Heimskringla - 30.11.1949, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLil
WINNIPEG, 30. NÓV. 1949
Alma Crosmont
Þýtt heíii G. E. Eyford
16. Kaili
Lávarðurinn og laeknirinn héldu samtali
sínu áfram, þar til hringt var til kvöldverðar.
“Þú borðar kvöldverð með okku/,” sagði lá-
varðurinn. “Mér er svo mikil unun í að tala
við þig; þú hefur hina hlýju samhygð, sem mað-
ur finnur hjá ungu fólki, og auk þess hefur þú
gætni og stillingu hinna eldri. Og ef þér finst
eg vera leiðinlegur, sem eg er hræddur um, þá
geturðu huggað þig við það, að þú ert sú einasta
mannskja sem eg tala svo opinskátt við. Þú
verður að vera hér.”
“Það er mjög vingjarnlega boðið, Kildonan
lávarður, en eg er ekki búin til þss, að taka þátt
í máltíðarsamkvæmi.”
“Það gerir ekkert til. Eg ætla ekki heldur að
skifta um búning, og lafði Kildonan verður að
afsaka okkur báða.”
Dr. Armathwaite brá við er hann og lávarð-
urinn komu inn í borðsalin, að sjá að flestir
geátirnir, sem setið höfðu til borðs, voru farnir
inn í samkvæmissalin, nema Crosmont og sumt
af unga fólkinu, og maður sem kom inn rétt um
leið og þeir. Dr. Armathwaite hugsaði um hve
ofsa reið Mrs. Peel mundi vrða, að hann yrði
eftir þegar hún væri farin heim með dóttir sína!
Mundi hús Dr. Peels verða nógu stórt fyrir þau
bæði eftir þetta? Honum fanst að það væri efa-
mál. Þegar allir er inni voru, voru búnir að fá
sér sæti við borðið, var eitt saeti óskipað, og
það heyrðist kallað úr öllum áttum: “Hvar er
Sydney ? Hvað er orðið af Mason?” Þessar upp-
hrópanir blönduðust spaugsyrðum og hlátrum.
Kildonan lávarður var eini maðurinn við-
verandi sem vissi ekkert um ástæðuna fyrir
fjarveru Mr. Sydney, og er hann spurði eftir
hinum fparverandi gesti þögnuðu öll gleðilæt-
in, því allir voru sammála um að láta lávarðinn
ekki vita um peninga missir hans, því honum
mundi þykja svo mikið fyrir því. Þjónn var
sendur til að leyta að Mr. Sidney, sem svo kom
litlu síðar inn, rauðeygður og vesaldarlegri en
nokkurn tíma áður; hann tók auðasætið við
borðið á móti Dr. Armathwaite. Hann svaraði
spurningum lávarðarinns í lágum og klökkum
róm, og sagðist hafa höfuðverk, sem var illa til-
valin afsökun fyrir því, að hann liti svo illa út,
og hefði komið svo seint. En Dr. Armathwaite
sem hafði augun opin, og sem veitti hverju ó-
vanalegu tilfelli sem fyrir kom í húsinu nána eft
irtekt, sem lið eða hlekk í því leyndarmáli, sem
hann hafði hingað til ekki fengið nema óljósan
grun um. Hann virti nákvæmlega fyrir sér þetta
föla andlit, og sagði yfir borðið til þessa ves-
alings manns, að sér virtist að hann hefði ekki
lyst á að borða. Þessi athugasemd hresti vesal-
ings Sydney Mason dálítið upp, er hitt fólkið
skemti sér við að hæðast að óláni hans.
“Hann verðskuldar enga hluttekningu”,
sagði sú er sat til hægri handar læknisins, sem
var ein af kátustu Greydons stúlkunum. “Hann
er afar ríkur og mesti svíðingur, og er altaf að
hugsa um peninga. Ekki sem miljónamæringur,
heldur sem smásálarlegur nurlari. Og þó það sé
leiðinlegt, að nokkuð slíkt skuli koma fyrir hér
í húsinu, þá getum við ékki annað en hlegið að
öllum þeim hávaða sem hann gerir um það. Sjáðu
bara, hann hefur tvo aukahringi á höndunum til
að hugga sig við.”
