Alþýðublaðið - 22.06.1960, Blaðsíða 15
una með fagurgrátt hárið. En
það var elcki útlitsins vegna
sem hún var svo aðlaðandi.
Það streymdi frá henni ró og
friður.
Hún lét sem hún heyrði
ekki gullhamrana, sem Justin
sló henni. „Ég ætla að halda
smá boð . . . Justin, þú verður
að koma, hvenær má hann
fara í boð læknir?“
„Bráðlega geri ég ráð fyr-
ir. Við skulum sjá. í dag hef-
ur hann fótavist, heim eftir
þrjá daga • • • • svo ráðið þér
sjálfur herra Brooks.“
,,Justin,“ tautaði hann. —
„Eftir viku Estelle og ég skal
dansa polka við þig eftir
Champs Elysées.“
„Og svo verðið þér fluttur
aftur hingað,“ sagði Myra.
„Og þá er það ekki eins-
m'anns herbergi, þá farið þér
inn til Josephs gamla.“
Estelle leit undrandi á
hana.
„Er gamli Joseph kominn
aftur?“
„Hann kom í gær,“ sagði
Myra. „Vitið þér hver hann
er, Lady Lovell?“
„Því miður, nei.“ Hún leit
á Myru. „En þér, læknir?“
„Nei, nei, ég veit ekki hver
hann er, en þegar ég sá hann
í fyrsta sinn, þá fannst mér
ég kannast við andlitsdrætt-
ina. Eins og ég hefði séð hann
fyrir löngu, en það getur ekki
hafa komið til mála.“
„Kannske minnir hann yð-
ur aðeins á einhvern, sem þér
þekkið,“ sagði Justin.
„Eg hef líka hugsað um
það, en ég þekki engan, sem
líkist honum,“ andvarpaði
Myra. „En ég verð að fara,
ég á eftir að fara til fleiri
sjúklinga.“
„En þér komið þó aftur?“
kallaði Justin.
„Nei, það geri ég ekki . .
þér þarfnist þess ekki — eða
neins annars læknis. Þér er-
uð á heimleið.“
Justin gretti sig.
„Kaldhjarta, ha?“ spurði
hann.
,.N^‘ “ spnði Mvra og hló
við. „Hef ekki tíma.“
„Eg vona að þér hafið
samt tíma til að koma í boðið
til mín,“ sagði Lady Lovell.
„Eg skal láta yður vita með
góðum fyrirvara. Eg þekki
svo marga, sem þér hefðuð
gaman af að kynnast.”
„Hún þekkir mig,“ skaut
Justin inn í. „Og ég vona að
það sé nóg til að hún komi.“
Myra varð að viðurkenna að
hana langaði til að koma, „En
ég veit ekki hvort ég fæ frí.“
,,Eg skal siá um fríið.“
sagði Estelle. „Eg vonast eft-
ir vður og þar þvða engar af-
sakanir.“ Augu hennar urðu
hálf fjarræn.
1 „Þetta er alveg sérstakt
boð.“ ....
7.
Þegar Myra hafði lokið
stofugangnum gekk hún inn
á læknastofuna þar sem lækn
arnir voru vanir að koma
saman og fá sér einn kaffi-
bolla, en nú var þar áðeins
David Harvey. .
„Þú kemur eins og kölluð,“
sagði hann glaðlega. „Eg var
einmitt að sækja kaffi.“
Myra tók fegins hendi við
rjúkandi kaffibollanum. Hún
var þreytt og utan við sig.
„Var gaman í gær?“
ispurði David.
„Það er víst varla hægt
að segja það. Eg gekk lengi
um og svo fékk ég mér rauð-
vínsglas. Og svo gekk ég
heim afur.“
„Það er aðeins hægt áð
kynnast París hafi maður
nægan tíma.“ Hann leit á
hana og tók eftir því hve föl
hún var.
„Er það erfitt?“ spurði
hann skyndilega. „Eg á við
að vera eini kvenlækríírinn
hérna. Líður þér illa hjá okk-
ur?“
„Nei,“ viðurkenndi hún.
„Vinnan er mjög skemmti-
leg.“
„Hefurðu heimþrá?“
Hún hugsaði um biðstofu
föður síns, um litlu skrif-
stofuna hans, um gamla hús-
ið, sem hún hafði búið í síð-
an hún mundi eftir sér. Og
þrá efttr örygginu heima
gagntók hana.
