Alþýðublaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 16
KMWWMWWWMWMW M.VI ÞAÐ var 6. júní 1924, að þeir Mallory og Irvine komu upp í fimmtu búðir á Ever- est. Daginn eftir klifu þeir upp í efstu búðir, og Odell, sem hafði fengið það hlut- verk að vera þeim til að- stoðar og halda sambandinu við efrl búðirnar, fékk sein- ustu skilaboðin frá þeim þaðan: „Allt í lagi“. 8. júní gerðu þeir atlög- una að hátindinum og voru með súrefnistæki. En veðrið var nú lakara en verið hafði dagana á undan, hátindur- inn hulinn skýjum og svo leit út sem það andaði held- ur svalan norðaustan yfir fjallskambinn, sem þeir urðu að fylgja, ef þeir ættu að ná markinu. Og þótt af- reksmennið Mallory væri betur undir áhlaupið búinn en nokkur annar, hvað snerti þrek og heilsu þrátt fyrir dvöl í hinu þunna fjallalofti, bendir ýmislegt til að hinn ungi og tiltölulega óreyndi Irvine væri ekki nægilega vel á sig kominn. En þegar Odell kleif upp í efstu búðir daginn eftir, voru þær auðar, og síðan veit enginn neitt með vissu um örlög þeirra tvímenn- inganna. Þessir atburðir, sem gerð- ust fyrir réttum 36 árum, hafa orðið umtalsefni enn á ný við líkfund þeirra Kín- verjanna á Everest. Kunn- ugir telja, að möguleiki sé á því að fundið sé lík annars hvors þeirra, enda þótt ekk- ert verði um það fullyrt. Og það er mikil spurning, hvort gátan um hvarf þeirra verði nokkurn tíma ráðin. Þetta var á öndverðum þeim tíma, er menn gerðu sér vonir um að geta klifið mesta fjall veraldarinnar. Arið 1921 var farinn undir- búningsleiðangur og tóku þátt í honum margir hinna færustu fjallgöngumanna, sem völ var á. Þar á meðal G. L. Mallory, og átti hann þá mörg spor um f jöllin norð an við Everest til þess að kanna leiðir pg möguleika. 1922 var svo gerður út ann- ar leiðangur, og enn var Mallory helzti garpurinn, en þá var líka E. F. Norton með, T. H. Somerwell o. fl. kunn- ir Everestfarar. í þeim leið- angri komust þeir Mallory, Norton og Somerwell upp í 8220 metra hæð. En G. Finoli og G. Bruce um 100 m, hærra. Mallory virtisí eiga auðveldast með að klífa hin- ar miklu hæðir þessara þr*ggja afreksmanna, honum var léttara um andardrátt en þeim og hélt lengur kröftum. Hinir allir voru miklir og frægir garpar, og Norton reyndist síðar hinn allra hæf asti leiðangursforingi. 1924 var svo gerður út þriðji leiðangurinn, og átti nú að sigra bergrisann. Þeir sem áðan var getið, voru allir með í þeim leiff- M Y N D I N sýnir norðurhlið Everests, en þar voru allar tilraunir til að ltlífa fjallið gerðar fyrr á árum. Farið var upp eftir röðlinum á móts við tölu 1, og þaðan meðfram kambinum, yfir hjarn fláka og bergfláa í áttina til tindsins. 1: Sjöttu búðir 1924. 2. Annar stallurinn, þar sem Odell hélt að hann hefði séð Mallory og Irvine. 3. Þangað komst Norton 1924, — og 4. Hátindur fjallsins. 41. árg. — Miðvikudagur 8. júní 1960 — 126. tbl, angri, nema Finch og auk þeirra meðal annarra N. E. Odell og Andrew Irvine, 22 ára gamall stúdent, sem enga reynslu hafði í fjallgöngu, en hins vegar var kunnur fyrir hreystj og þrek, var mikill íþróttamaður og hafði tekið þátt í leiðangri til Sval- barða. Norton var fyrst að- stoðarleiðangursstjóri, en tók fljótt við allri stjórninni. Mallory var þá 36 ára, ný- lega orðinn háskólakennari í Cambridge. Hann var kvænt ur og átti 2 börn. Áður en þeir Mallory gerðu hina ör- lagaríku tilraun til að klífa hátindinn, hafði verið kom- ið upp búðum á iiilu kletta- þrepi x 8150 metra hæð. Það voru 6. búðir. Allt þetta ár voru veðurskilyrði fremur óhagstæð í Himalaja, en merkilegur árangur náðist samt. Það voru þeir Norton og Somerwell er kornu upp það tilraun