Heimskringla - 25.08.1948, Side 1

Heimskringla - 25.08.1948, Side 1
Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 j Frank Hannibal, Mgi. I LXII. ÁRGAXGUR Always ask for the— HOME-MADE “POTflTO LOflF” CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, , 25. ÁGÚST 1948 Landsfundur C. C. F. NÚMER 48. VORMORGUNN Það helzta sem gerðist á lands- þingi C.C.F. flokksins, sem stóð yfir í Winnipeg í 3 daga, var það sem hér segir: Foringi flokksins var kosinn í einu hljóði M. J. Coldwell. Stefnuskrá flokksins er hin sama og áður; þjóðeignastefnan er aðal trompið. Þingið samþykti að stuðla að hækkuðum elli- og blindra styrk, meira öryggi fyrir atvinnulausa og fría læknishjálp, þar á meðal spítalavist við fæðingar. Eftirlit markaðar og ábyrgð vöruverðs, vátrygging fyrir upp- skerubresti og lán til bænda með góðum kjörum, var eitt af því sem þingið samþykti. Ennfremur var samþykt að flokkurinn hefði með höndum, ef til valda kæmist, stjórn f jármála, veðlánsstofnana, trust-félaga og eru svo allra stærri iðnaðarstofnana (big industrial corporations). Að sambandsstjórnin veitti lán með lágum vöxtum til smíði í- veruhúsa sem seljast skyldu eða leigjast á lágu verði, með góðum kjörum. Ráð skyldi skipað til að stjórna sölu inn á við og út á við á korni, kvikfé, timbri, kolum, nokkrum málmum, ávöxtum og garðmat. Ný lög til viðreisnar sjávar fylkjunum eystri og Nýfundna- landi. Þá var samþykt að leita á náðir leyndarráðsins með að breyta stjórnraskránni, afnema efri mál- stofu þingsins, gera nýja samn- inga milli fylkjastjórna og sam- bandsstjórnar, semja ný mann- réttindalög (Bill of Rights), fá nýtt canadiskt flagg og nýjan þjóðsöng. Þingið taldi sig samþykt sölu á smjörlíki, ef tilbúningur þess væri rekinn sem þjóðeign. Liberal-stjórnin var fordæmd fyrir að leyfa járnbrautum að hækka flutningsgjald sitt. Þingið tjáði sig samþykt stofn- un heimslögreglu af Sameinuðu þjóðunum og að það félag hefði eftrilit með atomsprengju tilbún- ingi og notkun. Stofnun Gyð- ingaríkis var þingið samþykt, en eign er hampað meðan almenn- ingur á engan beinan þátt í stjórnarrekstrinum og er áhrifa- laus gagnvart löggjöf landsins. Maður skyldi ætla, að einhverjir sæu, að það væri aðeins að veita stjórnum, fáeinum mönnum, það sjálfræði, sem langt tæki fram því sjálfræði, er nú viðgengst á meðal stjórna allra lýðræðis- þjóða, og sem menn hafa fengið smjörþefinn af og ættu að vita, að ilt eitt leiðir af. Eina lækn- ingin við meinum nútímans, er að skerða vald stjórna í lýðræðis- löndunum og veita almenningi meiri og beinni þátt í löggjafar- smíðinni, en gert er. f því liggur öll frelsisbarátta hvers þjóðfé- lags sem er. En engir af öllum þjóðmálaflokkum bæði þessa lands og annara lýðræðislanda miklar frelsishetjur að kringum okkur og rákum augun þora þetta. En þeir leggjast allir strax í það, á hve áberandi stað á þá sveifina, að biðja almenning ísl. fáninn var staðsettur. Er Dýrðlegt vor von og þor vekur alt af dvala. Vetrarþraut brott af braut, bjart til hafs og dala. Ljómar fold fræ úr mold fríðu blómin ala. Sigur lífsins tungur allar tala. Æskan blíð, ellin stríð, yl og gleði finna. Tímans hjól hlýtt við sól hvetur oss að vinna, braut til hags bræðralags, boði helgu sinna, meðan örlög æfiþráð vorn spinna M. Markússon um meira vald, sem í öfuga átt stefnir við almenningsfrelsi, og sem auðsætt er, að til meira ein- veldis og einræðis horfir, en áður. Þjóðeignastefnan á sína kosti; hún getur sameinað hugi manna og verið einingu þjóðfélagsins styrkur. En hún þrífst bara ekki undir flokksstjórna eniræði vorra tíma í sjálfum lýðræðislöndun- um, sem svo eru nefnd. Það væri nær að vinna að samvinnustefn- unni og þróun hennar