Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 13
Vestmanneyja- bátar undirbúa dragnótaveiðar VESTM.EYJUM, 22. júní. — Hérna hefur verið þoka og leið- indaveður undanfarið. Afli hef- Hr verið sæmilegur á færi og einnig sæmilegur hjá humarbát Vorþing Um- dæmisstúku nr. 1 VORÞING Umdæmisstúk- unnar nr. 1 var haldið í Bind- indishöllinni í Reykjavík dag- ana 28. og 29. maí s. 1. Kjörbréf bárust frá 3 þing- stúkum, 16 undirstúkum, 5 barnastúkum og 1 ungmenna- stúku, með samtaTs 90 fulltrúa. Af þeim mættu 68 á þinginu. - Á þinginu voru lagðar fram skýrslur embættismanna, voru þæ’’ mikið ræddar, og jafn- framt ýms áhugamál Reglunn- ar og framtíðarstarfsemin í . umdæminu. Þá vom lagðir fram reikning .ar Bamaheimilis Templara, en Barnaheimili Templara rekur heimili fyrir vanþroska börn að Skálatúni í Mosfellssveit. Þar er og rekinn nokkur bú- skanur af sama aðila. Ákveðið var að halda bind- indismannamót { Húsafells- skógi um verzlunarmannahelg- ina, og er vonast til að sem flestir Temnlarar og bindind- issinnað fólk mæti bar. Þá var 70 ára afmælis Um- dæmisstúkunnar minnst hinn 31. maí, með samsæti í Góð- templarahúsinu { Reykjavík, var bað mjög fjölmennt. Framkvæmdanefnd Úmdæm isstúkunnar nr. 1 fyrir næsta ár skina bessir menn: Umdæmistemplar: Hreiðar Jónsson; ^ Umdæmiskanzlari: Kjartan Ólafsson: Umdæmis- varatemnlar: Margrét Sig- mundsdóttir; Umdæmisritari: Sigurður Guðmundsson; Um- dæmisgialdkeri: Páll Kolbeins; Umdæmisgæzlumaður ungl- ingastarfs: Hilmar Jónsson, Keflavík; Umdæmisgæzlumað- ur lögfiafarstarfs: Karl Karls- son; Umdæmis fræðslustjóri: Jón Hiörtur Jónsson, Hafnarf.: Umdæmiskanelán: Kristjana Benediktsdóttir; Umdæmis- fregnritari: Guðmundur Þór- arinsson. Hafnarf.: Fvrrum Um dæmistemplar: Þórður Stein- dórsson. unum, þegar þeir hafa getiað verið að veiðum. Fjöldi báta er að undirbúa sig undir dragnótaveiðarnar, sem búizt er við að geti hafizt hyað úr hverju. Hingað er komið nýtt danskt skip til að sækja kolann, sem von er á í dragnótina. Er það um 120 tonna skip og er í jóm- frúferð sinni. Mjög lágt verð er á kola ttil frysti'húsanna hér, en væntan- lega betra til útflutnings. Síldarbátarnir eru aUtaf að tínast norður. Þó fara ekki eins margir héðan á síldveiðar og í fyrra. Byrjað er á malbikun gatna hér í miðbænum. í fyrra var verkið undirbúið, en í sumar er ráðgert að malbika margar helztu umferðargötur bæjarins. P.Þr slitib GAGNFRÆÐASKÓLANUM við Vonarstræti var slitið laug- ardaginn 11. júní. í skólanum voru, eins og undanfarin' ár, eingöngu nemendur, sem bjuggu sig undir landspróf mið- skóla. Skólastjórinn, Ástráður Sig- ursteindórsson, lýsti skólastarf- inu og úrslitum prófsins. Prófinu luku 197 nemendur skólans og stóðust 192 prófið. 