Heimskringla - 04.06.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.06.1947, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. JÚNÍ 1947 íictmskrmjila (StofnvB 1»»«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargenf Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringler" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 ^ðccocccoccooccccosccccoscoccccocoecosccccosccocooo Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 4. JÚNÍ 1947 Vöruskiftasamningur! Það þyikir bera ljóst vitni um í hvaða óefni sé komið með peningaaniál heimsins ,að Canada varð nýlega að gera vöruskifta- satmning við Argentínu, til þess að geta fengið þá vöru, sem hér skortir, eins og aiíu og fitu'efni, fyrir við til pappírsgerðar. Argen- tína hfeir olíu og fitu til útflutnings, en Bandaríkin hafa þá vöru einnig og hefði verið djúgum eðlilegra að kaupa hana af nágrann- anuim. En Canada á nú erfitit með að gera kaup við hamí vegna þeirrar einföldu ástœðu, að hér skortir bandaníska peninga; verður því að reyna að komaist hjá að kaupa af Bandaríkjunum, þegar þess er nokkur kositur. Canada hefir við til pappírsgerðar til út- flutnings, og vildi fegin sedja hann þeim sem greitt gæti í banda- rlíslkum peningum fyrir hann. En það er keppikefli hvenrar þjóðar sem bandaríkja peninga hefir, að láta þá ekki af hendi fyr en í fulla hnefana. Og fyrir Argentanu stendur alveg eins á með olíuna. Eina lausnin verða því vöruskifti. 1 smáum stíl, er enginn skaði skeður með þessum viðskiftum. En gallinn er, að þau eru engin laiusn aðal vandræðanna, sem liggja i því að Bandaríkja-peningar, hið eina gjaldgenga veltutfé, er hvergi til nema í Bandaríkjunum. Hvorki Canada né Argentina eða nökkurt annað land, hefir fyrir viðskifti þessi neitt mein Bandaríkja-peninga. Það horfir því svo við, að vöruskiftaiverzilun muni fara í vöxt, þar til fjðlda þjóða er orðinn samningi um hana háður og verður henni að hlíta. En verði ekki hjá slíkri aðferð í viðskiftum komist, leiðir af því, að stjómir verði að annast þau fremur en einstaklingar. Can- ada-menn, sem við til pappírsgerðar selja, fýsir ekki að fá greitt fyrir hann með oMu eða fitu. Þetta hlýtur því að reka til þess, að viðskiftin við önnur lönd, lenda meira og minna í höndum stjóma. Viðskifti landanna verða brátt algengust á þessa vísu. En það er ekki hagkvæmt, þó ýmsum stjómum og einstaiklmgum þyki ekkert að því. Það er ekki ólíklegt, að Argentínu þyki neitt að því, að hafa með höndum kaup og sölu allls viðar til pappírsgerðar og það sé einmitt það, sem hún æskir eftir. Það eru engin Mkindi til, að Bandaríkin séu með því skipulagi erlendra viðskifta, að það sé af stjórnum rekið, en ekki einstákl- ingum. En hjá því verður ekki komist, meðan alheims-Skiftiféð, er ekki dreifðara á rneðál allra þjóða, en það nú er. Ástandið er óðum að verða það, sem það var eftir fyrra stríðið, að Bandaríkin eru að verða handhafar að alt of miklum hluta gullsins í heimin- um, er alheimsviðskiftin hvíla á. Það væri ef ti'l vill ofmiikið sagt, að þetta hefði verið bein orsök síðasta stríðs. En hitt er víst, að það sem af því leiddi, var hótflaus íhlutun stjórna í erlendum við- skiftum og það var snar þáttur 1 einráeðinu atf þeirra háltfu, sem pólitískir flokkar færðu sér svo í nyt og gatf drotnunarstefnunni stórhýsi ,eða fyrir fleiri en eitt hús og því aðeins hagkvæmt, að vatnsleikslan sé auðveld. Loft er ekki sagt nema 14% kaldara við 70 gráður en núil markið. Kuldinn dreifist svo mikið í því. En hitinn er eins dreifður um það og því ekki