Heimskringla - 26.09.1951, Síða 9
65 ára afmælisblað
26. septemker 1951
*
FRÉTTAYFIRLIT
Kosningar á Bretlandi
Clement Attlee, forsætisráð-
herra Breta, tilkynti s.l. viku, að
kosningar færu fram á Bretlandi
25 október n.k.
Verkamannastjórnin var fyrir
sex árum kosinn með nærri 200
þingmanna meirihluta. Eftir
fjögra ára stjórn hafði fylgi
hennar þverrað svo, að við fyrstu
kosningar var meirihlutinn ekki
orðið nema hálf tylft manna.
Og við það hefir setið tvö sáð-
ustu árin.
Stjórninni hefir sjáanlega
leiðst þóf þetta og freistar því
kosninga í annað sinn.
Auk þessa minnihluta, sem
stjórnina hefir við hverja at-
kvæðagreislu mint á vafasamt
þjóðarfylgi, hefir bæst, að flokk
ur hennar hefir klofnað. Var þó
við ærið annað að fást eins og sí-
felda verðhækkun vöru, eldiviðar
skort á komandi vetri og 5,000,-
000 verkamanna heimtandi kaup-
hækkun.
Aneurin Bevin, einn af sterk-
ari mönnum verkamannaflokks-
ins ,hefir yfirgefið skipið, vegna
Þess, að honum hefir þótt Att-
iee aðgerðalítill og hafa mishepn
ast að sanna heiminum kosti
verkamannastefnunnar.
Með honum hafa nokkrir aðrir
verkamannaforingjar kvadd
stjórnarflokkinn.
Menn hafa spurt hvert Bevin
fýsti að ná forustu flokksins
sjálfan. Að til þess komi í þess-
um kosningum er þó ekki búist
við. Tapi Attlee, gæti hent sig,
að Bevin yrði aðal andstæðingur
á þingi. Og síðan stjórnarflokk-
urinn.
A þingi eru 625 fulltrúar alls.
Af þeim eru 313 stjórnarflokks
þingmenn, en 279 íhaldsflokks-
menn og fylgjendur þeirra. Lib-
eralar eru 9, óháðir 1, írskir þjóð-
ernissinnar 2, auðsæti 3.
Ákveðinn eða viss meirihluti
stjórnarinnar, er því ekki nema
6.
Foringi íhaldsflokksins, sem
er aðal andstæðingur stjórnar-
innar, er Winston Churchill.
Það er ýmsu spáð um þessar
kosningar. Hver sem utkoman
verður, virðast erfiðleikar stjórn
arinnar miklir og vafamál hvort
hún fái yfirstigið þá.
tJr bréfi f rá St. Paul
_____1 blöðum að heiman, sem
eg fékk í flugpósti á laugard.
var, segir að Pall ísolfsson færi
út með Logarossi, það þýðir, að
hann hafi komið til N. York á
laugardaginn, 15. september.
Sjálfsagt ætti hann að heim-
sækja Winnipeg ef hann ætlar
sér, eins og sagt er, til Minnesota
og Dakota. Hann ætti að spila
hjá löndum og öðrum norður frá.
Páll er svo ágætur náungi —
hermikráka og hrókur alls fagn-
aðar, eins og þið vitið.
Nú er von á Snorra lækni Hall-
grímssyni hingað til Minneapol-
is á fimtudaginn í þessari viku,
ásamt frú og tveimur börnum —
er frú Þura dóttir Finns alþing-
ismanns Jónssonar. Þau verða
hér þangað til í febrúar, og ætlar
Snorri að athuga uppskurði á
University of Minnesota spítal-
anum, og eitthvað líklega hjá
Mayos suður í Rochester. Hann
er hér á Rockefeller Foundation
styrki, og tekur að sér við heim-
komu, í febrúar aftur, prófessors
stöðuna í skurðlækningum sem
Guðmundur Thoroddsen hefur
skipað svo lengi.
Við hjónin ætlum vestur að
Kyrrahafi snemma í október —
á eg að sitja þing— The National
Convention of State Treasurers,
Auditors and Comptrollers, — í
Seattle; verðum við þar heila
viku frá 6. til 13. oktober, og í
0G UMSAGNIR
heimleiðinni ætlum við að stoppa
í San Francisco, Los Angeles og
Sált Lake City. Eg er bara
spenntur — þar sem eg hef aldrei
komist vestur — aldrei lengra
vestur en til Huron í Suður Dak-
ota eða Baldur 1 Manitoba, til
dæmis.
