Alþýðublaðið - 25.06.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.06.1960, Blaðsíða 11
Keppni verður hörð í Oslo, segir Roger Moens BELGÍUMAÐURINN Roger Moens var óheppinn með veðr- ið — á fyrri dag KR-mótsins keppti hann í 800 m. hlaupi í ó- hagstæðu veðri, en náði þó 1:51,3 mín., en í fyrrakvöld, — síðari dag mótsins v!ar veður enn verra svo að fella varð al- veg niður keppnina. Fréttamaður íþróttasíðunnar notaði því tækifærið og ræddi lítillega við Moens um hina væntanlegu 4-landakeppni, sem fram fer á Bislet eftir rúmar þrjár vikur, en þar keppa bæði íslendingar og Belgumenn á- samt Dönum og A, B og C-lið- nm Norðmanna. Moens sagðist álíta, að Norðmenn myndu sigra, en baráttan um annað sætið verður hörð mlli íslands og Belgíu. Við erum betri í hlaupunum, en þið í stökkum og köstum. Hinn nýi spretthlaup ari okkar, Pote, er mjög örugg- ur og hleypur yfirleitt á 10,6 og setíi nýtt belgískt met um daginn, sagð Moens. Nú £ milli- vgalengdum og langhlaupum erum við nokkuð góðir, t. d. er næstbezti maður okkar á 1500 m. með 3:45,8 mín. og hann á að hlaupa þá vegalengd í Oslo. Moens sagðist vera mjög á- nægður með dvöl sína hér en Moens á Laugardalsvellinum. þótti leitt að veður skyldi ekki vera betra. Hér koma svo beztu afrek Belgíumanna í frjálsum íþróttum á þessu sumri miðað við síðustu helgi. 100 m. hlaup: Poete, 10,5 sek. 200 m. hlaup: Schofus, 21,7 sek. 400 m. hlaup: Declerer, 48,0 sek. Moens, 48,2 sek. Callems, 48,8 sek. Chevvart, 48,9 sek. 800 m. hlaup: Moens, 1:48,2 mín. 1500 m. hlaup: Moens, 1:41,4 mín. Allewaert, 3:45,9 mín. 5000 m. hlaup: Allonsius, 14:07,0 mín. 10.000 m. hlaup: V. D. Driessche, 30:11,0 mín. 3000 m. hindrunarhlaup: Roelants (8:56,0 í fyrra). — Hefur ekki hlaupi'ð í ár. 110 m. grindahlaup: Cornet, 14,7 sek. 400 m. grindahlaup: Lambrechts, 53,2 sek. . 4x100 m. boðhlaup: Landssveit, 41,7 sek. 4x400 m. boðhlaup: Landssvei't 3:15,0. Hástökk: Timmermann, 1,97 m. (17 ára) Langstökk; Pote, 7,32 m. Stangarstökk: Van Dijck, 4,30 m. Þrístökk; Herssens, 14,72 m. Moens vissi ekki um kast- grei'narnar nema ca. — bezti kringlukastarinn hefur kastað ca. 46 m., kúluvarparinn rúma 15 m. (16,72 m. í fyrra) sleggju- kastarinn rúma 52 m. og spjót- kastarinn rúma 67 metra. SVÍAR sigruðu Finna í knatt- spyrnu í vikunnj með 3 mörk- um gegn engu. í fyrri hálfleik skoruðu Svíar eitt mark, em Finnar ekkert. Rune Börjeson tvö mörk og Agne Si- monsson eitt. á 45,7 ÞETTA er hinn snjaili g} þýzki hlaupari Karl Kauf- mann, sem setti nýtt Ev- í! rópumet í 400 m hlaupi á móti í Köln fyrir nokkrum ý, dögum. Tími Kaufmans % var 45,7 sek., en gamla g metið, sem hann átti sjálf- á ur, var 45,8 sek. | ÍSLANDSMEISTARAR KR áttu ágætan leik á köflum í: gærkvö'Mi og gjctrisig'ruðu knattspyrnuliðið Red Boys frá Luxemburg með fimm mörkum gegn einu. í hálfleik var staðan 1:0 fyrir KR, en markið skor- aði Gunnar Guðmannsson á 43. mínútu með glæsilegu vinstri fótar skoti af alllöngu færi. Á fyrstu mínútu síðari hálf leiks skoraði Sveinn Jónsson annað mark KR eftir góða sendingu frá Þórólfi Beck. — Rétt á eftir fá Luxemburgar- arnir hornspyrnu og skorar miðherjinn úr henni með skalla. Bjuggust nú ýmsir við því að gestirnir myndu fara að sýna vígtennurnar, en KR- ingarnir voru ekki alveg á því að gefa sig og tókst hvað eftir annað að ná ágætum sóknarlot um. Knötturinn gekk hratt og örugglega frá manni til manns og þarf ekki að orðlengja það, að á síðustu fimmtán mínút- ! unum bætti KR þremur mörk um við. Sveinn Jónsson skor aði tvö þessara marka, en Þorsteinn Kristjánsson, nýr maður í framlínu KR þeirra. Síðasta markið af þess- um þremur átti sér sérstaklega g.’j ý.ilegifn bndiirbúning, þai' sein þeir Þórólfur, Gunnar og Sveinn Iéku vörn Luxemburg- aranna sundur og saman. Lið KR var nokkuð breytt frá því er það lék síðast, Ell- ert og Garðar Árnason gátu ekki leíkið með vegna meiðsla, og breytingin í framlínunni, sem gerð var, var sú, að Þor- steinn Kristjánsson lék mið- herja, en Þórólfur Beck inn- herja. Var sii skipun höfð á í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fór Gunnar í miðherjastöðuna en Þorsteinn út á kantinn. í f tað í’s lék Oskar Sigurðs j Framhald á 7. síðu. I Sveinn Jónsson skoraði 3 mörk Alþýðublaðlð — 25. júní 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.