gaman að ná nógu miklu til að hita hús með. Sarnt er nú hald- ið, að ókki þurfi mjög stóra pumpu til þess. Reksturskostn- aður er ekki sagður verða raema 10—12 cents á dag við uppritun- ina í sex herbergja húsi, sem er méira en helmingi minna, en með kolum kostar að hita. En út- búnaður allur með öllu tilheyr- andi, temprun hita og þesshátt- ar, er sagt að nema muni $2,000. Þykir engin frágangssök, að fara í þann kostnað í húsi, sem kostar að öðru leyti um $6,000. En í hlýrra loftslagi, eins og t. d. í Bandaríkjunum, er áhaldakostn- aður ekki talin þurfa að fara fram úr $900. Þetta er sagt fyrsta íveruhúsið í Canada, sem þessa hitunarað- ferð notar. 1 Noregi, Svíþjóð og Sviss eru stórhýsi sum hituð á þennan hátt og með því að taka hifann úr vatni. í Zurich eru böð fyrir almenning hituð þannig. Þar sem vatnsleiðsla er auðveld, er það notað i stað lofts. 1 Bandaríkjunum er þessi hit- umaraðferð og til á nokkrum stöðum, þar sem þægilegt er að ná í vatn. Enntfremur er iðn- stofnun ein í Quebec, er vatn notar á þennan hátt til hitunar. En þó alt þetta megi heita á byrjunarstigi, er samt tálið, að sum iðnaðarfélög í Canada séu farin að hugsa um framleiðslu þessara pumpa, sem hita vinna úr loftinu. Lögmálið sem þær eru gerðar á, er sagt hið sama og kælskápsins; það sem á milli ber er þetta, að pumpan vinnur hit- ann, en kæliskápsvélin kuldan, úr loftinu. 1 SLÓÐ LEIFS EIRÍKS- SONAR Eftir Rockwell Kent (Lauslega þýtt úr “Ohristian Science Mionitor’’ Aftur siglir súðasjór á svölum úthatfs-bárum islóð, sem Leifur fyrstur fór, fyrir þúsund árum. víða í Evrópu lausan tauminn. Alheimismiðill viðskiftanna var gerður til þess að bæta úr þeim hæng, sem oft vildi verða á vöruskiftaverzluninni, því það stóð ekki ávalt svo á, að landið, sem eitthvað hafði að selja, gætl keypt þá vöruna, er landið hafði til útflutnings, er af því keypti. En nú meðan miðiþ þessi er aðeins í höndum einnar þjóðar, kemi hann ekki að tilætluðum notum. Hann ætti í þess stað að vera inneign í alheimsstofnun, sem fénu dreyfði til allra þjóða, er erlend viðskifti reka. Þá getur maður fyrst sagt, að alheims- verzlunin sé frjáls. ALTAF EITTHVAÐ NÝTT Það má heita orðið eitt af því algenga, að heyra sagt frá ein- hverjum nýungum. í raun og veru mætti segja, að þær beri nú svo ótt að og hafi svo mikil áhrif a aldarháttinn, að starfsaðferð- um, venjum og siðum manna breyti á fáeinum árum. Það var eitthvað annað í mínu ung- diæmi, er ekki óalgengt að heyra nú af vörum manna, sem aðeins eru að verða miðaldra, að ekki sé minst á þá sem eldri eru. 1 Toronto lét maður nýlega reisa sér íveruhús, án varanlegs hitúnarofns til að halda því heitu á vetrum. Menn vissu ekki hrverju þetta sætti, en komust að raun um það síðan, hrvemig hann gerði ráð fyrir að halda á sér hita tf húsinu. Hann ætlar að hita það með ís, það er að segja með pumpu, er snýr ís, lofti eða köldu vatni í hita. Eins og hægt er að mynda fe í kæliskápnum með rafmagni, seg. ir B. A. Wilson, eigandi hússiras, svo ætti að vera hægt að fram- leiða hita, með áþekkum hætti. Það er nú sannleikur að í lofti er hiti þar til upp að hámarkinu kemur, eða það getur ekki kald- ara orðið’ en þá er kuldinn orð- inn 459.6 gráður fyrir neðan núll mark. I jafnvel 20—40 gráða frosti fyrir neðan núll markið, eins og þegar kaldast er í hinum bygða hluta Canada, er samt sem áður raokkur hiti í loftinu. En hann fer auðivtað minkandi eft- ir því hvað kuldinn er mikill og það kostar, að meira þartf af því til að vinna nægilegan húshita úr því. En þetta telja menn