Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. JANÚAR 194S NÝJAR LEIÐIR “Ágætt! Fyrirtak! Eg er einn af vaxandi fjölda manna hér í Texas, er mundu vera þessu hjartanléga samþykkir. Við neitum því ekki, að möguleikar geta falist í landi og nautum, sem okkur hefir aldrei dreymt um hingað til. Þeir menn, sem vinna vel í Texas nú verða auðugir — eins ríkir og þeir óska sér. En við getum ekki alt af klifrað upp á húsþökin, og hrópað ráð okkar og fyrirætlanir út yfir alla jörðina, eða framkvæmdir þeirra. Af þessari ástæðu geta hinir og aðrir misskilið Mr. Rudabough og hans líka. Þú veist þetta vel?” “Já, auðvitað. Eg veit hvernig Mr. Ruda- hough vinnur sjálfur — ætíð er hann ákveðinn, aldrei segir hann mikið um fyrirætlanir sínar. Vinum hans svíður sárt þær ásakanir, sem sér- stakur flokkur fellir á hann og verk hans.” “Já, hann hefir ástæðu til að vera gætinn En hvað sem því líður, ef Mr. Rudabough, ekki sem ríkisgjaldkeri, heldur sem forseti lands og griparæktunarfélags, óskar að ráðfæra sig við þann mann, sem var vitni að handtöku hans í fyrrdag, er hann var að gera gangskör að sér- stökum landseðlum, þá er þessi maður viljugur til að tala við hann np. Við gætum kanske kom- ist að því, að þetta gæti orðið okkur báðum hagkvæmt. Allir hér í Austen gætu gert margt verra en stofna til vináttu við ökkur í Gonzales.” Hann benti brosandi á vopn sín. “Eg er ekki alveg aleinn, við gætum talað saman undir hvíta fánanum. Vilji hann vera Vinur minn, gæti eg kanske gert honum greiða.” “Jæja þá, McMasters, fyrst þú virðist bjóða hjálp þína í þessum mjög leiðinlega misskiln- ingi, sem risið hefir, get eg víst sagt þér hvar hann er. Hann fór norður í áttina til Brazos fljótsins. Hann er þar að gæta að einkahags- munum sínum.” “Svo hann liggur fyrir hinni stóru hjörð frá Sólbakka? Hvar eru tjaldstaðir hans?” Maðurinn við skrifborðið varð órólegur; en svaraði þó loksins hikandi. Jæja, eg mundi fara stíginn, sem liggur í hánorður frá San Marcos, ef eg vildi finna hann. Eg hugsa, að tjaldstaður hans sé hálf annars dagsferð í norð- ur þaðan — þrjátíu til fimtíu raílur á leiðinni til þorpsins Worth.” ' “Veist þú hvar hjörðin er? Mr. Rudabough leit svo á, að þetta ferðalag væri mjög mikið flan í ranga átt; já, varasamt og ískyggilegt ferðalag fyrir ríkið, eins og nú standa sakir. Þú veist líklega ekki hvar hjörðin er nú?” “Jú, það veit eg. Eg er rétt nýkominn þaðan. Hún hefir tafist fáeina daga hérna vestur af. Þeir fara kanske yfir Colorado í dag. Þú heldur þá að eg muni finna Mr. Rudabough talsvert fyrir framan hjörðina?” • “En þú sagðir mér ekki hvar landseðlarnir eru”. Andlit mannsins varð blóðrautt, er hann sá að hann hafði látið bera á áfergju sinni. “Þú og eg ættum ekkert að vita um þessa kistu,” svaraði McMasters hægt, “eða ættum við að gera það? En við vitum það nú samt sem áður. Jæja, þegar við finnum T.L. hjörð- ina, erum við ekki langt frá að finna kistuna. Og bankaseðlar stíga í verði, er ekki svo? Ó eg get líka sagt þér þetta, vinur minn. Eg veit um hinn stóra félagsskap Rudaboughs, sem er að reyna að ná