Dr. Armathwaite sá að auk hringsins með
safirdemantinum, sem hann bar vanalega á litla
fingri sínum, hafði han stóran demantshring,
sem hann leit á af og til, eins og sér til huggun-
ar fyrir skaðan sem hann hafði orðið fyrir. En
læknirinn tók ekki þátt í þeirri gætni, sem aðrir
létu í ljósi yfir óláni hans, og sem hafði alveg
gengið fram af honum.
“Mér virðist, að þið séu allar hálf slæm-
ar við þennan vesalings unga mann,” sagði
læknirinn við Miss Greydon, og sneri sér að
henni og leit vingjarnlega, en þó alvarlega í
augu henni. “Hann er þó hreinskilin, tap hans
er fyrir hann, eins virkilegt ólán, eins og til
dæmis, magnleysi fyrir mig, eða missir fagurs
hárs fyrir unga stúlku”.
Hár Miss Greydons var hennar eina prýði.
“Það er auðséð, að hann hefir ekki krafta
til þess sem við köllum karlmannleg áhugamál;
Eg efast og um að hann hafi gáfur til þess að
læra. Það virðist ekki að þið stúlkurnar hafið
neitt að segja um hann að þvíleyti, að smekkur
hans sé allt of líkur ykkar eigin. Hvað hefur
hann þá annað sem hann getur glatt sig við í
þessum heimi, en litlu guðvefjar jakkana sína,
skrautmuni, hringi og peninga; þú ert allt of
slæm við hann, Miss Greydon.”
“Eg skal fyrirgefa þér ávítanir þínar, af
því þú ert svo mælskur. En eg býst við að þú
verðir eins leiður á honum og við erum, þegar
þú ert búin að ganga í gegnum það kvalræði að
tala við hann.”
“Nú, jæja, eg skal reyna það í kvöld.”
“Viltu lofa mér að vita hver árangurinn
verður?”
“Þeim minna sem við tölum saman, þeim mun
betur mundi þér l'íka það.”
“Þá skil eg, að eg fæ ekki að heyra meira.”
Kvenfólkið stóð upp og fór útúr borðstof-
unni, og Dr. Amathwaite sem opnaði hurðina
fyrir þær, notaði tækifærið er hann .var staðin
upp, til að setjast á stól við hliðina á Sydney;
svo hann var aðeins þrjú sæti frá Mr. Crosmont,
sem hafði meðan á máltíðinni stóð setið þar
fúll og þegjandi, og sem nú heilsaði honum,
með illskulegum og skuggalegum svip, sem
læknirinn lét sem hann sæi ekki.
“Þú varst víst ekki út á ísnum í dag,” byrj-
aði Dr. Armathwaite að segja við Sydney.
“Nei, eg var ekki í standi til þess. Og þess
utan hata eg snjó og ís, og slíka hluti.”
“En eg held að þú mundir líta betur út ef
þú hefðir bundið á þig skauta og reynt lukkuna
út á ísnum í dag.”
En það fór hrollur um Sydney, við slíka
umhugsun.
“Nei, eg vildi það ekki,” og hrylti sig.
“Ef eg ofkælist þá er eg altaf veikur í fleiri
vikur á eftir; og þar að auki leið mér allt of illa
til að fara út í dag, þó það hefði verið milt og
gott veður. Eg hef orðið fyrir stóru óláni, Dr.
Armathwaite; sem hefur alveg eyðilagt mig, Eg
held, að eg hætti við að vera hér lengúr og fari
uppeítir til Dr. M^nnvill til að leita mér ráða.
Stórhertoga frúin 'af Schletterberg, þjáist af
alveg því sama og eg, og hún leitar sér altaf
lækningar hjá Dr. Manville.”
Umhugsunin um þetta vjrtist hressa hann,
svo hann gat borðað dálítið. Mr. Crosmont færði
nú stólin sem hann sat á nær þeim, svo hann
gæti betur heyrt samtal þeirra.
“Dr. Manville, ráðleggur þér bara að fara út
á landið aftur, og að þú reynir að anda að þér
eins miklu af landloftinu og þú mögulega get-
ur,” sagði Dr. Armathwaite.