innan þjóð- félagsins á frjálsum grundvelli eins og á íslandi og á Norður löndum er gert, meðan verið er að ná því stjórnarfarslega frelsi sem almenningur á skilið og helga heimtingu á. hann fyrir miðjum leikvanginum og virðist sjást jafnvel allstaðar frá. Kl. 15.30 kom Alþjóðaolympíu- nefndin og framkvæmdanefnd XIV. Ólympiskuleikanna inn á leikvanginn og litlu síðar George Bretakonungur, sem var kyntur nefndarmönnum, en síðan var leikinn konungssöngurinn, og að honum loknum gekk konungur til stúku sinnar. stroknir, auðsjáanlega ekki enn komnir yfir hörmungar styrjald- aráranna, Bandaríkjamenn, einna stærsti og glæsilegasti kepp- endahópurinn, með skjannahvíta hatta eða húfur, Norðmenn og Svíar glæsilegir á velli, í líkum búningum, ljósum buxum og blá- um jökkum og þannig má lengi telja. Englendingar ráku lestina eins og gestgjöfum sómir. — Minnst fór fyrir hópnum frá Möltu, sem taldi einn mann, en fagnaðarlætin voru ekki eftir því En ánægðastir vorum við ísl áhorfendurinir, þegar hinn mynd arlegi hópur 33 íslendinga gekk inn á leikvanginn í smekklegum búningum, enda fögnuðum við ákaft og fengum það orð síðar, að við hefðum gert það einna kröftugast allra þjóða. Finnbjörn var fánaberi og bar fánann mynd arlega. Steingrímur Matthíasson læknir dáinn ÍSLENDINGUM ÁKAFTFAGNAÐÁ ÓLYMPÍULEIKUNUM Það var hrífandi og tilkomu- mikil sjón fyrir áhorfendur frá fslandi þegar hinn myndarlegi hópur íslenzkra íþróttamanna gekk inn á Ólympíuleikvanginn í dag ásamt þátttakendum 58 þjóða, um 6 þúsund að tölu, sem eru keppendur í leikunum. fs- Kína vorul lendingarnir voru alls þrjátíu og vopnasendingar til______________ bannaðar. Til Spánar andaði’ þrír, keppendur og fararstjórn. kalt. ' Innan C.C.F. flokksins mæltu Fánaberi var Finnbjörn Þorvalds son og bar hann fánan mjög bændur sterklega á móti smjör-! myndarlega og var sómi að líkisgerð í Carvada. Um fleiri mál bar flokksmönnum á milli, eink- um að því er snerti þjóðeigna- rekstur. Bændur eru og hafa ávalt verið séreignasinnar, er til reksturs í búnaði hefir komið. Af því er austrið og vestrið myndað, sem milli verkamanna og bænda á sér stað. Annars er skrítið, hvað þjóð- Strax og við komum inn á Strax og konungurinn var kom inn til stúku sinnar, hófst inn- ganga keppenda á leikvanginn. ar Fyrstir í fylkingunni fóru Grikk- ir, en síðan hver þjóð af annari í stafrófsröð. 85 þús. áhorfenda voru samankomnir á Wembley við setningarathöfnina, og nú hófust fagnaðarlæti um leið og fyllkingin þokaðist hægt og há- tíðlega fram hjá áhorfendapöll- unum. Yfirleitt var hverri þjóð fagnað ákaflega, en þó misjafn lega mikið, eftir því hver átti í hlut. Lord Burghley, formaður framkv.nefndarinnar bað nú kon ung að setja leikana. Konungur- inn gengur fram og segir leikana setta með fáum orðum. Við sam hljóm ótal lúðra er Ólympíufán inn dreginn að hún, um leið eru 7000 dúfum slept lausum yfir leikvanginum, sem flögra í allar áttir. Allra augu mæna nú að inn- ganginum, að augnabliki liðnu kemur hár, ljós hærður hlaupari í ljós, hann ber kyndil hátt í hægri hendi, það er Olympíueld- urinn, sem hefur farið 2000 mílna vegalengd frá Grikklandi til London. Hlauparinn nemur stað- andartak á leikvanginum, heilsar, en hleypur síðan að Ol- ympíueldstæðinu og tendrar eld- inn sem á að loga eins lengi og leikarnir standa yfir. Fagnaðar- læti áhorfenda eru gífurleg og þau þagna ekki fyrr en tónar Steingrímur Matthíasson lækn- ir andaðist hér í Landsspítalan- um í gærmorgun. Hann kom hingað heim frá Borgundarhólmi með Heklu. Hafði sonur hans Bragi dýralæknir farið til Borg- undarhólms til þess að sækja föður sinn, er þá var orðinn fár- veilcur, og vissi vel að hann ætti skammt eftir ólifað. Eftir