132 nemendur fengu framhalds einkunn eða yfir 6,00 í lands- prófsgreinum. En sú einkunn veitir rétt til náms í mennta- skóla og kennaraskóla. Eru það 67% þeirra, er prófinu luku. Einkunnir skiptast að öðru leyti þannig: I. ágætiseinkunn (yfir 9,00) hlutu 5 nemendur, I. einkunn (yfir 7,25) hlutu 60 nemendur, II. eink. (yfir 6,00) hlutu 67 nemendur og III. eink. (yfir 5,00) hlutu 59 nem. Þessir nemendur hlutu I. ágætiseinkunn: Jakob Yngva- son, 3. bekk A 9,49, Hrefna Kristmannsdóttir, 3. bekk A, 9,38, Brynjólfur Bjarkan Skúla son, 3. bekk C, 9,22, Stefán E. Baldursson, 3. bekk E, 9,00 og Tómas Tómasson, 3. bekk D, 9,00. Fimm utanskólanemendur gengu undir prófið. Fjórir stóð ust það, en enginn þeirra fékk framhaldseinkunn. Skólastjóri afhenti bókaverð laun frá skólanum þeim nem- endum, sem fengið höfðu I. á- gætiseinkunn svo og umsjón- Arsfundur S. S. K. 32. ÁRSFUNDUR SSK var haldinn á Selfossi dagaan 8.—9. júní 1960. Auk venjulegra að- al-fundarstarfa v-oru rædd ýmis framfara- og menningarmál sambandssvæðisins. Gerðar voru ályktanir um á- fengisvarnamál og löggæzlu á samkomum. Mikla ánæ-gju vakti samþykkt laganna um orlof húsmæðra. Samibandið hefur verið sjúkra- sjóði sínum til áhaldakaupa fyr ir Sjúkrahús Selfoss. Að aðalfundinum loknum bauð Húsmæðraskóli Suður- lapds fundarkonum til veizlu að Laugarvatni, var setið iþar í góð um fagnaði fram á nótt. Mætt- ar voru sem gestir fundarins all ar konur úr stjórn K.Í., auk fleiri gesta. Kvenfélag Laug- dæla, sem er nýstofnað, gekk í samlhandið, er þá 24 kvenfélög í sambandinu. iStjórn SSK skipa þessar kon- ur: Halldóra Guðmundsdóttir, Miðengi, foimaður. Anna Sig- rukarlsdóttir, Eyrarbakka, rit- ar. Halldóra Bjarnadóttir, Sel- fossi, gjaldkeri. armönnum skólans og hringj- urum. Landfræðifélagið hafði veitt bókaverðlaun þeim nemendum, er fengið höfðu hæstu einkunn (10,0) í landafræði á prófinu. Hlutu þau þessir: Hrefna Krist- mgnnsdóttir, Jakob Yngvason og Stefán Þ. Hermannsson. Loks þakkaði skólastjóri nem endum og kennurum skólans ánægjulegt samstarf og árnaði þeim heilla. IIla horfir í Genf FULLTRÚAR kommúnista ríkjanna fimm á tíuríkja af- vopnunarráðstefnunni í Genf, sökuðu í dag fulltrúa vestur- veldanna um að vera að eyði- ieggja árangur ráðstefnunnar, af ráðnum hug. Er berlega sagt { sameigin- legri yfirlýsingu þeirra, að Bandaríkjamenn og Bretar vilji ekki afvopnun en reyni að tefja tímann með ýmsum ráðum. Fundurinn í dag stóð aðeins nokkrar mínútur, og bað eng- inn um orðið. Fulltrúar vest- urveldanna eru þeirrar skoð- unar, að Rússar hafi ekki leng ur áhuga á afvopnunarviðræð- um cg vilji að Sameinuðu þjóðirnar fái málin til með- ferðar. Gagnfræ&askólan- um við Vonarstræti Abbðs vill semja um friö ÞAÐ er hinn 61 árs lyfsali frá Setif, sem verður formaður sendinefndar alsírsku útlagastjórnarinnar í París er viðræðurnar hefj- ast um vopnahlé í Alsír. Ferhat Abbas, forsætisráð- herra útlagastjómarinnar, á ríkastan þátt í því að tilboði de Gaulle um viðræður var tekið og enda þótt áhrif hans hafi jafnan verið lítil samanborið við völd utan- ríkisráðherrans Belkacem Krim, hermálaráðherrans Bousouf, innanrikisráðherr- ans Ben Tobal og hins fang- elsaða foringja Ben Bella, þá hefur hann í þessu máli farið með sigur af hólmi um sinn. Abba er fæddur í Const- antine { Alsír, sonur arabisks embættismanns í þjónustu Frakka. Hann settist að í ’S’e- trf fyrir 1930, stofnaSi apótek og var brátt kosinn í borgarstjórnina. 