Alþýðublaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Örn Eiðsson. * 2:0 í SÉÐARI HÁLFLEIK. Er fimm mínútur voru af síðari hálfleik skora Rússar 5. markið. H.útherjinn skaut hörkuskoti utan við vítateig, knötturinn þaut með ofsahraða beint á markið og inn, án þess að Heimir fengi við neitt ráðið, þrátt fyrir langt færi. Um leið og leikurinn er hafinn að nýju, eru Rússarnir komnir með knöttinn aftur inn á vítateig, leika í gegnum vömina, sóknin endar á skoti frá v.úth., en frek; ar lausu og Heimir bjargar vel. Dynamo vann KR 6:0 jr I um DYNAMO-Moskva lék annan leik sinn á mánudagskvöldið; var það gegn íslandsmeisturun- um KR. Þrátt fyrir mikla yfir- burði gestanna, sem sigruðu með 6 mörkum gegn engu, var þetta hinn skemmtilegasti leik- ur. KR-liðið barðist hetjulegri baráttu og sýndi allgóð tilþrif á köflum og skapaði sér að minnsta kosti tvívegis aðstöðu, sem hefði átt að endast því til að ná mörkum, en fyrir mis- tök fóru bæði þau tækifæri for- görðum. í þessum leik kom það enn betur í ljós en í fyrsta WMWMMIMMMIWMWWMW 1 200. leikurinn. ■Jg ÁÐUR en leikur KR og Dynamo hófst á annan í hvítasunnu tilkynnti þul- ur Laugardalsvallarins, að svo skemmtilega og ein- kennilega vildí til, að Gunnar GuSmannsson, fyr irliði KR léki sinn 200. leik í meistaraflokki KR í dag og ætti jafnframt 30 ára afmæli. Gunnar fékk miarga blómvendi og gjöf frá Rússunum. Var hann hylltur innilega af áhorf- endum. MWWMMIWWWMMWMMMW Ieiknum, hversu miklir knatt- spyrnusnillingar skipa þetta rússneska lið, bæði er tekur til almennrar leikni hvers ein- staks leikmanns, heildarsam- starfs þeirra í sókn og vöm og framúrskarandi skotfimi og skothörku á markið. En skot ;þeirra að marki KR voru legíó í : leiknum, þar sem Heimir varði mörg en önnur skriðu rétt yfir slá eða við marksúlur, en sex höfnuðu í netinu, eins og fyrr segir. KR BYRJAR MEÐ SÓKN. KR byrjar leikinn með sókn, sem þó endist skamrnt. Rétt á eftir stöðvar Bjarni Felixson h.úth. Rússanna, einn sprett- ‘harðasta leikmann þeirra, á . vítateigi. Þórólfur Beek á góða sendingu fram, Örn Steinsen er kominn inn, en Rússar verjast með spymu út fyrir endámörk. Hornspyrnan er síðan varin. Þó á Helgi Jónsson stuttu síðar fast skot en framhjá. Þá bjarg- ar Hreiðar markinu með skalla augnabliki síðar. Á 14. mínútu kemst Þórólfur inn fyrir, en platar einum Rússa of mikið, og missir við það af ágætu færi, en Rússar senda í annað sinn út fyrir endamörkin. Horn- spyman gagnast KR ekki frem- ur en sú fyrri. Mínútu síðar skora svo Rússar fyrsta maririð úr vítaspyrnu. Bjarni og h.út- herjinn eigast við, báðir falla og knötturinn fer út fyrir enda mörkin, en dómarinn dæmir KR til ströngustu hegningar, að því er virtist algjörlega á- stæðulaust. V.innherjinn tók snyrnuna og skoraði óverjandi. Rússarnir sækja nú f'ast á, og rétt á eftir skorar h.framv. ann að markið, eftir snögga sókn inn á vítateig, þar sem hann fær knöttinn sendan, tekur við honum á lofti og skýtur þegar og skorar glæsilega. Augnabliki síðar ver Heimir snöggan skalla með yfirslætti. Á 25. mínútu fcæta svo Rússarnir þriðja markinu við, h.innherjinn skor ar með hörkuskoti utan frá vítateigi. Á 30. mínútu skall hurð nærri hælum við mark KR, en Bjarna tókst að bjarga á línu. Aftur þrumar knöttur- 'on að marki KR-inga, en Heim ir ver vel og skömmu síðar aft- ur með yfirslætti úr hom- spyrnu. Sókn Rússanna heldur áfram, Bjarni bjargar enn með 'Pyrnu út fyrir endamörkin. Loks á 40. mínútu eiga KR-ing- ar sitt bezta tækifæri, er Þór- ólfur hafði leikið mjög vel á tvo Rússanna og sendir fram til Sveins Jónssonar, sem stað- settur er í opnu færi við mark- ’ð, en skot hans er beint á markvörðinn, sem bjargar auð- veldlega. En tækifæri KR er ekki þar með lokið, því Þórólf- "r er augnabliki síðar sjálfur í öðru færi, en skýtur yfir. Tví- mgis á næstu mínútum eiga Rússarnir föst skot að marki, annað í stöng og hitt rétt vfir 'ílá, þá þjargar Garðar á línu rétt á -eftir. Á 44. mínútu kem- ur svo fiórða mark rússanna í fvrri hálfleiknum, fast skot frá v.innherja. Sókn KR á 15. mínútu, Þórólf- ur er hindraður að því er bezt verður séð næsta ólöglega, en dómarinn lætur gott heita. Var ekki þama vítaspyrna mögu- leiki? Mínútu síðar ver Heimir enn eitt fast skot frá v.