Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MAf 1948 Ííeimskrin0lci (Stotnv.0 18M) Kemur út á hverjum.miðvikudegi. Eieendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMTfED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Otíawa WINNIPEG, 26. MAÍ 1948 Til íslenzkra foreldra Þegar sá er þetta ritar var að vinsa nöfn íslenzkra nemenda úr hópi nærri þúsund stúdenta er burtfararpróf tóku frá Manitoba- háskóla, datt honum í hug, hvað verk það hefði verið bæði skjótar unnið og samt fullkomnara, ef eitt hinna mörgu skírnarheita ís- lenzkra nemenda, sem oft matti a skranni sja, fiefði verið íslenzkt. Ef því hefði verið að heilsa hefði verið fyrirhafnarlaust, að geta hvers einasta nemanda, er til nokkurs skyldleika átti að telja við íslendinga. En það er oftar en við áminst tækifæri, sem þetta gæti komið sér vel. Um menn getur nú hnigað og þangað út um álfuna, ýmist fyrii einhver ákveðin afrek unnin eða bara af tilviljun, eins og þegar menn hittast á ferð, sem engan grunar um af nafninu, að séu íslendingar, en skyldmennum hlyti að þykja fróðlget og gaman að vita um bæði hér og heima. Það hefir verið eitt af verkefnum íslenzku blaðanna, að vera nokkurs konar fréttaþráður milli fslendinga hér vestra, hvar sem niður hafa verið komnir. Og líklegast vita þau meiri deili en nokkur önnur stofnun hér um verustaði þeirra í dreifingunni út um álfuna. En eftir því sem þeim f jölgar sem þjóðernisheimildir fela á sér með erlendum nöfnum, er sambandi milli þeirra hér meiri hætta búin en áður. Eitt al-íslenzkt nafn innan um hin mörgu útlendu gæti hér oft úr skák bætt. Það gæti meira að segja verið um ár og aldir leið- beining um þjóðernið, eða af hvaða bergi einstaklingurinn væri brotinn. Það væri meira að segja engin fjarstæða, að hvert hinna mörgu þjóðarbrota tæki þetta upp. En látum þau um það. Einstöku íslendingar hafa hér tekið upp ættarnöfn, svo á þeim verður ekki vilst. En fjöldinn allur hefir þo afskræmt þau eðo. lagað, svo ekki væru eins torveld á tungu enskumælandi lýðs, eða þjóðar þessa lands. En þrátt fyrir það tapast með því nafn hverrar konu. Ættarnafnafargan gerir ekki kvenþjóðinni hátt undir höfði og stendur alveg á sama þó bæði skírnar- og foreldranöfn betri helmingsins” þurkist út. Það er málað yfir nöfn kvenna við gift- inguna, eins og skipa við eigendaskifti, alls staðar nema á íslandi. En ættarnöfn eru lög hér og þeim vreður að hlíta. Um skírnar- nöfn gegnir alt öðru máli. Það sem Heimskringla leggur þvi til, er að allir rslenzkir ioreldrar taki það upp sem óirávíkjanlega reglu, að hafa eitt skírnarnafna barna sinna íslenzkt. Eins er þó að gæta í því efni. Það er að nöfnin séu svo íslenzk, að ekki aflagist í enskri prentsmiðju, vegna skorts á íslenzkum stöfum þar. í kvennaheitum aflöguðust ekki nöfn eins og Unnur, Svafa, Valdís, Rannveig Arnrún, eða í karlanöfnum, Leifur, Egill, Einar, Baldur Snorri, o. s. frv. En svo segðu nöfn til, sem Jón, þó broddinn yfir “ó”-ið vantaði og eins Sigurður, þó “d” yrði að notast í staðinn