Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Qupperneq 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Qupperneq 4
188 Þjóðviljinn. XIV, 47.-48. Mun bæjarfógetanum, sem annars er talið röggsamlegt yfirvald að ýmsu leyti, þykja það allt annað, en gaman, að verða að sitja með afellisorð þessi, þvi að eng- ar líkur munu til þess, að málið fari til hæztaróttar, svo að hann geti losnað þar við þau, sem hæpið myndi nú líklega. Það er fullyrt, að hvorki muni sak- felldi, Einar verkstjóri Finnsson, né held- ur landshöfðinginn, áfrýja málinu. Þeir munu báðir, piltarnir, ánægðari, en svo, með málsúrslitin, sem von er. Útsala ThorYaldsens-félagsins. Skýrsla frá fólaginu. Eins og mörgum er kunnugt, gjörði Thorvaldsens-félagið síðastliðið sumar dá- litla tilraun t il að koma á sölu á íslenzkum iðnaði. „Bazarinnu eða útsalan byrjaði 1. júní, og voru þá að eins örfáir munir til sölu, en brátt kom það i ljós, að furðu- mikið seldist af þeim munum, sem voru laglega tilbúnir, og með sanngjörnu verði. Þegar það fór að fréttast, að nokkuð seldist, iQöigaði mununum óðum, og seldist í júní fyrir c. 400 kr., í júh fyrir c. 1500 kr., í ágúst fyrir c. 800 kr.5 og eptir það til þessa dags fyrir c. 600 kr. Þetta eru að vísu ekki stórar upp- hæðir, en þó gekk salan betur, en félag- ið hafði gjört sér von um. Silfúrsmíðar hafa gengið vel út, bæði gamlar og nýj- ar, einkum þó gamlar, eða smíðaðar ept- ir gömlum mótum. Mikið hefur líka selzt af vetlingum, sokkum, ullarklútum og tvöföldum og einföldum hyrnum, en komið hefur fyrir, að vetlingar og sokk- ar hafa verið illa lagaðir, og það staðið þeim fyrir sölu. Karlmannsfataefni, ein- litt, mjúkt og þykkt hefði mátt selja, ef til hefði verið; það litla, sem kom á „Bazarinnu af því tagi seldist fljótt. Nokk- uð hefur selzt af hvítum vaðmálum og öðrum vefnaði, svo sem glitábreiðum (á. klæðurn), salúnsábreiðum og svuntudúk, sem þó hefur þótt heldur dýr; vel vand- aðar hannyrðir seljast nokkuð. Smíðis- gripir úr tré og horni hafa fáir verið til, nema spænir og tóbaksbaukar, sem hafa selzt vel, hafi þeir verið vel gjörðir. Dá- lítið af gömlum stokkum og öskum hef- ur komið á „Bazarinnu, einnig nokkuð af nýjum útskornum munum, og allt selzt nema fáeinir munir, sem voru of dýrir. Opt hefur það staðið fyrir sölu á vað- málurn og dúkum, að eigandinn hefur á- skilið, að selja allt stykkið í einu. Verð á hvítum vaðmálum hefur verið 1 kr. 10 a. til 1 kr. 50 a. alin; karlmannsfataefni 1 kr. 60 a. til 2 kr. 50 a. alin; sokkar frá 1 kr. til 2 kr. 50 a.; fingravetlingar frá 1 kr. 25 a. til 2 kr. 75 a.; belgvetl- ingar frá 75 a. til 2 kr. 50 a.; einfaldar hyrnur 3 til 5 kr., tvöfaldar hyrnur 5 til 8 kr. Nálægt 1000 munir hafa selzt á „Bazarnum“. Nú er i ráði, að leigja betra húsnæði á fjölfórnum stað, og gjörir fólagið sér von um, að salan heldur aukizt, og mun gjöra sitt, til að efia hana. Ákveðið er, að halda útsölunni opinni allt árið. Nýjasti krossinn. nú er hr Jón Vídalín orðinn riddari af dbr. Segja sumir, að krossinn sé þakklætisvottur frá landshöfðingja fyrir aðstoð þá, er hr. Víilalín hafl veitt honum, og hans fylgifiskum, skrif- stofuvaldsliðunum, við kosningarnar í haust. Aptur fullyrða aðrir, að krossinn eigi ekk- erc skyit við politík, heldur séu það átveizlur hr. Vídalíns, sem hafi útvegað honum glingrið, enda komi það vel heim við ýmsar íslenzkar sagnir um „hangiketskrossa“, er stöku hrepp- stjorum og nefndarmönnum hafi hlotnazt, eptir embættisyfirreiðir sumra íslenzkra háyfirvalda. En hvað sem um þetta er, þá gleðst „Þjóðv.