Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. JANÚAR 1948 5. SIÐA SKRAUTRITAÐ SKJAL útbúið af samsætisnefndinni á áttugasta afmæli Dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannes- sonar Sigurður Júlíus Jóhannesson læknir og Frú Halldóra Þorbergsdóttir Áttatíu ár er meira en meðal manns æfi að árum til, því ald- urstakmarki hefur þú, Sigurð- ur Júlíus Jóhannesson, náð í dag. En það er þó ekkj árafjöld- inn sem mestu varðar í lífi manna, hvorki í þínu né annara, heldur það, hvernig að æfidög- Sr. Philip Pétursson afhendir Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni skraut- ritað ávarp frá Þjóðræknisfél. um þeim, sem menn eiga yfir að ráða er varið; hvernig að lífs- kröftunum er beitt í þjónustu samtíðarmannanna, og hve miklu rækt að menn leggja við sinn eiginn sálar og líkams þroska. Það er óþarft að fara mörgum orðum um það mikilvæga lífs- atriði í þínu tilfelli, Sigurður, mannfjöldinn sem hér er sam- an kominn er áhrifameira vitni í þeim efnum en nokkuð það er vér fáum sagt. Hugur samferða- nxanna þinna allra til þín er hlýr og einlægur. Þökk þeirra fyrir sporin mörgu sem þú hefur stig- ið til að hlynna að þeim sem sjúkdómar þjáðu og vonleysið veikti er sönn og fjölskvalaus, því þeir vita að aðalatriðið sem fyrir þér vakir, og hefur ávalt vakað er að líkna í nauð og létta þraut. Og þú skalt vita að það eru fleiri en þeir sem hér eru stadd- ir í kvöld, sem hugsa til þín með hlýjum huga og hjartans þökk. Það gera allir þeir, sem þú hefur létt þrautir og þjáning- ar hvort heldur að þeir eru fjær eða nær. Vér þökkum þátttöku þína, Sigurður, í hinum sérstöku menningarmálum vorum Vest- ur íslendinga sem hefur verið hrein, drengileg og djörf á þeim sviðum, sem þú hefur látið þig varða. Og vér þökkum ljóðin þín un- aðslegu, ljúfu og þýðu. Vér þökkum og þér, frú Hall- dóru, fyrir þátt þann, sem þú átt í hinu góða og göfuga hlut- verki manns þíns. Fyrir heimil- ið friðsama og farsæla, sem þú bjóst honum, þar sem hann á- valt gat notið hvíldar og endur- næringar, hvað þreyttur sem hann var. Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi • Philip M. Pétursson vara forseti H. E. Johnson ritari Almennur ársfundur elliheim- ilisnefndarinnar í Vancouver, verður haldinn þriðjudaginn 20. Jan. n. k. kl. 8 e. h. í Hastings Auditorium, 828 E. Hastings St., Vancouver. * ★ * f Arabellu kvæði sr. H. E. Johnson í síðasta blaði, varð prentvilla í fyrstu hendingu í næst stíðustu vísu; þar stendur: Árin blæða eftir synd, en á að vera: Örin blæða o. s. frv. HEIM SKRINGLA ÞAKKLÆTI Mitt innilegasta þakklæti votta eg fyrir mína eigin hönd, konu minnar og dætra, öllum þeim, sem með nærveru sinni, símskeytum, bréfum, blómum eða á annan hátt tóku þátt í því ágæta samkvæmi, sem okkur var haldið í lútersku kirkjunni í Winnipeg 10. þ. m. í tilefni af því, að eg varð þá áttræður. Sérstaklega þakka eg þeim sem unnu að undinbúningi sam- kvæmisins og stjórnuðu því, að ógleymdum öllum þeim, sem þar komu fram með: ræður, kvæði, söngva og ávörp. Einnig þakka eg innilega hinar miklu gjafir frá Þjóðræknisfélaginu og Good Templara reglunni; og síðast en ekki sízt skrautritað ávarp frá Þjóðræknisfélaginu. Við gleymum aldrei þessu kveldi. Sig. Júl. Jóhannesson Heillaóskaskeyti bárust frá þeim, er hér segir: I. —Frá íslandi; 1. Ríkisstjórn íslands — Stef- án Jóhann Stefánsson, forsætisráðherra. 2. Alþýðusamband Islands. 