“Eg held að þú vitir ekki hvað að mér geng-
ur,” sagði Sydney, dræmt, en þrákeldnislega.
“Það er taugaveiklun; og hvað helst sem kem-
ur fyrir mig, hristist eg eins og strá, og eg hef
orðið núna fyrir einu mjög slæmu tilfelli.”
“Svo!”
“Já, eg skal segja þér, Dr. Armathwaite, að
hvar og hvert sem eg ferðast, hef eg með mér
silfurskreytta Ibenholt kistu, sem eg geymi í
skrautmuni mína, sem er alveg eins og ein kist-
an, sem faðir Markisen af Staurbridge gaf hon-
um á giftingardaginn sinn. Nú, jæja, í lítilli
skúffu í botninum hef eg altaf dálítið af pen-
ingum — ekki mikið, bara tvö eða þrjú hundruð
pund, eða þar um bil, bæði í silfri og gulli, og í
öðrum leyniskúffum í kistunni hef eg úrin mín
og ýmsa skrautmuni. Eg læt þær altaf aftur á
kvöldinn, þá skrautmuni, sem eg hef borið á
daginn, og um leið gæti eg að hinum til að vera
Viss um að engan vanti. Nú, í gærkveldi. —”
“Heldurðu ekki, að öllum sé nú ekki orðið
kunnugt um þetta tilfelli?” var sagt í höstum
róm bak við hann. Við þessi orð hljóp Sydney
upp, eins og hann hefði verið stungin í bakið.
“Eg held, Mr. Crosmont, að þetta komi mér
mest við. Og ef þú virkilega heldur, eins og
lítur út fyrir, að eg ljúgi þessu upp, þá get eg
strax fært sönnun fyrir því, með því að biðja
Kildonan lávarð að leýfa þér að fá lögreglunni
þetta mál í hendur til rannsóknar.”
Hvort heldu það var af gremju, eða hann
misti sína vanalegu kurteisi, þá talaði hann svo
hátt að heyrðist um allan salin; og Kildonan lá-
varður, sem var að tala um fátíðar bækur, þagn-
aði allt í einu er hann heyrði þetta. Hið skugga-
lega andlit Crosmonts varð allt í einu öskugrátt,
og fyrst eftir margar tilraunir gat hann komið
vöðvunum í kringum munn og augu til að hreif-
ast, svo hann gat rekið upp óeðlilegan hlátur,
og sló Sydney á herðarnar, eins og hann væri
gamall félagi hans. Sydney líkaði það ekki, svo
Crosmont sagði að hann væri allt of viðkvæm-
ur, að geta ekki tekið spaugi. Svo sagði hann
strax í hvíslandi róm, og hann virtist horfa í
gegnum hið tóma höfuð þessa unga manns.
“Þú mundir aldrei gera það, sem væri slík-
um herramanni sem þér, algjörlega ósamboðið.”
Hann hafði slegið á hinn rétta streng. Orð-
ið “herramaður”, var sem hjáguð í huga hins,
auðuga unga manns. Sydney brosti fyrirgefn-
ingarlega til Mr. Crosmonts og er hann ætlaði
aftur að halda áfram samtalinu við Dr. Armath-
waite, tók Crosmont fram í fyrir honum og
sagði:
“Þú hefir ekki sagt mér allt um þetta mál,
Sydney. í alvöru talað, þá held eg, að eg þekki
þennan stað svo vel, að eg geti komist fyrir um
þessa horfnu muni, ef nokkur getur það.”
Rétt er hann sagði þetta tók hann eftir
hinu rannsakandi augnaráði læknisins, sem
hvíldi á honum. Sydney sem fanst hann vera
móðgaður, að vera talað til með sfeírnarnafni
sínu, og það af hálfgildings bóndamanni, sem
honum var ekki neitt um, ypti öxlum og sagði;
“Þú hefur heyrt alt um það, og eg get ekki
séð, hvernig þú ert færari til að finna meira út
um það, en Dr. Armathwaite. Heldurðu það
ekki líka?” og sneri sér að lækninum.