tökum á landinu hér vestur af brúninni af Llano Estacado öræfunum — þú skilur? Nú, eg sé ekki, að þú eða eg þurfum að leyna hvor annan neinu. Eg veit líka um athafnir, sem valda því, að næstum allir gripir á Mið-Texas eru komnir lengst vestur. Eg veit um heilmargt. Jæja, heldur þú að það sé nú óhætt að treysta mér? Og heldur þú ekki að stjórnin gæti gert margt verra en að vera vin- gjamleg við okkur í Gonzales og Uvalde?” Hinn eins og jafnaði sig með því að stynja við, og lýsti stunan gremju og tortrygni, en hann reyndi að slá á spaug. “Þetta er nú í fyrsta skifti, sem við höfum sést. Ekki veit eg hvort eg vildi treysta þér til að sjá fyrir ráði mínu, en hinu trúi eg vel, að þú sjáir vel fyrir þínu ráði.” “Það hefi eg ætíð gert,” svaraði McMasters ákveðinn. “Þess vegna er eg hingað kominn. Eg legg því til að þú og eg höldum þing og ráðum ráðum okkar.” Er McMasters reið hesti sínum gegn um hina löngu götu í Austen, leit hann hvorki til hægri né vinstri, þótt hann vissi vel hvílíka eftirtekt hann vakti hjá fólki í dyrum og glugg- um. Frægð hans hafði borist langt út fyrir tak- mörk hans eigin sýslu. Enginn hafði samt búist vði að sjá hann í Austen — þvert á móti. En eins og maður einn sagði við nágranna sinn, gat maður ætíð búist við að McMasters gerði eitthvað, sem enginn hafði búist við að hann mundi gera. 15. Kapítuli. Hin breytta og aukna hjörð frá Sólbakka hélt stöðugt í norður, eins og hún væri rekin áfram leyndu afli jarðarinnar sjálfrar. Það þurfti næstum viku til að skifta báðum hjörð- unum, og smala þeim saman á ný. Það er mikill munur að höndla þung markaðsnaut á bersvæði eða eiga við kálfa og ungviði í rennu. Þegar starfinu var lokið, voru hestarnir útslitnir, og hjarðmennirnir ennþá orðfærri en áður. En þeir gátu nú með sigurhrósi horft á hjörð, sem í voru meira en fjögur þúsund nautgripir, vel á sig komnir og á bezta aldri, og hefðu glatt hjarta hvers nautaræktunarmanns, jafnvel á þeim tímum. Með hverjum deginum, sem leið, vöndust gripimir betur og betur rekstrinum. 1 dögun- ina bitu þeir ekkert, en að klukkustundu lið- inni gengu þeir bítandi án þess að vera hvattir til þess. Öll hjörðin var stundum dreifð yfir svæði, sem var míla á lengd og mílufjórðungur á breidd. Þegar miðdagshvíld var haldin bitu gripirnir vel, og á þessum slóðum fengu þeir vatn tvisvar til þrisvar á dag. Þeir þyngdust því fremur en að leggja af. “Hefir enginn ykkar heyrt hversu langt er til Abilene?” spurði Nabours Dalhart, ný- komna manninn. “Það hlýtur að vera að minsta kosti þús- und mílur,” svaraði hinn gíðarnefndi. “Vona að það verði svona alla leiðina — nóg af grasi og vatni. Við höfum losnað við það ennþá sem komið er að leita eftir vatni. Þú ættir að sjá Llano öræfin! Einu sinni rákum við hjörðina í tvo daga, svo að tungurnar héngu út úr skepn- unum af þorsta. “Vatn! Þegar við komum til Colorado fljótsins virtist okkur að við hefðum nóg af vatni. Á þurka árum getur hestur vaðið yfir hana, en við urðum að sundríða hana eitthvað hundrað og fimtíu álna langan spotta! Mér þótti vænt um að geta sett vagnana yfir á