vöku fyrir mér. “Ef yður langar ekki til að eg syngi meira, þá ætla eg að fara að hvíla mig, Mr. Raynor,” sagði eg. “Sjiálfsagt. Eg vona að eg hafi eigi þreytt yður um of. En bíðið svolítið áður en þér farið, Mi!ss Burns. Eg ætla að biðja yður að gera mér svolítinn greiða.” Eg beið með eftirvæntingu. Hin undarlega hása rödd Mr. Raynors var næstum því áf jáð. 24. Kapítuli. “Eldurinn er útbrunninn. Eg finn það af kuldanum í herberginu,” sagði blindi maðurinn. “Yður hlýtur að vera kalt og mér heyrist á rödd yðar að þér séuð þreyttar og séuð að fá hæsi. Viljið þér nú ekki gera mér þá gleði að drekka eitt glas af græna Ohartreuse víninu?” Hann rétti út fálmandi hendina í áttina að borði, sem stóð hjá stólnum hans. Hinn hugul- sami James hafði sett bakka á borðið, á honum stóð falleg, Mtil Vínflaska úr kristal og tvö Mtil staup, annað var dökkrautt og hitt gult. Þau voru fjarska falleg og var eg viss um að þetta var eitt af þeim hlutum, sem Mr. Raynor ha'fði flutt mieð sér frá London. “Nei, þakka yður fyrir samt,” sagði eg strax. “Eg er alls ekki vön að drekka svona vín, og það stigur mér strax til höfuðsins.” “Drekkið það bara,” sagði Mr. Raynor. “Það gerir yður bara gott. Þér getið aldrei farið of varlega með sMka rödd og þér hafið, og siíkt Vín og þetta, er einmitt ágætt til að vernda röddina. Eg lót koma með það hingað yðar vegna. Fyrst þér ætlið nú að fara beint í rúmið, þá getur það ekki sakað yður hvort sem er, þótt það sVífi á yður, eins og þér segið að það geri. Það veitir yður hvíld og þér munuð sofa vel og lengi og án allra drauma.” “Sofa vel og lengi og án allra drauma, end- urtók eg hægt. “Það hlýtur að vera yndislegt. Mér falla illa draumar—nú upp á síðkastið. En mig langar hreint ekkert að drekka neitt á- fengi.” “Ef þér viljið að eg geti 9ofið í nótt, skuluð þér gera það fyrir mig,” sagði Mr. Raynor. “Þér hafið lagt hart að yður fyrir mlínar sakir. Mér finst eg ábyrgðarfullur fyrir velferð yðar og vellíðan, og er hræddur um að yður hafi orðið kalt. Yður finst kanske, að eg sé hlutsamur, en eg get ekki að því gert, og eg vona að þér gerið það fyrir mig að hugga mig með því, að fara að bæn minni.” “Já, ef yður er þetta svo mikið áhugamál,” svaraði eg brosandi, “skal eg með ánægjiu drekka staup af þessu víni, hverjar svo sem afleiðingarnar verða.” “Kærar þakkir,” sagði hann, þótt það væri eg, sem hefði átt að þakka fyrir hina vingjarn- legu umhyggju fyrir velferð minni. Hann skenkti nú vínið í rauða glasið og gerði það einkennilega hönduglega þegar þess er gætt, að hann var blindur, og rétti mér það án þess að dropi færi niður. Því næst fylti hann gula glasið handa sjálfum sér. Þegar hann gerði það, veitti eg því eftir- tekt að hin langa og hvíta hendi hans titraði. Eg óskaði mér að hendi hans hefði verið öðru- vísi. Hún minti mig óþægilega á aðra hendi, sem eg einu sinni hafði séð og hafði góða ástæðu til að muna. “Og þér verðið að tæma glasið,” sagði Mr. Raynor. “Þér vitið, að það þýðir iítið að fyrir- skipa meðöl ef sjúklingurinn fer svo ek-ki eftii' ráðum læknisins.” “Eg skal gera alt sem eg get,” svaraði eg og drakk vínið, en siíkt vín hafði eg aldrei bragðað fyrri. Það var sætt og sterkt á bragðið