Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 6
6. SÍÐA % HEIMSKBINGLA WTNÍNIPEG, 3. MARZ 1948 NÝJAR LEIÐIR “Maður hefix ómótmælanlegan rétt, til að segja einu stúlkunni, sem hann ann d heimi þessum, að hann elski hana, jafnvel þótt hann væri á leiðinni til gálgans. Eg gæti líka alveg eins vel verið á leiðinni til gálgans, hvað fram- tíðarhorfur minar hjá þér snertir. Framtíðar- horfur? Framtíðarhorfur hvað þig snertir? Eg mundi ekki vilja þiggja þær, þótt eg ætti kost á þeim. Líttu á hendur mínar!” Hann rétti fram hendurnar, langar, grann- ar og vel hirtar, svo að hún gæti horft á þær. “Eg er vágamaður!” sagði Dan MoMasters með mikilli þeiskju. Það er það sem eg hefi gerst vegna Texas-ríkisins, vegna kvenna og barna, sem þar búa, vegna réttar og laga. Þess- vegna get eg sjálfur hvorki átt konu né bam. Það er verra að drepa menn en verða drepinn sjálfur. Það veit eg vel. En eg var brjálaður þessa nótt. Eg hugsaði aðeins um það, sem fyrir þig gæti komið.” “Það er ekki auðvelt að hlusta á þetta,” sagði hún og hneig titrandi ofan á sætið við eld- inn. “Eg vildi bara að þú hefðir ekki komið! Eg vildi bara að eg hefði aldrei séð þig!” “Eg gæti sagt það sama. En hvers vegna óskar þú þess? Það er auðvelt að gleyma mér. En eg get aldrei gleymt.” Hann gekk nær henni; rödd hans var lág. Hún hristi höfuðið og vildi ekki svara. “Hversvegna?” spurði hann heiftúðlega; en hún vildi engu svara. “Þú þarft ekki að gleyma neinu,” hélt hann áfram. “Það getur verið auðvelt fyrir stúlk- umar að gleyma — eg veit ekkert um það. En eg er með þeim ósköpum fæddur, að eg get ekki gleymt. Það sem eg sækist eftir, því næ eg, en eg get aldrei gleymt né breyst”, hann stundi við. Hendur hans féllu niður, en þær kreptust eins og hann ætlaði að hremma hana og halda henni fastri. “Jæja, við skulum segja, að eg komi hingað til þín !í kvöld sem embættismaður. Eg 'hefi not- að mínar eigin aðferðir. Það er eina æfistarfið, sem bíður Dans MoMasters. Og engin laun get eg þegið, nema eg-geti komið til þín og sagt þér, að eg hafi lokið iþví starfi, sem eg tókst á hend- ur.” Náttgali söng hátt í kjarrinu. Hún sat og hélt höndunum fyrir andlitið. Brátt heyrði hún hann segja: “Eg veit hver drap hann föður þinn og minn föður. Eg hefði getað drepið Rudabough fyrir þrem dögum síðan. Eg hefði átt að gera það. Eg var næstum því búinn að drepa hann. Eg vissi að menn hans mundu drepa mig, ef eg gerði það, en það hefði ekki átt að skifta neinu máli. 1 minni stöðu eigum við það á hættu. Hversvegna stövaði eg mig? Því beið eg síðara tækifæris? Eg hugsaði sem svo: “Ef menn þessir drepa mig, sé eg andlit hennar aldrei framar!” Var ekki þetta heimskuleg hugsun? Mér fanst eg þurfa að sjá andlit þitt ennþá einu sinni. Eg væri ekki hreinskilinn nema eg segði þér þetta. Eg, McMasters, lögregluforingi frá Texas stöðv- aði mig — bara til þessa! En þetta verður nú í seinasta skiftið. Eg kom til tjaldstaðar þíns — það var örðugt fyrir stoltan mann eins og eg er. Jæja, þú veist nú hversvegna eg gerði