Kærar kveðjur til kunningj-
anna við Heimskringlu og til
hamingju með afmæli blaðsins!
. .Valdimar Björnsson
BRÉF FRÁ TACOMA
Eftirfarandi bréf er að vísu
prívat bréf til ritstjóra Hkr., en
það minnist á svo margt, sem les-
endum Heimskringlu mun þykja
skemtilegt að heyra, að eg tek
mér það bessaleyfi að birta það.
Kæri ritstjóri:
Leiðist mér að hafa dregið svo
lengi að senda borgun fyrir
Heimskringlu, og þakka þér fyr-
ir vinsemd þína að halda áfram
að senda mér hana. Eg vona það
sé rétt að þessir dalir, sem hér
eru með, borgi fyrir árin sem eg
skulda.
Fyrir meir en ári síðan heyrði
eg til þín á “Blaine íslendinga-
deginum”, og hafði eg skemtun
af því. Ætlaði mér að tala við
þig, þegar við vorum komin ofan
af pallinum, en þá fór alt í tal
við hina og þessa gamla vini, og
tíminn flaug.
Af íslendingum hér í Tacoma
er það að segja, að þeim sem eg
veit af, líður öllum vel. Þeir eru
á víð og dreif, og höfum við ekk-
ert sérstakt íslenzkt félagslíf
hér, en höfum samt komið ein-
staka sinnum saman. Eg hef
reynt að safna saman, nöfnum af
öllum þeim íslendingum hér í
borginni sem eg þekki og aðrir
hafa sagt mér frá.
Fyrir mörg ár hef eg starfað
á Leif Eriksson program Com-
mittee, fyrir hönd íslendinga
hér, og höfum við ævinlega haft
íslenzkar stúlkur klæddar í
skautbúninginn, að bera fram
íslenzka fánann, á þeim skemt-
unum. Nú í 6 ár, 6. okt., hjálpar
mér með það, ung kona, nýlega
komin frá Winnipeg, Mrs. J. A.
Abbott (Helen Stephensen, dótt-
ir Mrs. Sigríðar Stephensen, og
föður hennar Sigurði sál., sem dó
í Winnipeg ekki fyrir löngu).
Fyrir mörg ar hafa dætur Mr.
og Mrs. Bjarni C. Sagen, Arlene,
Shirley og Muriel borið fram
fánann, eins vel og Mrs. Sagen
sjálf, sem er Jensína Björnsson,
systir Oliver Björnsson í Winni-
peg. Aðrir fslendingar hér sem
hafa starfað á þessu Committee,
á liðnum árum, eru Dr. John
Árnason Johnson, sál., og kona
hans, sem býr hér enn í Tacoma.
og Magnús Freeman, og Mrs.
Lukka Guðmundsson.
Nú í haust byrjar aftur að æfa
sig, kvennakór, sem eg kom á
Sveinn kaupm. Thorvaldson
Riverton, var einn af fremstu
styrktarmönnum Hkr., og um
mörg ár forseti Viking Press
félagsins.
iroiiip og porey
(við 25 ára áfanga)
Philip og Þórey,
þið hafið verið
íslenzkri menningu
auðsæld og hKÓs.
Þið hafið borið
birtu í kofa,
hallir og hreysi:
hugsjóna Ijós.
Fátækir eiga ei
yfir að ráða
gulli né gripum,
gefa því fátt.
Einn er þó allra
auður hinn bezti:
virðing og vinátta,
— á voginni smátt.
Vináttu og virðing
vil eg að færi
ljóð þetta litla,
ijósberum tveim.
Það eitt nú gef eg
góðvinum mínirni,
tildurslaust, tállaust,
— takið það heim. —
P. S. Pálsson
stað og hef stjórnað síðustu 8 ár-
in, sem kallar sig “The Norman-
ettes”. Stúlkur og konur í hon-
um eru allar af norskum, sænsk-
um, dönskum og íslenzkum ætt-
um, og syngja þær á öllum þeim
tungumálum, eins vel og á ensku
og öðrum. Höfum við Concert
á hverju vori og erum boðnar að
syngja á mörgum skemtisamkom-
um bæði fyrir enska og skandi-
nava flokka. Dást allir mest að
íslenzku og skandinava söngvun-
um okkar. Arlene og Shirley
hafa báðar spilað undir fyrir
kórinn.
