Heimskringla - 22.10.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.10.1947, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. OKT. 1947 Löng stund leið meðan hann gekk þannig. En brátt varð hann leiður á þessu göngulagi. Veðurspámaðurinn hafði haft rétt fyrir sér hvað veðrið snerti, því ekki sást skýhnoðri á lofti. Gatan var algerlega auð af fólki og eins var Fleet stræti. Pompei hefði ekki gefcað verið auðari en þessi steingráa borg verzlunarbúðanna. Ekkert líf birtist á Strandgötunni og hver einasta búð var lokuð, þótt klukkan væri bráðum orðin nlíu. Eitfchvað hlaut að hafa komið fyrir London: Drepsótt hlaut að hafa herjiað borgina. Honum duttu í hug skáldsögur H. C. Wells. Þannig hlaut borgin að hafa litið út er Mars-búar höfðu lagt hana í eyði — borg dauða og skelfingar, er lá þögul í sólskininu. Jones var nálægt Law Courts er hinn hræðilegi sannleikur opinberaðist honum. Hann gekk til lögregluþjóns, sem stóð þar á götuhomi einu, og var eins og dáleiddur af allri þessari kyrð. Hann spurði lögregluþjóninn hvaða dagur væri. “Sunnudagur,” svaraði maðurinn. 30. Kap. — Réttlát reiði Orðið sunnudagur bættist nú ofan á alt hans andstreymi. Það varð Jones ofaukið. Hann varð fokreiður. Menn höfðu haft hann að leiksoppi, alt og allir snerust móti honum. Jæja, eina ráðið var að taka á móti. Hann varð að hefja sóknina í stað þess að vera altaf á flótta, hvað sem hann fengi fyrir það. Honum mátti standa á sama. Hinu megin í götunni skreiddist vagn. Hestarnir virtust dáleiddir eins og alt annað. “Eg skal lúskra þeim,” æpti Jones og þaut yfir götuna. Hann stansaði vagninn. “Varlton höllin!” kallaði hann og hljóp inn í vagninn og skelti hurðinni. Mínútumar liðu seint, loksins náðu þeir höllinni, hann þaut upp tröppumar og hringdi dyrabjöllunni. Þjónn opnaði hurðina. Það var þjónninn, sem hafði hjálpað honum til að fleygja Spencer út. Hann virtist ekkert undr- andi yfir að sjá húsbónda sinn. “Borgið ökumanninum.” “Já, lávarður minn,” svaraði þjónninn. Vegna hinna mörgu og merkilegu æfin- týra sinna hin síðustu dægur, hafði Jones aldrei hugsað um klæðnað sinn, grá veiðihúfa og svört treyja á eiginlega ekki vel saman, en Jones hafði ekki komið það til hugar, og þjónninn, sem tók við húfunni af honum var kurteis, hann tók eins gætilega á húfunni og væri hún dýr- mætasti silkihattur. Jones gekk inn í morgunverðar herbergið. Dauf kaffilykt kom á móti honum þegar hann opnaði hurðina. Enginn þjónn var í herberg- inu, bara einn kvenmaður, sem snæddi þar rólega og las æfisögu Tómasar frá Kampes á milli bitanna. Það var Venefcía Birdbrook. Hún reis til hálfs úr sæti sínu þegar hann kom inn. Er Jones sá Venefcíu var eins og rauðri dulu væri veifað fyrir augum mannýgs nauts. Það var hér um bil eins slæmt, hvað áhrif snerti, og orðið sunnudagur. “Hvað eruð þér að gera hérna?” spurði hann. “En eg þarf svo sem ekki að spyrja að því. Þið settuð mig á geðveikrahæli og nú hafið þið stolið húsinu mínu.” Venefcía var alveg róleg. “Fyrst þér eigið ekki húsið, get eg ekki séð að nærvera mín hér geri yður neitt,” sagði 'hún. “Við þekkjum nú sannleikann. Dr. Simms er kominn á þá skoðun, að þér hafið sagt satt. Þér eruð það, sem þér sögðust vera, maður að nafni Jones. Við héldum að þér væruð brjálað- ur, við vitum nú að