Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Síða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.03.1901, Síða 5
Þjóðvilj in n. 45 XY, 11.—12. Sigríður Friðriksdóttir andaðist að Mýrum í Dýrafirði 11. febr. þ. á. For- eldrar hennar voru Friðrik prófastur á Stað á Reykjanesi, sem drukknaði í Þorskafjarðarvaðli 1840, Jónsson, prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Þorvarðs- sonar, — og Valgerður Pálsdóttir, prests á Stað, — fyrrum rectors á Hólum, Hjálmarsonar. Sigriður var fædd á Stað á Reykjanesi 16. marz 1881; eptir það hún missti föður sinn, dvaldi hun með móður sinni, fram yfir fermingaraldur, en litlu síðar fór hún til Guðmundar Schev- ings, kaupmanns í Flatey, og þaðan litlu síðar til Hildar dóttur hans, sem þá var gipt Þorsteini Þorsteinssyni eldra, verzl- unarstjóra í Olafsvlk, og var hún hjá þeim hjónum siðan barnfóstra, og var jafnan til þess tekið, hve einkar lagið henni var við börn að eiga. Þegar hún var 24 ára að aldri, árið 1855 giptist bún Bjarna Eiríkssyni frá Rauðará, Hjörtssonar smiðs frá Laugum í Flóa; en móðii Eiriks Hjörtssonar var Rann- veig Oddsdóttir, systir síra Jóns Hjalta- líns skálds. Þau Sigríður og Bjarni bjuggu á Hamarlandi á Reykjanesi, þar ■til Bjarni drukknaði vorið 1869, á ferð úr Saurbæ yfir á Reykjanesið; höfðu þau hjón átt saman .10 börn, og stóð hún einmana og örsnauð uppi yfir ómegð sinni, með ró og stillingu, við hinn svip- lega missi ektamaka síns, og þrátt fyr- ir margfalda erviðleika, auðnaðist henni að sjá þau börn sín vel upp komin, sem jþroska náðu; en 4 af börnum þeirra dóu á unga aldri, en þessi 6 komust til full- orðins aldurs: 1. Friðrik, hreppstjóri á Mýrum, giptur Ingibjörgu Margróti Giuð- mundsdóttur, Dannebrogsmanns á Mýrum. 2. Hjörtur, bóndi á Klukkulandi, giptur Steinunni Guðlaugsdóttur frá Kárastöð- um á Vatnsnesi. 8. Ólína, kona Jóns Hólmsteins Guðmundssonar, bónda í Ytri- Lambadal. 4. Ragnhildur, kona Einars Jóhannessonar á Blámýrum. 5. Eirikur, járnsmiður í Reykjavík. 6. Ingigeir, í Friðrikshöfn á Jótlandi, giptur Guðrúnu Bjarnadóttur frá Kirkjubóli í Korpudal, Guðmundssonar. Á síðustu æfiárum sínum var Sigríð- ur sál. þrotin að heilsu, en var jafnan ljúf og alúðleg, og hin háttprúðasta. Dagfar hennar var alla æfi fyrirmynd, því hún lifði og dó, sem barn. Lífi hennar verður ekki lýst réttara, heldur en í erindum þessum, sem kveðin voru við andlátsfregn hennar: Hve sælt er lif það, sem í kyrrð fram líður, og solli heimsins sneitt sig getur hjá, þar innra ríkir friður hjartans fríður, með föstu trausti Drottins mildi á. Hve sælt er líf, í sátt og friði hreinum, um sína tíð, að vera hvern mann við; með grandvart hjarta ama aldrei neinum, en öllum veita’ af fremsta mætti lið. Hve sælt er líf, með barna lundu blíða, með brosi ganga móti tímans þröng, og bugast ei, þó bölskúr ama hríða um brjóstið svífi æfi dægur löng. Hve sælt er líf, að sofna' á Drottins armi, og sinnar þráðu dýrðar bústað ná, að friðar herrans friðar vafin barmi, sem flekklaus engill sigurverðlaun fá. S. Gr. B. Þann 11. febr. þ. á. andaðist að heim- ili sínu Hvammi í Dýrafirði Páll Ein- arsson, (Sigurðssonar, fyrrum bónda í Hringsdal), 60 ára gamall. Páll bjó áður í Stóra-G-arði í Mýrahreppi, og nokkur ár á Söndum, meðan þar var prestlaust, en byggði síðan hús í Hvammi, og var þar siðari hiuta æfinnar. Hann var albróðir Kristjáns Friðriks Einarssonar, óðals- bónda í Hvammi. Páll var afbragðs smiður, bæði á tré og járn, og einkar lipur refa- og sela-skytta; mátti svo kalla, að hvert