Fyrirgefðu íslenzkuna mína,
hún er að verða stirð. Eg þakka
þér svo aftur fyrir blaðið, og
vona að borgunin sé rétt.
Með vinsemd,
Ninna J. Stevens
—606 East 32nd,
Tacoma 4, Wash.
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Á mánudagsnóttina var frost í
Manitoba, hið fyrsta á haustinu,
21 stig fyrir ofan.
★
Það getur vel verið að blöðin
ljúgi öllum meira, eins og sagt
er. En á fundi er fjallaði um
þessi mál, sagði J. B. McNair,
forsætisráðherra í New Bruns-
wick, að eitt af því aðdáunar-
verðasta við líf þjóða nú, væri
hve fréttir væru vel og rétt sagð-
ar í blöðum. Hann vissi bara ekki
af neinu, sem aðdáunarlegra
væri, en hin samvizkusamlega
fréttasmölun blaða.
★
Fréttirnar um heilsu Breta-
konungs eru ekki góðar. Um síð-
ustu helgi varð að gera lungna-
í minningu skáldsins
ÞORST. ERLINGSSONAR
Sakna eg vinar;
sárt er að líða.
Lægist hyr ljóða,
lífsroði dvín.
Ástvinur trega,
óðmegir stríða.
Fírar Fróns þreyja,
unz frelsisbrún skín.
Léttfleygur sveifstu,
svanurinn ljóða,
of ísafoldu
of mærðar ból;
stæltur í stríði
stefndir mót vindi,
horfðir til himins,
horfðir mót sól.
Svift er nú ísland
sigurtýs ljóma.
Óðmæring fæ eg ei
oftar að sjá.
En orð hans munu
um aldir hljóma
og lýsa lýðum
lífs brautum á.
Frimann B. Anderson
Ofanskráð kvæði rákumst vér á
í gömlu blaði að heiman, en sem
vissulega á heima í Heimskringlu
þar sem höfundurinn er stofn-
andi hennar.
uppskurð á honum. Tókst skurð-
urinn vel og segja fréttirnar að
konungi líði eftir öllum vonum.
En hann er búinn lengi að stríða
við sjúkdóm sinn og er óstyrkur.
*
Mr. St. Laurent, forsætisráð-
herra Canada, hefir sent Eliza-
beth prinsessu og Philip hertoga
skeyti þess efnis, að það geri
ekkert til þó þau verði að fresta
för sinni vestur um haf, ef veik-
indi konungsins komi í bága
við ferðina á ákveðnum tíma.
★
Ástralíu-búar eru að ráðgera að
takmarka framleiðslu á hveiti, en
auka í þess stað ullariðnað sinn.
Ástæðan er háverð á ull. Með
þessu virðist gengið að því sem
vísu, að minni peningavon sé hjá
þeim, sem ekki hafa neitt í sig,
en hinum, sem ekki hafa neitt á
sig.
★
Á afmælisdegi Stalins í desem-
ber, verður afhjúpað minnis-
merki af honum í Búdapest höf-
úðborg Ungverjalands. Verður
það 175 metra hátt, að undir-
stöðu meðtaldri.
Sjálft líkneskið gnæfir efst, 8
metra hátt. Nú er verið að rífa
húsin í kring, svo að hægt sé að
sjá það langt að frá öllum hlið-
um. Gatan sem liggur hjá því,
verður breikkuð úr 26 metrum í
60 metra.—Mbl.
*
Á San Francisco fundinum tal-
aði fulltrúi Pólverja í 45 mínútur
á móti friðarsamningnum við
Japa. Að þeim tíma liðnum var
honum sagt, að hann gerði nú
svo vel og hætti. Ræðutími hans
væri fyrir löngu úti. En hann lét
sig ekki samt og varð síðast að
leiða hann frá útvarpsáhaldinu.
FRÓÐLEIKSMOLAR
Hvenær er lengsti dagur ársins?