“Ó, jú,” svaraði læknirinn. “Eg held að Mr.
Crosmont, sem hefur heyrt alla söguna, viti
meira um það en eg. Og eg er viss um, þegar eg
fæ að hylla alla söguna, viti meira um það, en
eg veit núna.”
“Kannsl^e þú sért gæddur sérstökum hæfi-
leikum til að komast að leyndarmálum?” sagði
Crosmont í byrstum róm, og lét í ljósí að hann
væri móðgaður með því sem læknirinn sagði, þó
það væri sagt á vingjarnlegan hátt.
“Eg hef ekki haft svo mikla æfingu í því,”
“Það líður þá ekki langur tími þar til þú
færð þá æfingu, ef þú heldur uppteknum hætti”,
sagði Crosmont í höstum róm.
Dr. Armathwaite, sem vegna Almu, vildi ó-
gjarnan komast í þrætu við manninn hennar,
lét sem hann heyrði þetta ekki, og bað Sydney
að segja sér söguna til enda.
“Eg sagði þér,” byrjaði hann strax, “að eg
hefði altaf dálítið af peningum í ferðakistunni
minni, og lykilinn hef eg með öðrum lyklum á
stálhring, sem eg hef altaf í hægri brjóstvasan-
um á litlum flauels jakka, sem þú hefir kanske
séð mig vera í; hann er granit litur og fóðraður
með einslitu silki. Eg lét búa hann til eftir snið-
um, sem Keniston lávarður gaf mér. í gærkvöldi
fór eg inn í fataherbergið og tók lyklana úr
jakka vasanum, og svo opnaði eg ferðakistunna
mína og fann að allir gullpeningarnir, 60 eða
70 pund voru horfnir, og það sem verra var, dem-
antsbrjóstnál, sem lafði Shiresoks sagði mér að
væri í fegurri demantur en nokkur í hennar
gimsteinasafni. Nú, hvað finst þér um þetta?
Peningatapið er sem ekkert fyrir mig, og svo er
um demantin, því eg get á morgun keypt í Bord-
street marga aðra eins falega, en það er sú til-
finning, að hér í húsinu, í gistivináttu göfugs
fólks, vonast maður til að vera óhultur en er eins
verndarlaus, eins og maður svæfi í heyhlöðu, og
gæti búist við að verða rændur og, hver veit? —
kannske myrtur af einum eða öðrum þjóf, sem
vissi að það væri til eirxhvers að ræna mig.”
"En þú ásakar ekki lávarð og lafði Kildon-
an fyrir það? Þeim þykir mjög mikið fyrir því,
ef þau heyra það,” sagði Dr. Armathwaite.
“Já, honum þykir það, en lafði Kildonan
lætur sér standa á sama um það. Hún fékk að
vita um það, og hún sagði bara” — og hann
varð klökkur í máli, eins og hann ætlaði að
bresta í grát — “að mig hefði bara verið að
dreyma. Hvað heldur þú um það? Eg kalla það
bara skammarlegt. Svo sýnir það bara að ókunn-
ug persóna er komin hér í húsið fyrir ekki löngu
síðan, því leirug mannaför sáust hér á svölunum
morguninn eftir. Stúlkan sem tók eftir þeim
sagði mér frá því. Hún sagði að maður skyldi
ekki hafa orð á því, svo það gerði hennar náð
ekki hrædda, en eg segi, að því ætti ekki að vera
haldið leyndu, og áður en maður sendir eftir
leynilögreglumanni sem getur leitað þennan ná-
unga upþi, sem kemur inn í húsið og stelur
munum manns, þeim mun betra fyrir þetta hús
og þess góða nafn. Og eg segi að Kildonan lá-
varður ætti að fá að vita um þetta, og eg verð að
segja ihonum frá því, og eg er viss um, Dr. Arm-
athwaite, að þú ert sammála mér um það.”
Dr. Armathwaite flytti sér ekfei að láta sitt
álit í ljósi um það. Það var auð séð að hann
hlustaði með mikilli athygli á söguna, sem var
ekki einungs sögð með orðum, heldur og með
látbraði og ótta, sem mátti lesa í augum hans.