fyrir “ð”, eða “th” í ótal nöfnum fyrir “þ”. Þetta væri því ósköp vel vinnandi vegur. Og það væri gaman ef það héldist sem lengst við hjá íslenzkum kynslóðum hér og af því mætti sem lengst fá vitneskju um þjóðernið. Þetta er svo fyrir- hafnarlaust sem orðið getur, en gæti þó verið mikill fróðleikur á komandi tímum. Gyðingaland endurfætt - —Vöggugjöfin sprengjukúlnahríð frá Aröbum REIKNINGSSKILIN Það hefir helzt verið fundið að áætluðum ársreikningi Ot- tawa-stjórnar, sem lesin var upp í þingi 18. maí, að tekjuskattur- inn er ekkert lækkaður. En D. C. Abbott, fjármálaráð- herra, kvað með því að hreyfa lít- ið við sköttum hægra að halda hlutunum í skefjum á þessum tímum hóflausrar verðbólgú og öryggisleysis. Mr. Abbott bætti við: Þrír af hverjum fjórum skattgreiðend- um, mundu greiða hærri skatt, ef‘ án. námi 8% sölusakttsins á langri skrá af matvörum. En börnum þótti miður um að “candy bars” voru á skrá þeirri sem ekki var lækkaður skattur á, eins og áfengi, tóbaki, vindling- um, gosdrykkjum, o. s. frv. Þrátt fyrir afnám 8% sölu- skattsins á mörgum nauðsynjum, er skráin eins löng enn af mun- aðarvörum, sem skattur er á og hefir meira að segja verið hækk-l aður um 25% á nokkrum. Og miklu af þeim munaðarvörum, | dettur fólki nú ekki í hug að veral þeir væru í Bandaríkjunum, en þeir gera hér. En stjórnarand- stæðingar sögðu Abbott fara rangt að þessu; þeir hóldu fram, að hag alþýðunnar ætti fyrst að bæta og síðan stjórnarinnar. Sú breyting var þó gerð á tekjuskattinum, að 500 dali má draga frá tekjunum, ef maðurinn er yfir 65 ára að aldri. En þettá voru einu skattbreytingarnar. Mjög.nærri % biljón er áætlað- ur tekjuafgangur á árinu, sem lýkur 31. marz 1949. f heild sinni eru árstekjurnar 2.6 biljón dala, en útgjöldin 2.1 biljón. Ekkert er gert til að stöðva hækkun vöruverðs, sem auðvelti er að hækka mikið meira en það' sem söluskatturinn áður nam. . i Það virðist með öðrum orðum | ekkert hugsað um hag alþýðunn-j ar, eins lengi og stjórnarkassinnj er fullur upp í lok af skatt-pen-| ingum. Skuld Canada var 31. marz 1948 yfir 12 biljón dali ($12,378,000,-; 000), að öllum tekjuafgangi frá-| dregnum bæði árið sem leið og nú j í ár. Skuldin hefir aðeins lækk-' * að um 1 biljón frá því er hún var Heimilismæður létu vel af af-hæst. Það átti svo að heita, að Gyð- ingaland lýsti yfir sjálfstæði sínu 14. maí. Athöfnin fór fram í listasafnshöll á Rothschild Boulevard í Tel Aviv. Hið nýja þjóðland er nefnt Israelsríki. Á síðari tímum hefir landið verið kunnast undir nafninu Palestína. En það hefir og heitið fleiri nöfnum eins og Canaan, Jórsala- land og verið talað um sem “land- ið helga”. Gamla testamentið má heita saga Palestínu á stjórnartíð Gyðinga þar. Biblíutrúuðum eru því staðaheiti og borga þar munn- töm og kunnug. Gyáingar eru nú sagðir um 600,000 í Palestínu. Um síðustu aldamót voru þeir ekki sagðir nema 17% af allri þjóðinni en Muhameðstrúarmenn 7 3 % o g kristnir 8%. En á síðasta aldar- fjórðungi hafa þeir streymt inn í landið og einkum síðan