Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 3. MARZ 1948 ¥ HEIMSKRINGLA 5. SIÐA því sem starfsfólk út um bygð- irnar var mjög ákveðið í var að taka ekki að sér íslenzku kenslu nema því aðeins að eg væri fús til þess að útvega leskafla, og annað til afnotunar við skólana. Hefi eg því fyrir tilmæli kennar- anna fjölritað meira en 3000 (ein tök) leskafla, söngva, vísur og kvæði fyrir skólana. Einnig eru notaðar til lesturs lesbækumar frá íslandi. Eg hefi verið í stöð- ugu sambandi við starfsfólkið allt og skrifað á þessu tímabili, um 150 bréf í sambandi við starfið. Eg get ekki nógsamlega þakk- að hina framúrskarandi alúð og hjálpfýsi sem starfsfólk deild- anna hefir auðsýnt mér, að eg nú ekki minnist á hina frábæru gestrisni og velvild sem eg hefi orðið aðnjótandi. Viðkynning mín og samstarf við allt þetta ágætisfólk hefir orðið mér per- sónulega til uppbyggingar og málefnum Þjóðræknisfé. til efl- ingar. Og er það einmitt fyrir þetta dýrmæta samstarf að ofur- lítið hefir áunnist í menningar- áttina. Eg mun halda áfram að heim- sækja deildimar fram eftir vor- inu, eftir þv*í sem þörf gerist. Eg hefi verið beðin að heimsækja deildimar Vancouver, Selkirk, og Brown, Manitoba, seinna í vor. Vil eg nú skýra í fáum orðum hvað gert hefir verið fram að þessum tíma. Síðan í september s. 1. hefi eg heimsótt Gimli sex sinnum, Lundar íþrisvar, Riverton fjór- um sinnum en Arborg, Víðir, Glenboro og Baldur einu sinni. Á öllum þessum stöðum hefi eg haft fundi með embættismönn- nm deildanna með deildum í heild, með ísl. kennurunum, sem eg hefi svo að segja útvegað alla því eitt af því sem virtist erfið- ast, var að fá kennara. Eg hefi flutt stutt erindi, haft samtals- fundi, og almennar umræður um áhugamál félagsins, haft marga fundi með kennurum og veitt þeim aðstoð við kensluað-J ferðir, haft um hönd söngkenslu og sagt börnunum sögur um Is-1 land. Eg hefi verið viðstödd við níu kenslutímabil út í byggðun- 1 um; og sótt stöðugt laugardags-! skólann í Winnipeg. Alls hefi YOURS IS READY! SEND TO DAY ÍQ^O 5EED AND I 7*10 MIIRQFPY R NURSERY BOOK Gott frœ til góðrar uppskeru Sendið-í dag eftir ókeypis eintaki af útsæðis og blóma bók vorri. Stærri en fyr. Þar er lýsing á fjölda beztu og nýustu garðávöxtum, blóm- um, húsblómaútsæði, plönt- um, runnum, ávöxtum, blóm laukum o.s.frv. Lesið um hina fögru, nýju tegund af stórblóma Gladiolus, “col- chicine developmént, og hin nýju Cuthberson Heat and Drought Resistant Sweet Peas. Að hugsa snemma fyr- ir framtíðinni, er garðyrkju manna gæfa. Skrifið í dag. (Þeir sem sendu pöntun 1947 fá eintak án eftirkröfu) lomiiiiiiiiniiHiiniiiinniiiiiMiiiniiiiiiiiiiiV | INSURANCE AT . . . REDUCED RATFS Fire and Automobile | I STRONG INDEPENDENT I g 1 COMPANIES 1 I | McFadyen j | Company Limited | | 3G2 Main St. Winnipeg | Dial 93 444 5 — § | •nmwiiaiMimiiiiiHiiiiiimiioimiiiiirKiiiuiiiiiiiinimjiiiiiiiii eg haft 20 samtöl, erindi, o. s. fr. með starfsfólki og unglingum utan skólanna. Auk þess hefi eg ! heimsótt 80 heimili í Winnipeg ag út um byggðirnar. Séra P. M. Pétursson hefir góðfúslega sýnt íslenzka kvik- mynd í Riverton og Gimli, og höfðu bæði börn og fullorðnir mikla ánægju af þv*í. Starfsfólk væri mjög þakklátt ef Þjóðrækn- ! isfélagið tækist að útvega fleiri myndir frá Islandi. Sem árangur af þessari nýstár- | legu tilraun félagsins má nú telja alt að 400 manns, börn, unglinga og fullorðna, sem táka | virkan þátt í íslenzkri menning- arstarfsemi. Fjórir