Alþýðublaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 1
41. árg. — Miðvikudagur 15. júní 1960 — 132. tbl,
Síldarstúlkur nar
æskja kaup
BRYNJA, verkakvenna
félagið á Siglufirði, hefur
farið fram á 25% kaup-
hækkun til handa síldar-
VWIWWWMIWIWWWWWWWM
Við sáum
hana fyrstir!
VIÐ sáum þetta fyrir á
Alþýðublaðinu! Sigrún
Ragnarsdóttir, fegurðar-
drottningin.nýja, er reynd
ar „Alþýðublaðsstúlka“.
Það var viðtal við hana
með myndum í Laugar-
dagssíðu Hauks Morthens
hér í blaðinu 2. apríl síð-
astliðinn. Hér er ein af
myndunum, sem við tók-
um við það tækifœri.
OG Á MORGUN BIRT-
UM VIÐ IIEILA OPNU
AF MYNDUM FRÁ FEG-
URÐARSAMKEPPNINNI
stúlkum. Telur félagið, að
kjör síldarstúlkna á Siglu
firði séu nú mun lakari en
hjá síldarstúlkum við
Faxaflóa.
Alþýðublaðið átti í gær tal
við Sigríði Þorleifsdóttur for-
mann Brynju og i'nnti hana eft- "
ir fréttum um kjaradeilu þessa..
Sigríður sagði, að síldarstúlk-
ur á Siglufirði hefðu dregizt
mjög aftur úr hvað kjör snertir.
Einkum væri mikiil munur á
kjörum þeirra stúlkna, er ynnu
eftir samningum Verkakvenná-
félags Keflavíkur og kjörum
stúlknanna á Siglufirði^ Sagði
Sigríður, að enda þótt stúlkurn
ar á Siglufirði fengju 25%
hækkun yrðu kjörin samt betri
í Keflavík.
Fyrsti viðræðufundur Brynju
og atvinnurekenda á Siglufirði
var haldinn s- 1. laugardag. —
Sagði Sigríður, að Brynja hefði
óskað eftir lagfæringum án þess
— að nokkur frestur hefði ver-
ið tiltekinn. Ekkert verkfall hef
ur því verið boðað.
ALÞYSUBLAÐINU er á-
nægja að upplýsa að það get-
ur enn hlaupið undir bagga
með póststjórninni. í fréttatil-
kynningu hennar, sem blöðin
birtu í gær, var vikið að ritl-
ingnum, sem E. V. Lundgárd
verkfræðingur kveðst hafa sam
ið og fengið að ritlaunum
„týndu“ frímerkin, sem nú eru
boðin til sölu á erlendum mark
aði fyrir samtals 825.000 krón-
ur. í fréttatilkynningunni seg-
ir orðrétt: „Hins vegar man
enginn í póstmálastofunni eft-
ir að hafa orðið var við slíkt
rit“.
Alþýðublaðið simaði Lund-
gárd þessi ummæli í fyrradag
og bauðst enn til að greiða
svarskeytið. í gær barst eftir-
farandi skeyti frá verkfræð-
ingnum:
„Ef til vill er málið gleymt
af hlutaðeigendum, eftir 20
ár, þótt undarlegt sé stop Á
4—5 fundum með HHðdal
voru viðstaddir Páll Sandholt,
Magnús Jochumsson; og Sæ-
mundi frá Frímerkjasölunni
var seinna tilkynnt um þetta
stop Ritgerðin var afhent vél-
rituð í bláu umslagi stop Leysti
fram úr vandamálum, sem þá
voru óráðin um ígildi-úgáfuna
stop Þ. e. s. um orsökina að út-
gáfunni stop Stærð upplagsins
fyrir allar prentaðar gerðir, á-
samt fjölda ósvikinna prent-
Framhald á 3. síðu.
FÉKK 300 TUNNUR ÚT AF SNÆFELLSNESI - 3. SÍÐA