Bretar upp úr síðasta stríði tóku þar við yfirráðum. Fjöldinn allur hefir komið frá Þýzkalandi, Austurríki, frá löndum á Balk- ansskaga, Iraq og Yemen. Þeir hafa mjög barist fyrir sjálfstæði landsins og hafa verið studdir af Gyðingum út um allan ehim í því með fégjöfum, svo miljónum dala skiftir. Um leið og Sir Allan Gordon Cunningham sigldi frá Haifa og brezkum yfirráðum af landinu var lokið, tóku Gyðingar við stjórnartaumunum. Hin nýja saga Gyðinga byrjar 1917 er Bretar tóku “landið helga” í fyrra stríði af Tyrkjum. Er yfirlýsing A. J. Balfours 2. nóv. það ár, byrjunin á endur- heimt Palestínu handa Gyðing- um. Um þá yfirlýsingu hafa síð- an og alt til þessa dags staðið miklar erjur. Balfour skrifaði Rothschild, foringja Zionista og var ein málsgrein úr því bréfi skráð í lögum Þjóðabandalagsins gamla. Þar stendur: Stjórn Bret- iands er því meðmælt, að stofnað sé til þjóðríkis í Palestínu fyrir Gyðinga, og að þeir eignist með því samastáð, sem allar aðrar þjóðir. En þessu fylgir þó, að aðrir þjóðflokkar í landinu hafi bæði fullkomið trúarbragðafrelsi og sama jafnrétti í þjóðfélaginu og aðrir íbúar landsins. ' Á stjórnarárum Breta kom það oft greinilega í ljós, að í landinu var um tvennskonar menningu og trúarbrögð algerlega ólík að ræða. Nefndir, sem af Þjóða bandalaginu voru skipaðar til að rannsaka málefni Palestínu, komu engu til leiðar. Eftir að Bretar lýstu á síðast liðnu ári yfir, að þeir ætluðu ekki að hafa ymráð þar með höndum lengur, þar sem Þjóðabandalagið var þá tiautt, var loks ákveðin afstaða tekin í málum landsins af Sam- einaða þjóðafélaginu. í fyrstu hafði ákvæðið um að skifta landinu í tvo hluta milli Gyðinga og Araba, hinar alvar- legustu afleiðingar. í bardaga sló milli hers Hagana, foringja Gyðinga og hers Araba frá hin- um ýmsu sambandslöndum þeirra. Höfðu Gyðingar þar bet- ur og það mun hafa þá stundina riðið baggamunin, að ekki var hætt við skiftingu landsins. — Bandaríkin létu síðar þá skoðun uppi, að þeir væru ekki með skift- ingu landsins og vildu heldur að yfirráðastjórn tæki við frá Sam- einuðu þjóðunum. Þeir óttuðust að hvorki Gyðingum né Aröbum væri trúanai til að halda sér í skefjum, ef hlutlaus aðili væri ekki á bak við þá. En af þessu varð ekki og létu Bandaríkin þá það mál niður falla. í Tel Aviv, hinni nýju höfuð- borg, var stjórn mynduð (14. maí) og sendu Gyðingar umheiminum fregnir af því um hina nýju út- varpsstöð sína : “Rödd Israels”. Hagana ávarpaði þegna hins unga ríkis og bað þá að vera við árásutn búna. Voru ljós slökt og alt landið innan hins nýja þjóð- ríkis myrkvað. David Ben-Gurion var valinn fyrir forsætisráðherra í þessari bráðabirgðastjórn, sem svo er nefnd og 12 meðstjórnendur hans voru og nefndir. Eitt af því fyrsta sem nýja stjórnin gerði, var að afnema tvenn ríkjandi lög frá stjórnar- árum Breta. Þau áhrærðu tak- mörkun á innflutningi Gyðinga og jarðasölulög, sem einnig höfðu verið takmörkuð eða undir ströngu eftirliti. Annað lét nýja stjórnin flest gott heita í lögum Breta í Palestínu. Þess