Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.06.1960, Blaðsíða 15
kosið hana, hvíslaði rödd innra með henni. Sér til mikillar undrunar fann hún að Mark hélt vernd- andi um olnboga hennar og drykkurinn, sem hann hafði gefið henni áðan og róandi snerting handar hans hjálp- uðu henni. Hún tautaði nokk- ur kveðjuorð og heyrði Ven- etiu segja stríðnislega: „Kven læknir, en gaman! Sá litli heili, sem ég hef er í leggj- unum á mér — er það ekki satt, Brent elskan?“ Og hún leit brosandi á Brent. Myra bjóst við að hún félli til jarðar við þessi orð, ep staðreyndin var samt sú, að hún brosti rólega og vingjarn lega og rétti Brent hendina og sagði: „En hvað þaa var gaman að hitta þig hérna, Brent.“ „Þekkist þið?“ spurði Est- elle undrandi. „Já, við hittumst einu sinni —“ sagði Myra léttilega. „Eg man ekki hvar, manst þú það, Brent?“ „Eg kom til hans pabba þíns. Eg hafði skorið mig . . manstu það núna?“ spurði hann þurr á manninn. „Vitanlega,“ sagði hún eins og hún hefði allt í einu minnst þess hvar hún hafði hitt hann áður. Hún sá að ann horfði á hana og undrun og vandræði spegluðust í and- liti hans, Svo hélt Estelle áfram að kynna: „Justin Brooks,“ sagði hún. „Eg geri ráð fyrir að þér haf- ið hitt föður hans í sendiráð- inu, ungfrú Harlov?“ „Já, auðvitað! En gaman að kynnast yður!“ 'Venetia leit á unga mann- inn. Það var gott að sjá aðdá- unina, sem skein úr augum hans. Venetia hafði alltaf gaman af því, þegar ungir menn, sérstaklega ungir menn í góðum stöðum sýndu aðdáun sína. „Frændi minn, Mark Lov- ell,“ sagði Lady Lovell. Hún leit á hann og sá hve myndarlegur hann var og hann vakti strax athygli henn ar. Lady Lovell leit af einu þeirra á annað og hugsaði um það hve myndarleg þau væru öll. Svo stakk hún hendinni undir hendina á Justin og tók hann með sér. Brent og Myra stóðu eilítið afsíðis. „Myra?“ sagði hann hik- andi. „Þetta kom mér mjög á óvart.“ Hún brosti. „Já, var það ekki?“ spurði hún létt í máli. „Eg vissi ekki að þú áttir að koma hingað. Venetiu hefði ég átt að búast við. Justin sagði mér að Estelle sæi allt af svo um að einhver fræg manneskja væri í boðunum hennar.“ Hún virtist algerlega róleg og þó einkennilegt mætti virðast, fannst henni hún vera róleg. Hún leit á Mark, en hann var að tala við 'Ve- netiu. Og henni fannst liann hafa brugðist sér .. eins og félagi hennar og vinur hefði brugðist henni í neyð. „Hvað kom þér hingað, Myra? Hvað ért þú að gera hér?“ Hún neyddí sig til að líta á Brent. Fagurt andlit hans var ergilegt. Hún hló. „Vertu ekki hræddur, Brent — ég var ekki að elta þig! Ég vissi ekki að þú varst hér. Ég kom hingað fyrir fá- einum vikum, ég er aðstoðar- læknir við St. Georgs sjúkra- húsið. Svo ég kom til Parísar á undan þér!