3. Rarnablaðið Æskan. 4. Bekkjarbræður og samstud- entar. 5. Félag Vestur-lslendinga — Hálfdán Eiríksson, Þórar- inn Viíkingur, Guðni Sig- urðsson, Jakob Jónsson. 6. Fanney, Ingólfur og fjöl- skylda. 7. Jósef Björnsson, Svarfhóli. 8. Lárus Sigurjónsson, Rvík. 9. Magnús V. Jóhannesson, Reykjavík. 10. Stórstúku íslands. II. Þjóðræknisfélagið á íslandi — Sigurgeirs Sigurðssson Ófeigur J. Ófeigsson Henrik Sv. Björnsson Friðrik Hallgrímsson Benedikt Gröndal 12. Frændfólkið í Reykjavík. II—Hér vestra: 1. W. L. Mackenzie King, for- sætisráðherra Canada. 2. Mr. og Mrs. Árni Helgason, Chicago. 3. Mr. og Mrs. Einar Johnson, Steep Rock 4. Guttormur J. Guttormsson, Riverton 5. Guðrún Thorsteinson, Wpg. 6. G. J. Oleson, Glenboro 7. Ingibjörg og Gunnar B. Bjömson, Minneapolis 8. Halldór Hermannsson, New York 9. H. A. Bergman, Winnipeg 10. Ingibjörg Hósíasdóttir, Moz- art 11. J. Ragnar Johnson, Toronto 12. J. T .Thorson, Ottawa 13. Icelandic Lutheran Congre- gation, Vancouver, Sölva- son 14. Lundar og umhverfi — H. E. Johnson, L. Sveinson, V. J. Guttormson, D.'J. Lin- dal, Helga Thorgilson. 5. Lovísa Frímannson Fenton, Struthers, Ohio 6. Liberals, South Centre Win- nipeg — Norman E. Wright, Grace C. Piggot. 7. Mr. og Mrs. Mundi Grímson, Mozart 8. Mr. og Mrs. Ragnar H. Rag- nar, Edinborg 9. Richard Beck, Grand Forks 0. Ralph Mayibank, Ottawa 1. Sigurlína Kjartanson og fjöl- skylda, Washington 2. Stanley Knowles, Ottawa 3. Margrét og Haraldur "Sig- mar, Vancouver 4. Isak og Jakobína Johnson, Seattle 5. Rannveig K. G. Sigbjömson, Leslie 6. Wynyard og umhverfi — H. S. Axford, G. Benediktson Auk þessa fjöldi af heillaóska pjöldum. Til öðlingsins áttræða, dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar Sigurhetjan áttatíu ára, þér yfir skerin lyfti tímans bára í góðravona höfn, þitt glaða sinni greiddi leið að mörgu vinar-kynni. Þín læknishönd var lögð að hjarta sárum, þú leiðst með þeim er grétu sorgar-tárum; þín gleði var að græða þá sem líða en glæða vonir þeim er sjúkir stríða. Að rækta blóm í andans akurlendi var iðja þín með þreyttri kærleiks hendi, og vekja bros á barnsins rósa-vömm en bliíðka þeirra geð með hlýjum svörum. Ellihmmir blessa þig og biðja, að borgist nú þitt kærleiksþel og iðja, þér brosi haust í fögru friðar-skini • » svo farsæld skáldsins gleðji þína vini. Þú áttir leið með öllum sem að stríða upp á við til fegri og sælli tíða, þitt guðsríki var gert af manna höndum í gróðrar-h'fsins fögru drauma-löndum. Þú ert fólksins skáld með eld í æðum, þitt andans stál er hert á sannleiks glæðum; þú geymdir aldrei tál í tildurs orðum, en traust þitt mál, sem spámannanna forðum. Lista-skáldið, íslenzkur í anda, er aldir líða munu ljóð þín standa og geisla fögru vonarljósi á veginn, á vökumannsins brautir sólar megin. Þér lýsi sól í afturelding lífsins eftir skúraföll í hreti kífsins og ehgla hendur breiði blessun sína á brautina við héðangöngu þína. H. E. Johnson FJÆR OG NÆR AFMÆLISKVEÐJA til Dr. Sigurðar Júlíusar J óh annessonar Heill þér áttræðum, Sigurður Júlíus Jóhannesson! Þú hefir borið gæfu til þess að ná háum aldri að ámm, en varðveita jafn- framt æsku andans, sumarið hið innra, hvernig sem viðrað hefir á langri æfileið. Glaðvakandi hefir þú einnig haldið í brjósti þér hugsjónaást þinni og djúp- stæðri samúð með samferða- mönnunum á lífsleiðinni, og með öllum mönnum hvarvetna. Því gengur