Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.01.1948, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our // BUTTERfNUT LOAF" CAMADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. JANÚAR 1948 NÚMER 16. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Lánsamningur við Bandaríkin Laust fyrir síðustu helgi und- irritaði Hon. D. C. Abbott, fjár- málaráðherra Canada, lánsamn- inga í Washington við “Export- Import bankann um $300,000, 000 lán er Canada tekur með 2i/o% vöxtum. Á upphæð -þessi að greiðast með þremur afborgunum, þrem- ur, fjórum og fimm árum eftir lántökuna. Upphæð þessi verð- ur dregin á einhverjum vissum tímabilum á þessu ári(1948) og var gerð heyrum kunn og lög- gilt áður en canadiska stjórnin lagði innflutningshömlurnar á, 17. desember síðastliðinn. Lánsupphæð þessi verður not- uð til þess að kaupa fyrir hrá efni frá Bandaríkjunum, og ýmsar vélar, er nauðsynlegastar Þykja, til þess að auka fram- leiðsluna í Canada á ýmsum sviðum. Um frekari lánsamninga við Banadaríkin, er hann hefði 'borið upp á þinginu, sagði Mr. Abbott aðeins það, að þeir for- kólfar, er hann hefði rætt þau mál við syðra, hefðu sýnt hina mestu samúð og skilning. Mr. Abbott kvað sér mjög um hugað um það, að nýjir samn- ingar yrðu víðtækari og um- fangsmeiri en Geneva-samning- amir, er nú liggja fyrir þing- inu. Ef allir hjálpast að Frá Lake Success, N. Y. Hvað geta óbreyttir einstakl- iugar mannfélagsins gert til þess að sporna á móti stríðum, og bjálpa til að koma í veg fyrir þau? Tryggve Lie, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, og æðsti mað- ur á því alþjóðasviði, heldur því fram að þeirri spurningu verði svarað með gerðum Sam. þjóð., stofnun, sem á að vera umiboðs og fulltrúanefnd al- mennings, og málsvari fjöldans til þess að öðlast frið, og gera heiminn betri stað til þess að lifa í. i Mr. Lie heldur að Sam. þjóð., geti komið í veg fyrir stríð, með t>ví að snúa sér að því að eyða öflunum sem mest tendra ófrið- anbálið og vinna á móti friði. Með því að vinna með óaflát- anlegri elju að vandlega íhuguð- um almennum félagslegum um- bótum á hagfræðilegum sviðum, °g lagfærra þær þjóðfélagsveil- ur, er valda því, að lýðurinn grípur til óyndis-úrræða. Mr. Lie sagði í útvarpsræðu nýlega aö ef Sam. þjóðirnar ættu að geta komið áformum sínum í framkvæmd, yrðu þær að njóta aðstoðar stjórnarvalda allra landa. Allar stjómir yrðu að vera reiðubúnar til allrar mögu- legrar samvinnu. Stjórnarvöld aUra heimsþjóðanna mættu til að vera viðbúin því, að hafa vel- ferð alls heimsins sem einnar beildar fyrir augum, og breyta samkvæmt því — fórna sínum elgin hagsmunum fyrir þjóða- beildina; með því eina móti gæti eitthvað áunnist í friðaráttina. Almúginn í öllum löndum m®tti til að sýna trú sína og traust á hugsjónum Sam. þjóð., °S greiða þau fórnargjöld, er friðarhugsjónirnar og fyrirætl anirnar útheimtu. Ráðleggingar Mr. Lie. voru Þær: Að lesa eins mikið og mögu legt er um aðrar þjóðir, og ann- að fólk, og reyna að taka þátt í kjömum þess með samúð og hluttekningu. Að hafa það ávalt í huga, að neyð og þjáningar sem eiga sér stað í einihverju landi hversu fjarlægt sem það er, er blettur á menningunni í heild, og hlýtur að snerta mann sjálfan, fjöl- skylduna, heimilið og alt þjóðfé- lagið í þínu eigin landi. Kjötsala fer minkandi Smásölu-kjötverzlanir í Wpg. hafa skýrt frá því, að undireins um síðustu helgi hafi mátt sjá þess merki, að húsmæður þess-l arar borgar ætla sér fyllilega að sýna vanþóknun sína og