þér eruð svikari. Gerið svo vel og hafið yður burtu úr þessu húsi. Annars kalla eg á lögregluna.” Jones var nú ekki framar rauður af reiði. Hatur getur sett að manni kulda, og hann hat- aði Venefcíu og alt, sem henni viðkom, móður hennar, greifafrúna og föðurbróður hennar, hertogann. Hann hataði þau öll af huga og sál, og hafði líka fulla ástæðu til þess. Og nú óttað- ist hann ekki framar að verða brjálaður, þótt hann héldi áfram hlutverki sínu sem greifinn af Rocehster. “Ekki veit eg neitt hvað þú ert að þvæla,” sagði hann. “Áttu við spaugið, sem eg var að hrekkja yður með? Eg er greifinn af Rochest- er, hús þetta er xrtín eign, og nú bið eg þig að hafa þig burtu úr því. Segðu ekki neitt. Eg veit hvað þú ætlar að segja. Þú og fjölskyldan ætlar að gera þetta og hitt. En eg skal segja ykkur að þið getið ekki gert neitt. Jafnvel þótt eg væri svikari, þá þyrðuð þið það ekki. Fötin ykkar eru alt of skitin til að þið vogið ykkur að þvo þau svo allir sjái. En setjum svo að eg væri svikari. Hver getur staðhæft, að eg hafi ekki komið fram sem heiðarlegur maður? Stóreignir hefir eg unnið inn aftur. Tók eg hagnaðinn og fór leiðar minnar? Opiníberaði eg nokkuð? Sverti eg orðsfcír ykkar? Þið getið ekki gert neitt og vitið það vel. Þið þorið ekki að segja þjónunum hérna það, sem komið hefir fyrir. Þjónninn, sem opnaði fyrir mér varð ekkert undrandi. Séuð þér nú búnar með morgun- verðinn yðar, gerið þá svo vel og farið héðan burtu.” Venefcía reis úr sæti sínu og tók bókina. “Húsið yðar!” sagði hún. “Já, húsið mitt. Frá þessum degi verður það húsið mitt. Á morgun skal eg ná mér í lögmann og skal sjá til að þið fáið makleg mála- gjöld fyrir athæfi ykkar. Þið skuluð biðja mig fyrirgefningar, annars dreg eg ykkur fyrir lög og dóm.” Jones vissi ekki hvað hann átti að segja. “Fyrir að þið gáfuð mér inn svefnmeðal.” Hann mundi eftir veðurspámanninum. “Til þess að ná í miljónina.” Hann gekk að bjöllunni og hringdi. “Við skulum ekki rífast í áheym þjón- anna,” sagði Venetía áköf. “Gerið svo vel og hafið yður héðan í burtu,” sagði Jones, “annars skal eg gefa yður þá ráðn- ingu, sem þér gleymið aldrei.” Þjónn kom inn. “Sendið Church inn,” sagði Jones. Hann hristist eins og óður hundur. Hann hafði nú atriðin í hendi sér. Hann hafði sagt sögu sína og breytt eins og heiðar- legur maður, og flónin höfðu ekki trúað hon- um, og þau höfðu gefið honum inn svæfilyf. Nú vissu þau alt en voguðu ekki að gera neitt. Mul- hausen, kolanáman, Plinlimon bréfin, fortíð Rochesters, alt voru þetta vtíggirðingar, sem gerðu aðstöðu hans ósigrandi — að maður tal- aði nú ekki um sjálfsmorð Roöhesters. Óttinn við almennings álitið lét þau halda sér í skefjum. Þau gátu farið til Ameríku og fundið út að maður að nafni Jones, er líktist greifanum af Rochester, hefði átt heima í Fíla- delfíu. Þau gátu auk þess farið til Savoy og fengið sönnun fyrir því, að þar hefði búið mað- ur nauðalíkur greifanum af Rodhester. Þau gátu lagt fram fötin, sem hann kom heim í þá um kvöldið. Og hvað svo? Til hvers mundi alt þetta leiða? Málaferlis. Þau gátu ekki látið handtaka hann sem svikara, fyr en þau höfðu sannað að hann væri það, en til þess að sanna það, urðu þau að sýna almenningi fjölskyldu leyndarmál sín. Ohurch kom inn. “Church,” sagði Jones. “Eg lék svoiítið