“ Var stríðnisglampi í aug- um hennar? Hann var ekki viss um það, hann var ekki viss um neitt? Þetta gat ekki aðeins verið tilviljun að þau skyldu hittast hér. Hún hafði tekið það nær sér en hann hafði búist við, þegar hann sagði henni upp. Stelpugreyið hafði verið svo hrifin af honum . . . alveg frá því að þau hittust. Hann minntist þess svo greinilega. Það hafði verið eftir lokun og hann hafði ekki búist við að grönn ung stúlka tæki á móti sér. „Ég var að mála“, hafði hann sagt til útskýringar. „Ég var svo heimskur að nöta beittan hníf til að ydda blý- antinn minn með . •. ég fann ekki yddarann, það er alltaf allt á ^úi og stúi hjá mér! Ög hnífurinn rann til... ég ég. er hér... Ég vona að faðir yðar sé ekki háttaður“. Hún brosti hálf feimin. „Það er sama á hvaða "Ííma sólarhrings þér komið, hér-er alltaf opið“, ,hafði hún syar- að. En hún hafði ekki vakið föður sinn, heldur búið um sárið sjálf. „Komið aftur eftir tvo daga, ég vil gjarnan áð fáðir minn líti á þetta“. Og þannig hafði það-byrjað ... það var eitthvað við hana, eitthvað ferskt og heilbrigt, sem hafði laðað hann að henni. En hann hafði alltaf vitað að tilfinningar þær, sem hann bar í brjósti til litlu dóttur læknisins voru ekki líkar þeim, sem hann bar í brjósti til 'Venetiu. Venetiu elskaði hann og hún elskaði hann á móti. Hún vildi eiga hann ein og hún lét stöðugt í það skína hve hepp- inn hann væri að fá að elska hana. Heill aðdáendahópur hafði safnast saman umhverfis Ve- netiu og hann og Myra stóðu enn tvö ein. Myra leit á 8 Venetiu og svo leit hún hálf- brosandi á Brent. Brent sá brosið og honum líkaði það illa. Þetta var svo ólíkt kon- unni, sem hann hafði þekkt, Myru, sem dáðist að honum og sá ekkert hlægilegt við hann! „Er það ekki einkennilegt, hvernig allir finna til sömu tilfinningarinnar í garð þeirra sem frægir eru“, sagði hún. „Hún er fögur, Brent, fegurri en þú sagðir að hún væri“. „Sagði ég eitthvað um það?“ spurði hann. Hann mundi ekki vel eftir því hvað hann hafði eiginlega sagt við Myru. En hann hafði sagt henni sannleikann, hann virti hana of mikils til að koma með af- sakanir eða lygar. Auk þess vissi hann að hún skildi hann, hún hafði alltaf skilið hann. „Hversvegna sóttir þú urn stöðu hér í París?“ spurði hann. „Þú minntist aldrei á neitt slíkt“. „Ég vildi fá tilþreytni", —• sagði hún rólega. „Ég hef bú- ið alla mína æfi á sama stað og mig langaði til að sjá mig eitthvað um. Finnst þér það ekki eðlilegt?11 Hann leit undrandi á hana. Hann hafði ekki gert ráð fyr- ir að hún hefði dug og kjark ti lað bera til að gera slíkt. „Ég hélt að þú ætlaðir að aðstoða föður þinn“, sagði hann. „’Var það? Og hversvegna hélstu það?“ „Þaö lá í augum uppi“. „Hversvegna það? Lá það ekki frekar í augum uppi að ég vildi reyna eitthvað nýtt?“ Nei, það hafði ekki legið í augum uppi með þá Myru, — sem hann hafði þekkt. Og hann reiddist sjálfum sér fyr- ir að hafa álitið að hann þekkti hana. Hann hafði ekki heldur þekkt hana aftur þeg- ar hann sá hana þetta kvöld •.. hár hennar féll í skínandi bylgjum niður axhrnar. Og hún var í kjól, sem klæddi hana mjög vel. Hún var lík- ust fugli, sem hefur skipt um ham og er í skínandi litx'íkum fjaði'aham í stað síns fyrri, — gráa. Brent leit á hópinn umhvei’f is Venetiu. Hann sá að 'hún hafði lagt hendur á handlegg frænda Ladv Lovell og hann fann til afbrýðisemi. Venet- ia elskaði að gera hann af- brýðisaman. „Hver er þessi maður?“ — spurði Brent. „Ég heyi'ði ekki hvað hann hét?“ „Lovell. Mark Lovell, vfir- læknir við St. Georgs“. „Yfii'maður þinn? Það er engin furða þó þú sért hrif- in“. „Er ég það?