Alþýðublaðið - 25.06.1960, Blaðsíða 7
SKÖGRÆKTARFÉLAG ís-
Iands er 30 ára n. k. mánudag.
var stofnað á Alþmgis-
hátíðinni á Þingvöllum 26. júní
1930. Stofnfundurinn fór fram
í Almannagjá kl. 10 um kvöld-
ið. Ekki voru nema 50—60
manns á stofnfundinum, en inn
an skamms voru félagar orðnir
600.
Aðalhvatamenn að stofnun
Skógræktarfélags íslands voru
Sigurður Sigurðsson, búnaðar-
málastjóri, Maggi Magnúss,
læknir, H. J. Hólmjárn og Jón
Rögnvaldsson. Fyrsti formað-
ur félagsins var kjörinn Sigurð
ur Sigurðsson; síðar voru for-
32 ára
ÞESSI stofn var felldur
í Hallormsstaðaskógi árið
1957 Tréð var þá 35 ára og
stofninn Orðinn 12 tommur
að þvermáli.
Þetta er Síberiulerki, en
um 100 slík tré erii í Hall-
ormsstaðaskógi, allt upp
í 12j/2 m að hæð. (Ljósm.:
Gunnar Rúnar).
SJO DAGA
HESTAFERÐ
FERÐASKRIFSTOFA rík-
isins efnir á næstunni til 7
daga hestaferðar um Fjalla-
baksveg. Þessi sama leið hef-
Ur verið farin tvívegis áður
við mikla ánægju þátttakenda,
sem bæði hafa verið íslend-
ingar og útlendingar. Með í
ferðinni verður bíll með vistir
og viðlegubúnað.
Ferðakostnaður verður 2900
kr. og er innifalið í verðinu
ferðir, fararstjórn, fæði og gist-
ing í tjöldUm eða sæluhúsum.
Þeir, sem eiga tjöld, geta að
hjálfsögðu haft þau með sér,
ef þeir vilja. Ferðaskrifstofan
getur útvegað farangurs og
ferðatryggingu, en annars er
engin ábyrgð tekin á. farangri.
Ferðaáætlunin er í stórum
dráttum þessi:
1. dagur: Lagt af stað með
bíl kl. 1,30 e. h. og ekið að,
Galtalæk við Heklu, austur
Landmannaleið að Tröllkonu-
hlaupi, um Sölvahraun að
Áfangagili, þar sem gist verð-
ur um nóttina.
2. dagur. Haldið að Land-
mannahelli, sem er næsti næt-
urstaður. Gengið á Loðmund,
þ. e. þeip sem óska.
3. dagur. Farið Um Dómadal
og Dómadalshraun, meðfram
Frostastaðavatni. Kostur á leir
böðum og heitum vatnsböðum
í Laugadælum.
4. dagur. Dvalið í Laugum,
fyrir hádegi gengið í Lauga-
hraun, Brandsgil og víðar. Eft
ir hádegi riðið í Jökulgil, heiift
lita og ljósbrigða.
5. dagur. Leiðin liggur um
Kílinga, Jökuldali, Herðu-
breiðarháls að Eldgiá. Gjáin
skoðuð, en haldið áftur til Kil-
inga og gist þar.
6. dagur. Til baka um sand-
ana norðan við Loðmund og í
Áfangagil, þar sem gist verður
í tjöldum.
7. dagur. Um Árskógá og
Rjúpnavelli og niður í byggð
hjá Skarði í Landssveit, þar
sem bíll bíður heimferðar.
Ambassador
HINN 20. þ. m. aíhenti Thór
Thors ambassador ríkisstjóra
Kanada trúnaðarskjal sitt sem
ambassador íslands í Kanada
við hátíðlega athöfn í Ottawa.
Sérfræbingur
i skógrækt
staddur hér
UM ÞESSAR mundir er stadd-
ur hérlend's próf. Herbert Has-
mer frá Bonn. Hann er sérfræð-
ingur í skógrækt, einkum ný-
ræktun skóga. Hefur próf. Has-
mer dvalizt hér í viku, en mun
verða hér tíl 17. júlí og ferðast
um landið með forystumönnum
skógræktar.
Tildrög heimsóknar próf.
Herbert Hesmer eru þau, að
á s. 1. ári kom hingað til lands
dr. Köhler, sem er skógrækt-
arfulltrúi við sendiráð Vestur-
Þýzkalands í Svíþjóð. Kynnti
hann sér skógrækt hér á landi,
fylltist áhuga oð benti ríkis-
stjórn lands síns á, að vert væri
að hún gerði eitthvað fyrir ís-
lenzka skógrækt. Próf H. Hes-
mer er nú kominn sem fyrr seg
ir og hefur meðferðis ýmsan
fróðleik,- auk verkfæra o. fi.,
1 sem hann kynnir íslenzkum
skógræktarmönnum. Síðar er
von á einhverju frá Vestur-
Þjóðverjum til styrktar skóg-
rækt hér, sem ekki má segja
frá strax!
menn Árni Friðriksson, Árni G.
