Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Qupperneq 4
44
Þjóðviljinn.
XV 11.*—12.
væri, að reyna að ryðja siðmenningunni
brautir í Kína, þá vissu þó bæði Japans-
menn og Kínverjar, að tiltektir Evrópu-
manna þar eystra væru í raun og veru
ekkert annað, en verzlunarfyrirtæki, eða
tilraun til þess, að neyða Kínverja með
vopnurn, til að kaupa þær iðnaðarvörur
Evrópumanna, sem þá brysti markað fyr-
ir annars staðar.
Evrópumenn hefðu þegar lagt fé, er
milj. skipti, til ýmsra fyrirtækja í Kína,
en þættust eigi hafa haft nóg upp úr
því, og væru nú, sem á þönum, pening-
anna vegna, og færi því svipað mönnum,
er óheppnir væru í spilum, og reyndu
að vinna upp tap sitt með því, að leggja
tvöfallt undir.
En þó að stórveldunum tækist, að
neyða Kínverja með vopnum, til að ganga
að einhveijum samningum, er þau teldu
sér hag að, þá myndi það að eins reyn-
ast hagur á pappírnum, því að Kínveij-
ar myndu hata Evrópumenn því meir,
svo að mjög hætt væri við, að þeir gætu
tapað því í dag, sem unnizt hefði i gær.
I siðferðislegu tilliti gæfu hvorki Jap-
ansmenn né Kínverjar eins eyris virði
fyrir hina svo nefndu siðmenningu Ev-
rópuþjóðanna, og myndu aldrei aðbyllast
hana.
Yfir höfuð gerðu Evrópumenn réttast
í því, að láta sér nægja, að hafa yfirráð-
in yfir Atlantshafinu og Indverska haf-
inu, en lofa gula kynþættinum að ráða,
að því er til Kyrrahafsins kæmi, enda
væri hann og vel fær um, að verja þau
yfirráð sín, ef á þyrfti að halda, og myndi
færast í ásmegin að því skapi, sem kosti
hans væri þröngvað.
Ef Evrópumenn reyndu að banha
vopna innflutning til Kína, þá mundu
Japansmenn selja Kínverjum vopn í
hendur, svo að guli kynþátturinn gæti
allur sameinazt, til varnar frelsi og sjálf-
stæði sínu, ef í hart slægi.
---------------
Eptirmæli.
f Jón Bjarnason andaðist að Neðri-
Hjarðardal (Bakka) í Dýrafirði fimmtu-
daginn 21. febr. þ. á. Foreldrar hans
voru Bjarni bóndi á ítana í Núpsþorpi,
Sigmundssonar smiðs frá Ytrihúsum,
Bjarnasonar, — og Guðrún Nielsdóttir;
en móðir Guðrúnar var Guðrún Jónsdótt-
ir frá Haukadal, Þorvaldssonar í Hauka-
dal, Jónssonar, Pálssonar, Ólafssonar
prests, skálds á Söndum, (f 1627) Jóns-
sonar. Jón var fæddur á Rana 17. febr.
1827, og ólst þar upp hjá foreldrum sín-
um; vandist hann allri algengri bænda-
vinnu á sjó og landi, og þótti að mörgu
bera af jafnöldrum sínum; var hann opt
á sumrum á þilskipum, en er hann var
23 ára að aldri, kvæntist hann eptirlif-
andi ekkju sinni Helgu Bjarnadóttur frá
Felli, Bjarnasonar, alsystur Ólafs skip-
stjóra á Ketilseyri. Þau hjón bjuggu
fyrst á Læk í Mýrahrepp, og síðan lengi
á Ytri-Lambadal, áttu þau saman 14
börn, þar af dóu tvö á unga aldri, og
önnur tvö á fullorðinsaldri, en 10 lifðu
fóður sinn, 4 synir og 6 dætur: 1.
Sveinn, bóndi á Bakka, giptur Ólöfu
Sigmundsdóttur frá Alviðru; þau hjón
eru bræðrabörn. 2. Guðni, tómthúsmað-
ur i Dýrafirði, giptur Kristínu Pálsdótt-
ur, frá Stapadal, Snæbjörnssonar. 3.
Guðmundur Ólafur, tómthúsmaður á
Flateyri, giptur Sigriði, dóttur Sighvats
Borgfirðings. 4. Jónas, yngstur allra
systkina sinna, búsettui í Gloucester i
Bandafylkjunum í Ameríku, giptur ís-
lenzkri konu. 6. Björg, gipt Valdimar
Þorvarðssyni, bónda i Hnifsdal. 6. Guð-
ný, gipt Jónasi Þorvarðssyni, bónda i
Hnífsdal. 7. Guðfinna, tvígipt, og ekkja
eptir báða menn sína. 8. Guðrún, gipt
Auðunni Jónssyni i Lambadal. 9. Dag-
björt, gipt Sigurði Ólafssyni á Sæbóli.