það, vog- aði mér það!” “Viltu ekki fá'þér sæti?” sagði Taisía lágt. “Nei, þú býður það of seint. Eg verð að fara. En áður en eg fer, ætla eg að segja þér það ennþá einu sinni, svo að þú gleymir því aldrei — eg elska þig heitara en nokkuð annað í þessum heimi. Aldrei mun eg elska aðra stúlku en þig.” “En, þá, hversvegna, hversvegna?” spurði hún hásum rómi. “Við hvað áttu þá, er þú seg- ist verða að fara — og að þú munir aldrei—” “Líf mitt verður stutt,” svaraði hann misk- unarlaust. “Þú getur lifað lengi. Því ætti eg að gerast svo djarfur, sem verð að deyja bráð- lega?” Rödd hans var miskunarlaus. Öll fram- koma hans bar ætíð vott um miskunarleysi, um rólyndi og kalt geð. Kuldalegur maður! Hræði- legur maður. Jafnvel á þessari stund. Skyndilega féll hann á hnén hjá sætinu. Sem var teppi, og lagði á það hendina, og studdi sig svo að hann gæti séð í andlit hennar. En hún hélt höndunum fyrir andlitið. Hann snerti við hendi hennar. Hún var tárvot. Hann dró að sér hendina. “Hvað hefi eg sagt? Hvað hefi eg gert?” “Þú ættir að vera ánægður!” sagði hún loks. “Þú hefir hefnt þín!” “Við hvað áttu? Eg get ekki afborið að heyra þig segja þetta! Hefnd!” “Já, jæja, einu sinni kallaði eg þig þjóf. Eg tek það ekki aftur; því að nú ertu það!” Hann steinþagði um stund á meðan hann reyndi að skilja þetta. Þá fann hann að gripið var um fingur sína og takið var eins og stálviðj- ar. “Hefi eg tekið nokkuð, sem eg átti ekki að taka? Segðu mér það! Trúðu rtiér, mig hefði aldrei dreymt um það! Eg hefði aldrei trúað, að þér, að þér gæti nokkurntíma! Það er heldur ekki svo! Það er ómögulegt! Það eru margir menn í heiminum handa þér! Allir munu falla þér að fótum. Eg sagði bara engin stúlka væri til í heiminum fyrir mig nema þú ein. Eg krafðist hvorki réttlætis né miskunarsemi af þér!” “Þú hefir hefnt þín,” sagði Anastasía Lock- hart á ný. “Það er göfugmannlega gert af iþér. Þú veist hvernig þú átt að fara að því. Þú — þú kemur á nóttunni!” En samt, hvernig gátu þau afneitað æsku sinni og forðast ástina. Einhvemveginn varð það svo, að hvorugt þeirra vissi hvemig þau stóðu á fætur. Hann hafði dregið hana á fætur. Þau stóðu hvort andspænis öðm, féllust í faðm- lög. Hann vafði um hana handleggjunum og fann handleggi hennar um háls sinn.’ Faðmlög hans vom eins og stálviðjar. Hann sá andlit hennar, fölt tárvott, fagurblátt og ómótstæðilegt; ein í miljónum annara stúlkna. Hún sá augu hans athugul, undrandi og ógnandi; aldrei hafði hún áður séð andlit hans eins og það var nú. Það var gert. Það var of seint. Hann barðist við, eins og hann ætlaði að rífa af sér grímu, stálofin herklæði, er væm að yfirþyrma hann. Varir þeirra mættust eins og í draumi. Ekki voru þau sér neinnar áætlunar meðvitandi, það var eins og þau væm blinduð, svift viljanum og án vitundar um rétt og rangt. Það var hann sem hörfaði til baka næstum því með grátekka, er hann barðist enn við þetta óþekta, þegar það var orðið um seinan. Hann fann hinn stríða straum er streymdi um hana, er hið ástríðufulla og þróttmikla kveneðli