ísl. skólar eru starfræktir, tveir barna- 7 ' söngflokkar og tvö fræðslufelög j (study groups). Þess utan hafa nokkur ungmenni hér (sem ekki geta sótt skólann), notið tilsagn- ar í íslenzku í heimahúsum, einu sinni í viku í vetur. Leskaflar og annað íslenzkt efni hefir ver- | ið sent*fjölda af fólki víðsvegar, ! sem ekki hefir tækifæri til þess að fá tilsögn í íslenzku en fýsir samt að læra hana. Kennarar, söngstjórar og með- spilarar skólanna eru 34 alls og eru þessir: Riverton: Mrs. F. V. Bene- dictson, Mrs. O. Coghill, Miss K. Skúlason, Miss S. Rrynjólfson, Miss Elma Johnson, Mrs. Anna H. Arnason, Lawrence Johnson og Miss Cuddy. Gimli: Mrs. J. Tergesen, Mrs. H. G. Sigurdson, Mrs. I. N. Bjarnason, Mrs. Elin Einarson, Mrs. Th. Kardal, Mrs. Helga Jonson og Miss Miller. Lundar: Mrs. O. Thongilson, Mrs. L. Sveinson, séra H. E. Johnson, Mrs. S. Hofteig, Miss Asta Bjornson, Miss Pauline Johnson og V. J. Guttormsson. Winnipeg: Mrs. E. P. Jonsson, Mrs. I. Ingaldson, Miss S. Eydal, Miss Brynjólfsson, Mrs. Holm- fridur Danielson og Miss Cor- inne Day. Söngkensluna lí Baldur munu annast, Ámi Sveinson, Miss Anna Sveinson og Mrs. Borga Magnússon; en í Glenboro, séra Eric H. Sigmar, Mrs. Maria Sig- mar og G. J. Oleson. Af bréfaviðsiftum við deild- ina “Báran”, að Mountain N. D. er mér kunnugt um að íslenzku kensla er starfrækt þar með góð- um árangri, og mun skýrsla deildarinnar eflaust gera fulla grein fyrir þeirri starfsemi. Fræðslufélögin samanstanda af ungu og miðaldra fólki sem tilheyrir annari og þriðju kyn- slóð Vestur Islendinga. Fæst af því hafði áður gefið sig að ísl. fræðum, en sýnist nú þegar hafa mikla ánægju af samfundunum og þeirri uppbyggingu sem þar fæst. Eg vil sérstaklega geta um félagið í Riverton sem telur 18 meðlimi og mætir hálfsmánaðar- lega. Er starfið var skipulagt var kjörin leiðsögumaður fyrir hvem fund. A hverjum fundi er tekin fyrir kafli úrbókinni “Ice- land’s Thousand Years”, og eiga allir meðlimir bókina og kynna sér efnið fyrirfram. Fundar- stjóri sér um að útvega íslenzkt lesmál sem á við verkefni fund- arins og stýrir einnig umærðum. Þannig hafa í vetur verið lesnir kaflar úr íslendingasögunum, úr Völuspá og Hávamálum. Þetta er starfsaðferð sem gjarnan mætti gefa gaum; og takist að útbreiða hana þá er ís- lenzkunni hér ekki eins mikil hætta búin. 1 Winnipeg eru ótelj- andi fræðslufélög, t. d. meðal afkomanda Skota, Ira og Eng- lendinga, sem eru starfrækt til þess að gefa fólki tækifæri að koma saman í smá hópum og kynna sér verk frægustu rithöf- unda og skálda þjóðarinnar. Það er því réttmætt að íslendingar haldi við þess konar fræðslu- starfsemi sín á milli og gefi sig að bókmenntum sinnar þjóðar sem sígildar eru, og dáðar af menntafrömuðum heimsins. —! Slík starfsemi er ekki einungis til uppbyggingar og skemtunar fyrir þá sem taka þátt í henni, því allt sem eflir andlegan þroska einstaklingsins hefir bæt- andi áhrif á umhverfið i heild, og þess er ætið þörf og ekki síst nú á tímum. Við vonum öll að hin fagra hugsjón um að stofna kennara- stól í ísl. fræðum við Man. há- skólann megi rætast. Samt mun sú kensla sem þar fer fram ekki ná til fjöldans. Þjóðræknisfélag- ið hefir því skilið að til viðhalds islenzkrar tungu og bókmennta meðal almennings hér Vestan- hams þarf annað og meira átak. Enda hefði það ekki færst í fang umsvifamikið og kostnaðarsamt fyrirtæki ef ekki væri álitið að með Iþví væri stigið mikilvægt spor í rétta átt. Góðir og gamlir