á fjölskylduna mnía. Dað nokkurn hitti eg á Savoy gistihúsinu mann, sem hét Jones. Við vorum nauðalíkir, og þarf ekki að útskýra það nánar, en til að spauga svoltíið sagði eg fjöl- skyldu minni, að eg væri þessi Jones. Þau héldu að eg væri orðinn brjálaður, kölluðu á tvo lækna gáfu mér svefnmeðal og óku mér svo á geð- veikrahæli. Eg strauk og hér er eg nú kominn. Hvernig iíst yður nú á þetta?” “Já, lávarður minn,” sagði Church, “ef eg mætti gerast svo djarfur og segja meiningu rnína, þá getur það verið talsvert hættulegt að hrekkja fólk á þennan hátt. Longworthy kom hingað-----” “Hefir hann komið hingað?” “Hann kom í gærkveldi til að fá skýringu yðar á símskeyti, sem hann sagði að þér hefðuð sent sér að gamni yðar, og hefði narrað sig til að fara til Cumiberland.” “Eg skal aldrei framar gera að gamni miínu,” sagði Jones. “Látið þá nú færa mér morgunverðinn. Og heyrið mig nú Church. Eg hefi beðið hana systur rnína að fara í burtu úr húsinu. Eg vil ekki hafa hana hér framar. Sjáið til að flutningurinn hennar sé fluttur út tafarlaust.” “Já, lávarður minn.” “Og eitt til. Látið engan koma hingað inn, hvorki Longworthy né neinn annan. Eg vil hafa hér ró og næði. Já, vel á minst sendið eftir leiguvagni og látið mig svo vita þegar systir mín fer.” Er Jones sat að morgunverði, kom Church og sagði að nú væri Miss Birdbrook að fara. Jones gekk út í forstofuna til að vera viss um það af eigin reynd. Venefcía hafði með sér veski og handtösku og ekkert annað. Þetta var borið út í vagninn. Hún lét ekki tilfinningar sínar í Ijósi með einu orði. Óttinn við að þjónarnir heyrðu, hélt henni í skefjum. 31. Kap. — Hann finnur sjálfan sig. Klukkan níu þá um kvöldið sat Jones í reykingaherberginu. Hann hafði lagt mikilvægt starf í hendur Churdhs, svo þýðingarmikið var erindið að öll hans framfcíð hvíldist á því. Ef lesarinn rennir huganum yfir atriðin, sem fyrir hann höfðu komið eins og hann sjálfur gerði, er auðvelt að sjá að frjáls vilji hans hafði æfcíð lotið í lægra haldi fyrir kringumstæðun- um, og höfðu hvað, sem hann óskaði, ákveðið að gera úr honum lávarð. Ekki er það löngun mín að varpa skugga á tilgang og hvatir nokkurs manns. En eg segi bara þetta, að hafi forlögin ákveðið að gera lá- varð úr manni, er það tilgangslaust fyrir hann að spyrna móti broddunum. Klukkan hálf niu var barið að dyrum. Churoh opnaði hurðina, og inn gekk Teresa, greifafrú af Rodhester. Jones reis úr sæti sínu, Chureh lokaði hurð- inni á eftir sér og þau stóðu nú hvort gagnvart öðru. Hún fékk sér ekki sæti en stóð og studdi hendinni á stólbakið. Svipur hennar lýsti ótta og vandræðum, rétt eins og hún hefði vaknað af djúpum svefni og vissi ekki hvar hún væri. Jones skildi hana strax. “Þér hafið getið til hins rétta,” sagði hann. “Þér vitið, að eg er ekki maðurinn yðar.” “Eg vissi það þegar þér sögðuð sögu yðar. Hin héldu að þér væruð brjálaður. Eg vissi að , þér sögðuð satt.” “Og þessvegna hlupuð þér út.” “Já, en hvað óskið þér að segja mér nú?” Eg þarf margt við yður að ræða. Viljið þér ekki fá yður sæti?” Hún settist á stólshomið, spenti greipar og starði á hann með sama hræðslusvipnum. “Eg ætla að segja yður, að eg hefi æfcíð reynt að breyta eins og heiðarlegur maður. Eg sé það á yður, að þér óttist mig einí og eg væri eitfchvert