henn- ar hafði vaknað, aflmikið og skyndilegt eins og þegar stífla er sprengd og feikn hins innibyrgða vatns steypist fram, fann handleggi hennar strjúkast eftir hálsi sér og hendur hénnar grípa um vanga sér er þau skildu. Andlit hennar varð eigi kyst í ástríðu eða meinleysi, eins og yngismeyjar í smáþorpi af einhverjum piltin- um. Andlit hennar var göfuglegt, alvarlegt og rólegt; andlit, sem tilheyrði mikilli sál með dýrðlegri fegurð. Ein kona í heilli miljón af konum; andlit alvarlegt og ungt eins og hans. Nú vom engin tár. Hið mikla augnabli'k, hið eina augnablik tveggja sterkra persóna var komið og liðið hjá. Ef einhverju hafði verið rænt var það búið. “Þú varst barbari og glæpamaður,” sagði hún eftir dálítinn tíma. “En það sem gert hefir verið er gert, og það sem skrifað hefir verið er skrifað. Margir menn? Hvar? Og nú hugsa eg að eg fari að hata þig.” Henni fanst málrómur hans vera eins og manns sem var að raula.með sjálfum sér, væri að furða sig á einhverju. “Eg var sterkur, þú tekur afl mitt frá mér. Vilt þú að eg rjúfi loforð mitt við ættland mitt? Hann stundi. Vildir þú gereyðileggja mann? Viltu að eg verði drepinn löngu fyrir tíma fram? Eg elska þig, en það má ekki svo vera!” “Nei, eg ibýst við því,” rödd hennar var dreymandi. “Eg sagði þér að þú hefðir hefnt þín. En eg ibýst við að eg hafi haft rangt fyrir mér — þegar eg kallaði þig þjóf. Yfirheyrslan. Eg ætti Víst að segjaiþér---” “Það er of s£int. Eg sagði þér, að eg gæti aldrei 'breyst. Það er bölvun, sem á mér hvílir. Eg get ekki breyst. Heiður minn er alveg eins góður og þú ert góð. En þú grunaðir mig í eitt skifti, og það er sama sem alt af. Það get eg ekki fyrirgefið manni eða konu. Og jafnvel þótt þú hefðir ekki grunað mig, er eg ekki hæfur handa þér. Óhreinn! Óhreinn! Líttu á hendur mínar — þær eru rauðar, segi eg! Líttu á þínar — hvítar, hreinar og góðar.” Hann mátti ekki mæla; hann barðist við sjálfan sig; gat ekkert sagt en þrýsti höndum hennar að vörum sínum. “Það eru ekki okkar forlög,” sagði hann loksins. “Já, eg er þjófur, næstum því heigull. Eg vissi ekki. Eg mJh aldrei biðja þig að fyrirgefa mér. Láttu mig komast í iburtu. Láttu mig rækja starf mitt. Ef eg lifi leyfðu mér þá að koma þegar eg er gamall og útslitinn og kyssa fald klæða þinna. Það munu verða — hljóta að verða aðrir menn. Þeir segja að kon- an geti elskað oftar en einu sinni. Eg veit það ekki. Eg trúi ekki að það sé satt. Æ, bara að eg gæti breytt mér!” En jafnvel nú gat hann ekki slitið sig frá henni. Ástríðulega lagði hann lófana á báða vanga hennar og kysti hana aftur og aftur á ennið. Þar sem hann hafði séð hana leggja hendina á eftir fyrsta kossinn, sem hann hafði kyst hana, stolið í myrkrinu. Hann var farinn. Hvað gat huggað hana nú? Hvað gat huggað hann? Ást karls og konu á enga miskunsemi til. 26. Kapítuli. Enginn iblár reykur reis út við sjóndeild- arhringinn í þessari paradís óbygðanna, er forgöngumenn þesssarar nýju iðnar lögðu leið sína um. Hvorki siðað, hálfsiðað né vilt fólk bjó í Indíána