samt að sé hægt. Þó er á það bent, að hentara gæiti verið og kostnaðarminn a, að vinna hitann úr vartni. Jatfn- vel ísilagt vatn, verður aldrei eiras kalt og loftið. En þó vatn sé notað, þarf mik- ið af því í t. d. 20 gráða frosti, eða alt að 160 gallon á mtfnútu til að fá nægan íveruhúss hita. í heitara loftslagi þarf auðvitað miklu minna eða jafnvel ekki nema 10 gallon. En eins fyrir það, er þetta kostnaðarsamt fyr- r hver-t einstakt húls. Virðist þetta því vera heppilegra fyrir Það var í dagrenningu að morgni hins fimta júM. Við vöknuðum, og flýttum okkur á fætur, og upp á þilfar. Það var kalt. Borgina bar dökka og þög- ula við austurloftið, og það glitti draugalega í fejaka-hrönglið, er bar við dökkleita landræmuna í hálfskímunni. Himininn Var heiður, stjörnum stráður, og nobkur suðvestan vindur. Við settum upp segl nálega eins hljóðlega og hávaðalaust, eins og við værum að laumast í burtu, léttum akkerum, og lögð- um af stað. Og án alls gauragangs og svift- inga, er vanalega eru samíara því að leggja upp í ferðalög nálguðumst við hina hljóðu, ein- mannalegu tign og mikilúðleik úthafsins. í raun og veru voru hættur eða örðugleikar þessarar sjóferð- ar, hvorki meiri né minni fyrir okkur, með öllum okkar útbún- aði, en þær óværatu, eða öllu heldur væntaralegu hættur og örðugleikar hafa verið í augum Leifs Eiríkssonar fyrir nálega þúsund árum stfðan. Báturinn okkar var ef til vill betur útbúinn.'sjófærari, hætfari til slíkrar ferðar, þótt hans skip væri að vístf stærra. Við höfðum aðeins segl; skip rJeifs hafði á að skipa seglum og 'ðrum knúnings-krafti, og hvert em sá kraftur var véla-afl eða ægur mannafli til róðurs, þá erður það að dæmast nokkuð að ötfnu, hvað áhættu sjóferðarinn- ar snertir. Við áttum yfir átta- vita að ráða, uppfyndingu stfðari tíma; Leifur hafði ekki annað að fara eftir en pólstjörnuna og sólina — og þar að auki allan viturieik og reynslu er honum var í blóð borin frá mörgum kynslóðum víkinga og hrausitra sægarpa; slíkt kom honum að góðu haldi. Og þegar við, tveir óvanir sjómenn, og einn skips- matreiðslumaður, gerum saman- burð á okkur og þrjátíu og fimm norrænum sjóhetjum á skipi Leifs, þá finnst okkur við starada nökkuð vel að vígi hvað sarnan- ‘burðinn snertir, þegar við sigl- um nú yfir “Davís Surad’’ í slóð Leifs. Á hverju vori leysast stór- kostlega ægiiegar ísjaka-brteiður úr læðingi, og berast mteð storrn- um og straumum frá íshöfunum, mteðfram ströndum Labrador og N ýf-u ndraalands. í júnímánuði, og otft nokkuð fram í júM, sækir þessi ísborga- floti að þessum ströndum; flykk- fet upp að landinu, eða berst til hafs, eftir því hvemig vindamir blása. Myradar feinn þannig á þessu tímabili, óárennilegan og með öllu ófæran varnarmúr milli Labrador og hins opna hafs. Með austurströnd Græralands liggur pólstraumurinn. Hann rennur í kring um Cape Farewell, og berst síðan vestur og norður, ná- lega alla leið til Godthaáb, held- ur sig raálægt ströndinni, og þek_ ur hana með ís, frá enda marz- mán., og til ágúst-loíca, og lokar eigi aðeins suður-höfnunum fyr- ir siglingum, heldur veldur ná- lega eins mikilli hættu og tjóni, eiras og ef skerin, rifin og mtegin- 'land strandarinnar færi á flot af völdum, og eftir duttlungum vinda og strauma. Gkkar mesta vandamál til úr- lausnar á ferð þessari, var að tforðast bæði Labrador-ísburð- inn, og hinn svokallaða “Stórtfs” við Grænland. Til þess að geta það, var eina úrlausnin að þræða hina opnu vök, er lá meðtfram Labrador-ströndinni, sem suð- vestan vindamir, er nýlega voru