óargadýr. Mig furðar það ekkert. En hlustið nú á mig. Maðurinn yðar notaði sér tvent, fyrst það, að eg var honum svona nauða líkur, því næst að eg var í kröggum, ókunnugur og félaus í London. Eg er ekki vanur að drekka mikið, en það kvöld gerði eg það. Það notaði hann sér og sendi mig heim til sín í sinn stað. Og nú ætla eg að segja dálítið sem er ljótt að segja. Annað eins og það gerir enginn dreng- skapar maður.” Teresa skalf þar, sem hún sat á stólhominu. “Andstyggilegt finst mér að tala illa um dauðann mann”, sagði Jones. “En eg neyðist til að segja sannleikann. Þér verðið að sjá hann eins og hann var.” Hann gekk að skrifborðinu og tók út fáein bréf. Hann rétti henni eitt þeirra. Hún las. “Haldið við hlutverkið — ef þér getið. Þá munuð þér skilja hversvegna eg get það ekki lengur. Roohester”. “Þetta er rifchönd mannsins yðai:?” “Já.” “íhugið nú hvað þetta þýðir fyrir yður. Hann sendi mig, bráðókunnugan mann heim í hús sitt án þess að hugsa um yður.” Hún hélt niðri í sér andanum. “Eg fyrir mitt leyti,” sagði Jones, “hefi frá því er eg sá yður fyrst hugsað um velferð yðar. Eg sagði sögu mlína yðar vegna, til þess að alt kæmi í ljós, og á þakkaskyni senda þeir mig á geðveikrahæli. Eg slapp þaðan og til þess að segja yður þetta er eg nú hingað kominn. Hefi eg nokkra gleði af að opinibera lyndiseinkunn manns yðar- Eg vildi heldur höggva af mér hægri hendina, en það mundi ekkert hjálpa yður. Þér verðið að fá að vita alt, annars kemsl eg aldrei úr þessu öngþveiti. Hann rétti henni Plinlimon bréfin. •Hún las þau vandlega. Jones sat og beið. “Þau em rituð fyrir tveimur ámm síðan,” sagði hún dauflega og braut saman bréfin. “Það var bara einu ári eftir að við giftustum. Hljómurinn í röddinni olli því, að þegar hún rétti honum bréfin vom augu hans full af támm. Án þess að mæla neitt lagði hann bréfin niður í skrifborðið. Honum fanst að hann hefði ennþá einu sinni slegið einhvern saklausan þungu höggi. Svo kom hann til baka. > “Þér sjáið nú hvernig hagur okkar beggja er. Til að sanna dauða manns yðar verð eg að segja alla sögu mlína. Það gerir mér ekki mikið til, því eg hefi ekkert ilt gert, en fyrir yður væri það alt annað en skemtilegt. Sjálfsmorð hans, ódrengskapur hans að senda mig heim til sín, alt saman mundi svívirða yður hvað eftir annað. Og Htið nú á hvernig þér eruð staddar — ekki veit eg hvað við getum gert. Fari eg til Bandaríkjanna, þá emð þér eins og yfirgefin kona, en verði eg hér og held áfram að vera greifi af Rochester emð þér bundnar við skugga.” Hann gekk fram og aftur um gólfið lofcinn i og áhyggjufullur og reyndi að ráða fram úr þessu. Hún sat þar og horfði á hann. “Hvað er léttast fyrir yður?” spurði hún. “Ó, mig!” svaraði hann. “Eg er ekkert að hugsa um mig. Eg gæti farið. En hér er ekki um mig að ræða. Mér em margar leiðir opnar, og allar hægar, en þegar þér komið til greina, þá er engin þeirra það. Haldið þér að það hafi verið auðvelt fyrir mig að fara þarna um kvöld- ið og láta yður sitja og bíða eftir mér? Þér hafið hlotið að halda að eg væri þorpari. Nei, það var alls ekki létt.” Alt að þessu hafði hún sitið róleg, nú fór hún að gráta. “Æ”, sagði hún grátandi. “Því emð þér ekki hann! Hefði hann bara verið þér. Hann hirti ekki um mig, og samt elskaði eg hann — yður — yður.” “Og eg