landinu á þessum tíma. Mennimir frá Sólbakka hvorki sáu né rákust á spor eftir hóf né hjól. Aldrei höfðu fætur taminna dýra mark- að þennan svörð. Hesta hjarðimar, sem reikuðu þama, vom viltar. Einu nágrannamir þeirra vom vilt dýr og viltir antilópar. Þarna fanst ekkert villigras, engar bíflugur. Hvíti maður- inn var ekki kominn ennþá. Enginn mannanna frá Sólbakka vissi neitt um landið framundan. Þeir fóm bara léttustu leiðina, áshryggina, sem vom á milli lækja- draganna. Nalbours þagði eins lengi og hann gat, en loksins reið hann til hins einkennilega þögula manns, sem reið alt af einsamall, án þess að tala um hjörðina, sjálfan sig, eða fyrirætlanir sínar. “Mr. McMasters,” sagði hann, “eg veit ekki hvar yið emm rétt núna. Eg veit ekkert hvert við erum að fara. Við höfum ekkert landabréf. Eg veit ekkert hvenær Rudabough kann að ráð- ast á okkur. Það er mál til komið að þú og eg ræðum saman um þetta.” “Já, það hugsa eg líka.” “Við emm til dæmis ekki á Chisholm slóð- inni?” “Nei, hún er austar, ef hún getur kallast slóð. Sill kastalinn er næsti hvítra manna bú- staðurinn héma. Það er ekki nema tjaldstaður þar, sem hermennimir stansa er þei koma að vestan frá Wichita fjöllunum. Engar verulegar herbúðir em þar ennjþá.” “Eg állít að hermennirnir ríði bara um, og geri ekkert annað.” “Þeir gætu gert meira, ef Indíána skrifstof- an léti iþá einhverntíma ií friði. Menn þessir gera það, sem Macy höfuðsmaður ráðlagði fyrir fimtán ámm síðan — þeir em að reyna að koma upp herbúðum fyrir norðan Rauðána, til að hafa auga á Comanchunum.” “Eins og þú veist em þeirra allra verstir Quarrada flokkurinn og stjómandi þeirra Gula- hendi. Aðsetursstaður þeirra er fyrir vestan Vísundaskarð í áttina til Llano öræfanna; iþar em hin miklu veiðilönd þeirra. En eg held að þeir hafi ákveðið að hafa fund með sér og Kowa- flokknum, og það sé ástæðan fyrir því að Gula- hendi er hér nú. Það er nú tilgangur Indíána stjómarinnar að safna saman öllum Indíánum og koma þeim fyrir á sérstöku svæði, og það kostar styrjöld, sennilega næsta ár. Alt þetta svæði fyrir norð- an okkur, getur verið þakið herskáum Indíán- um, þótt við vitum það ekki. Það eina, sem við getum vonað er, að enginn þeirra hitti Ruda- bough.” “Þetta er fallegt ástand eða hitt þó heldur! Og þú sagðir mér, að Rudabough væri á leiðinni til að hitta okkur.” “Hann veit ekki hvar við emm, en við vit- um hvar hann er. Ef við höldum beint í norður, og hann fylgir Washita fljótínu, finnum við hann auðvitað þar, sem við þurfum að fara yfir fljótið, og það verður eftir tvo eða þrjá daga. Ekki veit eg hverjir koma þangað fyrst. Hann ríður hraðara en við.” “En hvað sýnist þér, að við ættum að gera?” spurði Nalbours eftir stundar þögn. “Við eigum um margt að velja. Þegar þið áið á kvöldin, þá skuluð þið setja vagnstöngina, svo að hún bendi á pólstjörnuna og haldið svo daginn eftir í þá átt. Haldið svo norður í einn mánuð. Það sem verður, verður. En haldið hjörðinni þétt saman.” “Jæja, eg sendi vagn soðgreifans lítið eitt á