Eylands og loks Valtýr Stefáns
son, ritstjóri, sem hefur gegnt
því starfi frá 1940. Aðrir í
stjórn eru: Hákon Guðmunds-
son, varaform., Haukur Jör-
undsson, ritari, Einar Sæmunds
sen, gjaldk., og Hermann Jónas
son. Framkvæmdastjóri félags
ins hefur verið Hákon Bjarna-
son frá árinu 1932, sem jafn-
framt hefur verið skógræktar-
stjóri frá 1935.
29 HÉRAÐSSKÓGRÆKT-
ARFÉLÖG.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Skógræktarfélags íslands
ræddu við blaðamenn í gær í
tilefni af afmæli félagsins og
skýrðu frá starfseminni í stór-
um dráttum. Eins og fyrr segir,
voru félagar í Skógræktarfé-
lagi íslands um 600 skömmu eftr
ir stofnun, en brátt dofnaði um
skeið ýfir félaginu. Árið 1932
var félagið endurreist. Skipu-
lagi félagsins var breytt árið
1946, þannig að það myndar
nú samband 29 héraðsskóg-
ræktarfélaga í landinu. Ér heild
artala félagsmanna orðin tæp-
lega 8800.
EFLIR ÁHUGA Á
SKÓGRÆKT.
Tilgangur Skógræktarfélags
Islands er að vekjá almennan
áhuga landsmanna á skógrækt
og sameina alla þá, sem vilja
vinna að framgangi hennar. —
Félagið gefur út ársrit, sem
komið hefur út 25 sinnum og
flutt ýmsan fróðleik. Héraðs-
félögin annast trjáplöntun
hvert á sínu svæði Og tvö
þeirra reka myndarlegar gróð-
urstöðvar, Skógræktarfélag
Reykjavíkur og Skógræktarfé-
lag Eyfirðinga. Skógræktarfé-
lag íslands fær árlegan ríkis-
styrk kr. 427.500.00, sem það
skiptir milli héraðsfélaganna.
Hefur þessi fjárhæð verið ó-
breytt í allmörg ár.
2700 HEKTARAR
GIRTIR.
Skógræktarfélögin eiga túm.
lega 300 girðingar, samtals 2861
km. á lengd Er landrýmið inn.
an þeirra um 2700 ha. að stærð.
Yfir 5 milljónir trjáplantna.
hafa verið gróðursettar á þess-
um 30 árum, þar af rúmur
helmingur síðustu fimm árin.
Aðalvandamálið í sambandi við
skógræktina er að verða skort-
ur vinnuafls í sveitunum, sögðm
forráðamenn Skógræktarfélags
íslands í gær. Verður að fá
liðsstyrk annars staðar frá, ef
halda á í horfinu við skógrækfc
— hvað þá ef um aukningu er
að ræða.
VANDAÐ AFMÆLISRIT.
Skógræktárfélag íslanda-
minnist 30 ára afmælis sínst
með útgáfu vandaðs afmælis-
rits, sem sent verður á hvert
heimili í landinu, ef það gæti
aukið áhuga almennings á mál-
efninu. Er margar fróðlegar
upplýsingar að finna í þessu
riti. Þá má að lokum geta þess,
að sr. Hope í Sogni í Noregi
hefur sent félaginu afmælisbfli;.
ar, svo og 11 verðlaunabikara,
sem veita skal einstaklingum.
fyrir framúrskarandi dugnað-
við skógrækt. Hefur sr. Hope
áður sýnt íslenzkri skógræki-
vinsemd og stuðning. — a. ■
Framhald af 11. síðu.
son framvörð, en meiddist er
nokkuð var liðið á leikinn,-----
kom Reynir Schmidt í hans
stað. Lið Red Boys sýndi frartii
an af allgóða knattspyrnu, þö
hins vegar að liðið í heild só-
ekki eins 'öflíigt og samstætfc
og búist var við. Þrátt fyrir
þtjjSsj, jí!3mm imörk sem vom
gerð, var markmaðurinn ena
bezti maður Jiðsins. Nánar á.
Iþróttasíðu á morgun.
Prestastefnan
hefst á mánudag
PRESTASTEFNAN á íslandi
1960 hefst á mánudag næstk.
með guðsþjónustu í Dómkirkj-
unni kl. 10,30. Þar mun séra
Sigurður Stefánsson vígslubisk
up prédika Og Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup yfir íslandi,
þjóna fyrir altari ásamt fyrr-
nefndum.
Sama dag kl. 2 verður
prestastefnan sett í kapellu
Háskólans. Þar. mun biskup
íslands flytja ávarp, og lagð-
ar verða fram skýnslur. Einn-
ig verður rætt um framtíð
prestssetranna. Það kvöld
flytur séra Ólafur Skúlason.
erindi í utvarpið um æsku-
lýðsmál.
Annar dagur prestastefnunn-
ar hefst kl. 9,30 með morgun-
bæn í kapellu Háskólans, sem
séra Sigurður prófastur Lár-
usson flytur. Síðan halda á-
fram umræður um framtíð-
prestssetranna. ■ Eftir 'hádegi
þann dag verður rætt um
veitingar " prestsembætta, og
síðan samieiginleg kaffidrykkuv
á Garði í boði biskups. 1
Síðasti- dagur prestastefn -
Framhald á 14. síðu.
♦■
Alþýðublaðið — 25. júní 1960 ^