Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 7

Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 14. JANÚAR 1948 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA Stefán E. Davidson eirrn af frumherjum í hópi Is lendinga í Selkirk-bæ andaðist að heimili sínu í Selkirk þann 19. des. eftir tveggja ára van- heilsu, og rúmlegu er varði um 5 mánuði. Hann var fæddur að Litlu Varðgjá í Flatey á Skjálf- anda í Suður-Þingeyjarsýslu 22. febr. 1873, sonur hjónanna Ei- ráks Davíðssonar og Helgu Stef- ánsdóttir Jónssonar er síðan varð landnámsmaður hér vestra, og bjó um langa hríð á Jónsnesi í Mikley. Að Stefáni lágu þróttmiklar hagleiksættir. Fjögra ára að aldri kom Stefán með foreldrum sínum til Vesturheims, þau sett- ustu fyrst að í Austur Selkirk, en fluttu síðan til Winnipeg, og þar dvaldi hann ungþroska ár stín. Hann var fermdur af séra Jóni Bjarnasyni. Þann 28. ágúst 1895 kvæntist hann Guðrúnu Elizalbetu Thið- riksson, þau fluttu brátt til Sel- kirk og áttu þar heimili og sam- fylgd í 52 ár. Þau eignuðust 6 börn: Guðbjörg, dó 22 ára gömul. Stefán Emil, bæjarráðsmaður í Selkirk, kv. Lyla Eglin. Sigurlaug (Lillian) heima. Helga, Mrs. James Kinley, Win- uipeg. Björg, Mrs. Allan Hansen, Kee- watin, Ont. Kjartan Isfeld, kv. Irene Cox, í Selkirk. Barnabörnin eru 7 á lifi. — Mrs. Björg Nicholson, Winnipeg, er systir hins látna. Bróðir hans einn er á lífi, á Islandi, til heim- ilis í Flatey á Skjálfanda. Um nokkur fyrstu dvalarár sín í Seikirk starfaði Stefán í annara þágu, en síðar setti hann á stofn tinsmíða verkstofu, er hann starfrækti um 40 ár, og synir hans, er ávalt voru saprverka- menn hans, starfrækja nú. Á fyrri árum starfaði Stefán í Sel- kirk söfnuði, bæði sem kennari í sunnudagaskóla; mun hann hafa verið meðal hinna fyrstu er það starf intu af hendi, einnig starfaði hann í söngflokki safn- aðarins, því hann var maður mjög söngelskur, hafði fajgra tenór rödd; æfilangt hafði hann óþrotlega unirn af músik og söng. Um 4 ára bil átti hann sæti í bæjarstjórn. Árum saman var hann starfsmaður í frímúrara reglunni, Lisgar lodge, er hann var æfifélagi í. Stefán var mik- ill fjör og tilfinningamaður, vel gáfaður, gæddur staðbundnu minni, drenglyndur og einarður. Hugðarefni hans voru víðfeðm og margbreytileg. Hann var ó- venju bókelskur, kunni góð skil á því er hann las. Það varð mér undrunar tilefni hve mikið hann las, þjáður eins og hann oft var síðustu mánuði æfinnar. Með aðdáun og unun las hann íslenzk ljóð fram til hinstu stunda; braut efni og orð til mergjar, var bæði skarpskygn og hrifixm af hugmyndaauð hinna íslenzku skálda og talaði um með hugar- gleði og blossand fjöri. Innilegt kærleiksband tengdi sonu og dætur Davíðsson’s hjón- anna við foreldra og heimili; synir hans voru jafnan sam- verkamenn föður síns, ein dótt- irin var ávalt heima með foreldr- um sínum; dætumar sem í fjar- lægð dvöldu voru eins oft gestir á heimili foreldra sinna eins og kringumstæður leyfðu. Eftir megni hjálpuðust ástvinirnir að því að létta móður sinni og tengdamóður byrði sjúkdómsins, er hún bar með eiginmanni sín- um, með snild og óþrotlegri um- hyggjusemi, eins og hún jafnan hafði hverja lífsbyrði með hon- um borið, á langri samfylgd þeirra. Útförin fór fram frá heimili hins látna og kirkju Selkirk- safnaðar á Þorláksmessu, að miklu fjölmenni viðstöddu. — Prestur ensku kirkjunnar í Sel- kirk, Rev. R. S. Montgomery, tók þátt í athöfninni. Akureyrarblöðin eru vinsam- lega beðin að birta þessa dánar- fregn. S. Ólafsson INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU Reykjavík A ISLANDI ---JBjöm Guðmundsson, Holtsgata 9 Amaranth, Man____ Árnes, Man._ ICANADA -----------Mrs. Marg. Kjartansson Sumarliði J. Kardal, Hnausa, Man. Árborg, Man.......-.....................G. O. Einarsson Baldur, Man.................................O. Anderson Belmont, Man.............