gremju yfir íhinu hækkaða kjötverði, með því að kaupa sem minst af því sem mögulegt verður af að komast. Skýrðu kjötsalar frá því, að um 20% minna að meðaltali hefði verið keypt af þeim kjöt- tegundum, sem hækkuðu í verði en áður. Almenningur er óánægður, ekki aðeins yfir kjötverðshækk- uninni, heldur yfir sívaxandi dýrtíð á öllum sviðum. Fyrstu ó- þreifanlegu merkin um það, að hin óstjórnlega verðhækkun manneldis og fæðutegunda hafi óheillarík áhrif á heilsufar þjóð- arinnar, er sú yfirlýsing frá al- menna sjúkrahúsinu í Wpg, að taka verði til þeirra örþrifaráða að minka kjötskamt sjúkling- anna til helminga. Lýsti yfirmaður sjúkrahússins Dr. H. Coppinger, því yfir ný- lega, að sVínakjötskamt (bacon) verði að minka um helming, og sömuleiðis aðrar kjöttegundir,| sökum hins hækkaða kjötverðs.) Yfirlýsing þessi var borin fram skömmu eftir að Dr. Coppinger, hafði skýrt frá því, að spítala-J vistargjald í almennri sjúkra- stofu (public wards) yrði hækk- að um helming, eða úr $2.50 upp í $5.00 á dag. Eigandi einnar kjötverzlunar hér í borg, er talinn að hafa skýrt frá því, að kjötkaup hefðu minkað um 50%; kvaðst hann ennþá selja “side bacon” á 72c| pundið. En jafnvel fyrir það verð gengi það ekki út. Hvað myndi þá verða þegar hinar nýju birgð- ir kæmu, er selja þyrfti á 90c. pundið. Til dr. S. J. Jóhannessonar og frúar hans á áttræðisafmæli hans Þú átt svo marga’ af eiginleikum þeim sem orka því að bæta þennan heim. Það voru engin almenn hugðarmál sem ekki snertu streng í þinni sál. -— Og meðan í æðum örast rann þitt blóð var enginn hér sem þér á sporði stóð. Var ekki utan Islands meiri þörf og akur betri fyrir líknarstörf? Og hnekkur sá sem heimaland þitt beið varð hagur þeim, sem vestur beindu leið. — 1 útlegðinni’ á ókunnugri grund var engu minni þörf á fórnarlund. Það sem hjá flestum aðal-takmark er varð aukagrein og lítils vert hjá þér. — Að lækna sjúka, það var takmark þitt það skifti aftur litlu máli um hitt þó skortsins vegna gjaldið væri’ ei greitt — þú gætir þá læknað fyrir ekki neitt. Og ef til vill gekk enginn meðal vor eins oft og þú í Samarítans spor. — Það duldist fáum að þú hyltir hann, en hvorki Prestinn eða Levítann, því líknarhönd þín hjúkrun öllum bjó sem hröktust mest á leið til Jeríkó. Já, löng og grýtt var leiðin sem þú gekkst, og létt í vösum gjöldin sem þú fékkst. Um slíkar sakir hirtirðu’ aldrei hót, en hugljúft finst við þessi tímamót að hafa lifað áttatíu ár og átt þess kost að lækna fjöldans sár. Og þökk sé henni’ er hálfrar aldar skeið þér hefir fylgt og stutt á æfileið — sem breiddi yfir alt það tímabil þá ást, er þekti lítil dægraskil, — þá ást og trygð er veittu þrek og þrótt um þungan dag og langa vöku-nótt. Ragnar Stefánsson Frumvarp Trumans forseta Frá Washington — Eftirfylgj- andi frumvarp eða fyrirætlana- skrá í 10 liðumjíbar Truman for- seti fram fyrir þingið nýlega til staðfestingar: 1. Að lækka tekjuskatta um $3,200,000,000 með því að veita hverjum skattgreiðanda ver- launuðu stéttanna og áhangend- um hans hlutfallslega $40.00 uppgjöf, eða dýrtíðar-uppbót, en hækka skattana á auðfélögum. 2. Að hækka grunnkaup, — minnimum wage — úr 40c upp í 75c á klukkutímann. 3. Að koma þessu 10 liða end-j urbótafrumvarpi til leiðar tafar- laust. 4. Að löggilda greiðslu $6,800,- 000,000 fyrir fyrstu 15 mánuð- ina, sem tilgreindir eru í Marsh- alls-fyrirætluninum. I 5. Að koma húsaleigu ákvæð-' unum í fastara horf. 6. Að veita allsherjar kenslu, — æfingar — í hernaðar-íiþrótt- um. 7. Auka styrk til atvinnu- lausra, gamalmennastyrk, og koma á tryggingarkerfi í sam- bandi við sjúkragjöld. 