og þægi- legt, þótt það hefði keim af remmu. Eg mundi með ánægju hafa látið glasið niður hálf fult; en mér fanst skamm að svíkja gamlan og blindan mann, sem ekki gat séð hvort eg efndi lofbrð miín eða ekki; þessvegna tæmdi eg glasið í botn mjög samvizkusamlega. “Góða nótt,” sagði Mr. Raynor. “Eg óska yður langs og draumlauss svefns eins og þér óskuðuð yður.” “Eg þakkaði honum fyrir og hringdi á James, svo að hann gæti hjálpað húsbónda sín- um í rúmið. Nú var eg hvergi hrædd við drauga, sem börðu í veggina. Þegar eg var komin hálfa leið upp stigann var mig farið að sifja. Eg læsti hurðinni eins og ósjálfrátt, af því að eg var vön að gera það annarstaðar, en ekki vegna þess, að eg væri minstu vitund hrædd. Svefnherbergis glugginn minn hafði verið lokaður svo að loftið í herberginu var þungt, og flýtti eg mér því að opna gluggann. En þótt eg segði Mrs. Walsh, að eg svæfi ætíð við opinn giugga, var hann samt lokaður nú. Þótt úti væri kalt og rakt þá virtist samt þungt loft í herberginu; og þótt eg væri þreytt fór eg samt til að opna gluggann áður en eg slökti á lampanum; en hann var svo vel lokaður að mér var ómögulegt að opna hann, og að síð- ustu varð eg að hætta við það. Eg gat heyrt hvemig vindiurinn ýlfraði úti og regnið barði á rúðurnar; því reyndi eg að hughreysta mig með, að bezt væri að glugginn væri lokaður. Augnabliki síðar var ljósið slökt og eg kom- in i rúmið, án þess að hafa gert nokkrar þær varúðarráðstafanir móti draugaganginum, sesm eg hafði gert kvöldið áður. Djúpur og draumlaus svefn! sagði eg, er eg lokaði augunum, “svona hugsa eg að dauðinn sé.” Þetta hugsaði eg síðast er eg safnaði. ▲ A A Ekki veit eg hve lengi eg var búin að sofa, en eg vaknaði með þeirri tilfinningu, að einhver væri að rífa og tæta í sundur hverja mlína taug. Mig logverkjaði í allan Mkamann og mér fanst heilinn hringsnúast eins og hjól innan í höfðinu. Eg lá kyr augnablik. Eg efast um að eg hafi vitað hver eg var. Að slíðustu fór mig að ráma í að eg væri Consuelo Brand. Eg hafði strokið að heiman — nei, ekki að heiman heldur frá hamingjunni. Eg var í gömlu húsi í Dorset- shire, skrifari hjá eimhverjum. Hjá hverjum? Já, hjá blindum manni. Hann hét Reynes eða Raynor, eða eitthvað því um Mkt. Eg var svo óhamingjusöm, óhaimingjusamasta manneskjan á jörðinni. Hversvegna gat eg ekki fengið að sófa og gleyma þessu öllu saiman? Já, hvers- vegna srvaf eg ekki? Hvað hafði vakið mig? Eitthvað hafði vakið mig, um það var eg sann- færð, er eg hægt og með mestu þrautum komst aftur til vitundarinnar. En eg hafði fundið svona til í heilanum áður. Það var þegar hún móðir mín sálaða dó. Sorgin hafði haft svona áhrif á mig, auk þess hafði eg verið sjóveik á lestinni. Eg hafði næst- um orðið vitskert af Sorg er eg vissi að hún var dáin, og margar nætur gat eg ekki sofið til að gleyma sorg minni og eymd eitt einasta augna- blik. Þá hafði læknirinn gefið mér inn ópíum. Af því sofnaðgi eg strax ,en hávaði úti á götunni hafði vakið mig, og vegna þess að eg vaknaði þannig var eg næstum búin að missa vitið. Nú var ekki framar um svefn að ræða. Eg var glaðvakandi einkennilega, óeðlilega vak- andi, mfeð þá tilfinningu að eg skildi og vissi alt milli