—..................G. J. Oleson Bredenbury, Sask__Halldór B. Johnson, Churchbridge, Sask. Churchbridge, Sask--------------------Halldór B. Johnson Cypress River, Man---------------------Guðm. Sveinsson Dafoe, Sask--------------O. O. Magnússon, Wynyard, Sask. Elfros, Sask------------------__Mns. J. H. GÍoodmundson Eriksdale, Man--------------------------Ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.__________Rósm. Árnason, Leslie, Sask. Flin Flon, Man.______________________Magnús Magnússon Foam Lake, Sask. Gimli, Man.... Geysir, Man._ Rósm. Árnason, Leslie, Sask. ---------------------.K. Kjemested ___________________G. B. Jóhannson Glenboro, Man...............................G. J. Oleson Hayland, Man.....—i—....................Sig. E. Helgason Hecla, Man...........................Jóhann K. Johnison Hnausa. Man............................. Gestur S. Vídal Innisfail, Alta________Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Kandahar, Sask___________O. O. Magnússon, V/ynyard, Sask. Keewatin, Ont..........................Bjarni Sveinsson Langruth, Man............................Böðvar Jónsson Leslie, Sask...........................Th. Guðmundsson Lundar, Man.................................D. J. Líndal Markerville, Alta______Ófeigur Sigurðsson, Red Deer, Alta. Morden, Man___________________________Thorst. J. Gísiason Mozart, Sask ............................Thor Ásgeirsson Narrows, Man__________________S. Sigfússon, Oakview, Man. Oak Point, Man.........................Mrs. L. S. Taylor Oakview, Man................................S. Sigfússon Otto, Man.'.______________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Piney, Man..................................JS. V. Eyford Red Deer, Alta........................Ófeigur Sigurðsson Riverton, Man..........................Einar A. Johnson B^ykjavík, Man___________________________Ingim. Ólafsson Selkirk, Man_________________________Mrs. J. E. Erickson Silver Bay, Man...........................Hallur Hallson Steep Rock, Man________________________-...Fred Snædal Stony Hill, Man__________Hjörtur Josephson, Lundar, Man. Swan River, Man______________________Chris Guðmundsson Tantallon, Sask........—................Á.rni S. Árnasoiv Thornhill, Man___________Thorst. J. Gíslason, Morden, Man. Víðir, Man___________________Aug. Einarsson, Árborg, Man. __JMrs. Anna Harvey, 4370 Quebec St. —Ingim. Ólafsson, Reykjavík, Man. Vancouver, B. C. Wapah, Man Winnipeg____S. S. Anderson, 800 Lipton St. Winnipeg, Man. Winnipegosis, Man..........................S. Oliver Wynyard, Sask........................O. O. Magnússon í BANDARÍKJUNUM Bjöm Stevenson, Akra P.O., N. D. _E. J. Breiðfjörð, Upham, N. D. Akra, N. D_________ Bantry, N. Dak----- Bellingham, Wash.__Mrs. Joíhn W. Johnson, 2717 Kulshan St Blaine, Wash.........................Magnús Thordarson Cavalier, N. D__________Björn Stevénson, Akra P.O., N. D. Crystal, N. D__________C. Indriðason, Mountain P-O., N. D. Edinburg, N. D_____ Gardar, N. D_______ _C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Grafton, N. D________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Hallson, N. D__________Björn Stevenson, Akra P.O., N. D. Hensel, N. D_________C. Indriðason, Mountain P.O., N. D. Ivanhoe, Minn_______Miss C. V. Dalmann, Minneota, Minn. Milton, N. Dak..........................S. Goodman Minneota, Minn....................Miss C. V. Dalmann Mountain, N. D_______Ci Indriðason, Mountain P.O., N. D. National City, Calif....John S. Laxdal, 736 E. 24th St. Point Roberts, Wash....................