“ innilega yfir þessari upphafningu hr. Jóns Vída- líns í i’iddarastéttina, enda þakkar hann sér hana og að nokkru. Aleinn islenzkra blaða benti „Þjóðv.“ stjórn- inni — fyrir nálega tveim árum — á „heiðar- lega þrá og eptirvæntingu“ hr. Vídalíns í þessu efni. —-—— Fréttir. Bæjarbruni. b. nóv. síðastl. brann bærinn að Hámundarstöðum í Vopnafirði. — Fólkið slapp með naumindum óskaddað úr eldinum, en engum innanstokksinunum varð bjargað. Mælt er, að hvorki liafi bærinn, né munirnir verið í eldsvoðaábyrgð. Húsbruni. Aðfaranóttina 8. nóv. síðastl. brann ibúðarhús úr timbri á Oseyrarnesi, i grennd við Eyrarbakka, en innanstokksmunum tókst að nokkuru leyti að bjarga. — Húsið var eign bændanna Gisla Gíslasonar og Eiríks Jóns- sonar, og höfðu þeir nýlega vátryggt það fyrir '2500 kr. Drukknanir. 9. nóv. varð bátstapi á Vopna- 170 því að alla nóttina höfðu menn unað sér við púnskoll- urnar, og einatt skipzt á söngur og ræðuhöld. Jeg barði því við, að mér hefði verið íllt í höfð- inu, og hugsaði með mér, að gott væri, að enginn vissi, hvað um mig hefði orðið þá um nóttina. Skömmu síðar kom Inger inn með kaffi handa föður sínum. Jeg hafði ný drukkið kaffi, og baðst því undan kaffinu, svo að etazráðið vildi þá fyrir alla muni gæða mór á kognaki, og fór sjálfur út, að sækja það. Við Inger vorum þvi tvö ein inni stundarkorn. Hún var föi og niðurdregin, svo að jeg sá strax, að nú hafði eitthvað sórstakt komið fyrir. Jeg tók þá undir kverk henni, lypti ögn upp and- litinu, og mælti: „Hefur nokkuð 3Órstakt komið fyrir, Inger litla? Mér sýnist þú svo niðurdregin“. „Æ, kæri Fritz frændiu hvíslaði hún þá að mór, um leið og hún gaut hornaugum til dyranna, „nú er ekkert gamanið á ferðum. Gustaf frændi minn hefur nú beðið mín, og vak- ið máls á bónorðinu, bæði við pabba og mömmu, svo að þau standa nú bæði á mér, og heimta, að jeg taki honum. Halda þau því fram, að jeg hafi sjálf gefið honum undir fótinn, og litið hýrt til hans í veizlunni, er við sátum saman. Jeg var svo ánægð, og í svo góðu skapi, af því að jeg hafði bréfið frá Andrési í vasanum, að vel getur verið, að jeg hafi þá verið óvanalega glaðleg, og hlý við 179 Verzlun þá, sem faðir okkar átti, höfðum við bræð- urnir rekið í sameiningu nokkuð á þriðja ár, er brúðkaup þeirra Hinriks og Kristinar fór fram. Ástin er ástríða, öllum ástríðum máttugri, og vei þeim manni, sem við þá ástríðu á að stríða, en hefur enga von, og mætir að eins kulda og lítilsvirðingu. Æ, betra væri honum, að hafa aldrei verið í heirn þenna borinn. Og upp frá þessari stundu varð jeg maður harður og óþjáll i skapi. Dag og nótt þjáði mig kali og afbrýðissemi. Af nokkurs konar þrjózku gekk eg að vísu, skömmu eptir brúðkaup Hinriks broður míns, að eiga góða og vandaða konu, hana Bodíl mína, dyggðablómið. En mynd Kristínar gat eg þó með engu móti rifið mór úr hjarta. Að lokum leiddi þessi óstjórnlega ástríða mig svo langt, að einu sinni, þegar bróðir minn var fjarverandi, í verzlunarerindum, þá reyndi eg, með ýmis konar for- tölum, að tæla konu hans til ásta og ótryggðar. Hún svaraði mór að eins með spotti og fyrirlitn- ingu, og mátti eg svo dragnast burt úr húsi hennar háðuglega. Mér fór nú, sem tiðast vill verða. að ást mín breytt- ist í hatur. Sór eg því með sjálfum mór, að baka henni, og bróður mínum, allt það tjón, er eg mætti. Jeg mátti vita, að þegar Hinrik kæmi heim úr ferð sinni, myndi hann fá að vita, hve ílla mér hefði farizt í fjarveru hans.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.