þú enn beinn í baki og léttur á fæti. Trúin á morgun- roðann hefir haldið þér ungum. Og þessar göfugu lífsskoðanir ^ þínar og djúpa líftrú em skráð-| ar gullnum rúnum í mannúðar-: verkum þínum í læknisstarfinu. I í framsækinni afstöðu þinni til þjóðfélagsmála og margþættri þátttöku þinni í bindindismál- unum og öðmm félagsmálum, sem horfa landslýðnum til bless- unar og bóta. Hvergi eru hug- sjónaást þín, framsóknarandi og mannúð þó ritaðar fegurra letri en í hjartaheitum kvæðum þín- um, faguryrtum og léttstígum, sem klappa'þýtt á vanga, eins og sumariblærinn á æskuárum þín- um heima á ættjörðinni. Kvæðin þín bera því einnig fagurt vitni, að þú berð í brjósti heita ást til hennar og heima- þjóðarinnar, þrátt fyrir að kalla má fimtíu ára fjarvistir; og margvíslegur skerfur þinn til þjóðræknisviðleitninnar vestur hér á rætur gínar í sama jarð- veginum, sonartrygðinni við okkar sameiginlegu móður, ætt- landið. Fyrir trúnaðinn í orði og verki við hugsjónir þínar, sem marg- háttuð nytja-störf þín bera vitni, hyllum við þig á þessum degi, áttræðisafmæli þínu. Hjartans þakkir fyrir það alt, og þá eigi síður hugheilustu þökk fyrir ó- brigðula vináttu, nú ladarfjórð- ungsgamla. Megir þú sem lengst njóta hlýjunnar go birtunnar, sem leikur um þig á heiðursdeg- inum, og megum við sem lengst njóta samfylgdar þinnar! Lifðu heill, áttræði unghugi! Þinn einlægur. Richard Beck Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson og frú 10. janúar 1948 Kaupið Heimskrinjflu Borprið Heimskrinjrlu Við hyllum þig vor mæti íslands mögur, fríá mUnans grunni hljómar vinalag; við áttatíu áramótin fögur þú enn þá stendur hreinn og frjáls i dag. Þinn bróðurandi ör að létta húmi var okkur jafnan bót við mein og stríð, það eðli geislar yfir tímans rúmi með eilíft sigurvald á hverri tíð. Með glaða lund þú gekst að okkar fundum, hvert göfugt mál þér brann í hjartarót, og þó að bitrir byljir mættu stundum þú beygðir ei frá þinni stefnu hót. Þín drenglund var og dáð að réttu metin, en dýpst og bezt þín líkn við sjúkrahag, þó lækki sól og fækki stunda fetin stóð fólk þér aldrei nær en þenna dag. Þitt prúða fljóð, sem húsið bygði heima var heilladísin þín á langri braut, með dygð og trygð, sem góðar konur geyma sem göfug brúður Njáls í hinstu þraut. 1 þökk og ást frá margra vina munni að megi ykkur haustið skína blítt, unz svífur fley að síðstu lendingunni í sæluhöfn að byrja lífið nýtt. M. Markússon Þjóðræknisstarfið Mrs. Hólmfríður Daníelson fór til Gimli, s. 1. mánudag til þess að aðstoða við íslenzku kenslu Þjóðræknisdeildarinnar þar, og halda fund með kennur- unum. Þar sem Mrs. Danielson hefir ferðast fyrir hönd Þjóðræknis- félagsins hefir henni verið tek- ið af einstakri vinsemd og álúð. Segir hún að ekki einungis em- bættismenn og aðrir meðlimir deildanna hafi sýnt áhuga fyrir menningarstarfi því sem Þjóð- ræknisfélagið beitir sér fyrir,i heldur hafi íslendingar yfirleitt látið í ljósi ánægju sína yfir því, og allmargir gefið sig fram til þess að taka þátt í því. Fjórir íslenzku skólar eru nú starfræktir, þar sem tuttugu og þrír kennarar gefa af tíma sín- um og kröftum, og um 250 börn og unglingar eru innritaðir. — Einnig eru tvö stór “Study Groups” (fræðslu félög) starf- andi þar sem fólk kemur saman til þess að kynna sér íslenzkar bókmentir. Er alt útlit fyrir það að fleiri og fleiri muni vilja taka þátt í þessari menningartilraun, og