undan,” sagði Nabours. Eg bað Sam að skjóta vísund og finna okkur áningastað, ef hann gæti fundið góðan stað fyrir hjörðina.” “Það sem kemur, kemur,” svaraði Mc- Masters. Þeir skildust að því að hann vildi ekkert meira segja. Hann reið spölkom frá hjörðinni og vildi engar skyldur á sig taka, sýndi engum neina vináttu, leit aldrei á lokaða vagninn þar, sem Taisía Lockhart hélt til. ★ Varla haði Nabours snúið til baka fram fyrir hjörðina, þar sem hann var vanur að vera, þegar hann fékk ástæðu til að verða hræddur. Spöl framundan sást hvitt tjaldið yfir vagn mat- reiðslumannsins, er kom til baka. Svertinginn rak uxana á harða stökki. Buck reyndi alls ekki að stöðva uxana, en reyndi miklu fremur að komast eins langt á bak við hjörðina og hon- um var auðið. Milly, sem var með honum í vagninum æpti án afláts. (Nabours varð að stöðva vagninn. “Hvern fjandann á þetta að þýða?” spurði hann svertingjann, sem skalf á beinunum af hræðslu. ^ “1 guðs bænum, massa Jim, farðu ekki þangað. Það eru fimm þúsund Indíánar þarna. Það eru miljónir vísunda einar tVær mílur fyrir faman okkuir þama inni í skóginum og Indíán- amir reka þá!” “Farið til hins vagnsins og akið þeim þétt saman,” skipaði formaðurinn. “Flýttu þér nú!” Hann keyrði hestinn sporum í áttina til hjarð- arinnar. “Stansið gripina drengir”, sagði hann við mennina. Hálfmílu breitt svæði af sléttunni var þakið nautum og hestaflokkurinn var á bak við þau. Mennimir gerðu skjólgarð af sængurföt- um fyrir framan vagnana, og sögðu kvenfólkinu að halda sér þar leyndu. Að svo miklu leyti sem auðið var voru þeir búnir við áhlaupinu. Það kom líka bráðlega. Nautin ókyrðust og lyftu höfðunum . Þrumugnýr óteljandi hófa dundi og jókst með hverju augnabliki. Fyrir augum þeirra sást nú sjónleikur Indtíánalands- ins. Feiknabreiða flýjandi vísunda, kom í ljós, dreifð íí smáhópa, eins langt og augað eygði. Með beygð höfuð, svo að skeggið straukst við jörðina, hljóp þessi endalausi straumur svo að jörðin skalf af þyngd þeirra — þetta var ægi- leg sjón hins ónumda lands. Menn þeir, sem aftan úr grárri íomeskju höfðu átt þetta land, voru nú komnir. Nokkrir riddarar riðu við hlið vísundabreiðunnar. Það voru Comanchar er æfðu þar sinn girimmúðlega leik, sem þeir elskuðu mest og þeim lét bezt — að leggja hinn vilta vísund að velli. Fimtíu, kanske hundrað, riddarar riðu í langri röð, ber- baka meðfram og inn á milli hinna litlu vís- undahópa, sem náðu eins langt í norður og vestur og augað eygði. Jafnvel í fjarlægðinni og í gegn um rykið sást að iþetta voru Comanch- ar, því að þeir notuðu spjót. Það var þeirra uppáhalds vopn á vísunda veiðunum. Enginn getur hugsað sór grimmúðlegri eða hagkvæmlegri aðferð en þessir villimenn not- uðu nú. Hver riddari reið við hlið vísunds er hann hafði kosið fyrir vopn sitt. Það var ekki tilgangurinn að bráðdrepa skepnuna, heldur að særa hana til ólííis. Veiðimaðurinn beygði sig skyndilega til hliðar og lyfti hátt báðum hand- leggjunuih. Hann skaut spjótinu og beygði sig svo aftur á bak til að draga út