Alþýðublaðið - 08.06.1960, Blaðsíða 11
LANDSLID
LANDSLIÐSNEFND hefur
valið landslið íslands gegn
Norðmönnum. Liðið er þannig
skinað:
Helgi Daníelsson, í. A., mark
vörður.
Hreiðar Ársælsson, K.R.,
bakvörður.
Árni Niálsson, Val, vinstri
bakvörður.
Garðar Árnason, K. R., hægri
framvörður.
Rúnar Griðmundsson, Fram,
miðframvörður.
Sveinn Teitsson, f. A.,
vinstri framvörður og fyrirliði.
Örn Steinsen, K. R., hægri út
herii.
Sveinn Jónsson, KR, hægri
innherji.
Þórólfur Beck, K. R., mið-
herii.
Ingvar Elísson, í. A., vinstri
innherii.
Þórður Jónsson, Í.A., vinstri
útherji.
Á MORGUN leikur ísland
landsleik í knattspyrnu við Nor
eg í Osló. Endanleg skipan liðs
ins var tilkynnt í gær. Að megin
hluta til mun vart vera ágrein-
ingur um skipan liðsins, eins og
frá því er gengið af hálfu lands-
liðsnefndar. Hins vegar orka
2—3 sæti þess tvímælis, eða
vel það. Má í því sambandi
nefna fyrst vörnina. Eftir leik
KR og Dynamó, leikur það ekki
á tveim tungum ,að Hörður
Felixsson, sem í þeim leik sýndi
frábæran dugnað og öryggi,
á tvímælalaust að skipa stöðu
miðframvarðar. Rúnar Guð-
mannsson á einnig sjálfsagðan
rétt til stöðu í landsliðinu,
enda einn okkar allra sterk-
asti varnarleikmaður, bæði
sem miðframvörður og bakvörð
ur, ekki síður. Kemur þá ekki
annað til, en að hann skip
stöðu annars hvors bakvarðar-
ins, en það sé mats atriði lands
liðsnefdarinnar, hvor þeirra
Hreiðars eða Árna víki að þessu
sinni. En telja verður þá Hörð
og Rúnar okkar sterkustu varn
arleikmenn nú, auk Helga í
markinu og að ógleymdum
Sveini Teitssyni, sem verður
fyrirliði á leikvelli.
Þá er það meira en vafasam
ur greiði við Ingvar Elíasson
að setja hann sem v. innherja.
Hann hefur enn ekki, sem von
legt er, öðlast þá reynzlu, sem
með þarf til að leika svo áríð-
andi leik, sem landsleikur er,
þó hann hins vegar sé hinn
efnilegasti og mikils góðs megi
af honum vænta er fram líða
stundir. f Ingvars .stað hefði
því átt að skipa Ellert S'chram,
sem hefur keppnisreynzlu og
auk þess sem hann er einn
þeirra fáu framherja, sem get-
ur skallað á mark svo gagn sé
að. er harðsnúinn og fylginn
sér. Reynzla Þórðar Jónssonar
og geta, hefði ekki síður átt að
geta notið sín við hliðina á Ell
ert en Ingvars, og betur þó.
Enginn vafi er á því, að þeir
sem á annað borð fylgjast með
knattspyrnumálum og láta þau
sig eitthvað varða, mun frek-
ar aðhyllast þessa skipan, sem
hér er rætt um, en þá sem
landsliðsnefndin hefur endan-
lega samþykkt. En hvað sem
þessum bollaleggingum líður
og fyrirkomulagsatriðum, sem
Sundmeistaramót-
/ð hefst í kvöld
SUNDMEISTARAMOT íslands
hefst í Sundhöll Hafnarfjarðar
í kvöld kl. 8,30 og lýkur þar
annað kvöld.
Allir beztu sundmenn og kon
ur landsins taka þátt í mótinu
Guðniundur Gíslason.
sjálfsagt má rabba um fram og
aftur og sitt sýnist hverjum
um, er sameiginleg von allra
íslendinga að landsliðs vort
standi sig sem allra bezt og
megi sigra. Því fylgja beztu
óskir allra landsmanna um gott
gengi og heila heimkomu.
E. B.
og má reikna með geysiharðri
keppni og góðum árangri. — í
kvöld verður keppt í fjórum
greinum karla, þrem greinum
kvenna og fjórum unglinga-
greinum.
í 100 m. skriðsundi karla
keppa m. a. Guðmundur Gísla-
son og Pétur Kristjánsson Sá
síðarnefndi hefur æft vel und-
anfarið og veitir Guðmundi
sennilega harða keppni. Aðal-
grein kvöldsins verður samt 400
m. bri'ngusund karla með Einar
Kristinsson, Sigurð Sigurðsson
og Hörð Finnsson sem beztu
menn. Ómögulegt er að spá
nokkru um væntanleg úrslit.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
o2 Sigrún Sigurðardóttir heyja
einvígi' í 200 m. bringusundi
kvenna, en Guðmundur vinnur
200 m. baksund og Ágústa 100
m. baksund með yfirburðum.
Boðsundin vinnur reykvíska
sundfólkið.
Ingvar
66,15 m.