hirði ekki um neinn í öllum heim- inum nema yður,” svaraði hann. Hún sneri sér undan og titraði eins og hfcísla. “Það er ógæfa mín,” sagði hann. “Eg get ekki farið án þess að valda yður smánar og mér sjálfum til sorgar. En mig furðar hreint ekkert á að þér hatið mig.” Hún leit á hann, andlit hennar var vott af tárum og blóðrjótt. “Eg hata yður ekki,” sagði hún. “Þér emð eini maðurinn, sem eg hefi hitt á æfinni, sem ekki er eigingjarn.” “En eg er eigingjarn,” sagði hann. “Það er vegna þess að eg elska yður, að eg hugsa fremur um yður en sjálfan mig, og eg elska yður vegna þess að þér eruð góðar og sannar. Væmð þér öðruvísi en þór emð, þá hirti eg ekki svo mikið um þetta. En þér emð sú, sem þér eruð, og í því felast örðugleikarnir. Eg vissi aldrei fyrri að svona væri hugur minni í yðar garð. 1 fyrra dag þegar eg var á hælinu og næstu nótt hugs- aði eg ekkert um yður. Eg kom hingað í dag vegna þess að eg var peningalaus. Eg var svo reiður yfir því öllu, að eg ákvað að vera Ro- chester alla æfi. En svo fór eg að hugsa um yður, og sendi Ohurch til að biðja yður um að koma hingað. Eg hefði alveg eins getað látið það ógert.” “Ekki veit eg það,” sagði hún. Hann leit á hana. Hún leit niður fyrir sig. Á næsta augnabliki hafði hann kropið niður fyrir framan hana og tekið hendi hennar. — Stundarkom sögðu þau ekki neitt. Svo tók hann til máls eins og hann væri að svara spurn- ingu. “Við gætum gifst — og eg hefi ekkert á móti þvlí að vera greifi af Rochester. Stundum hélt eg að eg væri að verða ruglaður, en nú þegar þú þekkir sannleikann, get eg vel leikið hlutverkið. Fólk getur látið gifta sig aftur en auðvitað verður það að vera í kyrþey — eg hugsa að yður geti aldrei þótt vænt um mig — en samt gæti það kanske komið fyrir. Þykir vður svolítið vænt um mig, sjálfs míns vegna? Eg er víst hálf ruglaður, en segið mér hvenær það var sem yður fór að verða hlýtt til mín vegna mín sjálfs?” “Ef mér þykir minstu vitund vænt um yður,” svaraði hún með óskýrri rödd, “þá var það þama um kvöldið — þegar — þeggr þér slóuð —” “Rússann, en þá hélduð þér að eg væri hann.” “Kanske,” svaraði hún eins og dfeymandi, “en mér sýndist þetta vera svo óMkt honum — skiljið þér mig?” “Eg veit það ekki, eg veit ekkert nema að eg hefi öðlast yður, og skil það heldur ekki.” “Góða nótt,” sagði hún loksins. Hún var tilbúin að fara. “Fjölskyldan þekkir hið sanna í málinu — eða halda að þau þekki það. En það er eins og þú segir, þau geta ekkert gert. Hvernig heldur þú að þeim verði innanbrjósts er eg segi þeim, að við höfum orðið sátt á ný! Þegar eg stend með þér geta þau alls ekkert gert.” “Til allrar hamingju eru engin lög til, sem banna giftu fólki að gifta sig á ný. Hinir góðu gömlu löggjafar Englands hafa víst hugsað, að maður, sem gengið hefir í hjónaband fari ekki til að rifja upp athöfnina á ný með sömu brúð- urinni, svo að þeim datt aldrei í hug að banna það.” ★ ★ ★ Alt þetta skeði fyrir nokkmm árum síðan. Og síðan það skeði hafa fáeinars snjallar og viturlegar ræður verið fluttar á efrimálstof- unni. Það er einkennilegt, en samt ekki ein- kennilegra, en andlitið á greiffrúnni af Ro- chester, er hún situr í næði og les alt hrósið, sem blöðin hlaða á son hennar. -----E N D I R --------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.