ferj- unni.” “Uhú, það er nú ekki alt búið þar með — Brazos áin er alveg eins, og við verðum hepnir ef við verðum ekki að sundríða einn mílufjórð- ung, og svo er sú rauða alveg eins stór. Þar næst kemur Washita, mjó en djúp. Eg hefi aldrei talað við neinn, sem hefir komið norður fyrir land Ohickasaw Indíánanna. Við fáum víst oft, að væta soðlana okkar. Þeir gripir, sem drukna ekki, týnast ekki á nóttunum og Indíánarnir stela ekki, verður það, sem við höf- um til að selja. Fjögra þúsunda hjörð er stór í meðferðum — alt of stór — en nógu lengi hefi eg átt við nautarekstur til að vita, að bezt er að taka marga þegar tækifærið gefst.” , Eftir að hafa farið yfir Colorado fljótið, sem var fyrsta óbrúaða vatnfallið, fóru þeir yfir land, sem var tiltölulega nýtt, þótt því væri skift niður í sveitir. Fyrstu innflytjendumir settust að syðst og vestast í ríkinu. Þess lengra sem norður dró, þeim mun dreifðari urðu bygð- irnar, og var þetta ólþekt land jafnvel þeim, sem bjuggu í ríkinu. Ekkert landabréf hafði verið gert af þessu svæði, heldur ekki* af landi Indíánanna fyrir norðan það. Þessi mikla hjörð, sem var hin fyrsta svo langt að sunnan, hélt áfram dag eftir dag aldrei aftur á bak. Smá þorpin á þessari leið voru stórbæir þegar litið var á auðnina sem þeir stóðu á. Worth vígið hafði hundrað íbúa en var stór bær, í ríki, sem ekki hafði hundrað mílur af járnbraut, og ekk- ert útlit fyrir varanlegan markað fyrir fram- leiðslu sína — nautgripi. Þeir fóru áfram með hjörðina yfir margar smá ár, án þess að vita í rauninni hvað þeir voru að fara, í barnslegu trúnaðartrausti héldu þeir í norður. Grasið var nægilegt og lækjar- farvegirnir fullir, svo ferðin gekk vel. Hjörðin gerði breiða slóð, sem auðvelt var að fylgja. Nabours þekti og vel inn á þetta, til að reka of hart á eftir skepnunum á svona langferð, en stöðugt kvartaði hann um hvað ferðin gengi seint. “Þetta er gott land,” játaði hann fyrir Del Williams; “get ekki kvartað undan því, gott gras, nóg vatn. En aldrei vissi eg að Texas væri svona stórt. Nú er komið fram í maí og þegar við komöm til Brazos fljótsins erum við bara komnir hundrað og fimtíu mlílur að heiman. Við þurfum að minsta kosti hundrað og fimtíu ár að komast til Abilene, ef slíkur staður er til, sem eg efast um. Enginn veit neitt og enginn hefir farið þetta. Við komum að hinni rauðu þegar hún er sem mest. “Við erum ekki komnir svo langt ennþá,” svaraði Dalhart góðlátlega. “Við druknum kanske allir á Brazos, og ef við gerum það þurfum við ekki að kvíða fyrir Rauðánni.” Ennþá höfðu þeir ekki mist alt samband við nýbygðimar. Oft fóm þeir yfir séreignir, stóra haga; við og við komu þeir á daufa slóð, sem lá norður. Fingur forsjónarinnar benti ætíð í norður, en ekki í vestur fyrir ríkið. Eng- inn raunverulegur vegur var þar til, né nein girðing og brýr voru eigi í þá daga álitnar nauð- synlegar fyrir ferðafólk. Og er þeir komu niður að hinu volduga Brazos fljóti, sem eins og allar aðrar ár í þessum hluta ríkisins, átti upptök síh á 'hinum ókönnuðu Llano öræfum austanverð- um, fann Nabours, sér til