er samskonar starf algengt meðal hérlendra fræðslu félaga, t. d. “The Burns Society” “The Dickens Fellowship” og fl. Ein deild Þjóðræknisfélagsins er að æfa tvo ísl. leiki og er það bæði skemtilegt og uppbyggilegt starf, þar sem það, gefur ungu fólki æfingu í að tala íslenzku um léið og það nýtur tilsagnar í leiklist. Þjóðræknisdeildin “Grund” í Argyle hefir boðið Mrs. Daniel- son að heimsækja bygðina, sitja fund með deildinni á föstudags- kveldið 16. þ. m. og ferðast um meðal bygðarfólks til þep að styrkja starf deildarinnar í þágu íslenzkra menningarmála. ★ * * í bréfi til Jóseps B. Skapta- sonar frá Magnúsi G. Guðlaugs- syni, Clairmont, Alta., getur þess að hann (Magnús) sé að flytja alfarinn vestur til Van- couver. * ★ ★ A musical program put on by the choir under the able direc- tion of Mr. Stefan Solvason, a colossal Home Cooking Sale and Icelandic refreshments for every one will feature-the big Valen- tine Concert and Tea on Wed., Febuary 4th. The Womens Auxiliary of the Icelandic Lutheran Church of Vancouver, purchased a beau- tiful Minchen Electri Organ on Jan. 7, of this year and the pro- ceeds of the concert will go to the Organ fund, Which was founded by Mrs. Jónína Jóhn- stone three years ago. Mrs. John Sigurdson, the pre- sident will open the fete at 7.45 o’clock and the place is the Social hall of the church, corner 19 and Bums. The Tea Convener, Mrs. Jón- ína Johnston, will be assisted by Mrs. Fisher, Mrs. N. Ogg, Mrs. Wm. Mooney, Mrs. R.C. Hughes, Mrs. J. Peterson, Mrs. Brynjólfs- son and Mrs. Mathíason. The Icelandic Meat stall will have Mrs. S. J. Sigmar in charge and those assisting are Mrs. G. Grimson, Mrs. Gunnar Gudman- son, Mrs. H. Sigmar, Mrs. Har- old, Mr. A. Sædal. Candy stall decorated in the valentine motif will be in charge of Mrs. H. Sumarlidason. Cakes, cookies and bread will have Mrs. G. Sanders and Mrs. A. T. Anderson as conveners, with Mrs. G. M. Steinbach, Mrs. H. Ireland, Mrs. S. Solvason and Mrs. J. Jónsson assisting. Mrs. Ivan Hambly will have Charge of the raffle, while Mrs. I. Skordal will sell skyr in con- tainers, assisted by Mrs. Jónína Tucker, Mrs. Oli Bjarnason and Mrs. G. Gunnarson. ★ * * Messur í Nýja Islandi 18. jan. — Riverton, íslenzk messa kl. 2 e. h. B. A. Bj arnason ★ ★ ★ Liðagigt? Gigt? Allskonar gigt? Gigtarverkir? Taugagigt? Bakverkir? Sárir ganglimir, herðar og axlir? Þreyta? Við öllu þessu ættuð þér að taka “Golden HP2 Tablets”, þær bæta yður fljótt. (Ein HP2 Tab- let, fjórum sinnum á dag með heitu vatni). 100 pillur $2.50 í öllum lyfjabúðum. » * * Wedding Invitatlons and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. SYKUR T0MATAR 1270 til 14% sykurefni Fyrstir allra tómata er framleiða þroskaða ávexti Hugsið yður marga sæta tómata ávexti með meiru en 12% sykur. Ekkert líkt þvi nokkru sinni áður.— Veitið athygli fegurð og jafnvægi 1 i m a ivaxtarins, oft tvö fet á lengd. Þær eru smærri en vanalega, an útlitið og sætleik- inn er svo mikill, afi ekkert líkt því hefii áður sézt. Þær halda sér vel og eru fjarska góðar í fína rétti, sal- at, sósur og juice o.s. frv. —ómótstæðileg. Verið fyrstir að ná i )ær. Pantið nú. (Pk. 15$ póstfrítt) FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 36 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið "PKÞ' ♦ COUNTER SALESBOOKS ! Í Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.