1943 stofnaði hann stjórn- málaflokk, sem barðist fyrir algerri sjálfstjórn í innan- landsmálum Alsír, en" nánu sambandi við Frakkland á öðrum sviðum. Hann varð þingmaður í franska þinginu 1946, fulltrúi á þingi franska samveldisins og þingmaður á fulltrúaþinginu í Alger. Ferhat Abbas var á sínum tíma einn helzti talsmaður sameiningar við Frakkland en sjálfstæðis í innanríkis- málum. En hann barðist jafnan fyrir því, að Evrópu- menn í Alsír viðurkenndu jafnrétti múhammeðstrúar- manna landsins á öllum sviðum. Hann er sjálfur mót aður af franskri menningu, kvæntur franskri konu og talar arabisku mjög illa og hefur mest alla ævina lifað í frönsku umhverfi. Um 1930 krafðist hann inn limunar Alsír í Frakkland og vildi að frönsk lög giltu í Alsír. Hann sat um hríð í fangelsi vegna skoðana sinna. Abbas var í franska hern- um á fyrstu stríðsárunum, en fór heim til Setif 1943 og stofnaði flokk sinn eins og fyrr segir. Krafðist hann sjálfstjórnar £ nánu sam- bandi við Frakkland. Bráða- birgðastjórn de Gaulle, sem aðsetur hafði í Alsír síðustu stríðsárin samdi ýmis lög varðandi Alsír en þau urðu aldrei að veruleika vegna andstöðu Evrópumanna landsins. 1945 kom til blóð- ugra átaka í Constantine- héraði og Abbas var fangels- aður vegna skoðana sinna. Ferhat Abbas gekk ekki til samstarfs við alsírsku þjóð- frelsishreyfinguna (FLN) fyrr en 1956 eftir að Alsír- stríðið hafði staðið í rúm- lega tvö ár. Til þess tíma hafði hann reynt að fá Frakka til þess að koma skynsamlega fram í Alsír. Hann óttaðist hermdarverk uppreisnarmanna og ofbauð þær þjáningar, sem styrjöld- in hafði í för með sér. Þegar Guy Mollet gekk til kosn- inga 1955 undir slagorðinu „friður í Alsír“ bjóst Abbas við því, að Frakkar hyggð- ust leysa deiluna á skyn- samlegan hátt. — En eftir að Mollet lét undan kröfum hægri manna í Alsír, flúði Abbas til Kaíró og gekk i FLN. Hann gerðist nú í fyrsta sinn talsmaður algers sjálfstæðis Alsírbúa. Frá 1958 hefur hann verið for- sætisráðherra útlagastjórn- arinnar og talið er, að áhrif hans muni aukast að mun ef saminn verður friður í Alsír og FLN breytist í stjórn- málaflokk. Ferhat Abbas er sá af leið- togum FLN, sem hvað hlynntastur er vesturveld- unum og á því sammerkt með Bourguiba, forseta Tún- is og Múhammeð V. Mar- okkókonungi, og hann er mjög óánægður með aðstoð þá, sem hernaðarforingjar FLN hafa leitað í Kína og hjá öðrum kommúnistaríkj- um. Abbas hefur því barizt fyrir því, að tilboðum de Gaulle yrði tekið og haft sitt mál fram að þessu sinni. BÆWWWMWWVlWMWMWmMWWWHWHWWWWWM Alþýðublaðið — 24. júní 1960 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.