“ „Það er aðdáun í rödd þinni“. „Það vissi ég ekki, en þeg- ar þú minnist á það verð, ég að viðurkenna að ég dáist að honum. Hann er dásamleg- ur iæknir os skurðlæknir“. ,.Og er aðdáun bíp aðeins á læknitium?“ spurði Brent og velti bví fvrir sér hversvegna hann langaði svo mjög til að vita bað. „Það sem ég bekki hann að- eins sem lækni hlýt ég að dást að^ins að hnnum sem slík fvrrum“, svaraði Mvra jafn rólega og fvrr. Hve lengi gat hún afborið betta? Hve lengi nevddist hún til að vera hér? En hún vissi að hún gat ekki slonnið óséð brott. bví skömmu seinna greip Estelle í handlegg hennar og dró hana með sér í hóninn um- hverfis Mark og Venetiu. „Mark, ég vil liúkn þessu af í eitt skinti fvrir öll . . . Myra. við skulum ákveða dag inn núna. fyi’st við höfum náð í hann“. Hann brosti. „Ég hevrí bað“ sagði hann. ..að bú heldur að ég harðstióri“. „Það ertu vinur“. sagði frænka hans —“ þó ég verði að viðurkenna að þú ætlar ekki að vera það. Hvenær get- ið þið bæði verið í fríi?“ „Á föstudaginn, því þá á ég að dansa GISELLE! Herra, Lovell hefur sagt mér að hanrt, hafi aldrei séð þann ballett| svo þið verðið að koma þá! — Finnst þér það ekki líka, — Brent? Þú liefur oft sagt að' GISELLE sé bezta hlutverkið mitt“. „Það og COPPELIA“, sagði* Brent súr. Hann kunni ekki að meta1 allan þennan áhuga, sem hún' virtist hafa fyrir þessum Mark Lovell. En sárast sveið honum að Myru tókst að láta sér standa á sama um hann. Hann vissi að henni stóð á sama þv hxin hafði aldrei get- að leynt tilfinningum sínum fyrir honum. ““ „Ég vil það giaman“, — heyrði hann að Myra sagði við Venetiu. ,Ég á frí á föstu- daginn svo ég get komið. Og mig langar til að sjá GISEL- LE“. Ventia brosti til hennar. „Ég lofa yður því að þið skuluð fá beztu sætin. Lady Lovell ég heimta að bið borðið öll með mér á eftir. 'Viljið þér ekki koma einnig herra Brooks?“ Hún leit á Justin,, sem brosti utan við sig, en* þakkaði henni fvrir. Mvra leit á Mark og reyndi að leyna brosi en hún ?á að munnvik hans kipruðust einnig. Justin var svo ungur, áhrifagjarn og hrifinn. Brent var reiður og leiður. Venetia sá það og gladdist. Það var ekki gott að Brent væri of viss um hana. Brent vissi ekki sjálfur hversvegna hann var svona reiðxjr, en harm vissi að hann kunni ekki við bað að Venetia skildi leggia sxrona mikla á- þerzhi á bað að Mark Tmvell ocf Myra kæmu saman í ópei’- una. 10. Það var svalt úti og Mvru fannst vindblærmn kjassa enni sitt begar hún loks komst út. Ljósin endurvörpuðu skugga hennar á gangstéttina. Grannur skuggi, einmana og yfirgefinn. Myra leit á skuggann og' hugsaði um leið: „Þetta er ég' Mvra Hendersnn Kona, sem' fólk kallar gáfaðs og gleymir svo. Heimurim elskar konur eins og Venetiu.“ Það hljómaði fótatak að baki hennar, en hún kærði sig kollótta um bað. Það var á- reiðanlega einhfær nátthrafn — ókunnur maður, sam ekki tæki eftir konu í kvöldkjól og sem léti síp ^"ð en»u skipta bótt hann sæi tárin á kinnúm hermar ... 1 Fótatakið ráloaðist og hendi tók um olnbovq h°nn- ar off rödd saffði: „Við skulum ' fá okkur vagn á m°ðan legg ég til að þér þerrið -af yður EFTIR RONA RANDALL rí aíi»j ðubiaðið — 24. júní i96o ^5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.