Faðirinn hafði svo mikið
að gera, að hann hafði fulla
þörf fyrir hjálp hennar, en
hann hafði verið óvenjulega
skilningsríkur, þegar hún
hafði sagt honum að hún
vildi taka stöðuna í París.
Gáfuleg “-augu hans höfðu
litið beint í hennar, þegar
hann sagði: „Já, það er allt
af gott að úá sína æfrhgú á
sjúkrahúsi.“ . . En hann
hafði verið svo vitur, að
minnast ekki á að hún gæti
æft sig á sjúkrahúsum heima
í Englandi.
Bjóst hann við að hún
kæmi og gerðist aðstoðar-
læknir hans, þegar hún hafði
verið nægilega lengi í París?
Og var raunar nokkuð ann-
að fyrir hana að gera? —
Hjónabandið, sem alltaf
hafði verið fyrst í huga henn
ar var þar ekki len-gur.
Hafði faðir hennar grun um
hvernig allt hafði farið með
Brent? Sennilega hafði hann
skilið sitt af hverju, þvf hann
hafði horft áhyggj ufullur á
hana, þegar hún kvaddi
hann. Hann hafðf reynt að
sýna henni hlýju á sinn hátt.
Hann hafði klappað henni
hálf klunnalega á kinnina
og sagt:
„Komdu aftur, þegar þú
getur, vina mín — og kann-
6
ske verður það fyrr en þig
grunar. Og minnstu þes-s —
að hvert, sem þú ferð, þá
geturðu ekki flúið ástina.“
„Þú getur ekki flúið ást-
ina.....Hún vissi að þetta
var satt. Hún hafði tekið
minninguna um Brent með
sér hingað. Hvar sem hún var
fylgdi sú minning henni. Og
nú ■—- nú kom Venetia sjálf
til Parísar. Hún átti að dansa
í óperunni, það yrði rætt um
hana, skrifað um hana, —
dáðst að henni. Hún myndi
stöðugt minnast hennar og
Brents. ....
Baily læknir kom inn.
„Eg hitti hana Gabrielle
þína,“ sagði hann, þegar
hann sá David. „Við borðuð-
um - saman á La Belle Aur-
ore, við skemmtum okkur
bara vel — og ég kyssti hana
góða nótt.“
„það gerðirðu fekki!“
„Jú, • • og henni fannst ég
kyssa vel!“
„Hún er frönsk. Hún var
að þakka þér fyrir matinn!“
David reis á fætur, blikk-
aði Myru og fór.
„Hann ætti að fara að verða
fullorðinn,“ sagði Baiiey og
hellti í bollann sinn.
„Hvernig er þessi Gabriel-
le?“ spurði Myra forvitin.
„Eins og ég bjóst við —
vina mín. Eins og ég bjóst
við. Eg hef hitt tvíburasyst-
ur henhar í London og ann-
ars s'aðar. Harvey ætti að
reyna að finna eftirmann
hennar annars staðar, til
dæmis hér á sjúkrahúsinu ..
hann gæti fundið sér fallega
hjúkrunarkonu hérna, ef
hann vildi.“
Dyrnar opnuðust á ný og
Mark Lovell kom inn.
„Eg veit að þið eruð vön
að fá ykkur kaffi um þetta
leyti,“ sagði hann. „Er bolli
handa mér líka?“
Méra hellti í bollann hans
og hann horfði á hana með
miklum áhuga.
„Þér eruð þreytuleg, þó
þér hafið átt frí í gær,“ sagði
hann. „Hvað gerðuð þér?“
„Eg fór í gönguferð . .
langa ferð.“
„Þér hljótið að hafa haft
gott af því.“
Það var ekkert svar við
þessu, svo hún þagði.
„Sváfuð þér vel í nótt?“
spurði hann.
„Já,“ laug hún.
„Þér lítið ekki út fvrir
það. Þér hafið dökka bauga
undir augunum og mér lízt
ekki á það.“
Hún leit undrandi á hann.
