Alþýðublaðið - 15.06.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson
Drengpmeisfaramóf Reykjavíkur:
krir dreng
ES BM
11110
DRENGJAMEISTARAMÓT
Reykjavíkur í frjálsíþróttum
hófst á Melavellinum s.l. mánu-
dagskvöld í blíðskaparveðri.
Þátttakendur voru í færra lagi
og árangur nokkuð misjafn, í
nokkrum greinum ágætur, en
í öðrum lélegum, sérstaklega í
köstunum.
Sá drengur, sem bezt stóð
sig fyrra kvöldið, var Þorvald-
ur Jónassón, KR, sem tók þátt
í þrem greinum og sigraði í öll-
um. Hann hljóp 100 m. á 11,9,
stökk 1,75 m. í hástökki og 6,48
m. í langstökki, sem er prýðis-
árangur. Þorvaldur er sterkur
piltur, sem getur náð langt í
framtíðinni, en til þess þarfa
æfingu og mikla þolinmæði. Ef
hann hefur hvorttveggja í rík-
um mæli, er enginn vafi á því,
að hann verður ein af okkar
stærri stjörnum eftir 2-—3 ár.
— Kristján Eyjólfsson er einn-
ig geysiefnilegur og fjölhæfur,
en hans bezta grein, þrístökkið
er síðari daginn. Nokkrir aðrir
drengir, sem hafa minni
reynslu lofa rnjög góðu og má
þar nefna Jón Ö. Þormóðsson,
Lárus Lárusson, Priðrik Frið-
riksson, Gylfi Hjálmarsson, Ey-
jólfur Æ. Magnússon o.fl. Allir
þessir piltar þurfa aðeins að
æfa af kappi og ástunda reglu-
semi, þá niunu þeir komast í
fremstu röð eftir nokkur ár og
fá tækifæri til að klæðast lands
Þorvaldur Jónsson, KR,
liðsbúningi íslands og er ekki
mikið á sig leggjandi til þess?
HELZTU ÚRSLIT:
110 m. grindahlaup:
Kristján Eyjólfsson, ÍR, 17,2
Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 17,3
Magnús Jóhannsson, ÍR, 19,4
100 m. hlaup:
Þorvaldur Jónasson, KR, 11,9
Kristján Eyjólfsson, ÍR, 12,0
Lárus Lárusson, ÍR, 12,0
Heimir Sindrason, Á, 12,4
Þorvarður Björnsson, KR, 12,5
Einar Hjaltason, Á, 12,9
400 m. hlaup:
Eyjólfur Magnússon, Á, 56,3
Lárus Lárusson, ÍR, 56,8
Róbert Jónasson, Á, 58,7
Einar Hjaltason, Á, 61,8
1500 nt. hlaup:
Friðrik Friðriksson, ÍR, 4:34,0
'Valur Guðmundss., ÍR, 4:57,1
4X100 m. boðhlaup:
Sveit ÍR 48,9 sek.
(Magnús Jóh., Jón Ö., Krist-
ján Lárus).
Sveit Ármanns, 50,0
Sveit KR, 50,7
Langstökk:
Þorvaldur Jónasson, KR, 6,48
Kristján Eyjólfsson, ÍR, 6,35
Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 5,59
Þórður Vigfússon, ÍR, 5,28
Hástökk:
Þorvaldur Jónasson, KR, 1,75
Þorvaldur Ólafsson, ÍR, 1,55
Þorvarður Björnss., KR, 1,55
Friðrik Friðriksson, ÍR, 1,50
Kringlukast:
Gylfi Hjálmarsson, Á, 33,10
Þorvarður Björnss., KR, 25,81
Kúluvarp:
Sólon Sigurðsson, Á, 12,07 m.
Magnús Ólafsson, KR, 11,38
Eyjólfur Magnússon, Á, 11,23
Gylfi Hjálmarsson, Á, 11,13
Gylfi Magnússon, HSH keppti
með sem gestur í kringlukasti
og kúluvarpi og sigraði í báð-
um greinum með 13,08 m. og
35,88 m. ! i
Fmm-KR
í kvöld
í KVÖLD kl. 8,30 heldur fs-
Iandsmót I. deildar áfram á
Laugardalsvellinum og þá leika
fslandsmeistarar KR gegn
Fram. Má reikna nteð skemmti-
legri viðureign.
Moens sigrar Boysen og setur heimsmet, 1:45,7 mín.!