Níutíu og níu af hverjum
hundrað, mundu hiklaust svara,
að lengsti dagur ársins væri 21.
júní. Það lætur nærri, en þó ber
út af því. Samkvæmt tímatali
voru, er hann annað hvort 21.
eða 22. júní. Á hverju ári á
undan hlaupári, er lengsti dag-
urinn 22. júní, en 21. öll hin árin.
Eins er með styzta dag ársins.
Hann er ýmist 21. eða 22. desem-
ber. Styztu og lengstu dagarnir
eru háðir sumar og vetrar sól-
stöðum. Eru þær svo nefndar af
því, að gert mun hafa verið ráð
fyrir að um sólstöðpr stæði sólin
kyr. Enska orðið sólstice er kom-
ið af latneska orðinu sol (sól)
og sistera (að orsaka stöðvun).
Árið hefir 365V4 dag og það er
þetta brot af degi, sem hlaupárin
orsakar og um leið breytinguna
á lengstum degi og styztum.
Eftir ensku tímatali byrjar
sumar á lengsta degi ársins, en
vetur á hinum styzta. En vor og
haust þar mitt á milli, eða 20.
marz og 23. spetember. Að fornu
mun sólmánuður, sem einnig hét
selmánuður og ennfremur nótt-
leysumánuður, hafa byrjað með
lengsta degi ársins á íslandi. En
sumar hefir aldrei byrjað á þeim
degi. Það byrjaði fyr, en al-
manaks-sumarið hér eða víðar er-
lendis.
FRÁ ÍSLANDI
Dr. Páli ísólfssyni boðið
til Bandaríkja
Dr. Páll ísólfsson og kona
hans eru nú á förum til Banda-
ríkjanna, en þar nunu þau
dvelja um þriggja mánaða skeið
sem gestir Bandaríkjastjórnar.
Þau taka sér far vestur með Lag-
arfossi á laugardaginn.
í fréttatilkynningu um för
þeirra, er blaðinu barst í gær frá
Upplýsingastöð sendiráðs Banda
ríkjanna, segir að dr. Páll muni
á ferð sinni um Bandaríkin halda
hljómleika og heimsækja og
kynna sér ýmsa helstu hljótn-
leikaskóla Bandaríkjanna SV9
sem Harvardháskóla. Þar mun
dr. Páll dvelja um hríð sem gest-
ur E. Powers Biggs, sem er einn
kunnasti orgelleikari Bandaríkj
anna. Á ferð sinni munu þau
hjónin lengst af dvelja á austur-
strönd Bandaríkjanna, en vonast
til að geta síðar heimsótt byggð-
ir íslendinga í Minnesota og
Norður Dakota.—Mbl. 6. sept.
» » w
Rússneskur síldveiðifloti
út af Þorlákshöfn
Stór floti rússneskra síldveiði-!
skipa, hefir undanfarna dagal
haldið sig hér við suðurströnd
landsins. í gærdag var þessi
floti út af Þorlákshöfn, mjög ná-
lægt landi. Sum skipanna voru
með báta úti. Meðal þessara
skipa eru 2 eða 3 móðurskip,
mjög stór. Hin rússnesku skip
sáust greinilega úr íslenzkum
flugvélum, sem áttu leið milli
Vestmannaeyja og Reykjavíkur
í gær. —Mbl. 7. september
FRÁ SKÓLADÖGUNUM
Eftir J. G. Whittier
Við götuhornið, hrört og máð,
Hér húsið ennþá stendur.
Um fúna veggi viðjan þétt
Nú vefur sínar hendur.
Við innri stofn er stóll og borð
Og stika, fyrrum notuð.
Um bylgjað gólf er bekkja röð,
Af barna höndum krotuð.
Um ganginn djúpar grafir sjást,
Er gólf og þröskuld veikja,
Þar fætur sigu seinir inn,
En svifu hratt til leikja.
Það var einn löngu-liðinn dag,
Þá léttur upp var skólinn,
Að laust um hússins vestur-vegg
Sig vetrar-breiddi sólin.
Hún snerti hrokkið hár og kinn
Á henni, sem með trega
Þar hikar meðan börn á braut
Sig búa æðislega.
