Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.02.1901, Blaðsíða 6
30 Þjóðviljinn. XV, 7.-8. Há.karlaskipið „Artlmr11. er kom hér inn 15. þ. m., eptir viku útivist, hafði fengið 64 tn. lifrar, og var þó hafishroðinn mjög til tálma, og sér- stakiega hafþokurnar, sem honum fylgja. Alls staðar, hvar sem faeri var rennt, milli Rits og Arnarfjarðar, segir hr. Jcm Pálsson skip- stjóri, að nsegur fiskur, feitur og vænn, hafi verið fyrir. Aflabrfigð. Prýðisgóður afli hefur verið í Bolungarvíkinni um undan farinn hálfsmánað- artíma, mátt heita landburður marga dagana, þar sem sexæringarnir hafa komið að sökkhlaðn- ir, og á sumum þeirra róið fyrir seilum. Gæft- ir hafa ög verið hinar ákjósanlegustu, svo að mikið hefur borizt á land, nema gæftatregt síð- ustu dagana. í fyrri viku urðu um 60 kr. hlutir á sumum sexæringunum yfir vikuna, eptir blaut- fisksverði, og jafn vel kvað hafa komið þar fyrir 20—22 kr. hlutir yfir daginn, og er þá vel. í öðrum verstöðum hér við Djúpið hefur aflinn verið minni, og misjafnari, eptir beitu- ráðum, en þó góðir róðrar einatt öðru hvoru, unz aflatregt er orðið í Inn-Djúpinu síðustu dagana. — ílr Aðalvík er einnig að frétta mjög góðan afla nú á þorranum. Á mánudaginn í föstu-inngang (18. þ. m.) Bkemmti sumt af kaupstaðarfólkinu sér á grímu- dansleikum, er haldnir voru á tveim stöðum: i fundarhúsi Good-Templara og í bæjarþing- stofunni, er gestgjafi Sölfi Thorsteinsen hafði fengið léða í því skyni. Það er siður hér þetta kvöld, að fólk geng- ur þá grímu- og dular-klætt um bæinn, heilsar upp á kunningjana, til að vita, hvort þeir þekkja sig, og lætur ýmsum látum, sumir bún- ir sem iðnaðarmenn, hermenn, „hjálpræðisdöm- ur“, eða jafn vel í öllum prests skrúða, og hafa menn af því góða skemmtun. Fiskiskip sokkið. Kútterinn „Ragnar“, eign Arna kaupmanns Sveinssonaf, er lá mannlaus hér á höfninni (í Sundunum), sökk aðfaranótt- ina 22. þ. m. — Hefur að likindum komið gat á skipið, ef til vill af isreki, því að veður var ekki hvasst, að eins nokkur dólpungur i Sund- unum. Verður án efa afaröx-ðugt, og kostnaðarsamt, að ná skipinu á flot, þar sem það, auk 70 sk#, af kolum, lá með talsvert af grjóti, sem segl- festu; liklega engin tök á því, fyr en kostur verður á gufuskipum í vor. Kvöldskemmtun var haldin bæjarþingstof- unni hér í kaupstaðnum á öskudagskvöld (20. þ. m.), og tóku um 100 manns þátt i henni. — Fyrir kvöldskemmtun þessari gengust nokkrar frúr og ungfrúr hér í bænum, og verður ágóð- anum varið, til að kaupa stundaklukku fyrir kaupstaðinn, til afnota almenningi. Til skemmtana var þar haft, að frú R. Haf- stein og ungfrú Györíöur Þorvaldsdóttir léku á „fortepíano“. bæjarfógeti H. Hafstein las upp sögu, eptir frakkneska skáldsagnahöfundinn Guy de Maupassant, er hann hafði þýtt. og siðar um kvöldið brot úr kvæðinu „Bergljótu, eptir Björnstjeme Björnsson, er hann ■ éinnig hafði þýtt, og „Huldu-ljóöil, eptir Jónas Hallgrímsson. — Verzlunarstjóri Jón Laxdal, og frú hans, o. fl. sungu nokkra „duetta" og „kvartetta“. Eptir það skemmtu menn sér fram eptir nóttinni við dans o. fl. —— ý Einar formaður Sigurðsson. Dé á ísalirði 10. febr. 1901. Hrollur helkaldur hjartað stingur; get jeg ei hrært gýgju ljóða. Ræðst með áf'ergi rás viðburða á hjörtu manna, og harma vekur. Lífs höfund skilur skatna engi, eða