8. Að Sambandsstjórn hefjist handa þegar í stað að vemda borgararétt einstaklingsins án tillits til þjóðernis eða trúar- legrar afstöðu. Um þetta efni verður þó sérstaklega rætt síðar. 9. Sambandsstjórnar fjárfram lag til skóla. 10. Ný framkvæmdadeild til umlbóta heilbrigðismálum, — mentamálum og félagslegu ör- yggi- Frá Lake Success N. Y. berst það að borgin Amsterdam hafi gegnlum hollenzk stjórnarvöld gert hin sterkustu tilboð að vera bráðabirgða höfuðborg heimsins, þegar Sameinuðu þjóð irnar halda sína allsherjarráðs- fundi einhverstaðar í Evrópu með haustinu 1948. Ákvörðun um val staðarins til þessara mikilvægu funda, veltur á því að finna nægilega stórt gistihús og skrifstofurúm fyrir um 4,000 fulltrúa, skrifstofu- þjóna og blaðamenn. Er París talin nú sem stendur sá staður fyrir þessar miklu ráð- stefnur, sem líklegastur er til að verða fyrir valinu. Frá Rangoon, Burma — Kar- en veiðimenn hafa fangað hvít- an fíl (elephant) sem heilagur er talin í Burma, í frumskógunum í Salveen-dalnum. Maj. Saw Sam Po Thin, stríðs- varnaleiðtogi í Karen, og fræðslumálaráðherra í stjórn- arráðuneytinu í Burma lét blaða mönnum þessa fregn í té. Sagt er að til mála hafi komið hjá stjórninni á frakklandi að lækka gildi gjaldeyris síns frankans — hafi hún, (stjómin leitað hófanna hjá Alþjóðlega skiftimyntar- ráðinu, hvort ráð- legt væri að gildislækkunin kæmist á. Sendiherrastöðvar, sem þessi orðrómur er hafður eftir, full- yrða þó ekkert um þessar ráða- gerðir. 1 skeytum frá París hefir það þó borist að Robert Schuman, forsætisráðherra, hafi borið það upp fyrir ráðuneytinu hvort lækkun ó gildi franskra peninga myndi ekki gera kaup á franskri útflutningsvöru að- gengilegri, og bæti þannig úr dollara-gj aldeyrisskortinum. En ekkert hefir enn verið afgert í þessu máli. S. 1. mánudagskv. lýsti Mo- handas K. Gandhi, hinn andlegi og veraldlegi leiðtogi á Indlandi því yfir á bænafundi, að hann myndi taka til þeirra ráða að svelta sig til dauðs ef Hindúar og Múhamedstrúarmenn léttu ekki nú þegar ófriðnUm, er stað- ið hefir þeirra milli undanfarið Voru það meira en hótanir ein- ar, því í gærmorgun, (þriðjudag) vísaði Gandhi frá sér morgun- mat sínum, geitamjólk og græn- meti, og byrjaði föstuna. Er óttast um heilsu hans og líf að þessu sinni, ef hann ætlar að svelta þangað til yfir lýkur. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson áttræður Dr. og Mrs. S. J. Jóhannesson VEGLEGT SAMSÆTI Dr. Sig. Júl. Jóhannesson varð áttræður 9. janúar. Efndi Þjóð- ræknisfélagið í tilefni af því til samsætis fyrir hann í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, laugardaginn 10. janúar. Stjórn- aði sr. Philip M. Pétursson sam- sætinu, er var sótt af 400 manns. Ræður héldu sr. Eiríkur Brynj- ólfsson, Jón J. Bíldfell, G. F. Jónasson, dr. Kristján Austman, sr. Halldór Johnson, A. S. Bar- dal og Einar P. Jónsson. Frum- samin kvæði voru skáldinu og flutt af Ragnari Stefánssyni, Magnúsi Markússyni, Páli Guð- mundssyni, B. E. Johnson, H. E. Johnson og Art Reykdal. Kvæði hins síðast nefnda, var á ensku. Með söng skemtu Kerr Wilson og Mrs. Pearl Pálmason. Forseti samkvæmisins afhenti dr. Sigurði peningaávísun og skrautritað ávarp frá Þjóðrækn- isfélaginu. Mesti fjöldi skeyta hafði bor- ist víðsvegar að með heillaóska- skeytum til doktors Sigurðar. Voru þau öll lesin og munum vér eftir þessum: Frá Stefáni Jóhannssyni forsætisráðherra j