Því hnugginn drengur, henni
kær,
Til hliðar daufur stendur,
Með húfu dregna hart að brám,
Af hrygð og stolti brendur.
Og troðna snjónum til og frá
Með tánum hægt hann ýtir,
Á meðan svuntuhornið hún,
Að hætti, óvart knýtir.
Einar Hjörleifsson Kvaran,
meðritstjóri fyrstu 14 blaða Hkr
Er strauk hún mjúkt um hendi
hans,
Hann hugarfarið skildi;
En röddin brast af sárri sorg,
Sem sök hún játa vildi.
“Mitt slys að hef jast hærra þér
Mig hryggir”, meyjan stynur,
“Af því” — frá augum ultu tár —
“Eg ann þér, kæri vinur.”
Sú minning gleður gráan þul
— Ei gleymd unz fellur saxið —
Nær hálfa öld þótt hafi grös
Á hennar kumli vaxið.
f skóla lífsins lærði hann
Að lýðir flestir smá hann.
Og mistök hans ei hryggjast við,
Sem hún, af þvá þeir dá hann.
—P. B.
FJÖLMENT SILFUR-
BRÚÐKAUP
í Sambandskirkjunni í Winni-
peg kom múgur og margmenni
saman í gærkvöldi. Tilefnið var
að séra Philip M. Pétursson og
kona hans Þórey Pétursson
höfðu þá verið gift i 25 ár. Stóð
Sambandssöfnuður fyrir samsæt-
inu, en því var stjórnað af safn-
aðarforseta, K. O. Mackenzie, er
! skýrði með snjöllu ávarpi frá því,
er í efni var. Skiftust eftir það á
um hríð ræður og söngur. Björg-
vin Stefánsson flutti ræðu fyrir
minni silfurbrúðurinnar. — Að
henni lokinni afhenti ung og
falleg stúlka silfurbrúðurinni
blóm. Percy Hawkins organleik-
ari við ensku messurnar flutti þá
ræðu og P. S. Pálsson kvæði á ís-
lenzku. Sinn einsönginn hvor,
sungu Mrs. Elma Gíslason og
Mrs. Davis. Þá hélt Jakob Kristj-
ánsson ræðu og afhenti silfur-
jrúðhjónunum gjöf — Radio-
Phonograph. Að því búnu tóku
prestshjónin til máls og þökk-
uðu vináttu og virðingu sér
sýnda.
Að þessu loknu var kaffi borið
fram, og hafa að því búnu ef til
vill fleiri ræður verið fluttar, en
vegna þess, að á þessum sama
tíma var verið að ljúka við prent-
un afmælisblaðs Heimskringlu,
varð sá er þetta ritar þá frá að
hverfa.
Skemtiskrá og fyrirkomulag á
öllu var hið ágætasta. Ræðurnar
voru hinar prýðilegustu og áttu
hver annari betur við, lýstu hlýju
aeirri og velvild, sem til prests-
hjónanna er borin. Svöruðu þau
og af þeim innileik, er unun var
á að hlýða.
Þetta er aðeins bráðabirgða
frétt af samsætinu. Rúm í blað-
inu og tími leyfir ekki að við
þetta sé bætt, en hugmyndin er
að gera það siðar, ásamt mynd-
um, er þá gefst einnig tækifæri
til að birta.
Til bæjarins kom s.l. föstu-
dag Trausti ísfeld frá Selkirk;
hann sagði það frétta norðan að,
að Roy Stefánsson, útgerðar- og
fiskikaupmaður sé að reisa frysti
hús í Selkirk, heilmikið fyrir-
tæki. Mr. Stefánsson er ungur
og athafnamaður og hefir fyrir
aldur sinn umfangsmikil störf
með höndum.
* * *
Ókleift reyndist að ná í mynd
af Birni J. Walters, er var rit-
stjóri nokkra mánuði árið 1898,
og Einari Hjörleifsyni í tíma
fyrir hópmyndina, er var með-
ritstjóri fyrstu 14 blaða Hkr.
Heil mynd af honum sem vér
náðum í er birt á öðrum stað.
Einkennilegar og vel
gerðar vísur
Sár
Harmasár í hjartastað
hepnast ei að græða;
komi einhver ögn við það
altaf fer að blæða.
Hallgr. Jónsson kennari