aifstaðnir, höfðu myradað. Stefn- an lá í norður um 80 milur til “Rourad Hill”-eyjarinnar; síðan norður og norðaustur til Godt- haab. Og etf við yrðum nú svo heppnir, að sólinni þóknaðfet að skína á daginn; og stjörnur og tungl lýstu upp hinar stuttu nætur, og ef vindstaðan vildi nú haldast rétt, og feinn halda sig á hentugustu svæðunum,------þá já þá--------kæmumst við til Godthaab — fljótt og farsæl- lega, — og það gerðum við! R. St. ELLISTYRKURINN Á ÍSLANDI “Hvera einasti maður á Islandi er Mftrygður frá vöggu til graf- ar”, sagði Gtfsli Sigurbjörnsson, formaður elliheimilfeins Gmnd í Reykjavík, er hann var hér ný- lega á ferð. Tryggingarnar eru reknar af rtfkinu, og hver maður skyldaður til að greiða iðgjald. Er einkum í kosningum talað um, að iðgjöldin séu otf há á fá- tækum mönnum, en að hinu leyt- inu, er einnig kvartað um að tryggingin sé ekki nógu há. — Þessu er ekki gott að koma sam- an. Hitt mun vfet, að iðgjöldin munu stfzt vera hærri, en þau em hjá Mfsábyrgðarfélögum í öðrum löndum. Vér höfum ekki töflur við hendina, er sýna þetta, enda var ekki verið að minnast á þetta með neinn sltfkan saman- burð í huga. Með ríkistrygging- um er fyrst og fremst verið að hugsa um hag almennings, en ekki gróða fyrir ríkið. En að mikilli nákvæmni sé fylgt í þessu atf vátryggingar félögum, ber gróði þeirra oft ekki vitni um. Um ellistyrkinn á Íslandi hafði Gísli það að segja, að til hans legðu allir, og að fiann næði til bæði manna og kvenna, þegar 67 ára aldri vær náð. Á mánuði nemur hann $50. Hann er greiddur hverjum ,er áminstum aldri nær og þarf ekki um hann að sækja. Það er gengið út frá, að þá hætti menn vinnu. Að vfeu eru menn, sem ekki þiggja elli- styrkinn og er þar miðað við hvað tekjumiklir eru. “Ellfetyrkurinn er fyrir verka. menn og konur í landirau,” sagði Gísli. íslendingar til forna, eru við- urícendir fyrir framsýni, frelsi og jöfnuð í þjóðskipultegum skilningi. Ef’ krufið væri til mergjar, mundi á margt enn mega benda, er frá samfélags- iegu sjónarmiði væri eftirbreytn- fevert. GAMALT OG GOTT Jón bfekup VádaMn var skáld gott á latneska tungu, en fátt eitt hefir hann kveðið á tfslenzku, þó vel væri hann hagorður. Svo er sagt, að einhiverju sinni á yngri árum Jóns, er hann var prestur í Görðum á Álftanesi, hatfi svo viljað til við messu- gjörð hjá honum, að kerling ein, Halldóra að natfni, braut undir sér bekk í kirkjunni og hlamrn- aðfet með braki og brestum á góltfið. Viðstaddúr var maður sá, er Halldór hét, hagmæltur vtel. Hann orti þetta um atburðinn: Dr. Richard Beck fimtugur Dr. Richard Beck Prófessor Richard Beck, verð- ur fimtugur næstkomandi mánu- dag (9. júraí). Heimskringla'vill ekki láta það tækifæri sér úr greipum garaga að óska honum til hamingju á afmælinu og þakka honum um leið fyrir þrotlaust starf hans. slíðan að hann kom vestur, í þarfir þjóðræknfemála Vestur- Islendinga. Þegar á það er Mtið, að þjóð- ræknisstarfið hér vestra, er auka starf og unnið endurgjaldslaust, er það meiri furða, hvað margir Islendingar hér hafa helgað því mikið af starfskröftum sínum. En í því efni er fáum við dr. Beck Mkjandi. Laun hans fyrir það eru þau, að hann hefir verið hyltur af felenzkum almenningi hér vestra, sem enn býr þjóð- rækni í brjósti og sem vér telj- um þýðingarmeira, en silfur og gull. Richard Beck er fæddur að Svínaskálastekk í Reyðarfirði 9. júraí 1897, en fluttfet kornungur að Litlu-Breiðuvík þar í firðin- um og ólst þar upp á óðalsjörð foreldra sinna, en þau voru Hans K. Beck (d. 1907), og Þórunn Vigfúsína Vigfúsdóttir, búsett