var ekki lengi að bíða, að árás væri hafin á Palestínu eftir þetta. Arabar gerðu út sprengju- leiðangur á borgina helgu Jerú- salem, og af fréttum að dæma s. 1. laugardag, mætti ætla að þeir væru búnir að taka borgina. í þeirra höndum voru þá sagðir 80% af borginni. Konsúlar Bandaríkjanna og Frakka í Jerúsalem tilkyntu og Sameinuðu þjóðunum, að ekkert gæti bjargað borginni annað en her frá Sameinuðu þjóðunum. Um borgina eru einhverjar vöflur, vegna þess, að málum Palestínu er ekki alveg lokið og Sameinuðu þjóðirnar vildu sum- ar að borgin helga væri ákveðin hlutlaus borg. Hvernig hinu nýja ríki reiðir af, er því enn óséð. Ástandið kvað vera alvarlegt um það, þó ýmsir trúi því tæplega að Arabar leggi, sig í hættu, þar sem skift- ing landsins er nú samþykt af Sameinuðu þjóðunum og með fúsu fylgi Bandaríkjanna og Rússa. En það sýnir sig síðar. Gyðingar eru því aftur teknir við völdum í þessu landi, sem þeir réðu yfir um 1500 ár, eða frá 1479 f.K. og fram að fæðingu hans. Landið var þó bygt af öðr- um löngu áður, eða alt að 3500 ár fyrir Krist-fæðingu. Elztu íbú- arnir voru sagðir hellabúar, en hjarðmenn síðar og eru þeir að líkindum forfeður ýmsra vestur- asíuþjóða nútímans, þar á meðal Gyðinga. Landið helga var mjög frjó- samt og á tíð hinna betri stjórn- enda, Sáls, Davíðs og Salomons, var íbúatalan um 5 miljónir en nú eitthvað á aðra miljón. En þetta gekk úr sér sakir hirðu- leysis og vanrækslu, svo þar eru nú eyðilönd, sem áður voru blóm- leg héruð, sem ekki þurfti annað til að halda við, en áveitu. Með- fram Miðjarðarhafinu er enn frjósamt land og þar vex hveiti, bygg, ólífur, tóbak og appelsín- ur. Fyrstu árin eftir Kristfæðingu réðu Rómverjar yfir landinu, en snemma á sjöundu öld náðu Mú- hameðstrúarmenn því. Á 11. öld bönnuðu þeir kristnum mönnum að flytja inn í landið. Gyðingar hafa því ekki yfir landinu ráðið síðan fyrir Krists- burð. Bretar eiga ef til vill mesta þáttinn í því, að þeir hafa nú á ný komist yfir það. Múhameðstrú- armenn halda það að minsta kosti, því óhróðursskraf þeirra í Ind- landi á brezku stjórnina eftir síð- asta stríð, áttu sér beinlínis stað, vegna afstöðu Breta í Palestínu- málinu. Þó þeir biðji nú Breta eins og guð sér til hjálpar að verja sig fyrir Hindúum í Ind- landi, er sannleikurinn þessi. Og eftir allan stuðning Breta við Gyðinga í Palestínu-málinu og fleiri málum, eru þeir nú einn- ig að ýfa sig gegn þeim. Þvílíkir menn! * Á Tel Aviv hafa Egyptar nú hafið fjórar flugárásir. Yfirleitt eru þeir sem í sambandinu eru við Araba, The Arab League, svo mikið mannfleiri og voldugri en Gyðingar, að erfitt er að sjá hvernig þeir fá varið sig einsaml- ir. í sambandi Araba eru þessi ríki: Saudi-Arabia, Eygptaland, Iraq, Trans-Jofdan, Sýrland, Lí- banon og Yemen. Landið sem þessar þjóðir ráða .yfir, er á stærð við hálf Bandaríkin og tala íbú- anna er til samans 33 miljónir. En þó Gyðingar séu aðþrengd- ir í Jerúsalem, segjast þeir verja borgina þó sléttuð verði við jörðu, eins og Stalingrad; hún skuli aldrei úr