+ INGVAR Hallsteinsson,
FH, sem nú dvelur við
nám í Bandaríkjunum
náði næstbezta árangri fs-
lendings í spjótkasti á
móti í San Luis 30. maí
s. I. Hann sigraði og kast-
aði 66,15 m., sem aðeins
er 84 sm. styttra en met
Jóels Sigurðssonar frá
1949. Ingvari hefur farið
geysimikið fram undanfar
ið ,en á morgun birtum
við frétíabréf frá honum
hér á síðunni.
15. árshing IB H
15. ARSÞING ÍBH var hald-
ið dagana 28. apríl og 17. maí
s. 1. Þingið gerði meðal annars
eftirfarandi samþykkt:
,,15. ársþing ÍBH lýsir yfir
ánægju sinni með það sam-
komulag sem náðst hefur um
byggingu íþróttahúss af þeirri
stærð og gerð, sem hafnfirzk í-
þróttasamtök hafa óskað eftir.
Þá skorar þingið á bæjar-
st.jórn Hafnarfjarðar að hefja
nú þegar byggingu íþróttahúss-
UNGLINGAMEISTARAMÓT
íslands verður að þessu' sinni
haldið á Akureyri og fer fram
dagana 25.—27. júní. Keppn-
isaldur er 20 ára og yngri.
Nánari dagskrá verður þirt
síðar. Keppendum mun verða
séð fyrir húsnæði meðan mót-
ið stendur yfir. Þátttöku ber
að tilkynna Frjálsíþróttaráði
Akureyrar (pósthólf 112, Ak.)
íyiir 22. júní.
Frjálsíþróttaráð Akureyrar,
ins og flýta framkvæmdum sem
frekast eru tök á.
Þingið telur, að þessi mikils-
verða byggingarframkvæmd
verði að ganga fyrir öllum öðr-
um íþróttamannvirkjum um
fjárframlög.
Þingið skorar á hafnfirzkt í-
þróttafólk að styðja í verki
þessa nauðsynlegu framkvæmd,
með hverjum þeim ráðum, sem
tiltækileg eru og ákveðin verða
af stjórn ÍBH“.
Fráfarandi formaður, Þorgeir
Ibsen skólastjóri, baðst ein-
dregið undan endurkosningu.
Stjórn íþróttabandalags Hafn
arfjarðar skipa nú: Formaður
Yngvi R. Baldvinsson; ritari
Árni Þorvaldsson; gjaldkeri
Gunnar Hjaltason; bréfr. Hörð-
ur S. Óskarsson; varaform. Jón
Egilsson; varagjaldk. Kjartan
Markússon; Hjördís Guðbjörns-
dóttir; Sigurður Finnbogason.
Germar
10.2
MALMÖ, 7. júní (NTB). í kvöld
fór fram alþjóðlegt íþróttamót
í Malmö í Svíþjóð. Árangur var
góður í mörgum greinum, en
áhorfendur fáir, enda var keppn
inni sjónvarpað til sjö Evrópu-
landa.
Helztu úrslit urðu þessi.
100 m: 1. Germar, Þýzkalandi,
10,2 sek. 2. Protjorovski, Sovét.
10,5. 3. Bunæs, Noregi, 10.6, og
4. Malmroos, Svíþjóð, 10,7 sek.
200 m: 1. Germar, 21,0 sek.
2. Bunæs, 21,3 sek. 3. Protjor-
ovski, 21,5 sek.
400 m: 1. Alf Pettersen, Svi-
þjóð, 84,6 sek. 2. Lennart Jons-
son, Svíþjóð, 49,0 sek.
5000 m: 1. Jefimov, Sovét.,
14:21,0 mín. 2. Tor Torgersen,
Noregi, 14:26,0 mín. 3. Tvge
Framhald á 7. siðu.
17. júni mótið
17. júní mótsins verður tví-
skipt eins og undanfarin ár og
fer fram 16. júní og 17. júní.
Verður mótið háð á Melavell-
inum.
Fyrri daginn verður keppt í
þessum greinum:
200 m. hl., 400 m. hl., 1500
m. hl., langstökk, hástökk,
sleggjukast, spjótkast og 4x100
m. boðhlaup.
Á Þjóðhátíðardaginn verður
Framhald á 14. síðu.
Beattyl 3.51,7 í 5 km
- bandanskt met
COMPTON, 4. júní (NTB-Reu-
ter). — Jim Beatty hljóp undir
ameríska metinu er hann hljóp
5000 metrana á 13.51,7 á íþrótta
móti hér á laugardag. Herb El-
liott vann míluna á 3.58,1, en
Dave Styron vann 100 metrana
á 10,3. Bobby Morrow komst
cklvi í úrslit í 100 metrunum.
John Thomas fór yfir 2,16.
Parry O’Brien vann kúluna
með 19.15,2 metra kasti. Lee
Chalhoun vann 110 metra
grindahlaup á 13,5. Larrabee
vann 440 yardana á 46,9. Har-
old Conally kastaði sleggjunni
68,48 metra, en Babka vann
kringluna með 56,37 metra
kasti.
Alþýðublaðið — 8. júní 1960 JJ