Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.12.1900, Blaðsíða 5
XIV. 47.-48.
Þjóðviljinn.
189
firði. Báturinn var frá Skerjavík, og drukkn-
uðu 3 menn: Jóhann Jónsson frá Strandhöfn,
Stefán Björnsson frá Bustarfelli, og Magnús Sœ-
bj'örnsson frá Hrafnabjörgum.
17. s. m. fórst og bátur frá Þórarinsstaða-
eyrum í Seyðisfirði, og týndust þar 3 menn:
Jón Gunnl. Jónsson úr Pljótsdalshéraði, og 2 menn
aðrir, Gísli Þóroddsson og Gísli Símonarson að
nafni.
Gufuskip sokkið. Gufuskipið „Egill“, eitt
af Wathne-skipunum, er um mörg ár hefur
verið i förum milli Noregs og Austfjarða, sökk
ný skeð, á leið niilli Noregs og Bretlands. —
Atvikaðist það með þeim hætti, að annað gufu-
skip rakst á það, svo að gat kom á skipið, og
sökk þegar. Skipshöfninni á „Agli“ var þó
bj argað.
Útbyrðis. Maður úr Reykjavík, Arni Finns-
son að nafni, féll eða steypti sér útbyrðis af
gufuskipinu „Hólar“, á leið milli Vestmanna-
eyja og Reykjavíkur, aðfaranóttina 2. nóv. síð-
astl., og drukknaði.
Reglur um úthlutun styrks úr styrktarsjóð-
um handa alþýðufólki hefur landshöfðingi geíið
út 16. nóv. síðastl., eptir tillögum amtsráða.
Styrknum verður i fyrsta skipti úthlutað á
árinu 1901, og má eigi vera minni, en 5 kr.
til hvers einstaks.
Styrkurinn skal veittur „heilsulitlum eða
ellihrumum fátæklingum, sem heimili eiga í
sveitaríélaginu11, án tillits til framfærslusveitar,
sem ekki þiggja sveitarstyrk, og eru, eða hafa
verið i vinnuhjúastétt eða lausamennsku.
Beiðni um styrk þenna skal send hreppsnefnd
eða bæjarstjórn, og skal henni fylgja vottorð
einhvers málsmetandi manns um það, að beið-
andi fullnægi skilyrðum þeim, sem styrveiting-
in er bundin.
Styrkurinn veitist fyrir lok októbermánaðar
ár hvert, og að eins fyrir eitt ár í senn.
Alþingiskosning í Strandasýslu hefur nú
landshöfðingi fyrirskipað, að fram skuli fara í
næstk. maímánuði.
Heppilegra hefði óefað verið, að fresta kosn-
ingunni fram undir Jónsmessu ("24. júní), þar
sem veðráttan getur auðveldlega hindrað fuud-
arsókn í maí í þessu útkjálka héraði.
En vera má, að „níhilistunum“, félögum
landshöfðingja, komi þessi ráðstöfun hans betur.
Hæztaréttardómur í einu Presthólamálanna,
barsmíðamálinu, var kveðinn upp 6. nóv., og
var sekt síra Halldóyrs Bjarnarsonar ákveðin 100
kr., eða hálfu minni, en í landsyfirrétti,
en á hinn bóginn voru ákvæði yfirréttar
um skaðabætur (120 kr. til Þórarins á Efri-
hólum) og um málskostnaðarútlát látin standa
óbreytt.
Þetta er þá allur sigurinn, sem unnizt hef-
ur við eltingarnar gegn Halldóri prófasti, og
gat hann naumast magrari verið!
í máli þessu var hæztaréttarmálfærzlumaður
Jensen sækjandi, en Hindenburg verjandi, og
hélt hann því fram, eins og áður hafði verið
bent á hér í blaðinu, að tiltæki prests yrði að
skoðast, sem lögmæt neyðarvörn, þar sem Þór-
arinn hefði rofið húsfrið hjá klerki, og kallað
hann „tugthúslim11, en Jensen hélt því fram, að
prestur hefði látið svipuhöggið ríða, áður en
Þórarinn hefði við haft þetta orð, og hefur það
atriði ef til vill eigi verið svo glögglega upp-
lýst í málsprófunum, sem þurft hefði.
Isl. sýningardeildin á heimssýningunni í
París, sem lautenant Daníel Bruun hefur átt
mestan og beztan hlut að, hefur hlotið hœzta
verðlaun hjá sýningarnefndinni, og megum vér
íslendingar því vera hr. Bruun þakklátir fyrir
alla frammistöðu hans í þessu máli.
Maður fórst ol'an um ís. 1. nóv. síðastl.
vildi það slys til á tjörninni við Hjalteyri í
Eyjafirði, að unglingsmaður Jóh. Jón Vilhelm
Möller, sonur Ola kaupmanns Möllers á Hjalt-
eyri, datt ofan um ís. Heyrðust óp hans, því
að hann gat eitthvað haldið sér á floti í vök-
inni, og reyndi þá annar maður að fara til
bjargar, en datt þá sjálfur ofan um ísinn, og
var bjargað með herkjum; en hinn var þá. sokkinn.
Nýtt barnaskólakús, 42 álnir á lengd og 14
álnir á breidd, með kjallara 42 X 10 al., hefur
verið reist á Akureyri síðastl. sumar, og kvað
það vera all-vegleg bygging. — Var hús þetta
vígt, og til notkunar tekið, 19. okt. síðastl.