í Winnipeg, hátt á áttræðisaldri. Á yngri árum stundaði Ridh- ard Beck hverja algenga vinnu, mest sjóróðra, en byrjaði á sama tíma undirbúningsnám á menta- skólanum, bæði með raámi heima og á gagnfræðaskóla Akureyrar. Settfet hann, að prófi þar loknu 1918, tf fjórða bekk Mentaskól- ■ans, las eitt ár utan skola, en lauk stúdentsprófi þaðan mieð góðri einkunn 1920. Stundaði hann barnakenslu heima eftir það, unz hann tflutt- fet með móður sinni til Winni- peg haustið 1921. Var hann ís- lenzku kennari Þjóðræknisfé- lagsins í Winnipeg þann vetur, en fluttist haustið 1922 til Bandaríkjanna, hóf framhalds- nám í norrænum og enskum fræðum á Coméll háskóla, lauk þar meistaraprófi 1924 og dok- torsprófi í heimspeki 1926. Aðalstartf Becks hefir verið kerasla í Norðuriandamálum og þókmentum við ríkfeháskólann í Norður-Dakota. Hóf hann það starf 1929 og stundar það enn. Áður hafði hann verið prófessor í ensikum bókmentum við St. Olaf College í Northfield, Minnesota og við Thiel College í Grenville, Pennsylvania. Við háskólann í Dafcota hetfir hann kent felenzk- um nemendum ísltenzku, er þess hatfa æskt. En svo mikið starf, sem Beck hefir þarna haft á höndum sér, hefir hann varið miklum tíma og starfi í þarfir íslienzkra þjóð- legra starfa, jem færri hefðu fundið sér fært. Hann heflir stundað ritstöitf af svo miklu kappi að fá íslenzk blöð eða ri+ munu til, er hann hefir ekki skrif að eitthvað í. Það er ómælt, serr hann hefir í vestur^felenzku blöðin skrifað. Ennfremur hefir hann talsvert ritað í erlend blöð mest norsk og oftast um ísltenzk mál. Auk Ljóðmæla sinna er hann gaf út 1929, hefir hann og séð um útgáfu all-margra bóka og rita. Þá var hann forseti Þjóðræknfefélagsins í samfleytt sex ár — frá 1940—1946, og var vara-forseti þess áður. Reyndfet hann flestum árvakrari í því starfi. Fulltrúi Vestur-íslend- inga og gestur ríkfestjórnar Is- lands var hann við lýðveldfe- stofnunina 17. júní 1944. Hann hefir og verið vara-ræðismaður íslands í Norður-Dakota síðan 1942. Fyrir öll þesssi störtf stfn, sem aðeins hefir verið drepið á, og eins mörg, sem óraefnd eru, hefir Beck hlotið margvíslegar heið- ursviðurkenningar, bæði rtíkfe- stjóma og ýmsra félaga. Árið 1939 var hann sæmdur Riddara- krossi Fálkaorðunnar, og stór- riddaraorðunni 1944 af stjórn ís- lands og sama ár heiðursmterki lýðveldfestofnunarinnar. Ridd- ari af St. Olatfs orðunni norsku varð hann 1939 og 1946 sæmdur frelsisorðunni dönsku. Hann er félagi og heiðursfélagi margra merkra félaga. Það þryti fyr dagur en dæmi, ef nefna ætti öll þau störf, er Beck hefir haft með höndum. Það sem hér hefir verið minst á er aðeins stutt yfiriit yfir þau. En það sem Heimskringla réttir honum hlýja hönd fyrir nú á af- mælinu, er hvað hann hefir helg- að miklu af þeim störfum Is- landi og felenzkri þjóð. Dr. Beck er tvígiftur. Fyrri kionu sína, Ólöfu Danielsdóttir frá Helgustöðum í Reyðarfirði, mfeti hann eftir stutta sambúð, óður en hann flutti vestur. Árið 1925 kvæntfet hann seinni konú sinni, Berthu Samson, hjúkrun- arkonu frá Winnipeg, gáfu og atkvæðakonu. Börn þeirra eru: Margrét, 17 ára og Ridhard, 14 ára. Bróður á Richard Beck einn í Winnipeg, Jóhann Þorvald Beck, tfórstjóra Columbia Press félags- ins. Njóttu svo, Richard Beck, 9. júraí dagsins eins vel og Hkr. íær óskað þér og þú átt skilið fyrir þitt mikla og einlæga staitf í þágu ísltenzkrar þjóðar og fyrir viðkynningu og framkomu, sem ávalt hefir borið góðhug þínum og drengskap fagurt vitni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.