himins og jarðar. Eg var svo vel vakandi að allar taugar verkjuðu. Það var eins og eitt- hvað hringsnerist innan í augum mínum. Þegar læknirinn sá mig, sagði hann, að eg mætti aldrei framar taka inn ópíum, þar sem auðséð væri að eg þyldi það ekki, það æsti mig í stað þess að sefa þegar fyrstu áhrif þess voru um garð gengin. Hann hafði aldrei séð óþíum hafa slík áhrif á neinn, sagði hann mér, til að beina huga mín- um frá sorg minni, og að hann ætlaði að skrifa um þetta í læknablað eitt, og þar gæti eg svo lesið um það ef eg hefði gaman af því. Nú bom alveg hið sama fyrir mig. Eg hafði alveg þennan sama, hræðilega höfuðverk, og allur líkaminn var eins og viðþolslaus af verkjum. Alveg eins og fyrir fimrn árum síðan. Alt sem eg hafði liðið síðustu vikuna virt- ist nú standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Kvalirnar yfirþyrmdu mig alveg, og fanst mér þetta alt hræðilegra í myrkrinu, svo að það var óþolandi. “Þetta batnar þegar birtir,” hugsaði eg með mér. “Alt er verra í myrkrinu, þú verður að reyna að vera þolinmóð nú, og-----” Alt í einu hætti húgsunin. Eg heyrði há- vaða eins og eitthvað væri á ferðinni inni í her- berginu. Eg vissi nú hvað hefði vakið mig. Það var svona hávaði. Dauft þrusk eins og einhver væri að nudda gólf með tusku. Hjartað stansaði 1 brjósti mínu, ekki aðeins eins og maður notar svona orðatiltæki í Mkihga mláli, heldur raunverulega. Eg held að það hafi árfeiðanlega stansað. Draugurinn var kominn! Hann var inni í herberginu hjá mér, en þótt eg hetfði átt Mf mitt að leysa, hefði eg eigi getað hreyft legg né lið, og skyndilega fór hjartað að slá, hamast eins og það ætlaði að brjótast út úr brjóstinu. Hann ætlar að drepa mig. Eg dey bara af að hlusta á hann, þótt hann geri mér ekkert annað en það. Hjartað mun stansa atftur og það fyrir fult og alt!” Stuttu áður hafði eg hugsað að mig langaði helst til að deyja, að dauðinn væri mér kær- koiminn, fyrst eg væri svift allri gleði í þessum heimi. En svona dauðdaga vildi eg ekki fá, nei, ekki á þennan hátt, það var altof hræðilegt! Eg hlustaði gaumgæfilega. Hávaðinn hélt áfraim, eins og einhver væri að nudda tusku fram og aftur á veggþilju, svo hætti þruskið og það var eins og einhver opnaði hurð. Mér fanst eins og hárin rísa á höfði mér. Hurðin að svefnherbergi mínu var læst í nótt og lykillinn var að innanverðu í skránni. Eg mundi það, og auk þess hafði eg óljósa hug- mynd um, að eg hefði skotið slagbrandi fyrir hurðina. Það var hægt að brjóta hurðina upp, en engin mannleg vera gat með nokkru öðru móti komist inn um dymar öðruvíisi. Að herberginu voru engar aðrar dyr, neima drynar að þessum stóra klæðaiskáp; og þar gat enginn hafa falið sig inni, því að eg hatfði hengt þar upp kjólinn minn áður en eg fór í rúmið um kvöldið. Hvaðan kom þá hávaðinn. Eg mundi ekki eftir þarna í myrkrinu, í hvaða afstöðu rúmið var til annara húsgagna í herberginu; og alt atf á meðan eg reyndi að átta mig á því heyrði eg eins og einhver dragi andann. Alt í einu brakaði í gömlu gólfborði undan fæti, sem stígið var á það. Eg hrökk við og blóðið eins og fraus í æðum mínuim; en mér létti fyrir brjósti vegna þess að óttinn var horfinn; því að venju-Iegt