þjóðræknis- vinir hafa sagt við mig oftar en einu sinni í vetur, “Það tekur kraftaverk að bjarga við okkar ísl. menningu hér vestra, eins og nú er komið”. Þetta mun vera nær sanni. Og á þjóðræknisfé- lagið þakklæti skilið fyrir að gera þessa tilraun til þess að fremja kraftaverk. Einstaklingsátakið virðist oft léttvægt, og fæstir okkar erum færir um $1,000 dollara þjóð- rækni, enda er ekki hægt að miða menningarstarf ó- eigingjama sjálfboðaliða við dollara. Og gleymum því ekki að andlegur þroski mannkynsins (það sem hann er þó á veg kom- inn) á mikið að þakka fórnfús- um sjálfboðaliðum sem öld fram af öld hafa lagt fram krafta sína góðum málefnum til eflingar. Ef hægt væri, meðal okkar Vest- ur íslendinga, að sameina starfs- krafta allra þeirra einstaklniga sem hafa trú á gildi íslenzkrar mermingar viðleitni þá mætti ef til vill vinna kraftaverk! Þó starf mitt á þágu menning- armála Þjóðræknisfélagsins hafi úthéimt mikið þrek og valdiðj mér allmikillar áhyggju, þá( hefir mér samt sem áður verið. veruleg ánægja að samstarfinu! við alt það fólk sem ann þessum málum og óspart leggur fram krafta sína þeim til eflingar. Því miður er mér ekki unt að gefa kost á mér í umiboðsmanns stöð- una að ári en eg mun styrkja þetta mikilverða málefni eftir megni. r I Eg óska Þjóðræknisfélaginu allra heilla með framhald þessa starfs, og með öll sín störf. Svo að endingu er mér ljúft að votta þakklæti mitt öllum þeim sem af mikilli vinsemd og alúð hafa' styrkt fyrirtækið. Hólmfríður Danielson DÁN ARFREGN Fimtudaginn 19. febrúar s. 1., andaðist að heimili sínu að Gimli, Man., Mrs. Rósa Nordal. Hún var fædd 9. nóvember 1866 í Kristnesi, Eyjafirði. Foreldrar hennar voru David Kristjánsson og Sigríður Bjarnadóttir. Rósa lauk námi á kvennaskólanum á Laugalandi, stundaði barnaken- slu og sauma, flutti til Canada 1893, giftist Lárusi Nordal 1902. Þau dvöldu næstu árin í Win- nipeg og fluttust síðan vestur í Vatnabygðir í iSaskatchewan, og bjuggu þar til ársins 1937, er þau settust að á Gimli og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust eina dóttur, Önnu Karólínu og fósturdóttur Dísu Nordal. Systkini Mrs. Nor- dals eru þéssi: Bjarni Davíðson, á heima í Vancouver; Eiríkur Daváðson, Winnipegosis; Hall- dóra Davíðson, Wilkie, Sask., og Júlíus Davíðson, Winnipeg; dá- in eru þessi systkini: Þórunn og Jóhannes. Uppeldis bróðir henn- ar og systkinabarn var K. N. Júlíus ,skáld. Mrs. Rósa Nordal var merk kona, vel gefin, sönghneigð, fé- lagslynd og vel að sér. Hin síð- ustu ár æfinnar var hún heilsu- biluð, en kjarkur hennar, áhugi og glaðlyndi báru hana yfir örð- ugleika þeirra þungu ára, og á hið gestrisna og skemtilega heimili þeirra Nordals hjónanna söfnuðust margir vinir. Fjöldi þeirra fylgdu henni til grafar frá heimilinu og Sambandskirkjunni á Gimli. Hún var jörðuð 26. febrúar af þeim séra E. J. Melan og séra Skúla Sigurgeirssyni, og hvílir í Gimli grafreit. E. J. Melan “Þessi kona hefur orðið að þola miklar þjáningar fyrir trú _' ss sina. “Nú, hvernig má það ske?” “Já, hún trúir þvtí nefnilega statt og stöðugt, að hún geti gengið í skóm nr. 39, en þarf, ef vel á að vera nr. 42.” * * * “Hvað mundi konan þín segja ef þú keyptir nýjan bíl?” “Gættu að umferðarmerkinu! Rekstu ekki á vörubílinn! Því ferðu ekki varlega? Ætlar þú aldrei að læra á bílinn? Og fleira slíkt myndi hún segja ef eg keypti nýjan bíl.” Hefurðu heyrt um hann Jón og hann Pál, þegar þeir voru að meta dánarbúið hans Hjörleifs