Alþýðublaðið - 10.06.1960, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.06.1960, Síða 1
ÍÍSÍÍíffi smmmiíi llillllpl Í!;Í;!Íi 41. árg. — Föstudagur 10. júní 1960 — 128. tbl, OSLO í gærkvöldi. Einkaskeyti til Alþbl. NORÐMENN sigruðu íslend- inga með yfirburðum í lands- leiknum, sem fram fór í Ulle- vaal-Ieikvanginum í kvöld. — Skoruðu Norðmenn 4 mörk gegn engu, 2 í hvorurn hálf- leik. í stuttu máli sagt, var leikur inn lélegur. Tækifæri Norð- manna voru óteljandi, en þau voru oftast misnotuð. íslenzka vörnin var sterkari hluti liðs- ins, en lélegt skipulag á miðju vallarins, fálmkennt og óör- uggt í sókn. Bezti leikmaður íslands var markmaðurinn, sem bjargaði oft snilldarlega. Þarnæst vörnin, með Rúnar Guðmannsson sem aðalmann, skákuðu þeir sóknarliði Norð- manna oft á tíðum. íslending- ár áttu nokkrar góðar sóknar lotur í fyrri hálfleik, en skot- in voru lin. í síðari hálflgik áttu þeir þó hættulegri upp- hlaup, lá þá nokkrum sinnum við borð að þeim tækist að skora, en framherjum tókst ekki að reka endahnútinn á sóknaraðgerðirnar. 4:0 eru ekki ósanngjörn úrslit eftir skot- tækifærum, en of mikið miðað við gang leiksins í heild. Rigning var bæði fyrir og meðan á leiknum stóð og virt- ist það há Íslendingunum meira en Norðmönnunum. — Það sem íslenzka liðið skorti fyrst og fremst var samvinna milli framvarðanna og framherj- anna. Einnig skorti nógu góða samvinnu hjá framherjunum. Framliald á 7. síðu. AMwmMwmwwwvwmvw Síga / björg ÞESSI mynd var nýlega tekin — norður í Grímsey. Maðurinn, sem heitir ÓIi Ólason, er ekki í striga- poka upp á grín, þetta er sighempa. Hann seig ný- lega í bjargið fyrir fólk, sem kom til eyjarinnar í skemmtiferð. Undanfarið hafa verið tíðar ferðir skemmtiferðafólks til Drangeyjar, og mun vera ætlunin, að báturinn, Drangur, fari á hverri helgi í sumar til eyjarinn- ar, og hafa margir spurt um far. Óli mun einnig hafa í hyggju að síga fólki til gamans í sumar, og sonur hans, Óli Bjarni, sem einn ig sést á myndinni hygg- ur gott til að læra listirn- ar og taka ernhvcrn tíman við af pabba sínjum. Hann hefur rajunar dá- lítil kynni af björgunum. Hrapaði einu sinni 17 m og meiddist mikið. — En nú er hann albata og hvergi smeikur, — tilbú- inn að síga svo fljótt sem hann má . . . (Ljósm. Stefán Petersen). i Fyrirfram- sala síldar á þessu ári SAMKVÆMT fyrir- framsamningum, er gerð ir hafa verið um sölu á saltaðri Norðurlandssíld, má reikna með sölu á allt að 224 þús. tunnum á þessu ári. En á s.l. ári voru saltaðar .norðan- Nú t>arf póstsfjórhin ab taka til máls MED frétt Alþýðublaðs- ins í gær hófst nýr frí- merkjaþáttur — og enn heldur ófrýnilegur. Þessi þáttur gefur til- efni til fjöimargra spurn- inga, sem póststjórnin kemst ekki hjá að svara. ÞAÐ ER TÍMI TIL KOMINN AÐ HÚN TAKI TIL MÁLS. Nokkrir menn voru nafn greindir í sambandi yið frí merkjaþátt vetrarins — frímerkjaþátt hinn fyrri. Það mál hefur þegar kost- að suma atvinnumissi — og getur áður en lýkur kostað þá æruna. Nú er nýja frímerkja- þættinum þannig háttað, að fyrrgreindir menn geta naumast hafa komið þar við sögu. Almenningur hlýtur því að spyrja: Hverjir þá? Og Alþýðublaðið fylgir þeirri spurningu úr hlaði með tvíþættri spurningu: HVAÐ LÍÐUR ENDUR- SKOÐUN Á FRÍMERKJA BIRGÐ.UM PÓSTSTJÓRN ARINNAR? HVENÆR VERÐUR SKÝRT OPINBERLEGA FRÁ ÁRANGRI ÞEIRR- AR ENDURSKOÐUNAR? Ráðuneytið fylgist með hneykslinu. - 3. síða iWWW .WWHWWUtHWWW{iK''vfC^HHUtV.VWWHUWWUWWWWWWHÍ lands og austan samtals um 215 þús. tunnur. Alþýðublaðinu barst í gær eft irfarandi fréttatilkynning frá síldarútvegsnefnd: Gerðir hafa verið fyrirfram- samningar um sölu á 120 þús. tunnum af saltaðri síld til Sov- étríkjanna, þar af er heimilt að afgreiða frá Norðurlandi allt að 80 þús. tunnur. Er það sama magn og endanlega var samið um s. 1- ár. Undirritaðir hafa verið £amn- ingar um sölu á íúmlega 85 þús und tunnum til Svíþjóðar. Er þetta um 25 þúsund tunnum meira magn en samið var um við Svía s. 1. ár. Finnar munu kaupa svipað magn og s- 1. ár eða um 51 þús. tunnur. Þá hefur tekizt að gera fyrir- framsamninga við Vestur-Þjóð- verja um sölu á 5.000 tunnum af Norðuralndssíld og 2,300 tunn um af Suðurlandssíld, en þang- að hefur sáralítið verið selt eft- ir styrjöldina. Gert er ráð fyrir að til Dan- merkur verði seldar um 3.000 tunnur, sem er svipað magn og s. 1- ár. i Undanfarið hafa samninga* umleitanir farið fram við önn- ur þau lönd, sem <til greina koma sem kaupendur íslenzkrar asltsíldar, en óvíst er enmþá um árangur af þeim tilraunum. i) Blaðið hefur hlerað — Að Sjómannadagsráð hafi hug á, að fá bæjar- yfirvöldin til að skíra Kleppsveg upp og kalla hann VÍN- LANDSBRAUT, jafn- framt því sem styttan af Leifi heppna yrði flutt að Laugarássbíói, sem stendur við fyrr- nefnda götu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.