hugarhægðar, tvo illa gerða báta, er hann hugðist geta bundið saman og þannig ferjað hinar þunglamalegu kerrur yfir fljótið. Gripirnir urðu auðvitað að synda, og dugnaður formannsins kom aftur í ljós. “Við skulum fara yfir fljótið meðan okkur er hlýtt. Sé skepna heit, fer hún fúsari út í vatnið,” sagði hann við menn sína er þeir sátu kring um eldinn. “Sé þeim kalt fara þeir að hugsa um heimili sitt og hana mömmu sína. Við látum gripina hvílast hér langt fram á dag. Bakkinn er hærri að sunnanverðu, svo auðvelt verður að koma þeim út í. Eg hugsa að þeir iþurfi ekki að synda lengra en tvö hundruð fet.” Dómgreind hans, jafn óreyndur og hann var, reyndist góð. Skepnurnar, sem voru heit- ar, gengu fúslega út í vatnið, og leiddar af Wil- liams og Dalhart og reknar af hinum mönnun- um, lögðu þær yfir fljótið. Hestarnir voru komnir á undan, þvtí að þeir syntu betur og eru hugaðri en nautin þegar langt þarf að synda. Hinir stóru uxar sem höfðu forustuna, óðu iþegar út í á eftir hestunum. Lestin sveigði undan straumnum en brátt náðu skepnurnar niðri og tóku nú að klifra upp hinn bakkann. Yfirferðin gekk viðstöðulaust og án þess að nokkur skepna tapaðist. Allir reiðhestamir, að Blancocita meðtöld- um, urðu að synda og uxarnir, sem drógu kerr- urnar. Eigandi hjarðarinnar beið þolinmóð eft- ir að röðin kæmi að sér. Aníta gamla signdi sig í eina tvo táma áður en ferðin yfir ána hófst. Milly létti á skapinu með því að barma sér óskaplega. “Hversvegna komum við hingað?’* veinaði hún. “Allir ættingjar miínir voru skírarar, og það er eg líka, en eg var skírð einu sinni og Iþað er nóg. Mig langar helst til að snúa við og fara heim.” “Nei, það getur þú ekki,” sagði formaður- inn, sem ásamt duglegustu mönnum sínum var kominn yfir um aftur til að sjá um ferjuna. “Þið Aníta getið setið í sætunum. Miss Taisía getur gætt að ykkur. Ef þú druknar, getum við fengið nóg af betri eldabuskum, svo þú þarft ekki að vera að fást um það. Fljótir þú af sætinu, þarftu ekkert að vera hrædd, þú getur ekki sokkið. Aníta er í miklu meiri hættu stödd. Hún er ekkert nema beinin og bjórinn. Sittu nú á miðju sætinu og lestu bænirnar þín- ar eins og hún Anáta gerir.” Háttemi hans stafaði af hinu einkennilega í vantrausti Texas-búa á bátum en trú á hestum. En það bar einnig vott um ráðsnild frumbyggj- ans að bjargast við þau litlu efni, sem fyrir hendi voru. Það var enginn vandi að binda hina tvo flatbotna, breiðu báta saman hlið við hlið, og leggja á þá pall úr renglum. Ofan á pallinn rendu þeir báðum kerrunum, en nú var að koma flotanum yfir fljótið, og enginn þama þekti inn á segl, stjaka né árar. Og loks urðu þeir að leita til þess afls, sem þeir höfðu, hests- ins, að koma flotanum yfir. Nabours batt hjólin föst niður á flekann. Því næst sótti hann langa stöng, eittvað þrjátíu feta langa. Hann söng og blístraði meðan hann var að þessu, og svaraði engum spurningum. Hann lagði svo stöngina þversum yfir fremri kerruna og batt hana fasta. Endarnir stóðu langt út af báðu megin. “Nú hefi eg gufuibát,” sagði hann við félaga sína, “en eg hefi engin