verk lóki í höndum hans, bæði á sjó og landi, enda var sannkölluð snilld að sjá allt, sem hann lagði hendur að. Hann mátti telja með fjölhæfustu og verkhyggnustu mönnum, og eitt hið mesta lipurmenni í hvívetna; að sama skapi var dagfar hans og háttprýði öll. Hann lét eptir sig ekkju, sér jafngamla, og einn einkason, uppkominn. S. Gr. B. ---—-------------• Árbök hins ísl. fornlrifafélags 1900, er kom út seint á fyrra ári, flytur skýrslu um fornloifarannsóknir hr. Brynjólfs Jönssonar sumarið 1899, er hann sum- part ferðaðist í Rangárvallasýslu, og sumpart á Snæfellsnesi; enn fremur er þar skýrsla um fornleifar í Hörgsholti o. fl. — Svo flytur og árbókin myndir af höfðaletri, og skýringargrein um það. Spjaldanna á milli má heita, að ár- bókin só að þessu sinni öll ritin af hr. Brynjólfi Jónssyni, því að naumast verður ársfundarskýrsla, eða skýrslan um muni þá, er bætzt hafa forngripasafninu árið 1899, talið til ritgjörða. 70 i sömu svipan var hún horfin, stúlkan fölleita, með blóð- blettina þrjá í klútnum. Morguninn eptir sagði svo dátinn undirforingjanum þenna nýja, ljóta draum sinn. Kom þeim þá báðum saman um það, að stúlka þessi myndi myrt hafa verið Þegar setið var að miðdegisverði, vók svo undir- foringinn umræðunum að dauðanum, og mælti: „Hefir aldrei legið lík hjá ykkur hér i húsinu?“ „Nei, guði só lofa, svaraði húsmóðirin. nHér hefúr •enginn látizt alla okkar búskapartíðu. Á hinn bóginn brá slátraranum svo við spurningu þessa, að hann lagði frá sér hnífinn og gaffalinn, skipti litum, og þoldi ekki augnaráð spyrjandans. Rótt á eptir reis svo slátrarinn upp frá borðum, og bar eitthvað ómerkilegt fyrir. Dátinn, og undirforinginn, tóku eptir þessari kyn- legu háttsemi slátrarans, og er þeir voru komnir aptur UPP á berbergi sitt, tók undirforinginn þannig til máls: nEkki dylst mór, að hér býr eitthvað undir. — Samvizkan beit karlinn. — Á morgun skal eg taka hon- um tak“. Dagur leið nú að kvöldi, og fóru þeir þá að hátta, röbbuðu saman stundarkorn, og sofnuðu síðan. í næturkyrrðinni birtist þá hvítklædda stúlkan í þriðja skipti sálarsjónum dátans í draumi. „Bind nú enda á kvalir mínar“, mælti kún lágt, en þó svo hátt, að vel mátti skilja. „Gakk nú ofan í garðinn“, þótti hönum hún enn fremur mæla, „að háa, hrörlega múrveggnum, sem þar er. Morðöxin liggur þar fyrir innan! Þú þekkir hana 63 legt ofan á mér, en vaknaði svo allt í einu við það, að mér var orðið svell-kalt, og jeg skalf og nötraði, sem hrísla. Jeg reyndi að kalla til Stefano’s, en fékk engu hljóði upp komið, og hugði jeg þá, að dauðastund mín væri komin. Síðan heyrði eg hægan hljóðfæraslátt fyrir utan gluggann. Það var engu líkara, en að spiladósirnar hans Kristjáns Baumann’s væru farnar að spila, rétt eins og þegar vér áðum hjá gamla grenitrénu. Munurinn var að eins, að lagið var mjög raunalegt, og þó all-tryllt með köflum. Svo smá-dró úr hljóðinu, eins og það eyddist, og bærist burt með vindi. Varð mér þá þegar heitt aptur, og kallaði eg þá hátt á Stefano. Jeg sagði honum, hvað fyrir mig hefði borið, og stóð hann þá fast á því, að þetta hlyti að hafa verið draumur. Kveikti jeg þá, og leit á úrið mitt. Vísirarnir höfðu stöðvað, er klukkuna vantaði tutt- ugu mínútur í tólf. Og merkilegast þótti mór, að úr Stefano’s hafði lika hætt að ganga í sömu mund. Segið mér nú, hvað á jeg að ímynda mér um allt þetta, herra minn?“ „Hvað haldið þér sjálfur, Battisto?“ spurði bróðir minn. „Jeg held, að Kristján hafi orðið fyrir slysi, uppi

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.