þýðing , æfitíðar. En í anda allir sjá vonar-morgun, að myrkra baki. Fossar óvissa alla vegu; en að takmarki óðum líður, þegar hérvistar- foxrtjald fellur, og freleistíð eilíf, upp er runnin. Nú ertu kaldur á kistufjölum öflugi Einar, æruvinur; skjótt var þér kippt úr skatna flokki, dugnaðarhetja, hugum prúða. Nú er skarð, fyrir skildi, mikið; vandfyllt er sæti þitt vinur Jjúfi, fár mun hittast, framt mig grunar, jafnoki þinn í þína stoðu. Hart er harmastríð í hugarinni; ektamann bezta ekkjan grætur; og börnin ung blxðan föður; systkin og vinir sáran trega. Grátský í gegnum gleði flytur, gjöfin guðlega: gullfögur V o n: Vinir að síðar vini finni, á landi lífs, í Ijósi dýrðar. ' , 40 Gamli maðurinn þagnaði snögglega, og það fór auðsjáanlega hrollur um hann allan. Hann herti samt upp hugann, og hélt svo áfram máli sínu á þessa leið: „En svo .... eitt kvöldið .... kom hún þó .... hún Bertha Keefeland, um sama leyti dags, og í svipuðu veðri, eins og nú fyrir fjórtán dögum. Hún kom inn til mín, og beiddist þess, að sér væri áfhentur sandelsviðarkistillinn. Vissulega hefði jeg þá heldur kosið, að sjá vofu fyrir framan mig, en að sja hana. Jeg vissi ekki, hvað jeg átti til bragðs að taka. Bæði gimsteinunum og gullpeningunum hafði jeg fargað. Mór var, sem sæi eg þá sjálfan mig í hegningar- húsinu, og .... já, samvizkulaus þorpari hefi jeg jafn- an verið. Jeg bauð henni inn i hliðarherbergið .... herberg- ið, gem Ðæst er veitingastofunni, og sem eg einatt hefi afiæst. Og svo .... og svo .... nú ja ja; jeg hefi þegar sagt þér það. Og þú hefúr nú séð, hvernig hún hefur gengið hór ljósum logum, þott dauð se....... Hún á eptir að koma hingað einu sinni enn .. ... koma, til að sækja mig. Við munum sjá hana korna hér inn í stofuna . ... sjá hana báðir, sannaðu til. Hálft um hálft er jeg þegar farinn að vænta hennar“. „Vertu nú ekki að gjöra þór þeBsar ímymdanir“, anzaði jeg. 45 gamli maður, sem geymt hefur kistilinn svo vel og lengi, er nú látinn, að þér gætið hans sem vandlegast, því að öll ábyrgðin hvílir nú héðan af á yður. En jeg vil láta yður vita, að í kistlinum eru gimsteinar, sem eru mikils virði, og jeg er bláfátæk. Haldið þér, að þór gerið það ekki mín vegna, að líta sem bezt eptir kistlinum“, sagði hún, og brosti. „Jú, vissulega“, svaraði jeg mjög alúðlega, „en ...“ Hún leit kvíðafull til mín. „En frændi minn minntist á gimsteina þessa, áður en hann andaðistw, mælti eg svo enn fremur, „og hann sagði mér — sagði mér, að — að — að hann hefði selt þá. En hvort það var í ráði eða óráði, sem hann sagði þetta, ungfrú Keefeland, skal eg láta ósagtu. „En hvers vegna skyldi hann þá hafa selt þá?“ spurði hún. „Það veit eg ekkiu, anzaði eg hálf-stamandi. nÖll frásögn hans um þetta var mjög óskýr og ruglingsleg, svo að þar var jafn vel um apturgöngu að ræða.......en eitt er víst, að hann hefúr arfleitt yður, ungfrú Keefeland, að öllum eptirlátnum eigum sínum“. „Mig?“ „ Já, nánasta ættingja hr. Kaspars Keefelands, — og vona jeg, að það séuð þéru, mælti eg. „En só þessu á annan veg farið, þá hefur vesalings gamli maðurinn leik- ið hraparlega íUa á sig sjálfanu. „Jeg er nánasti erfingi Kaspars Keefelands“, svar- aði hún. „Það gleður mig vissulega; þá er allt í regluw, anzaði eg.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.