hliðarhjól. Dalhart og Del, ríðið þið út í fljótið; þið getið verið hjólin. Þegar þið komið að endanum á stönginni, þá bindið nefið á söðlunum ykkar. Þið getið sjálf- ir synt til baka. Hestamir geta ekki sokkið, þótt þeir vildu, og þá sjá þeir aðeins eina leið til að bjarga sér. Þeir synda yfir að ströndinni hinu megin.” Án þess að bera neitt á móti þessu, gerðu mennirnir eins og þeim var sagt, og fóm síðan af hestunum og upp í bátinn, sem enniþá lá við bakkann. Hestarnir stóðu í kvið í vatninu og kölluðu eigendur þeirra óspart á þá. En þegar þessi ófimlegi farkostur komst af stað út í fljótið, reyndist hann vel. Er hestarinr mistu botnsins tóku þeir til sundsins og syntu hraust- léga. Hvert sem það var nú eðlisihvöt þeirra eða skynsemi, þá syntu þier móti straumnum og komust heilu og höldnu yfir fljótið. Hlægjandi og hrópandi sundriðu nú hinir mennirnir fljót- ið. Ferðin yfir það gekk svo vel, að jafnvel Taisía gleymdi hræðslu sinni. “Þetta er auðvelt,” sagði Jim yfirlætis- laust, þegar menn hans hrósuðu honum. “Ef við hefðum ekki kvenfólkið með okkur gætum við sloppið við þetta ómak. Maður getur ekki bjargast af án hests, getur hann það? Það er ekkert sem hestur og snara getur ekki gert. Hesturinn minn synti tvisvar með yfir, og hnakkurinn minn varð ekki blautur upp fyrir ístaðsólamar. Ekkert er eins ábyggilegt og góður hestur, Miss Taisía.” “Nú getið þið piltar farið og litið eftir hjörðinni. Hún er dreifð og tilbúin að halda áfram. Þetta var gott ráð, við áum fjórum eða fimm mílum lengra áfram. Leyfið þeim að kroppa og fá fylli sína, þá er léttara að stjórna þeim. Eg kem bráðum til ykkar.” Hann reið nú í áttina til stúlkunnar, sem var í þungu skapi og sat á hesti sínum þar, sem þau höfðu lent. Andlit hans var þungbúið. “Miss Taisía,” sagði hann, “eg má til að segja þér nokkuð. Við getum ekki haft nema einn formann á þessu ferðalagi. Annaðhvort þig eða mig. Nú erum við ekki nema 30—40 mílur frá Worth víginu. Heldur þú ekki að þú og Del gætuð gift ykkur þar? Og þá getur þú ferðast heim til Sóllbakka. Eg veit ekki hvað kann að bíða okkar. Við höfum tæplega byrjað ferðalagið. Eg er fús til að leggja í hvaða hættu sem(er sjálfur, og eins mennimir og hjörðina — en ekki þig.” “Jim! Ó, Jim!” Hún lagði hendina á hendi hans. “Þú hugsar þó ekki að eg vilji gefast upp nú?” Guð veit að eg hugsa það ekki! En eg vildi bara óska að þú vildir nú gera það.” “Jim, þetta er eina hjörðin, sem Sóllbakki á eftir, og sú fyrsta sem fer út úr Texas. Þetta er mikilvægt fyrirtæki, Jim! Eg held ekki, að eg óttist neitt framar. Það væri ekki réttlátt gagn- vart ykkur hinum, ef eg færi nú að gifta mig og snúa svo heim. Heim?” Hann leit undan. Tárin stóðu í augum stúlkunnar. Hann stundi iþungan, greip í tauma Blancocitos og teymdi hann að vögnunum. “Þú þar, Milly með svarta skírara skinnið, hitaðu nú kaffi handa húsmóður þinni. Sinker getur beðið hér með hestana og síðan getið þið öll fylgst að og náð okkur.” Cinquo Centavos reið strax fram, ófram- færinn og feimnislegur, en frámunalega ham- ingjusamur að vera nefndur sem lífvörður