í Ási. Þeir fundu flösku með ein- hverjum dökkum vökva í. Páll þreif flöskuna, saup duglega á henni og sagði: “Við skrifum eina flösku af góðu koníaki”. Þá saup Jón á flöskunni og sagði: “Nei, þetta er whisky!” Um þetta voru þeir að þrátta góða stund, þangað til Páll hélt flöskunni upp að ljósinu og sagði: “Vi-vi-við höfum báðir á röngu að sta-standa. Skri-skrif- aðu: galtóm flaska!” HELZTU FRÉTTIR Lesbækur Það er kunnara en frá þurfi að. segja að sá, sem er að læra j tungumál þarf lesbækur. Nem- andinn lærir mikið ósjálfrátt af sambandi efnis og orða í sögunni j sem hann les. Þjóðræknisfélag- ið útvegaði lesbækur frá Islandi;! eru í þeim smásögur og ljóð við hæfi bama og unglinga. Les-! bækumar eru þessar: Litla gula ■ hænan 1., Litla gula hænan II. J Ungi litli I., Ungi litli II., Les-j bækur. — Pantanir sendist til: Miss S. Eydal, Columbia Press, Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg. * # , 1T Wedding Invitatlons and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. Það mæla börn sem vilja Gen. A. G. L. McNaughton, fyrrum aðal yfirherforingi, sagði fyrir stuttu síðan í ræðu, er hann hélt í Lake Success, N. Y., fyrir “Institute for Educators” Sam- einuðu þjóðanna, að það gengi sjálfsmorði næst, og gæti ekki talist annað en fyrirlitleg rag- menska, að hugsa til að leggja þann félagsskap eða stofnun niður. Ummæli yfirherforingjans voru svar við ýmsum svartsýn- islegum árásum og aðdróttunum í garð Sameinuðu þjóðanna. Kvað hann þessa alheims frið- arstofnun að vísu ekki hafa náð að framkvæma alt það, sem ] heimurinn hefði vonast eftir og ætlast til að hún gerði, því svo háar vonir hefðu allir gert sér um þessa stofnun, þegar henni fyrst var hrundið af stokkunum í San Francisco. Kvað McNaughton þær veil- ur, er komið hefðu fram hjá Sameinuðu þjóðunum, ásamt hrömandi og síversnandi ástandi í heiminum, eiga, og hljóta að hvetja þjóðir og einstaklinga til ennþá kröftugri samtaka að j byggja upp, og viðhalda þessari alþjóðastofnun, til þess að hún yrði enn hæfara og kröftugraj verkfæri til alheimsfriðar ráð- stafana. « Beðið um hernaðar- fjárstyrk Frá Washington. — Stjómar- ráðið lagði fram beiðni fyrir þingið, (Congress) seint í síðast- liðinni viku um $275,000,000 Grikklandi til styrktar, og einn- ig Tyrklandi við hernaðarútbún-1 að í þessum löndum. George C. j Marshall, ríkisritari, lagði fram beiðnina í bréfi til forseta þings- ins, Joseph Martin. Hi- Gang! A New Service for You! Pants, Made-to-Measure Here’s a service that the younger crowd has been waiting for. EATON’S now brings to Students and the Young College Man a new Made-to-Measure pant servicé. Check these features: ★ Made to your own individual measurements. ★ Made to your own style choice. ★ Made with all the details you want. These long-wearing wool weaves: * Gabardine * Covert Cloth * Worsted flannels * Colorful tweeds All in the newest shades for Spring and Summer. Orders completed in 14 days. Pair, $12.95 to $16.95 —Boys’ Clothing Section, Fifth Floor. <T. EATON Kaupendur Heimskrínglu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Holtsgata 9, Reykjavík Utanáskrift mín er: H. FRIÐLEIFSSON, 1025 E. lOth Ave., Yancouver, B. C. Nýjar bækur til sölu: Fyrsta bygging í alheimi.........$2.50 Friðarboginn er fagur............ 2.50 Eilífðarblómin Ást og KærJeiki... 2.00 Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. VERZLUNARSKOLANÁM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.