10. Guðbjörg, ógipt.
Jón var einn hinna beztu verkmanna
til allrar vinnu á sjó og landi, og sístarf-
andi, smiður góður á tré, og vefari, og
mátti svo kalla, að hvert verk léki í
höndum hans. Það er viðbrugðið iðni
hans og hagvirkni, og til allra síðustu
æfistunda vann hann með fullum áhuga,
þó heilsan væri þrotin. Hann var sönn
heimilisprýði, lundin sífellt létt og glað-
vær, viðmótið glaðlátt og góðmannlegt,
Og hið háttprúðasta. Hann hafði fagra
og mikla söngrödd, og hafði yndi af
söng og kveðskap. Hin siðustu 11 æfi-
ár sín var hann, ásamt konu sinni, í hús-
um Sveins sonar síns, og mátti jafnan
telja hann stoð og prýði þess heimilis,
og hvervetna var hann virtur og elskað-
ur af öllum, sera einhver kynni höfðu af
honum. Hann var í full 51 ár i hjóna-
bandi, með konu sinni, sem nú saknar
nær hálf áttræð síns ástrika og trúfasta
förunautar.
62
En hvernig sem þvi var nú varið, þá var bróðir
minn mjög utan við sig, og niðurdreginn, og ásetti sér
þvi, að vera ekki einni nótt lengur i Lauterbrunnen, en
halda þegar af stað til Interlaken.
En er hann sat að morgunverði, og var að velta
því fyrir sér, hvort hann ætti heldur að fara fótgang-
andi, eða leigja sér vagn, heyrði hann, að vagn nam
staðar við garðhliðið, og rétt á eptir ruddist ungur mað-
ur inn til hans.
„Er, sem mér sýnist? Battisto?“ kallaði bróðir minn
forviða. „Hvað kemur til, að þú ert kominn hingað
aptur? — Og hvar er Stefano?“
„Jeg skildi hann eptir í Interlaken, herra minnu,
mælti ítalinn, sýnilega mjög órór, og öðru vísi, en hann
átti að sér.
„Hvað er þá að?u spurði bróðir minn, sem varla
gat dregið andann. „Hann er þó vonandi ekki veikur,
eða?......“
• Stefano líður vel, herra minn“, svaraði Battisto.
„En ... það er annað ... eitthvað annað ... afer-hræði-
Iegt, sem hlýtur að vera orðið að ... Trúið þérásvipi?u
„Hvað, Battisto? Á svipi?“ spurði bróðir minn.
„Já, guð hjálpi mér, herra minnu, svaraði Battisto
... „En jeg get svarið þess dýran eið, að jeg sá svip-
inn hans Kristjáns í nótt ... Klukkuna vantaði þá tutt-
ugu mínútur í tólf“.
„Tuttugu mínútur í tólf“, tók bróðir minn upp ept-
ir honum, sýnilega óttasleginn.
„ Já, jeg lá í rúininu mínu, og Stefano svaf í sama
herberginu.
Mér var í fyrstu vel heitt, og hafði gott og nægi-
71
á blóði mínu! Taktu hana burtu! Hún særði mig þrem
sárurn! Hún svæfði mig svefni dauðans!
Gerirðu þetta, þá fæ eg frið, frið í moldinni kölduu.
Að svo mæltu þótti dátanum stúlkan ýta hálsklútn-
um frá hálsi sér, og sá hann þá þrjú djúp og sundur-
ginandi sár.
„Jeg veit, hver hefur myrt migu, þótti honum hún
enn fremur segja, „en jeg þori ekki að segja það, enda
játar þorparinn af brot sitt sjálfur, sjái hann blóð mitt.
En óspillt er blóð mitt ekki framar, því að hann
svívirti það, andstyggðin þessi.
Far nú, og gjör, sem eg segi; en minnztu ekki á
það við nokkurn mann áður. Það lýsir þegar af degiu.
Að svo mæitu hvarf draumsýnin honura.
I sömu svipan vaknaði og dátinn, og sá, að farið
var þegar að lýga af degi.
Hann mundi drauminn glögglega, orði til orðs, reis
því þegar úr rekkju, klæddi sig í snatri, og varpaði yfir
sig yfirhöfninni.
Að því búnu laumaðist hann út úr herberginu, og
læddist ofan stigann.
Lauk hann þvi næst hljóðlega upp útidyrahurðinni,
er út i garðinn vissi, fór þar út, og sá háa, hrörlega
múrvegginn, að eins örfá skref burtu.
Svo var að sjá, sem múrveggur þessi hefði fyrrum
verið utan um þaklaust fjárbyrgi.
Dyrnar inn í fjárbyrgi þetta voru harðlæstar, en
stígi stóð upp við vegginn.
Hann klifraði nú upp eptir stiganum, og leit niður
liinu raegin.