Islands. Frá stjómarnefnd Þjóð- ræknisfélags Islands en hana skipa meðal annara Sigurgeir Sigurðsson biskup, ófeigur Ó- feigsson læknir og Hinrik Sv. Björnsson. Frá Stórstúku Is- lands, Ungmennafélagi íslands og Félagi Vestur-lslendinga í Reykjavík. I þessu landi bárust skeyti frá Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, forsætisráðherra Canada, Hon. J. T. Thorson og fleiri ráðherr- um Kings, frá Bandaríkjunum frá Vilhjálmi Stefánssni, Gunn- ari Björnssyni og fleirum. Enn- fremur frá nefndum utan úr bygðum Canada, einkum þeim, er læknirinn hafði átt heima í, eins og frá Wynyard og Lundar. Er mikið af kvæðunum og nokk- uð af ræðum og ávörpunum flutt í þessu blaði. Að skemti- skrá í kirkjunni lokinni, var drukkið kaffi í neðri sal hennar. Samsætið var hið ánægjuleg- asta og fór hið bezta fram. ÁVARP LUNDAR- BYGÐARBÚA Til Dr. Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar á áttugasta aldursafmæli hans Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til spilasomkamu í neðri sal kirkjunnar laugardagnin 31. jan. Allir boðnir og velkomnir. Ágætar veitingar og verðlaun. Byrjar kl. 8.30 e. h. * ★ * Hreiðar Skaftfell, Winnipeg, lagði af stað í vikunni sem leið vestur til Vancouver, B. C. — Hann fór aðallega til að sjá bróð- ur sinn, Magnús, sem vestra býr, en hann frétti að væri veikur. Við íbúar Lundar-þorps og bygðar árnum þér og þínum til allrar hamingju, nú og í fram- tíðinni. Við erum minnugir þeirrar þjónustu sem þú, sem læknir, veittir voru fólki um sjö ára skeið. Þú barst þá ekki einungis lífsgrös þíns læknisdóms að mannlegum meinum, heldur jafnframt hjarta styrkjandi sól- bros bróðurkærleikans inn í döpur heimkynni sóttþjáðra manna. Við minnumst þíns mikla mannkærleika, sem um langa æfi hefur geislað um þig og útfrá þér til okkar allra. Er árin líða mun þín ávalt minst sem hins mikla mannvinar sem öllum vildir gott gera. Við hyllum þig sem hið hug- ljúfa skáld er auðgað hefur ís- lenzkar bókmentir með »ótal fögrum ljóðum, þýddum og frumsömdum. Þinn hlýi vinar- hugur ásamt sannleiksást og framsóknarþrá leiftrar, í þmu sbálda-máli frá ljóðrænum hend- ingum. Börnin eru þér þakklát fyrir Sólöld og Baldursbrá. Þú kunnir manna bezt að mæla hjartans mál svo æskan skildi. Sú þekk- ing og sú virðing, sem sumt af okkar unglingum og fullorðnir ennþá bera fyrir móðurmáli sínu og feðralandi er að mjög miklu leyti þér að þakka. Vér heilsum þér sem hinum góða ættrækna föðurlands vini, sem í einu og öllu hefur aukið heiður og sóma vors feðrafróns og kynstofns. Vér þökkum þér fyrir alla þínu miklu og góðu þátttöku í flestum vorum félags- málum og alla þá aðstoð er þú hefur veitt sérhverri tilraun til mannl'ífs bóta. Nefndin: N H. E. Johnson, V. J. Guttorm- son; Helga Thorgilson; L. Svein- son; D. J. Lindal. Þann 9. janúar voru gefin saman í hjónaband á prestsheim- ilinu í Selkirk, af séra Sigurði Ólafssyni, Norman Leifur Shaw, Killarney, Man., og Leona Mae McKenzie, Selkirk, Man. Við giftinguna aðstoðuðu Mr. og Mrs. Michael Sedik, systir brúð- arinnar og tengdabróðir. Brúð- guminn er af skozkum ættum, en brúðurin er dóttir Mrs. Olga McKenzie, og látins eiginmanns hennar, Herbert McKenzie. * * * Mrs. Gordon Josie, (Svanhvít) frá Ottawa, dóttir Dr. og Mrs. S. J. Jóhannesson, er stödd hér í borg, eins og annarstaðar er getið. Kom hún til þess að sitja sam- kvæmi það hið fjölmenna, er haldið var síðastl. laugdagskv. í tilefni af áttræðisafmæli lækn- isins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.