að hann kom hingað, var hann varla nokkurn tíma málhress. Hann dó úr krabbameini. Steingrímur heitinn var sem kunnugt er, meðal fremstu lækna þjóðarinnar, ötull og skyldu- rækinn við störf sín svo af bar. Auk þess var hann mikill áhuga- maður um ýms þjóðnytjamál, og lét til sín taka á mörgum sviðum, til þess að verða þjóð sinni að gagni. Nokkru áður en styrjöldin braust út, hin síðasta, flutti hann til Danmerkur, sem kunnugt er. Gegndi læknisstörfum fyrir ýmsa lækna hér og þar í landinu, uns hann settist að á Borgunarhólmi. Hann hafði mælt svo fyrir að lík hans skyldi brent. Mun það verða gert hér í bálstofunni. —Mbl. 28. júlí Oratoríunni Messian eftir Hand- el. Donald Finnley, breski grinda- hlauparinn/ sem gisti fsland í vor, gengur næst fram og vinn- ur Olympíueiðinn í nafni allra keppendanna. Að þessu loknu er breski þjóðsöngurinn leikinn, en síðan þokast fyllkingin af stað út af leikvanginum og næst hefst alvaran, — keppnin. —Mbl 30. júlí FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Síldaraflinn varla fimmti hluti aflans í fyrra Um síðustu helgi voru ekki komnir á land, nema rúmlega 127 ^úsund hektólítrar af bræðslu- síld, og sama og ekkert af síld til söltunar. Er þetta ekki nema tæplega fimmti hluti þess, sem komið var á land á sama tíma í fyrra, þótt lítið aflaðist þá. Þá nam bræðslusíldaraflinn 640 þús. hektólítrum og þá var auk þess búið ag salta um 12,5000 tunnur af síld. Á laugardagskvöldið var Olympíulofsöngsins kæfa þau.j vélskipið Helga frá Reykjavík “Goðafoss” setur hraðamet milli Reykjavíkur og New York Samkvæmt tilkynningu frá Eimskipafélagi íslands kom m. s- Goðafoss til New York á mán- udagskvöld 26. þ. iji. kl. 10.30, en skipið fór frá Reykjavík á mánu- dagskvöld 19. þ. m. kl. 9. Hefur skipið því aðeins verið 7 sólar- hringa og 514 klst. á leiðinni, og er það þannig fljótasta ferð sem íslenzkt skip hefur nokkurntíma farið milli fslands og New York. Vegalengdin, sem skipið sigldi er 2567 sjómílur og hefur meðal- hraði skipsins þannig verið 14.8 sjómílur, þrátt fyrir það þó eigi hafi verið notuð nema 2900 hest- öfl af þeim 3700 hestöflum, sem vélar skipsins geta framleitt. —Mbl. 30 júlí Hver þjóð hafði auðsjáanlega leitast við að velja keppendum sínum sem smekklegastan bún- ing. Og um leið og fylkingin þokaðist framhjá fengum við á- horfendur að virða fyrir okkur hið margvíslegasta litaval og hinar gjörólíkustu gerðir. Danir hvítum buxum og hárauðum jakka, Frakkar með alpahúfur og dökkklæddir, Austurríkismenn Erkibiskupinn af York ávarpar keppendur og strax á eftir leik- ur hljómsveit og 1200 manna kór búið að salta um 12,500 tunnur aflahæsta skipið fyrir norðan — með 1916 mál. Næst var Narfi frá Hrísey með 1749 mál. —Tíminn 27 júlí Kári Gíslason frá Elfros, Sask., var í bænum í gær, kom með naut- gripi að selja, sem nú eru dýru verði keyptir á bandaríska mark- aðinum. Hann heldur heimleiðis í kvöld. Bakarar í New York eru farnir að bjóða nýja köku til sölu — skilnaðarköku fyrir hjón, sem slíta samvistum. RANGÁRÞING Wembley, fórum við að líta í snjáðum jökkum, en hreinir og Aðal konsúl Rússa vísað úr landt HVÍLDARDAGUR Á GIMLI Þá sólin er sigin til viðar og söngfuglinn hvílir á grein, eg horfi í afturelding á alföðurs verkin hrein. Það fýkur í furutrjánum hið frjálsa sigurlag, sem boðar til biðjandi hjarta hinn bjartari komandi dag. Og öldunnar niður hann ómar við örlaga framtíðar strönd, að alt sem við óskum og þráum er ofið í vináttu bönd. í sérhverju blómi sem bærist er bros sem að minnir oss á, að lífið er geisli frá guði Bandaríkin tilkyntu sendiherra Rússa, Alexander Panyushkin og stjórn Rússa s. 1. föstudag, að aðal-konsúll þeirra í New York, Jacob Lomakin að