gólfborð mundi ekki braka undan draugáspór- um. Þarna hlaut mannleg vera að vera á ferð og hafði komist inn í herbergið mitt. En hvernig nokkur gat komist inn, gat eg ekki skilið; en jafnskjótt og óttinn hvarf tók hugsun mín til starfa. Eg hugsaði um bústýruna og hið ógeðs- lega flærðarfas, sem einkendi hana. Hún halfði kanske sagt mér af reimleikanum til að búa mig undir þessa heimsókn. Hún hafði einhverja ástæðu til að heimsækja mig um hánótt, og von- aði að eg mundi halda að hún væri draugur, ef svo vildi til að eg væri vakandi. Og eg vonaði það atf heilum huga, að þetta væri Mrs. Walsh, sem eg heyrði anda þarna og ganga, því við hana var eg ekki hrædd. 25. Kapítuli. Eftir að brakaði í gólfinu var alt kyrt um hríð. Þessi mannvera, sem var inni í herberg- inu mínu beið til að vita hvort hávaðinn hefði vakið mig. “Eg var rétt að því komin að kalla: “Hver er þarna”, en eg gerði það ekki, því ósjálfrátt fann eg til þess, að hollast væri fyrir mig að hafa hljótt um mig og bíða. Eg þurtfti heldur ekki lengi að bíða. Út úr myrkrinu kom raunverulegur ljósgeisli, bleik- gulur geisli, sem brátt varð sterkari, og fann eg lykt af heitum málmi og olíu 9em brann. Aldrei hafði eg fyr séð þjófaljósker, en eg skildi að þetta var það, er eg nú sá. Ljósið færðist að rúminu. Augnabliki síðar færðist það að andliti mínu. Augun, sem eg gat ekki séð mundu sjá að mín augu voru opin, og hvað mundi þá verða? Ef þetta væri ekki bústýran, heldur þjófur, sem mundi drepa mig af ótta við að eg kallaði á hjálp? Ósjálfrátt lokaði eg augunum. Nú lék ljósði um andlit mitt og yfir lokuð augun, og þrátj; fyrir það að eg reyndi að halda þeim lokuðum fann eg hvernig þau titruðu. Eg reyndi að gera andardrátt minn rólegan og eðlilegan, eins og eg svæfi yært, en í mínum eyrum virtiist andardráttur minn másandi og ójatfn. En loks hvarf ljósið og eg heyrði létt fótatak. Líklegast var þessi næturgestur minn sannfærður um, að eg svæfi, og var þvá ekki eins varúðarfullur og áður. Eg opnaði aftur augun og nú var ekki nærri eins dimt og áður, því ljóskerið var opið og geisli þess sveimaði alt um kring í herberginu. Hann var nú lengra í burtu frá rúrninu. Og er eg lá þarna og íhugaði hvað nú mundi komi fyrir féll geislinn á langa og granna, bleika hendi, sem opnaði bommóðu skúffuna rnína. Eg hrökk saman. Hendin tilheyrði gamla, blinda manninum, sem eg vann hjá. Ef hann var í raun og veru blindur mundi hann ekki þurtfa neitt ljós til að lýsa sér á þe'ssu nætur- ferðalagi. Þetta voru þá svik og lýgi! Mr. Ray- nor var alls ekki blindur! í þessum svifum vissi eg að augu hans leiðbeindu höndunum við að leita í dótinu mínu eftir einhverju, sem hann ætlaði að finna í þvií. Annað hvort var maður- inn brjálaður, og hafði auglýst eftir ritara sam- kvæmt einhverri brjálaðri hugmynd, eða. — Mér datt nokkuð í hug og fanst blóðið storkna í æðum mlínum. “Langur og draumlaus svefn!” Eg gat heyrt hina einkennilegu loðnu rödd Mr. Ray- nors hvísla þessi orð, er hann haíði fengið mig til að drekka vínið. Nú skildi eg hvað hann hatfði viljað með þeirri ósk, og hversvegna hann hefði verið svo áfjáður að fá ósk sína uppfylta.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.