Heimskringla - 22.10.1947, Síða 4

Heimskringla - 22.10.1947, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. OKT. 1947 gOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOPOOOOOOOOOO ffehnskrittgla (StofnuB 1SS») Kemur út á hverjum miðvikudegi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg , Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 22. OKT. 1947 Ræða flutt á Þakklætishátíðar samkomu í Sambandskirkjunni í Winnipeg, 13. október 1947, af Axel Vopnfjörð. Þegar Oddný Ásgeirsson bað mig að taka til máls á íslenzku á samkomu þessari, þá vissi eg varla hvað eg átti að segja. Það er svo hart fyrir þann sem ekki er gæddur ræðumannsgáfunni að semja ræðu, svo er tíminn svo stuttur, og svo mikið er að gera. Þar að auki hefir margra ára dvöl í stöðum þar sem aldrei heyrðist íslenzkt orð, haft þau áhrif að tungutökin stirðna, og hrognamál Engil-Saxans verður manni tamara en blessuð íslenzkan. En það er hart að neita frænku sinni. Það var eitt sem hún sagði, sem reið baggamuninn. Það var, “Við eldra fólkið erum að reyna að halda við íslenzkunni eins lengi og hægt er”. Það er mannleg náttúra að bera virðingu og lotningu fyrir baráttu við ofurefli. Gráðuga, ómótstæðilega Engil-Saxneska hafið gleypir alt í sig. Því fækkar árlega fólkinu af íslenzku bergi brotnu hérna í Vesturheimi sem talað getur íslenzku. En samt er baráttunni haldið áfram. Það sannfærir mann að víkingseðlið sé enn óbreitt. Ennþá heyrist ómurinn af hinum ódauðlegu orðum Jóns Sigurðs- sonar, “Aldrei að víkja!” Undir kringumstæðunum gat eg ekki íengið mig til þess að neita, þó að lítið hafi til brunns að bera. Eg er þakklátur nefndinni fyrir að hafa boðið mér að taka hér til máls, og tel mér mikinn sóma sýndan. Á Þakkargerðardaginn er viðeigandi að vera auðmjúklega þakklátur fyrir alt það góða sem lífið hefir veitt manni. 1 láfi flestra er býsna mikið af mótlæti; erfiðleikarnir eru oft margir; og eitt er viíst að frá vöggunni til grafarinnar er tilveran stöðug barátta. Kristján Jónsson sagði, “Lífið alt er blóðrás og logandi und”. Þvtí ver eru sumir einstaklingar, þjóðir og jafnvel heims- álfur, eins og Kristján, olnbogabörn örlaganna. En í lífi flestra er eins mikið af sól eins og skugga; gleðin jafnast á við sorgina, og sumrin eru jafnlöng vetrunum. Þessvegna ætla eg að kalla þessa sundurlausu þanka sem eg hefi fram að bjóða, Þökk fyrir sumar eftir vetur”. Veðráttuna á Islandi þekkjum við mörg bara af frásögn. Á gömlu eyjunni við norðurheimsskautsbaugin eru vetrarnir víst langir og strangir. “Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð kveður kuldaljóð, Kári í jötunmóð. Yfir Laxalóni liggur klakaþil, hlær við hríðarbyl, Hamragil. Á vetrum liggur jafnan dofi og svefn, jafnvel dauði yfir nátt- úrunni. Jafnhliða hörkunni lagði vetur mótlætisins öld eftir öld hramm sinn yfir þjóðina. Kuldinn, eldsumbrot, einokun, einangr- un, erlend harðstjórn, fátæktin, drepsótt og hungurseyð virtust gera samsæri til þess að eyðileggja lífsneistann í þjóðinni. Mesta kraftaverk var það að hún sofnaði ekki ævarandi Aidlegum svefni. En við getum verið þakklát fyrir það að enginn andlegur dofi lagði sig yfir landið, hinar löngu vetrarnætur. “Það gnýstist af frosti, það funaði af glóð, en frjófgaður vísir þó óskemdur stóð.” Undir hinum erfiðustu kringumstæðum sem hugsast getur lifðu hugsjónir