Ásta Norman Seattle, 7 Wash______J. J. Middal, 6522 Dibble Ave., N.W. Upham, N. Dak-------------------------JE. J. Breiðf jörð The Viking Press ,Ltd. Winnipeg, Manitoba HVERNIG RÚSSAR HNUPLUÐU RÁÐANEYTI MINU Frh. frá 3. bls. Kosningar stóðu fyrir dymm, og kommúnistar forðuðust að gjöra nokkuð er gæti orðið til að vekja andúð gegn þeim hjá kjósend- um. Hugmyndin var sú að koma þeirri trú inn hjá fjöldanum, að nú væm Rússar loksins ánægðir og nú gætum við unnið saman. Það minnir á hinn frægu orð Hitlers: “Eg geri engar frekari landakröfur”. Þrír samningar voru gerðir árið 1945, sem höfðu mjög mikil áhrif á forlög Ungverja. Fyrst var vopnahlés sáttmál- inn. Þar var gert ráð fyrir að Ungverjar greiddu $300,000,000 í stríðsskaðabætur. Af þeirri upphæð áttu Rússar að fá tvo þriðju en Yugóslavía og Czekó- slóvakía afganginn. Það var sett upp hin svokallaða “Allied Con- trol Commission”, en í henni áttu sæti fulltrúar Rússa, Breta og Bandaríkjamanna, og þar er að finna þessi örlagaþrungnu orð “Nefndir em undir yfirstjórn rússnesku herstjómarinnar”. Annað var Yalta-sáttmálinn, sem þeir undirrituðu Stalin, Roosevelt og Churchill. Þar var þjóðum eins og Ungverjum á- byrgðstur réttur til að hafa það stjómarfyrirkomulag, sem þær völdu sér sjálfir með frjálsum kosningum. Hinn þriðji, var Potsdam samningurinn. Samkvæifit hon- um fengu Rússar allar eigniri Þjóðverja í Ungverjalandi. Eg held að fulltrúum Breta og Band ar.íkjamanna hafi ekki verið það ljóst, hverskonar vopn þetta gat orðið, og varð, í höndum Rússa, en það varð lyftistöngin, sem þeir notuðu til að ná tangarhaldi á öllu fjármála og viðskitalífi þjóðarinnar. En hverfum nú aftur að und- irbúningi kosninganna. Ungverj ar voru yfirleitt hæst ánægðir yfir því, að frjálsar og óháðar kosningar skyldu fara fram, og það var mikið um fundi og ræfyi- höld. Auðvitað stóðu kommún- istar stómm betur að vígi en hinir flokkamir. Rússar styrktu þá fjárhagslega, létu þeim í té pappír fyrir flugrit og auglýs- ingar, bifreiðar og önnur flutn- ingatæki. Eg og miínir flokks- menn voru raunverulega gang- andi, en við kviðum engu. Nokkmm vikum fyrir kosn- ingarnar fengum við Mr. Tildy orðsendingu frá Voroshlow marskálki, að hitta hann að máli. Hann tók okkur vingjam- lega. Kvaðst vilja vera sátta- semjari milli flokkanna, og stakk upp á því, að flokkamir kæmu sér saman um vissa tölu framhjóðanda fyrir hvem flokk, og sá listi væri svo lagður fram fyrir kjósendur til staðfestingar. Við mölduðum í móinn. Töldum það, að með þeirri aðferð væri kjósendum ekki gefið neitt tæki færi til að velja á milli flokk- anna. Ef samningar tókust milli flokkanna áttum við að fá 40% af þingmönnum. Það tilboð var hækkað upp í 45 % og síðast 47^%, en við neituðum því eins kurteislega og við gátum. Kosningar fóm fram með friði og spekt þ., 4. nóv. Nálega 5 millj., greiddu atkvæði, eða rúmur helmingur þjóðarinnar. Smábændaflokkurinn fékk 57 prósent allra greiddra atkvæða. sem var þrisvar sinnum meira en nokkur hinna. Kommúnistar komu næstir með 17%. Hinir flokkarnir fengu afganginn. Eg hef oft furðað mig á því, að Rússar leyfðu þessum kosn- ingum að fara fram. Sennilega hafa þeir vonað að fylgi komm- únista væri meira en það reynd- ist vera, og annað hitt, að þá stóð til, að utanríkisráðherra fundur yrði haldinn í Moskva mánuði seinna, og talið sér það l’eik á borði, að þessar kosningar færu fram áður. En hitt er víst, að þeir hafa ekki látið neinar frjálsar kosningar fara fram í suðvestur Evrópu síðan. Þrátt fyrir ákveðinn meiri- hluta gengum við inn á að taka helming sæta í ráðaneyti sem stofnað yrði af öllum flokkum. Þetta var í samræmi við Yalta- samningana. Einnig vorum við. hikandi að taka stjórnina í vor- ar hendur, þar sem herstjórnin rússneska gæti gert okkur ó- mögulegt að fara með völd, ef henni sýndist svo. Við kusum Mr. Tildy forsætisráðherra, en eg skyldi vera forseti þingsins. Þegar til þess kom að skifta störfum í ráðuneytinu, heimt- uðu kommúnistar að fá innan- riíkisráðherra embættið — lög- reglan heyrir undir það — en eg krafðist að það kæmi í okkar hlut, þegar meira en vika hafði gengið í þóf um þetta neituðu kommúnistar að taka þátt í stjórnarmyndun, og þar sem auð sætt var, að af því mundi leiða verkfall, kröfugöngur og óeyrðir en friðsamleg viðreisn lá okkur þungt á hjarta, létum við und- an. En á þetta lag var oft gengið