Roger Moens kemur
á þriðjudaginn
ÞAÐ er nú ákveðið, að
heimsmethafinn í 800 m.
hlaupi, Belgíumaðurinn Roger
Moens komi hingað til lands á
þriðjudaginn og keppi í 800 m.
og 1500 m. hlaupi KR-mótsins,
sem hefst á Laugardalsvellin-
um daginn eftir, 22. júní n. k.
Roger Moens er fæddur 2G.
apríl 1930 og hefur verið jafn-
bezti 800 m. hlaupari heims síð
an 1955, en þá setti hann hið
frábæra heimsmet sitt 1:45,7
mín. á móti í Oslo í keppni við
Boysen hinn norska, sem þá
náði næstbezta tíma, sem náðst
héfur í greininni, 1:45,9 mín.
Þá hafði heimsmet Rudolf Har-
big staðið í 20 ár. — Moens
keppti fyrst í 800 m. hlaupi árið
1949 og náði þá 2:02,2 mín. —
Hann meiddi sig rétt fyrir Ol-
ympíuleikana í Melbourne og
gat því ekki tekið þátt í þeim
og hefur því æft vel í vetur og
sett sem takmark að sigra í
Róm. — Moens hefur eitthvað
ca. 100 sinnum hlaupið 800 m.
á betri tíma en 1:50,0 mín.!
KR-ingar hafa reynt að fá
langhlaupara á mót sitt en geng
ið það illa. Norðmenn gátu
ekki sent mann og því sneru |
þeir sér íil Finna, sem ékki,
hafa enn virt þá svars, þrátt J
fyrir ítrekaðar tilraunir og má
það heita furðulegur dónaskap-
ur. — Ef ekki verður komið
svar frá Finnum í dag ætla
þeir að reyna að fá annaðhvort
sterkasta 800 m. hlaupara Eng-
lendinga eða Þjóðverja á mót-
ið og gæti sú grein mótsins þá
orðið geysiskemmtleg.
afrek
ÞAÐ ERU nú meiri kall-
arnir þessir Ameríkanar,
um síðustu helgi kom al-
veg nýr hlaupari fram á
sjónarsviðið, Archie San
Romani og náði 3:44,6
mín. í sínu fyrsta 1500 m.
hlaupi! — Spjótkastarihn
Bill Alley, sem kastaði 82,
33 m. í fyrra náði 83,48 m.
um helgina, heimsmet
landa hans Cantello er 86,
04, eins og kunnugt er.
Charles Tidwell jafnaði
heimsmetið i 100 m. M.
í Houston, fékk 10,1 sek.
Hvorki Bobby Morrovv né
Murchison komust í úr-
slit, en sá fyrrnefndi fékk
slæmt viðbragð. Tidwell
vann einnig 200 m. á 20,8
sek. — Davis sigraði O’
Brien í Los Angeles — 19,
04 gegn 18,75 m. Ron Mor-
ris stökk hæst á stöng 4^
61 m. og hinn nýji efni-
legi Joe Faust (18 ára) 2,
08 í hástökki, hafði áður
náð 2,11 m. Glenn Davis
hefur nú keppt í fyrsta
sinn í 400 m. grind og
fékk 50,2 sek. AI Oerter
kastaði kringlu 58,67 m.
Kaare Lie:
þcrf bjartsýni
ÞAÐ fer nú að liggja Ijós-
ara fyrir en áður, hver ástæða
er til þess að svo ótrúlega erf-
itt hefur verið að efla og bæta
norska knattspyrnu. í gær var
því haldið fram í blaði nokkru,
að nú hefðum við loksins náð
að skipuleggja eitt okkar allra
bezta liði, og fullkomin á-
stæða væri til, að vera mjög
ánægður, bæði með liðið og
leik þess allan (þ.e. við ís-
land). Nú færi þetta loksins
að ganga vel og norsk knatt-
spyrna að rísa fyrir alvöru
úr öskustónni.
Hver cg einn verður að fá
að hafa sína skoðun á hlutun-
um og láta hana í ljós, jaínvel
þó hún sé eins frumleg og hér
um ræðir. í þessu sama blaði
lætur landsliðsþjálfarinn hafa
það eftir sér, að þetta liðiS
hefðum við átt að hafa í Kaup
mannahöfn.
Blöðin á föstudagsmorgun-
inn eru öll á einu máli um það,
að leikurinn (vi'ð ísland) hafi
verið lélegur og liðið í heild
mistækt, og það er sameigin-
legt álit blaðanna, að lands-
liðsnefndin verði að endur-
skipuleggja liðið og finna
betri menn. Þá lætur formað-
ur landshðsnefndarinnar einn
Framhald 4 14, síðu.
Alþýðublaðið — 15. jún£ 1960