þjóðarinnar, þar til hin rísandi sól sumars framfaranna lagði sína lífgandi og eflandi geisla yfir hið andlega og verklega líf fólksins. Þrautseigjan hélt því lifandi í mótlætinu; tækifærin styrkja það í meðlætinu. Það er engin furða eftir hinar mörgu og löngu vetramætur að sumrinu væri fagnað með gleði bandingjans sem leystur er úr ánauð. Sumrin stuttu á Islandi hljóta að hafa verið jarðnesk paradís. Enginn ofsahiti eins og oft héma í Manitoba; mikið minna ónæði af völdum mýflugnavargsins og annara skordýra. En maðurinn verður að neyta brauðs í sveita andlitis síns, er erfiðir hljóta dag- arnir að hafa verið. En kvöldin löngu í náttúrufegurð landsins fjalla, íss, og elds hljóta að hafa verið unaðsleg. Skáldið segir um pilt og stúlku á gangi: “Þá er svo gaman um græna hjalla, að ganga saman, um margt að spjalla,” o. s. frv. Já, sannarlega góð er hvíld eftir erfiði, friður eftir stríð, ró eftir yfirunna erfiðleika, og yndislegt er sumar eftir vetur. Matthías Jochumsson segir um íslenzka sumarkvöldið: “Geng eg fram á gnýpur, og geigvæna brún, djúpan lít eg dalnn og dáfögur tún. Kveður Mtil lóa, og leiti gyllir sól, í hlíðum smalar hóa, en hjarðir renna á ból. Bær í björtum hvammi mér brosir á mót. Manstu vin þinn mæra, munnbllíða snót? Gott á fuglinn fleygi, sem fjötra engin bönd, en fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd. Þótt fótur vor sé fastur, þá fljúga vill önd, ástin vor er eitíf, og aldrei þekti bönd.” Hérna mætti segja, “Ástin okkar Vestur-lslendinga á öllu því sem íslenzkt er; ástkæra, ylhýra málinu, allri rödd fegra, ís- lenzkri þrautseigju, séum við' mannkynið yfirstigið þessa útlendingamir — er eilíf, og aldrei þekti bönd. Við erum þakklát fyrir það að þetta er arfleifð okkar. Þrautseigjan, sem móltlætið skapaði í eðli íslenzku þjóðar- innar, kom sér vel á landnáms- árum hérna í Ameríku. 1 sögu íslendinga í Vesturheimi segir skæðustu — og kannske síðustu — eldraun? Margir halda ekki. H. G. Wells, heimspekingurinn enski, hélt að maðurinn væri í þann veginn að nota ráðkænsku sína til þess að fremja sjáifs- morð, og að mannkynið hverfi úr sögunni eins og skryðdýrin stóru sem í fyrndinni höfðu yfir Þ. Þ. Þ. um stóra hópinn, þegar i ráð í heiminum. hann lenti á Viíðinesi við Winni- pegvatn árð 1875: “Islendingar voru lentir með heilu og höldnu á eyðiströnd síns nýja lands,, en fyrsti vetr- ardagur var að morgni”. Það er ervitt fyrir okkur í En vetrar, langir, kaldir, ó- heillavænlegir hafa áður verið í heiminum. Það var sú tíð að vetur hjátrúarinnar lá þungur á mannkyninu. Þegar náttúruöfl- in voru í jötunmóð, grúfði mann- skepnan óttaslegin í hreysi siínu, öllum þægindunum, sem við á- xog gaf afvegaleiddu ímyndunar- litum svo nauðsynleg, að í- afli sínu fullan taum. Þegar eld- mynda okkur afstöðu þessa fólks. í byrjun Manitoba vetr- arins þekkjum svo vel — var það sett niður í óbyggðina með tvær hendur tómar, húsnæðislaust, með mat af skornum skamti. Eg veit til þess að bóluveturin tórðu tuttugu manneskjur í einum litl- um bjálkakofa, kaldar, húngr- aðar og veikar. Við getum sagt með Guttormi: “Heimanfarar fyrri tíða fluttust hingað til að líða - — - - En sumarið kom í Vestur- heimi, eins og á Islandi, og við getum/ ímyndað okkur með hvað mikilli gleði því var fagn- að. Sumarið, sólin, fjörið, gróð- urinn! Lífið afturheimtað úr heljar greipum! En