“Ertu ekki sammála mér,” spurði Sydney
aftur, í svolítið lægri róm, “um það, að lávarður
Kildonan eigi að fá að vita um þetta?”
Dr. Armathwaite leit á Sydney með augna-
ráði, sem bar vott um, að hann skoðaði hann svo
lítin og einskis virði, að það væri varla hægt að
sjá hann.
“Nei,” sagði hann í hásum og lágum róm,
“Eg held að lávarðurinn þurfi ekki að vita um
þetta — ennþá.”
Er hann sagði þetta, leit hann á Mr. Cros-
mont, sem hann var vissum að hefði heyrt, ef
ekki hvert orð, þá að minnsta kosti þráðin úr
því. Kildonan lávarður, sem æfinlega, eftir
kvöldverðinn dró sig í hlé, og fór inn í vinnu-
stofuna sína, stóð nú upp og sagði þeim sem
inni voru, að þeir gætu valið um hvort þeir vildu
fara inn í gestasalin eða billiard salin. Er þeir
stóðu nú allir upp, datt Dr. Armathwaite í hug
að ganga samsíðis við Mr. Crosmont, er þeir
gengu eftir svölunum.
Mr. Crosmont leit þannig til hans ,sem gaf
til kynna, að hann var reiður og í vondu skapi.
“Heyrðu hérna,” sagði hann í höstum og
ógnandi róm, sem kom Dr. Armathwaite til að
hugsa um hvaða áhrif slíkt hefði á veiksynnaða
vesalings Almu. “Þú heldur að þú sért óvenju-
lega slungin náungi, og þú hefur fengið þá
flugu í höfuðið að með því að leika leynilög-
reglumanns hlutverk — og það er sem þú hefur
verið að gera síðan að þú komst hér á einn eða
annan hátt — að reyna að finna, eitt eða ann-
að, sem væri gott íyrir þig að vita. En nú segi
eg þér, að þetta getur ekki gengið. Það getur
skéð að það sé einhver smávægis óeining í fjöl-
skyldu minni, en við viljum helzt vera laus við
að ókunnugir menn sem koma hér blandi sér inn
í það, og bera svo út vondar sögur um okkur. Eg
heyrði að þú stalst í gær um að heimsækja kon-
una mína — nokkuð, sem prúðmenni mundi
skammast sín fyrir að gera. Eg er alls ekki af-
brýðisgjarn; eg valdi mér konu með mikilli yf-
irvegun, og eg veit eg má treysta henni, en eg
lýð engar fleiiri heimsóknir, skilurðu það! Ef þú
kemur nærri húsinu mínu aftur, og ef þú gerir
það, þá fæ eg að vita um það — eða ef eg merki,
að þú blandir þér í þau mál, sem þér koma ekki
við, þá fer eg til Kildonan lávarðar og klaga
þig fyrir , að sælast eftir annars manns konu.”
Dr. Armathwaite hlustaði á þessa ræðu með
þögulli ró, og þegar Crosmont lauk máli sínu,
og starði á hann, vonandi eftir að honum yrði
svaraði í bræði, en læknirinn sagði bara ofur ró-
lega:
“Viltu koma með mér þangað sem það leik-
ur tennis-'leikinn? Við getum betur talað saman
þar.”
Crosmont varð alveg hissa og leit út, sem
hann vildi helzt segja nei. En þrátt fyrir óvilja
sinn var hann neyddur til að samþykkja uppá-
stunguna. Þeir gengu þegjandi yfir í tennis-
salin, sem var illa upplýstur, aðeins birta frá
lampa í blómahúsinu og svölunum. Það var eng-
in í sainurn og ónotalega kalt þar inni. Læknir-
inn tók upp úr vasa sínum sígaraveski og bauð
Mr. Crosmont sígar, en hann vildi ekki þiggja
hann. Svo kveikti læknirinn í sígar og fór að
reykja, er hann hafði sest í sofa sem stóð við
vegginn í þessum stóra sal, og horfði rólegur á
ljósin upp á svölunum. Mr. Crosmont fór að
verða óþolinmóður og líða illa.