nafni, hefði svift sig með framkomu sinni öllum rétti til,, að reka konsúls- starf sitt áfram og skipuðu svo fyrir, að Lomakin yrði sendur burt úr Bandaríkjunum. Það sem varðaði landrekstri1 Lomakins voru afskifti hans af málum rússneskra kennara, er hann kvað Bandaríkjastjórn hafa rænt til yfirheyrslu í landráða- málunum, en sannleikurinn var sá, að konsúllinn rænti, eins og t. d. Mrs. Kosenkina. Þetta mannarán sagði Lomakin rúss- nesku stjórninni og Molotov varð ókvæða við og sendi Banda- ríkjastjórn harða áminningu fyr- ir. Hafa nú Bandaríkin svarað þessu með burtrekstri konsúlsins Þau telja hann ekki hafa haft vald til að setja upp lögreglu °g göfgi er mannanna þrá. Berghtór Emil Johnson j innan Bandaríkjanna, eins og af- skifti hans af Mrs. Kosenkina bera vitni um. Hvernig á því stendur að Rúss- ar vilja endilega ná í þessa kenn- ara heim til Rússlands, vita þeir bezt. Hitt er víst að hvorki Mrs. Kosenkina né Mr. Sumerine og kona hans fýsir að fara til Rúss- lands og segjast heldur fyrir ætt- ernisstapa ganga, en fara þangað. Bandaríkjastjórn er alveg hlut- laus um það mál, segir kennar- ana ráða hvað þeir geri, en eins lengi og þeir séu í Bandaríkjun- um og hafi ekki neitt af sér gert. verndi Bandaríkin þá, sem hverja aðra, enda þótt rússneskir þegnar séu ennþá. f Bandaríkjunum sé engin rússnesk konsúlslögregla, sem íbúana hneppi undir vald sitt, þegar konsúlum Rússa sýn- ist. 4 Því var snemma spáð, að ræðis- mannsskrifstofurnar rússnesku mundu verða fyrir barði þing- nefndarinnar, er þegnskyldumál- in er að rannsaka, enda hefir nú orðið sú raunin á. Heyr mig saga horfnra tíma háttu þína vil eg ríma, meðan enn mér endist skíma æfinnar við stuðlun máls. Lyft burt tjaldi, leyf mér kanna, lífsbraut þinna stærstu manna; óravíddir andans spanna undir merkjum blóðs og stáls. Ber mig fyrst að Bergþórshváli brennuvargar sóktu að Njáli, hugðust eyða í ógna báli orku vits og karlmanns þrótt. Hingað hefndar lágu leiðir, lasta vegir þjóðar breiðir, vanmat lífs, er orku eyðir örlaganna dapra nótt. Opnast sýn, til Oddans góða, arfsögn geymd um Sæmund fróða, mentadísin mærra ljóða máttug reis í stuðlum hér. Afreksmenn á ættarsetri enga vissi þjóðin betri, unnu frelsi og fræða letri friðar hugsjón efst þó ber. Eyjafjalla bygðin bjarta, bæir þínir fagurt skarta, vökul þrá, að þínu hjarta þokuðu mér um langan veg. Hér eru fögur fjöll að líta friðarró um jökla hvíta, Skógafoss, er augum íta yljar prýðin dásamleg. Þórsmörk inst, í auðnar löndum umgirt traustum strauma böndum móðir lífs, þér mjúkum höndum mildilegast hlúði um stund. Blóma stóð, og birki rjóður, brekku höll, með víði gróður; fuglasöngur — fossa óður fegrar þennan Edens-lund. Hverf eg til þín “Hlíðin” góða, hugðarefni minna ljóða, öllum fegurð áttu’ að bjóða öskufall þótt hylji lönd. Hingað leita hugir aftur, heimþrá Gunnars, vilja kraftur Kolskeggs, ítum endurskaptur, ættarstofns hvar liggja bönd. Man eg Stórólfshvo! og Keldur kappa býli, frægðar eldur lifir enn, og logum veldur lands í sál, við hverja þraut. Keppni Orms, við engjasláttinn, Ingjalds vit, er sýndi máttinn viljans, yfir aldarháttinn ótroðna þar ruddi braut. Markarfljót, í sólu sindrar silfurgráa dregla myndar, í norðri hef jast Heklu tindar, hátt í austri jökull rís. Bakka lönd, með hross í högum, hlymur jörð af fótaslögum, stóðið ungt hér eyðir dögum ærslafult sér leiki kýs. Lít eg yfir sveit með sanda, sólblik fjalla, eyði stranda, býlin væn til beggja handa brosa mér í sumar dýrð. BLessuð sveit, þig blessun yfir bið eg öllu hér sem lifir, manndóms orð á skjöld þinn skrifir, skjöld, er aldrei falli á rýrð. Magnús á Vöglum

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.