Alþýðublaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 1
tMJémo) 41. árg. — Miðvikudagur 22. júní 1960 — 137. tbl. ' HVOLSVELLI, 21. júní. Þau tíðindi gerðust fyrir skömmu í Fljótshlíð, að tveir hundar lögð úst á fé bænda o<r drápu. Eftir því sem næst verður komizt hafa hundarnir drepið um 20 fjár, bæði lömb og fullorðið. Var féð aðallega frá bæjuhum íeigj og Breiðabólstað í Fljóts- hlíð, svo og Orsabæ í Landeyj- um. Bændur gerðu þegar út leið- angur á hestum og eltu hund- ána, er vart varð við atferii þeirra, Voru þeir eltir í heilan dag og lauk eftirförinni á bæj- um þeim í Landeyjum, þar sem hundarnir áttu heima. Voru þeir báðir drepnir eftir nokkurt þjark. DÝRBÍTUR Á FERÐ Þá hefur verið vart við dýr- bít í Fljótshlíð. Hefur hann gengi'ð jafnvel heim að bæjum og drepið talsvert af lömbum. Tófuleit stendur nú yfir, en ekk eft hefur áundizt, enda er alltaf þoka á afréttinum. GRASSPRETTA GÓÐ :Tíð hefur verið mjög stirð að undanförnu og varla sést til sólar í nærri mánuð, en stöðugt súld 0g leiðindaveður. Gras- spretta er orðin góð og bíða bændur bara eftir þurrki. Þó er byrjaður sláttur á nokkrum bæj um í Landeyjum. Hér í Hvolsvelli er mikil at- vinna um þessar mundir. T. d. er verið að bora efti’r vatni handa frystihúsi, sem byrjað verður á í haust. Komið er nið- ur á 20 m dýpi og mikið vatn, svo að útlit er fyrir að nægHegt vatn fáist hér til frystihússins. Þ.S. tMMtWHHHWHMUMMUHW Lítill sjó maður HÖFNIN dregur marg- an drenginn að sér enda er hún þeim eins og ævin- týraheimur. Drenghnokk- inn sá arna hér á mynd- inni brá sér á hjólinu sínu niður að höfn til þess að veiða. Það var heldur tregt hjá honum að því, er hann sagði. En ef til vill á hann eftir að draga margan fiskinn þó síðar verði. Hver veit? (Ljósm. Alþ.bl. O. ÓI.) tvmmmMMmwuwMwwiv MIKLU DÝPI 100 ÚTLENDINGAR STÖRFUM: 3. síða MIKIL síld virðist nú vera við Kolbeinsey, en hún stendur mjög djúpt og erfitt er að ná henni. Þó fengu nokkur skip ágætan afia í gær. Það var rannsóknarskipið G. O. Sars, er fann síldina við Kol- beinsey. Lóðaði skipið á mikla síld 40 mílur norður af Kol- beinsey. Þegar er fréttist um síldina þarna dreif að marga ibáta, er fóru þegar að kasta. Lentu margir þeirra í erfiðleik- um vegna þess hve djúpt síldin stóð, á 50—60 faðma dýpi. Súl- an fékk geysistórt kast, en náði því ekki inn og varð að hvolfa úr nótinni. Hávarður SU fékk svo stórt kast, að hann varð að biðja annan bát um aðstoð. Þess ir bátar voru á leið inn tU Siglu Framhald á 3. síðu. MMMtMtMWMMMMMtMMMl ÞEIR, sem eru að undir- búa íbúðabyggingu ættu að athuga eftirfarandi varðandi lán frá Húsnæð- ismálastofnun ríkisins: 1. Kynnið ykkur vel allar reglur, sem fylgja unv- sóknareyðublöðum hús næðismálastjórnar, áð- ur en þið ákveðið teikn ingu íbúðarinnar. 2. Sendið umsókn unv lán strax og teikningin hef ur verið ákveðin. 3. Ekki fæst lán út á stærri íbúðir en 360 rúmmetra, nema fjöl- skylda sé stærri en 5 nvanns. 4. Umsóknin kenvur ekki til afgreiðslu og lánsúb- hlutunar fyrr en vott’- orð hefur borizt um að húsið eða íbúðin sé fok- helt. 5. Viðbótarlán eftir fyrstu útlvlutun þarf að sækja um sérstaklega. Sjá 4. srdu ! mwwwwwtMwwwwlw

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.