sumarið á landnámsárunum var engin leikur. Það sækjist seint fyrir tvær hendur að ryðja skóg með exi og hlújárni, girða inn garða og engi, og taka efnivið úr skóg- inum, að draga og bera mest af því á sjálfum sér að girðinga- stæðinu. Heyskapur var unnin upp á hinn erviðasta máta, gras- ið slegið með orf og ljá. Þegar ekki var glatt sólskin þurftu menn að hafa flugnanet fyrir andliti til þess að verjast mýbiti. Árin liðu. Eldraunir frumbýl- ingsáranna gengu um garð. Sum- ar tiltölulegrar völgengni rann upp eins og það altaf gerir að end ingu. Vonir dána mikilmagnans rættust. Þrautseigjan og vilja- krafturinn sigruðu. Aftur með Guttormi: Stytti upp, og himinn heiður 'hvelfist, stimdur, meginbreiður. Eins og vegur valinn, greiður, var í lofti sunnar far. Rofinn eldibrandi bakki beint í norður var á flakki. Stjömulbjartur, heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, Himinn, landnám landnemanna ljómaði yfir Sandy Bar. Vetur liggur nú yfir heimin- um. Hann hefur legið eins og farg yfir þjóðunum og einstkl- um síðan 1914. Það er vetur eigingirni, haturs, og grimdar. Maðurinn hefur með starfsemi, skynsemi, og þolgæði yfirburgað að mörgu leyti andstæða náttúm En erviðasta eldraunin er eftir. 1 hjörtum þjóðanna og einstkl- inga vex illgresi. Og skaðleg og illvíg valdafýsnin þjóðar- dramlbið, illviljinn. — Getur um þess. í alheimimum vom dutlungasamar, meinsamar, hefndargjamar, harðræðar ver- ur sem heimtuðu hlýðni. Það mátti til að fórna dýrmætustu eignum sínum til þess að hafa þær í góðu skapi. Þakklát getum við verið fyrir það að smásaman hækkaði sól skynsemdarinnar á lofti, og að smásaman gagntók ylur hennar snævi þakin, óttafull afvik mannssálarinnar. Vetur hjátrú- arinnar var á enda. Sumar heil- brigðrar trúar kom loksins inn í sálir mannanna. Það var sú tíð að um vetur fá- vizkunnar — á miðöldunum, eft- ir fall Rómaveldis — storknaði blóðið í æðum framfaranna. Öld eftir öld lifði mannkynið við skort og skamt. Óþekt voru ingarnar, miklar og öflugar ver- ur svöluðu reiði sinni á hörkunar sem að við veiku og hjálparlausu mannkyniJ náttúruöflin sem geta verið tam- Þegar þrumurnar dundu, þá in til þess að afnema stritvinn- voru þær að áminna það að bæta1 una, og gefa manni tíma til þess framkomu sína í garð hinna; að gera lífið glaðara og skemti- voldugu vætta sem réðu örlög- legra. Lengi lifði mannkynið í þrælahaldi veikinda og drep- sótta. Óþekt voru lögmál Mfs- ins, og óþektar voru samvinnu aðferðir við þau lögmál til þess að minka þjáningar líkamans, og gera lífið lengra og afkasta- meira. En það er gæfa okkar að vetur fávizkunnar leið undir lok, eins og allir vetrar, og sól endur- vaknandi fræðslu skein mannin- um björt á vanga. Vetur harðstjórnarinnar var langur og kaldur. Sterk er þrá- in í mannssálinni að vilja hafa yfirvöld yfir öðum, og að hafa sérstök réttindi í mannfélaginu. En við getum verið þakklát fyrir það að sterkari er þráin til þess að vera frjáls, og að geta litið á náunga sinn sem jafningja. Til þess að forðast einveldisstjórn fluttu forfeður okkar frá Noregi til Islands. Til þess að komast undan ánauð og kúgun yfirgáfu margir ættlönd sán í Norðurálfu til þess að geta lifað sem frjálsir Axel Vopfjörð kennari Höfundur ræðunnar, sem á þessari síðu er birt, er Axel Vopnfjörð kennari á Isaac Brock skólanum í Winnipeg. Hann er sonur Jakob