spjótið, og hið mikla dýr féll, lagt í gegnum lendarnar. Það dó ekki en hlaut að falla og var það nóg hinum grimma veiðimanni. Gömlu mennirnir eða konurnar, sem fylgdust á eftir með boga og örvar luku verkinu, er hið langa spjót hafði byrjað. Á bak við þá lá mílu löng röð af svört- um 'blettum, sem byltust um í grasinu, en blóð- þorsta veiðimannanna var ennþá ekki svalað. En veiðin átti nú að taka enda. Svo hrifnir sem þeir voru af þessari uppáhalds íþrótt sinni, hlutu þeir samt að veita eftirtekt öðrum há- vaða, sem heyrðist yfir dyninn ií vísundunum. Með hræðilegum gný glamrandi horna og dyn stappandi fóta, þaut Sólbakkahjörðin af stað, óð af hræðslu, enginn hjarðmannanna hafði séð neitt því líkt. Það sem verst var að nautin reyndu ekki að forða sér, heldur gengu í flokk með vísundunum á flóttanum. Það var ætíð einhverskonar ættarband með hálfviltum nautgripum og vísundunum úti í óbygðunum, og vissu allir gamlir nautasmal- ar, hversu örðug var að skilja þetta, ef naut- gripir og vísundar lögðu leiðir sínar saman. Er þessi hálfviltu naut gengu nú í flokk viltra vís- undanna og alt æddi af stað þúsundum saman, varð hávaðinn svo óskaplegur að ekki verður með orðum lýst, og náði nú hámarki sínu. Hin dreyfða vísundasjörð jókst nú af f jögur þúsund nautum ljósari á lit. Enginn gat stöðvað þessa hjörð. Rauðskinnarnir höfðu riðið lengi; á bak við þá lá röð af svörtum blettum, sem brutust um og féllu. Þetta auka atriði, að Sólbakka hjörðin bættist við, gerði enda á leiknum. Naktir með efri búkinn rauðmálaðan og handleggina líka, riðu nokkrir Indíánarnir öskr- andi og hlægjandi að tjaldstað hvítu mannanna. Þeir voru ekkert að hraða sér. Comancharnir óttuðust lítið hvíta menn. I hinu fjarlæga suð- vesturlandi voru þeir drambsamir einvaldar, sem rændu hina huglausu Mexikana eins og ' þeim sýndist, og buðu með valdi hinum hvítu landnemum hvað langt þeir mættu fara, eða þá ef þeim sýndist, ráku Iþeir þá til baka. Þeir höfðu hald á beztu v'ísundahögum og nauta- högum i Texas, og höfðu varnað nautaræktar mönnum að setjast þar að. Þeir voru ekkert hræddir við hvíta menn. Þeir höfðu sannanir fyrir því með sér. Úr búð, sem þeir höfðu rænt lengst suður frá höfðu þeir blúndur og baðmullar dúka og skreyttu með þeim hesta sína, því að litimir voru sterkir. Hver einasti hestur hafði einhverja renglu af vefnaðarvöru í taglinu. Það var þeim mikið hlátursefni, að binda endann á vefnaðarvöru stranga í taglið á einhverjum hestinum og ríða svo af stað og láta dúkinn rekjast niður af stranganum, og hesturinn hljóp hvert, sem hon- um sýndist. Sumir reiðhestar villimannanna, höfðu ennþá druslur dúkanna í taglinu. Engir hjarðmenn hefðu getað staðist slíka sjón. Sóllbakka mennrinir, sem höfðu rekið hjörðina, fundu nú að endirinn var kominn. Án nokkurrar fyrirskipunar lagðist hver maður á bak við ábreiðurnar sínar með riffilinn tilbú- inn. “Sleppið þeim ekki inn, piltar — en skjótið ekki ennþá, þeir hafa engin önnur vopn en spjót!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.