fyrir húsmóður s*ína, sem hann tilbað eins og gyðju. Fáorður, sóibrunninn og tötrum klæddur voru það aðeins stígvélin og reiðtýgin, sem sýndu að hann var einn af hjarðsveinunum — já, einnig fimleiki hans, að fara með hesta. Hesturinn hans fór að prjóna og hlaupa út undan sér þegar Milly klifraði yfir vagnhjólið, enda var það hræðileg sjón. Þótt honum gremdist þetta sat hann þó hestinn. Taisía veifaði hendinni. “Ágætt Cinquo!” sagði hún. “Mér fellur vel að sjá, hve góður reiðmaður þú ert.” Drengurinn brosti. “Það var ekki eg, sem kom honum til að láta svona. Hann gerði það sjálfur. Eg hugsa að það hafi verið þessi sjón að sjá Milly, sem fældi hann. Nú er hann ró- legur á ný.” Hann fór af baki. “Hvernig gengur þér Cinquo? Þú ert alveg eins góður reiðmaður og hinir?” “Eg hefi ekki mist einn einasta hest enn- þá,” sagði hann án nokkurs stærilætis. “Einn þeirra var að hugsa um að strjúka í dag, en eg náði honum. Eg hefi allan hópinn minn. Nú þegar við höfum farið yfir svona mörg fljót, strjúka þeir ekki heim. Hestal eru vitrari en kýr.” “Jim segir að þú vinnir alt of mikið. Hann segir, að það sé ekki nauðsynlegt að vera á ferli alla nóttina, því að hestar halda hópinn. Þú þarft ekki að hafa augun á þeim hverja stund.” “Jú, eg má til með það, Miss Taisía. Þeir sofa ekki eins rólega eins og kýrnar gera. Eg vildi ekki vera nautavörður,” sagði hann hreyk- inn og bætti svo við ákafur: “Þegar við höfum verið á ferðinni tvær eða þrjár vikur, losnum við við að gæta þeirra svona nákvæmlega. Þeir snúa sér ætíð í vindinn þegar þeir bíta. Eg batt bjöllu á hvítu, stóru hryssuna frá Sólbakka. Eg hlusta ætíð á bjölluhljóminn og þá veit eg að þeir eru þar. Svefn? Eg svaf næstum heilan tíma í nótt. Þegar eg heyri ekki bjölluna, vakna eg. Þetta er auðvelt þegar maður skilur hesta. Eg skal ekki missa einn. einasta alla leiðina til Abilene,” sagði hann og roðnaði. “Allir mennirnir mínir eru duglegir, Cni- quo,” svaraði gyðjan hans. “Þeir skilja kýr og þeir skilja hesta.” “Já, Miss Taisía,” svaraði hann og saup hveljur. “Drektu þér nú kaffisopa, Cinquo,” sagði Taisía. “Milly, gefðu Cinquo eitthvað að borða. Hann hefir ekki mist einn einasta hest.” Cinquo varð skrafhreyfnari þegar hann var seztur á jörðina. “Miss Taisía, eru ekki næturnar yndisleg- ar?” sagði hann. “Þær eru svo kyrlátar og heið- ríkar. Stundum ligg eg á jörðinni við hlið hestsins míns. Um miðnætti 'heyri eg bjölluna og þá heyri eg hestana, sem næstir eru mása, þegar magar þeirra eru fullir og þeir eru á- nægðir. Þá finst mér öll tilveran vera svo ham- ingjusöm. Og stjörnumar eru svo fallegar, Miss Taisía! Finst þér það ekki líka? Þær eru eins og úr gleri. Guð hefir víst brotið rúðu og fleygt öllum brotunum upp í himininn og þar sitja þau föst, og skín(a eins og þau séu blaut.” “Já, Cinquo. Þú hefir þá veitt stjörnunum eftirtekt?” “Þá gerir þú það Hka!” sagði drengurinn himin lifandi glaður og augu hans tindruðu. Hann var í sannleika riddarinn hennar. Þannig vakti hann á nóttunni, fullur af lotningu og að- dáun.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.