Ný braðabirgðalög. — Hvað verður um
Kínverjaí 15. ágúst síðastl. hefur konungur
vor gefið út bráðabirgðalög, er banna að fiytja
vopn og skotföng frá Islandi til Kína!
Fýkur nú ekki i flest skjól fyrir vesalings
Kínverjunum?
Fjárskaðar. Seyðisfjarðarblöðin segja fé
hafa fennt á ýmsum bæjum í Fljótsdalshéraði
og Fjörðum i aftaka-veðri 9. nóv., og þá dag-
ana, en fregnir um það enn óljósar. — Bænd-
urnir á Hámundarstöðum í Vopnafirði, er fyrir
bæjarbrunanum urðu, voru og svo óheppnir, að
missa 50 íjár í ofviðri.
2. nó.v síðastl. missti og bóndi í Selvogi (í
Stakkavík) 60 fjár (roskið) í sjóinn, og á bæn-
um Gröf í Grímsnesi tórust 40 lömb í ós einum.
Rjúpnadráp var óvanalega mikið í Eyja-
fjarðar- og Þingeyjar-sýslum framan af vetri,
og kvað útflutningurinn frá Akureyri, með síð-
ustu skipum, hafa skipt mörgum þúsundum,
enda verðið frá 18—25 aur. fyrir stykkið.
Bágt á vesalings rjúpan.
Aflabrögð. Bæði á Eyjafirði og á Austfjörð-
um hafa í nóv. verið all-góð aflabrögð, en sjald-
gjöfult þar, sem hér vestra. — Aptur er sagt
fremur tregt um síld, bæði á Eyjafirði og á
Austfjörðum. —
178
Mer flaug strax í Aug, hvað vera myndi, og rétti
hann mer þá erfðaskrána með svo felldum orðum:
„Lestu þetta fyrir mig, Fritz! Stafirnir renna sam-
an fyrir augum mer, og svo finnst mér jeg líka vera
svo skjálfhentur, að jeg get ekki haldið skjaliuu kyrru“.
Jeg tók þá við erfðaskránni, 0g fór að lesa.
Thöger Hansen sat á rneðan, studdi hönd undir
kinn, 0g hlustaði þegjandi á mig.
Aptan á erfðaskrána var þetta ritað, með fagurri
rithönd:
„Hver sem þú ert, er erfðaskrá þessa finnur, þá
skaltu fá her fullkomna vitneskju um þá stór-synd, og
um þau miklu brotin, sem eg framið hefi.
Fulla vitneskju skaltu um það fá, hvers vegna jeg
hefi samið og skrásett erfðaskrá þessa, eins og hún er.
Það, sem eg hér rita, það er játning mín, gjörð
af fúsum og einlæguru vilja, svo að minni síðustu ráð-
stöfun verði fullnægt, guði vorum til dýrðar, en sjálfum
mér til hugsvölunar og hvíldar.
Á yngri árum lögðum við bræðurnir, Hinrik og
jeg, báðir hug á unga og friða stúlku, Kristínu Mo-
gensen að nafni.
Til stúlku þessarar bar eg brennandi ást í hjarta,
og get með sanni sagt, að hún er eina manneskjan, sem
eg hefi eiskað á allri æfi minni, svo að mark sé að.
Hefði eg fengið stúlku þessarar, og við orðið hjón,
þá hefði að líkindum mín æfin orðið önnur, og jeg orðið
góður og vandaður maður.
En þeir, sem sögu ættar minnar þekkja, vita, að
Hinrik varð mér hlutskarpari; ungfrú K r i s t i n varð
konan hans.
171
hann í tali, og má ske brosað að sumu, sem hann sagði,
þótt hugurinn væri aliur hjá Andrési.
En það er líka hlálegt, að við ungu stúlkurnar
skulum aldrei mega tala dálítið alúðlega og hispurslaust
við ungan karlmann, án þess sagt sé, að við séum ást-
fangnar, eða gefum undir fótinn.
Æ, góði Fritz frændi! Aldrei á æfi minni hefijeg
átt eins bágt, eins og núu.
„Yertu hughraust stúlka litlau, anzaði eg, „og þá
er hjálpin án efa mjög nærriu.
„Guð veit, hvaðan hún ætti að komau, sagði Inger
í hálfum hljóðum, og skauzt út um dyrnar, því að etaz-
ráðið kom þá inn með kognaksflöskuna i því bili.
Það leið nú eigi á löngu, áður en við kunningj-
arnir vorum komnir í kappræður.
Spannst það kapp út af politík, um ýmislegt, sem
í blöðunum stóð.
Hvað politiskar skoðanir snertir, þá er etazráðið
eindreginn hægrimaður, en mér þykir alltaf fjarska gam-
an, að malda ögn í móinn, svo að ekki þarf að sökum
að spyrja, ef við komumst út í politiskar kappræður.
Við ráðum þá hvor á annan, eins og tveir ungir
hanar, sem brenna í skinninu af óþreyjunni eptir því, að
sjá hvor annars blóð.
I þetta skipti gerðist eg nú nokkuð nærgöngull í
athugasemdum mínum um einhvern af hans flokksmönn-
um, og etazráðið var orðinn svo æstur, að hann taldi
mig þess maklegastan, að vera dæmdur frá búslóð og æru.
En rétt í þeirri svipan, er hæðst stóð, kom Inger
inn, og tjáði föður sínurn, að inaður biði hans frammi,
er vildi fá hann til viðtals.