síðar. Æsingamaður að nafni Hasklo Rajk, varð innanríkisráðherra. Hann var einn hinna “Stóru Sjö. Eftir þetta var vopnahlé um stund. Við sömdum nýja stjóm- arskrá fyrir lýðveldið og Mr. Tildy var kjörinn forseti lýðræð- isins af þinginu. Hjá oss var það líkt og í Frakklandi, að forseta- embættið er meira form en að því fylgi nein völd. Völdin eru í höndum ráðaneytisins, með forsætisráðherrann í broddi fylk ingar. Mér var boðin forsætis- ráðherra staðan en neitaði því í fyrstu. Vissi að forsætisráð- herran yrði að standa í stöðug- um samningum við Rússa. En foringjar hinna flokkanna, sér- staklega Rakosi, foringi hinna Stóru Sjö, lagði fast að mér að taka stöðuna, svo eg gerð^ það með hálfum huga þó. V araforsætisráðherrar v oru Rekosi og Arpad Sakasito ingi Socíal Demokrata. Hinn sáð- arnefndi var meira undir áhrif- um kommúnista en mig grunaði og varð með tímanum ekkert nema bergmál af Rakosi. Hann lærði brátt slagorð eins og: ískra réttinda”. Frh. Nei, sjáðu, — loftvogin er aðj falla. Nú. Hún hefir sennilega v hengd illa upp. Professional and Business — - Directory °r,TC* Phowi Rca Phoni 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by appointment DR. A. V. JOHNSON DKNTIST tot Somerset Bldg Office 97 932 Res. 202 386 Dr. S. J. Jóhannesson STE. 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Talsími 87 493 VUJtatetíml kl. 3—5 e.h. ANDREWS, ANDREWS, THORYALDSON & EGGERTSON Lögfrœðingar Rank of Nova Scotia Bldg Portage og Garry St. Sími 98 291 J. J. Swanson & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Insurance and Financial Agéntt Simi 97 538 «08 AVENXJE BLDG.—Wlnnlpeg DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar “ TOROBr0g*r.Eg, TRUSTS Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 VVINNIPEG THE WATCH SHOP CARL K. THORLAKSON Dlamond and Weddlng Rlngf Agent for Bulova WaÆchee Marriaoe Licensea Issued ) 699 8AKOENT AVE H. J. PALMASON & Co. Cbartered Accountants 506 Confederation Life Bldg. TELEPHONE 94 686 H. HALDORSON BUILDER 23 Music and Arts Studioa Broadway and Carlton Phone 93 055 Winnipeg, Canada Rovatzos Floral Shop *5J Notre Dame Ave., Phone 21 98S Fre&h Cut Flowers Dally, Plsnts in Season We aoeclsUze ln Weddlng & Concert Bouquets & Puneral Designs Ieetandic spoken CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholeaale Diatributora of Preah and Frozen Fiab 311 CHAMBERS ST. Office Phone 26 328 Res. Phone 73 917 A. S. BARDAL selur ltkklstur og annast um dtfar- lr. Allur útbúnadur sA bestl. Knnfremur selur hann aUskonar minnisvarða og legsteina. •48 8HERBROOKB 8T. Phons 27 324 Winnipeg ÁSGEIRSON’S PAINTS, WALL PAPER AND HARDWARE 698 SARGENT AVENUE Winnipeg, Man. Telephone 34 322 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Fínancial Agents Sími 95 061 510 Toronto General Trusts Bldg. THE BUSINESS CLINIC specialize in aiding the smalier business man to keep adequate records and prepare Income Tax Returns. ANNA LARUSSON 508 Mclntyre Blk. Ph. 97 130 GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 98 211 Manager: T. R. THORVALDSON Your Patronage Will Be Appreciated 1 O. K. HANSSON Plumbing & Heating CO. LTD. For Your Comfort and Convenience, We can supply an Oil Burner for Your Home Phone 72 051 163 Sherbiook St. Halldór Sigurðsson Contractor & Builder ★ Ste. 36 Brantford Apts. 550 Ellice Ave., Winnipeg Sirai 33 038 i . _ ; Frá vini FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS KENSINGTON BLDG., 275 Portage Ave. Wmniper PHONE 93 942 PRINCESS MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri ibúðum og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG j Sími 25 888 C. A. Johnson, Mgr. DR. CHARLES R. OKE TANNLÆKNIR 404 Toronto Gen. Trust Bldg. 283 Portage Ave., Winnlpeg Phone 94 908 i WINDATT COAL Co. Limited Established 1898 307 SMITH STREET Öffice Phoue 97 404 jö ]jöj?nson's Á tamBF Yard Phone 28 745 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.