Gat það verið, að þessi mað-
ur vildi hugsa um velferð
hennar? Það var eins og hann
hefði lesið hugsanir hennar,
því hann svaraði stuttur í
spuna: ,.Eg er að hugsa um
sjúkrahúsið. Hvorki ég né
sjúklingarnir hafa þörf fyrir
þreyttan lækni.“
Sér til mikillar undrunar
heyrði hún sjálfa sig segja:
„Hafið bér yfirleitt þörf fyr-
ir kvenlækni, herra Lovell?“
Hann leit snöggt á hana,
svo svaraði hann rólega: „Ef
ég get ekki fengið neitt betra
verð ég að reyna að notast
við hana.“
Þetta var henni sjálfri að
kenna. „Afsakið,“ sagði hún.
„Eg var ósvífin. Eg ætlaði
ekki að vei’a það.“
Hann skellti upp úr.
„O, jú, þér ætluðuð það!
Þér urðuð reið og höguðuð yð
ur eins og kona. Takk fyrir
kaffið.“
Hann lagði bollann frá sér
og fór.
Myra var viss um að henni
hefði aldrei litist jafn illa á
nokkurn mann.
8.
Gamli Jóseph leit vfir
deildina. Hann sá veru koma
til sín — veru í hvítum kirtli.
Hún sagði: „Allt í lagi, systir,,
haldið þér bara áfram“, og
hjúkrunarkonan, sem hafði,
horft á hana hélt áfram við
sín störf. -- |
Myra nam staðar við rúrn;
Josephs gamla og hann sá að
hlustunartæki stóð upp úr
vasa hennar. „Almáttugur
guð, reynið þér ekki að segja
mér, að þér séuð læknir! Ég
vil ekki láta smástelpu skoða
mig!“
„Ég skoða yður þegar það
er mín vakt“, sagði Mýra. Hún
var stutt í spuna, en rödd
hennar og augu voru vingiarn
leg.
Falleg augu, hugsaði hann.
„Snúið yður í ljósið“, sagði'
hann hátt. „MlG langar til að
sjá yður betur“.
Hún varð undrandi á svip
og hann hló lágt.
„Nú, svo þér urðuð hissa,
ha? Það er greinilegt að þér
eruð ný hér, annars yrðuð bér
ekki hissa á því, sem ég segi.
Það verður enginn annar —■
hvorki hjúkrunarkonur né
læknar. Þau þekkja mig“.
„Og hlýða yður?“
„Hlýða mér! Því skyldu þau'
hlýða mér? Ekki er ég dekur-
barn!“
„Nei. aðeins brjóskur, gam-
all maður“, viðurkenndi hún. ■
Hann leit snöggt á hana, svo
hristist hann af niðurbældum
hlátri. En hann var of veikur
til að hlæja og svitinn braust
fram á enni hans.
„Þér _ hafið kímnigáfu",
sagði hann, þegar hann mátti
mæla. „Ég kann vel við kon-
ur, sem hafa kímnigáfu. Þeg-
ar ég kemst héðan vil ég mála!
yður. Mér líst vel á yður“.
En hann hafði ekki fyrr
sagt þetta en bitrir drættir'
komu um munn hans. Hann
vissi vel að hann gæti ekki
málað framar. Hann hafði
m5sst þann hæfileika sinn . ..
eða kannske hafði hann misst
trúna á sjálfan sig. Peningar,
peningar, það var orsökin.
Þegar maður vann sér ekki
inn nóg til að kauna léreft og
liti ''ar maður búinn að vera.
„Ég tek yður á orðinu“,
hevrði liann að Mvra sagði.
,.Hvað?“
,.Þér sögðust ætla að mála
miv. Ég hef aldrei verið mál-
uð fvrr".
,.En vður finnst bað ekkert
skemmtilegt. Yður leiðist
það“.
,.Það er hvíld fyrir fæturna!
Það er ánægia í siálfu sér að
setjast niður eftir að hafa
gengið um allan daginn".
Gamli maðurinn svaraði
ekki. Augu hans urðu fjar-
ræn á ný.
Mvra tók um bsndlegg
hans. Púlsinn var veikur en
vöðvarnir voru sterklr.
„Svstir kemur með hæsna-
kiötsúnu til yðar innan
skamms", sagði hún vingjarn-
lega. ..Off ég vil að bér farið
að sofa. þeffar bér Viafið borð-
að hana. Viljið þér lofa mér
EFTIR RONA RANDALL
Alþýðublaðið.— 22. júní 1960