Vopnfjörð, sem nú býr 1 Blaine, Wash., en átti um langt skeið heima í þessum bæ. Axel hefir það sem af er starfs- æfinni verið kennari og fram undir 20 ár á meðal enskumæl- andi fólks og varla séð íslending. Þessi vel hugsaða og samda ræða hans ber því gott vitni hve þjóð- rækinn Islendingur hann er. — Það mun ekki mikið hafa birst eftir hann á íslenzku fyr, en í ritið Icelandic Canadian hefir hann skriíað nokkuð og er í út gáfunefnd þess. Hann er góðurl stuðningsmaður íslenzkra fé-' lagsmála yfirleitt. VESTUR TIL KYRRAHAFSINS Eftir P. S. Pálsson Sunnudaginn 21. september, lögðum við hjónin af stað í áttina til Kyrrahafsins, þangað, sem við áttum svo marga vini og velunnara, enda kom það tíka á daginn, að við vorum þar meðan dvöl okkar entist, í vina-höndum. Við 'höfðum ákveðið' fyrir nokkrum vik-* um áður að heimsækja bróður minn, Jónas Pálsson, sem um undanfamar vikur hafði verið mjög veikur. Var það von okkar allra, að fund- um gæti borið saman áður en hann sigldi á haf- ið, þó ekki væri nema eina kvöldstund, en hér sannaðist hið fornkveðna: “Kári, en ei kaup- maður ræður”. / Okkur barst fregnin um lát Jónasar fáum dögum áður en við lögðum af stað, en þar sem allur undirlbúningur ferðarinnar hafði verið fullgerður, var þa ekki fá neinu að víkja, og engu hægt að beyta. Eg hafði aldrei ætlað mér að fara lengra frá Islandi, heldur en eg hafði gert fyrir meira en 47. árum síðan. Öll þau ár hafði mig dreymt, og raulað í rökkrunum: “Til Austurheims vil eg halda, þar hjartkærust ástin mín býr.” En nú var stundin komin að halda vestur, og lengra í burtu , og vegna þess, að orðið “Fjarlægð”, hefir enga þýðingu lengur, var mér ljúft að taka þessa ferð á hendur, enda hafði Canadian Pacific Railways, búið alt í haginn fyrir okkur, nema það eitt, að kveðjá ástvini okkar, venzlafólk og kunningja. Við kvöddum það alt með klökkum huga, vitandi. að “enginn ræður sínum næturstað”. Af ásettu ráði skildi eg eftir, og gékk vel frá, tveimur ferðasystrum mínum: “Trúmál- um” og “Politík”. Hafa þær, blessaðar skepn- umar, verið mér meira til faratálma heldur en framsóknar, en eru þó báðar, að sögn, nauðsyn- legar í okkar daglega lífi. Svo var stigið inn í einn af þessum nýtízku svefnvögnum, sem beið okkar þolinmóður a brautarteinunum, Hæverskur þjónn, sem bar hörunds-lit suðrænnar sólar, leiddi okkur til sætis. Augnalblik, virtum við fyrir okkur alla viðhöfnina og þægindin, og datt mér þá á hug vísa úr “Vesturförin”, eftir Þ. Erlingsson: “Nú skal líka njóta þess, að nóg er til að sinni; niður á flauels fjaðrasess fleygi eg hátign minni.” Svo var fararmerkið gefið: “All aboard”. Pípuiblástur, hringingar og teinaskrölt. Hjarta- slög “Surts” gamla, sem trúað var fyrir að leiða okkur ti'l fyrirheitna landsins, heyrðust glöggt og reglulega. Vinimir, sem komið höfðu að kveðja okkur á járnbrautarstöðinni, veifuðu til okkar kveðjum sánum, — og ferðin var hafin. Þegar vestur fyrir borgina kom, rauf sól- in skýin, sem byrgt höfðu geisla hennar fyrri hluta morgunsins, og frá þeirri stundu mátt: iheita að hún skini okkur í heiði, að undantekn- um þeim hluta sólarhringsins, sem nóttin tók hana í arma sína, og breiddi yfir hana sitt mána- skreytta, stjörnuþakta og dökkbláa rekkjutjald friðar og hvíldar. Farþegar á þessari jámbrautarlest voru þau hjónin, Mr. og Mrs. J. Th. Beck frá Winni- peg og urðu