útherja. Á 17. mínútu eiga KR-ingar all góða sóknarlotu, en markvörð urinn bjargar. Er 20 mínútur eru af leik bæta Rússarnir 6. og síðasta markinu við, var h. innherjinn þar að verki. KR fær aukaspyrnu á 26. mínútu skammt fyrir utan vítateig, en hún er ónákvæmt tekin af Þórólfi og knötturinn fer út' fyrir endamörkin. Þá á Ellert Schram góða sendingu til Arn- ar, en hann skýtur yfir af stuttu færi. Er 10 mínútur em eftir af leiknum á Þórólfur all- gott skot á markið, en mark- vörðurinn ver það þó næsta auð veldlega. Fleira markvert ger- ist ekki þann tíma sem eftir er af leiknum, en honum lauk með sigri Ðynamo sem áður get ur og vitað var fyrirfram. Þrátt fyrir þessi 6 mörk verð ur ekki annað sagt með réttu "V. .< • Gunnar Guðmannsson tekur við blómum. 10 8 júní 1960 — Alþýðublaðið Þarna er EHert Sehram í einvígi við rússneska fyrirliðann. ’ (Ljósm.: J. Vilberg). en KR-vörnin hafi staðið sig vel, miðað við allar aðstæður. En bezti maður vamarinnar var án efa Hörður Felixson, sem átti mjög góðan leik, eink- um þó framan af, enda þreyt- andi til lengdar að eiga í höggi við slíka framherja, svo sem hér var raun á. Bakverðir báð- ir, Hreiðar og Bjarni, lögðu sig alla fram og börðust af mikl- um dugnaði og Bjami hefur sjaldan leikið betur en einmitt nú. Heimir átti erfiða stund í markinu og þmmuskot þau sem á því dundu voru sannar- lega ekki hvers manns með- færi, en hann varði þó mörg þeirra. Rússarnir gerðu ýmist að leika langt inn á vítateig og þar kruss og þvers fyrir fram- an márkið eða skjóta ofsaskot- um áf löngu færi. Miðað við hraða þeirra í skiptingu og skot fimi alla, var ekki áð undra þó eitthvað yrði undan að láta. Var það þó hin mesta furða, hversu KR-vörninni tókst brátt fyrir allt að halda vöku sinni og verja mark sitt frek- ari áföllum. Rússneska vörnin var ekki síður sterk en sóknin, fyrir því fengu framherjar KR að finna, en þó hefðu þeir átt að geta náð að minnsta kosti tveim mörkum, ef þeir hefðu verið hlutverki sínu fullkom- lega vaxnir. í framlínunni var kröftugasti maðurinn Ellert Schram en sá leiknasti Þórólf- ur Beck. Hins vegar kom það að litlu haldi, þar sem skot- fimin brást yfirleitt í framlín- unni. Eins og fyrr segir gerðu Rússamir hvort tveggja að leika langt að marki eða skjótá þrumuskotum af löngu færi, i með hvort tveggja aðferðunum j heppnáðist þeim að skora. Okk ar leikmenn reyna að öllum jafnaði að komast alveg inn á markteig, áður en þeir bera við að sko"a, þeir eiga engin við að skjóta, þeir eiga engin hörkuskot til lengra frá. Gegn sterku liði eins og þetta ér eða öðrum, dugar þessi aðferð ekki, það er augljóst mál. Framherj- um vorum verður að vei'a það ljóst, að ef þeir eiga að vera hlutverki sínu vaxnir í leikn- um, þá verða þeir að geta skot- ið til marksins af lengra færi en 3—4 stikum. Smávægileg breyting var á rússneska liðinu. Jashin mark- vörður lék ekki, en í hans stað Beljajev og nýr framvörður. E.B. í jb róttafrétti r í STUTTU MÁLS ÁRANGURINN, sem náðst hefur í frjálsíþróttum nú þegar er víða glæsilegur. — Austur- Þjóðverjar bæta stöðugt afrek sín og eru nú að komast í fremstu röð meðal frjálsíþrótta þjóða heimsins. — Kunningi okkar Preussger stökk nýlega 4,50 m., amvar varð Jeitner, 4,40 m. (Valbjörn vann hann tvíveg- is í fyrrasumar) og þriðji Mal- cher 4,40. Freimuth stökk 2,02 m. og P'eil 2,00 m. í hástökki. Petter setti þýzkt met í sleggju- kasti 62,97 m. og Fischer fékk 52,9 í 400 m. grind. DANSKI stangarstökkvarinn Björn Andersen stökk 4,39 m. á móti í Villanova í USA fyrir nokkrum dögum. ---0—— BANDARÍSKI hástökkvarinn Ed Costa stökk 2,108 nýlega. Hann er þó aðeins í fjórða sæti á afrekaskrá USA í ár. Á MÓTI því, sem Waern sigr- aði £ 1500 m. fyrir helgi stökk Evrópumeistarinn Landström 4,49 á stöng og sigraði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.