höndum þeirra fara. J Nálægt kirkju þeirri sem Krist- ur er grafinn í var sprenging ný- lega. En skemdir á kirkjunni urðu engar. Skemdir af sprengju-árásum Egypta á Tel Aviv, getur ekki mikið um þó sjálfsagt hafi tals- verðar orðið. Sú borg hefir á síð- ustu tveimur áratugum vaxið, svo að þar eru nú 170,000 íbúar, í stað 300 árið 1909 er hún var stofn- uð. Er þar verzlun og iðnað- ur í stórum stíl eins og í borgum hins vestlæga heims. Hafa Gyð- ingar gert borgina að því, sem hún nú er. 9 Sögulegi rétturinn virðist þarna mikils metinn af Samein- uðu þjóðunum. Gætu þær ekki eins metið hann af hálfu íslands til Grænlands? Á VÍÐ OG DREIF HON. J. L. RALSTON her- málaráðherra Sambandsstjórnar á stríðsárunum, sem stöðu sinni sagði lausri vegna skoðanamunar hans og Ottawa-stjórnar í her- skyldumálunum, dó s. 1. föstudag í Montreal. En hafði þar í fé- lagi með öðrum manni rekið lög- fræðisstörf síðan hann fór frá stjórnarstörfum 1944. Hann tók við ráðgjafastöðunni af Hon. Norman Rogers, er fórst í flug- slysi. Það sem Ralston og stjórn Canada bar á milli, var aðallega myndun landvarnarliðs í Canada, sem Ralston taldi ekki annað en kák, því þess þyrfti ekki með hér, en væri þó ekki hægt að senda til Evrópu, hvað sem á lægi. Ralston hafði getið sér frægð- ar í fyrra stríðinu og Varð síðar hér hermálaráðherra King- stjórnarinnar 1926 og fjármála- ráðherra 1939. Auk þess hafði hann getið sér hið bezta orð, sem lögfræðingur frá því að hann kom heim úr stríðinu 1914-1918, á milli þess sem hann gaf kost á sér í stjórnarstöður. King forsætisráðherra neitaði að fara að ráðum Ralston í her- skyldumálinu og því skildu leið- ir þeirra. Síðar varð King að setja herskyldulög til hernaðar- starfa í Evrópu. Ralston stundaði lögfræðistörf í Montreal eftir missættið við King og farnaðist vel. Hann var 66 ára gamall er hann lézt. ★ ANDREI GROMYKO, full- trúi Rússa á þingum Sameinuðu þjóðanna, var nýlega kvaddur heim til Rússlands. Hann kom fyrst vestur árið 1938 sem lög- fræðisráðunautur á sendiherra- skrifstofu Rússa í Washington. Hafði hann í Rússlandi verið að- stoðar-utanríkismála ráðherra. — En hann varð hér þó ekki mikiðj kunnur út í frá, fyr en hann tók við fulltrúastöðu lands síns í fé-j lagi Sameinuðu þjóðanna. En þar kyntist hann brátt og er ef til vill sá af stjórnmálamönnum| Rússa, sem Vesturheimsmennj hafa bezt kynst. Eftir hæfileikum hans var: brátt tekið á þingum Sameinuðu þjóðanna, en það sem vakti þó að líkindum einna mesta forvitni á að sjá hann, var að hann rétti tuttugu og tvisvar sinnum upp| hægri hendina á móti lögum sem þingið var að reyna að sam- þykkja. Hann var mikill starfs- maður og er haldið fram að eng- inn fulltrúa þingsins hafi harð- ara unnið en hann. í kappræðum var hann fastur fyrir og stundum kaldhæðinn, en í viðmóti við menn, var hann hinn ljúfasti og vildi öllum þókn- ast. Munu sum andsvör hans seint fyrnast. Hér eru fáein: Fregnrita er bað Gromyko, að segja sér eitthvað til frásagnar af honum sjálfum, svaraði hann: Eg er sjálfur