“Eg kom ekki hingað til að láta gera gaibb
að mér”, sagði hann loksins.
“Nei, Mr. Crosmont, eg hafði ekki neitt
slíkt í huga, er eg bað þig að koma hingað. En
þar sem þú barst mér á brýn, þá alvarlegustu
sök, sem hægt er að saka nokkurn læknir um, og
þar eð slíkt var svo ástæðulaust, að eg gæti tek-
ið það alvarlega, þá hélt eg að best væri að við
töluðum saman um það í rólegheitum, svo eg
gæti komið í veg fyrir þá tortryggni, sem þú
virðist að bera til mín ,og að gefa þér tækifæri
til að bæta fyrir, að þú móðgaðir mig.”
“Til þess að koma í veg fyrir tortryggni
mína, er auðveldasta leiðin, að þú farir burt úr
þessu nágrennii eða að þú, að minsta kosti komir
aldre.i hvorki í þetta hús né mitt.”
“Þetta er auðvitað til of mikils ætlast; enda
mundi það vera ómögulegt fyrir mig að gera
það, jafnvel þó eg vildi, því Kildonan lávarður
hefur beðið mig um vissar ráðleggingar, sem
gera það óhjákvæmilegt fyrir mig að koma oft
til hans, að minsta kosti fyrst um sinn.”
Crosmont, sem hafði tekið sígar upp úr
vasa sínum, og var búin að láta hann upp í sig,
en var ekki búin að kveikja í honum, henti hon-
um í burtu í staðin fyrir næstum útfbrunna eld-
spítu sem hann hélt milli fingranna og sagði:
“Eg hélt þú værir kvennalæknir”, og
reyndi að tala eins rólega og Armathwaite, en
það var svo mikil ilska í rómnum sem hann gat
ekki leynt.
Dr. Armathwaite lét sem hann tæki ekki
eftir því.
“Eg held yfirleitt, að eg hefi haft meiri
æfingu við kaflmanna en kvennsjúkdóma”, svar-
aði hann. “En eg held, að eg hafi oftar fundið,
eftirtektarverðari einkenni hjá konum en
mönnum, sökum þess, þær hafa veikari líkams-
byggingu, veikari fyrir áhrifum, og svo hvað
líkamlega heilsu áhrærir, kemur sálar ástand
þeirra oft til greina.”
“Sálar ástand! Eg hef aldrei mætt neinni
konu, sem hefur neina sál.”
“Nú, jæja — hjarta — anda — sál — hvað
sem þú vilt kalla það sem ekki er líkami. Konan
þín, til dæmis, Mr. Crosmont” — Dr. Armath-
waite, fann að hann hafði sagt nokkuð mikið, og
þurfti að gæta sín vel til að halda sinni sömu ró,
“— er ágæt sönnun fyrir því. Hún er líkamlega
alheilbrigð, en hennar sálarlega ástand er þann-
ig, að eg þori að segja ,að sá eini læknir, sem
getur komið roðanum í kinnar hennar og lífs-
fjöri í augu hennar, er maðurinn hennar.”
Við að heyra þetta varð Mr. Crosmont svo
æstur, að hann stappaði fótunum í gólfið, og
spurði hvað hann meinti með þessum ófor-
skömmugheitum.
Dr. Armathwaite hljóp á fætur, það var bit-
ur alvöru svipur á andliti hans, og horfði rann-
sakandi í augu Crosmonts.
“Hlustaðu á mig,” sagði hann í hvellum róm
"hvaða persónur eru það sem hafa gott af því
lækninga meðali sem þú skalt brúka? Er það eg?
Ef eg hef þá áætlun, sem þú eignar mér, þá
mundi eg ráðleggja þér allt annað, heldurðu það
ekki? Konan þín mundi verða allt önnur en hún
er núna. Það ert þú, sem mundir njóta mestrar
blessunar af því; því í staðinn fyrir það sam-
vtiskubit, sem nú er að eyðileggja þig — nei,
hlustaðu á mig, Mr. Crosmont, eg vil unna þér
sann mælis — ef þú ferð að mínum ráðum, finn-
urðu frið og ánægju og góða samvisku.”