tíðar heimsóknir milli þeirra og okkar frá því farið var frá Winnipeg og þar til komið var til baka frá Victoria til Vancouver. Var oft glatt á hjalla hjá okkur fjórmenning- unum, enda eru þau hjón alþekt að gleðskap og hnittnum svörum. Áfram, áfram vestur, brunaði “Surtur”, með jöfnum og ákveðnum hraða. Hvert bónda- býlið af öðm heilsaði okkur og kvaddi, og sann- aðist enn hið fornkveðna: Heilsast og kveðjast, svo er tífsins saga”. Öll virtust þau vingjarnleg og báru vott um, að ef á náðir þeirra væri leit- að, væri góðhugur og risna gestum öllum til boða. — Þannig leið fyrsti dagurinn. Næsta morgun, — mánudag, — fórum við að nálgast Calgary, Alta. Mun okkur aldrei úr minni tíða sú einkennilega sýn, sem bar þá fyrir augun. í fjarsýn, til hliðar, sáum við smáhækk- andi röð af tívítum skýjum bera við sjóndeildar- hringinn. Voru þau tíkust hafís-jökum, mis munandi há og með pýrarnída löguðum tindum. Þau smá hækkuðu, en lögunin var hin sama. Datt mér nú í hug, að hér væri ef til vill á ferðinni einn af þessum voða svifti-býljum, sem við lesum um i blöðunum, og eru svo magnaðir af göldrum og gerningum, að þeir brjóta borgir til grunna, og feykja stórum járnbrautar-lest- um af sporinu, margar mílur. Meðan stóð á þessum hugmynda-smíðum mínum, gekk ferðarstjórinn fram hjá mér. Eg spurði hann hver undur væru hér á ferð, og benti honum á hvítu skýin. Hann brosti mjög vingjarnlega, og sagði: Þetta erg fyrstu kynni þín af Klettafjöllunum, þau hafa verið snævi þakin niður í miðjar htíðar um marga daga, og hefir allan þann tíma verið sólarlaust og' drungalegt yfir öllu, en nú skín,sólin á tindana mjallhvíta, og tígulegu”. Þegar til Calgary var komið, sáust engir fannskreyttir fjalla-tindar. Borgin er bygð á láglendi og virðast 'hæðir lykja hana á allar hliðar. Var þar aðeins staðið við stuttan tíma, og vegna þess að sá hluti borgarinnar sem lestin nam staðar, var all óvistlegur, og tíminn of stuttur til þess að litast um í betri hluta þeirr- ar stóru borgar, datt mér í hug að nú væri heppilegur tími til þess að ræsta sig og “punta”, og vera sem bezt út-lítandi þegar fundum okk- ar og Klettafjallanna bæri saman. Gekk eg því aftur inn í járnbrautar-vagninn og raulaði fyrir munni mér: ^ “Bráðum er eg einn af þeim andans frægu ljónum, sem að vaða um Vesturheim með vorum stóru Jónum”. Eg var í óvenjulega góðu skapi. Veður- btíðan, sólskinið og samferðafólkið var alt svo elskulegt og upplyftandi, hver yrti á annan og brosti. Það hlutu að vera áhrif hinnar dýrðlegu náttúru sem verkuðu þannig á hugi og hjörtu fó'lksins. Viðmótið og útlitið minti mig á “Jól- in”, hina miklu hátíð góðvilja og bræðraþels. Ef til vill var það líka hið tæra fjalla-loft, sem okkur lék um kinnar, og hugsunin um að skoða dýrð hinna hrikalegu, og á sama tíma, vingjarn- 'legu fjalla, sem átti sinn skerf í þessari breyt- ingu og kom nú fram í fasi og framkomu allra. Þetta og því um líkt flaug mér í hug á meðan að eg var að taka saman dót mitt og komast inn í ræstingar stofuna. Svo staðnæmdist eg fyrir framan skugg- sjána, og verkið var hafið. Meðan á því stóð datt mér í hug gömul vísa sem eg hefi lengi haft í hávegum, og hljóðar svona: “Hver mundi hafa hugsað það heilaga dýrð að treyjan fengi: simpul lóðs-treyja, eftir að út-andskotað hér var svo lengi”. —Framh.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.