til að klífa tind- inn, sem gnæfði yfir þeim 700 metrum hærra, Somer- well varð fljótlega að gefast upp en Norton hélt áfram einn og komst upp í 8560 m. hæð, sem þá var met á Eve- rest. Þetta var það í sem allra fæstum orðum, sem hafði gerzt, áður en Mallory og Irvine lögðu af stað í sína síðustu för. Sá, sem er helzt til frásagnar um atburðina þennan örlagaríka dag, fyrir réttum 36 árum, er Odell, er reyndi sem hann gat að fylgj ast með ferðum þeirra félag- anna. Kunnugir telja, að það hafi verið fcigðarflan af Mallory, að velja sér Irvine til fylgdar, þar sem hann skorti mjög reynslu borið saman við aðra Everestfara. Illar tungur segja, að honum hafi gengið til löngun til þess að sitja sem mest einn að sigrin.um, ef liann næðist. þessu tjaldi, og gerðu eftir Ef hann næði hátindinum með Irvine að fylgdarmanni, yrði hlutur hans sjálfs mun stærri en ef kunnari maður hefði verið með. Má þó und- arlegt heita ef slík sjónar- mið hafa komið til greina hjá slíkum manni sem Mal- lory í svo mikilli tvísýnu, sem alltaf er fram undan í háfjöllunum. En hvað sem því líður hefði hann verið betur settur, ef hann hefði valið Odell sér til fylgdar. Odell varð seinni að aðlag- azt hinu þunna lofti en aðr- ir, en þegar hann loksins var búinn að jafna sig, reyndist han þola það mun betur en nokkur annar. Og það var hann einmitt búinn að gera, er Mallory gerði atlöguna. Þennan dag kleif Odell upp £ efstu búðir, og á leið- inni þangað bar það fyrir hann, sem nú skal frá greina: Hann var kominn í um það bil 7925 metra hæð, er hann gerði sér það að leik og til að reyna á kraftana að klifra upp á hnjúksöxl nokkra. — Þá var það, að birti skyndi- lega yfir og norðausturkamb urinn og hátindurinn blasti við. Á hjarnbreiðu langt í burtu sá hann eitthvað, sem hreyfðLst í áttina til Annars stallsins svonefnda, og ann- ar depill fylgdi á eftir. Sá sem fór á undan klexf fyrst Annan stallinn en ský huldu kambinn sjónum hans, áður en hann sæi hvort sá seinni kæmi á eftir. Hann gat ekki ímyndað sér annað en hér hefðu þeir félagarnir verið á ferð, en undraðist, hve seint þeir væru á þessum stað í fjallinu, klukkan var að verða eitt. Hann taldi sig í fyrstu geta fullyrt, að stall- urinn, sem hann sá hafi ver- ið Annar stallurinn, en fór seinna að efast um að það væri rétt hjá sér. Kvað hann þokuslæður á kambinum hafa getað villt um fyrir sér. En það telur hann sig geta fullyrt, að ef þetta voru fjallgöngumennirnir en ekki missýning, þá gengu þeir í vað, þótt slíkt væri ekki mikið ,tíðkað á Everest í þá daga. Odell kleif langt upp fyrir tjaldbúðina næstu daga, en varð einskis vísari, og síðan var leitinni hætt. Alla tíö síðan hafa menn velt fyrir sér, hvað fyrir þá kom þenn- an örlagaríka dag. Sumir hafa haldið því fram, að þeir muni hafa náð hátindinum, en ekki komizt til baka í tjaldið Um kvöldið og orðið úti eða hrapað í náttmyrkr- inu og kuldanum. Það er því ekki hægt að þvertaka fyrir það, að þeir Mallory og Ir- vine hafi orðið fyrstir manna til að klífa fjallið, en annars bendir ekkert til þess. Ekkert hefur fundizt á tindinum, sem geri slíkt sennilegt. Menn eru líka fyrir löngu farnir að efast um frásögn Odells. Hún gæti stafað af missýningu, sem er algengt fyrirbæri í þessum miklu hæðurn. Það hefur komið í ljós, að Annar stallurinn svo nefndi er um 30 m. hengl- flug, sennilega illkleifur og því ekki möguleiki á að klífa hann á fáeinum mínút- um, eins og Odell sýndist. Þá finnst öllum næsta furðu legt, ef Mallory þrátt fyrir kjark sinn, hefur lagt til at- Firamhald á 2. síðu. - ^fcV^vVL.- J w'v « v vV. . »■ vvyww'vV

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.