svo áhugalaus um þetta, að eg get ekki skilið að nokkur vilji vita það. Einhverjjum sem vék að því hvað unglegur Gromyko væri, var svarað af honum: Hvað gam- all þarf maður í Bandaríkjunum að vera til þess, að teljast gamall! Eitt sinn spurði bandarísk frú Gromyko að því, hvernig honum geðjaðist að konum hér vestra. Gromyko svaraði, að hann væri ekkert skotinn í þeim. En þegar hann sá að frúnni mislíkaði, bætti hann við: frú, bjóstq við að eg segði sannleikann? Öryggisráðinu lýsti Gromyko einu sinni sem tannlausu barni, sem ekki gæti látið inn fyrir munninn koma neitt, sem ekki væri eftir kokkabók Bandaríkj- anna soðið. Hvað Gromyko gerir eftir að til Rússlands kemur, er óvsít. Þykir líklegt að hann hækki í tigninni. í stað hans er kominn Jacob A. Malik til New York að taka við fulltrúastöðu Rússa á fundum Sameinuðu þjóðanna. Hann var fyrrum sendiherra í Japan og hefir verið aðstoðar utanríkis- táðherra í Rússlandi. HELZTU FRÉTTIR Almenn mannréttindi * Sérstök þingnefnd í Ottawa kom nýlega saman til þess að ræða frumvarps-yfirlýsingu S., þjóðanna um almenn mannrétt- indi. Fjallaði nefndin aðallega um fanganir og frelsishöft ein- staklinga, “Internment” stefn- una í Canada á stríðsárunum. Var 5. grein frumvarpsins ein- kum efnið, sem fyrir lá til um- ræðu. Virtist Rt. Hon. J. L. Ilsley, dómsmálaráðherra, og formaður nefndarinnar, hafa — nokkrar áhyggjur út af þeim lið. Ef Canada greiddi atkvæði með þeim lið, sem sé því sem gert var í síðasta stríði, samkvæmt land- varnareglugerð landsins, að fanga (intern) nokkra Canada- menn, en'Jpað var gert á árunum frá 1939 og 1945, án þess að þeim væri veittar réttur til þess að bera mál sitt upp fyrir dómstól- um landsins, þá kvað Mr. Ilsley, að Canada myndi verða sökuð um allmikla ósamkvæmni. Átti hann þar við, að Canada yrði á- litin sjálfri sér ósamkvæm, ef hún nú greiddi atkvæði með þessum lið, en færi þó nákvæm- lega eins að ef til annars stríðs kæmi, eins og hún gerði í síð- asta stríði. En 5. grein frumvarps-yfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna hljóð- aði þannig: Engna mann á að svifta per- sónulegu frelsi, eða hafa í kaldi, nema í þeim tilfellum, eða sam- kvæmt þeim undantekningum, sem lýst er, og tekið fram í lög- unum. Einn og sérhver, sem tek- inn er fastur, skal eiga rétt og heimtingu á að lagalegur dómur úrskurði hvort handtekning hans sé réttmæt, og lögum samkvæm, og eiga fullan rétt á málsrann- sókn innan hæfilegrar tímalengd- ar frá handtöku hans.” Frederick Whitman, (L. —- Mount Royal) vakti máls á hin- um svo til nýafstöðnu njósnara- lannsóknum. Lagði hann þá spurningu fyrir nefndina, hvort stjórnin samkvæmt þessari laga- grein, hefði átt nokkuð með að breyta í því máli eins og hún gerði. Rev. E. G. Hansell, (S. C. — Macleod) kvaðst ekki geta séð hvernig stjórnin hefði getað far- ið öðruvísi að í neinum af þess- um málum, frelsishömlunum á stríðsárunum, eða njósnararann- sóknar-málunum og mörgu öðru þar að lútandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.