Alþýðublaðið - 25.06.1960, Blaðsíða 16
•
. ■
ÍL-.' £■•
41. árg. — Laugardagur 25. júní 1960 — 140. tbl.
Kortleggja
fyrir kafbáta
Fregnum þessum var strax
tekið varlega í Indlandi og
Nepal og talið að veður hafi
verið svo slæmt á Everest
þennan dag, að ógerlegt hafi
verið að komast upp. Nú hef-
ur foringi indverks leiðang-
urs, sem þarna var um sama
leyti, lýst því yfir að óhugs-
andi sé að Kínverjarnir hafi
náð tindinum þennan tiltekna
dag. Síðar sama dag varð ind-
verski leiðangurinn, sem var
aðeins 200 metra frá tindinum
að snúa við vegna veðurs.
Leiðangursstjórinn, Gyan
Singh, sagði: „Allan þennan
dag var mjög slæmt veður á
fjallinu, snjókoma og alskýj-
að, og auk þess ofsarok. Kín-
verjarnir sögðust hafa komist
á tindinn um kl. tvö um nótt-
ina, en þá var niðamyrkur,
frost og stórhríð“.
Tveir Indverjar, sem falið
hafði verið að ganga á tind-
inn, kváðust mundu hafa
gert það, ef veðrið hefði verið
gott þennan sólarhring.
Gyan Singh sagði ennfrem-
ur þau tíðindi, að hann hefði
Framhald á 14. síðu.
A NORÐURLONDUM eru
nú uppi raddir um að Rússar
séu að kortleggja fjarðarbotna
í Færeyjum með það fyrir aug
um að koma þar upp kafbáta-
stöðvum, ef til styrjaldar
kæmi.
Rússneskir togarar og haf-
rannsóknarskip hafa verið á
þessum slóðu-m, og 'hefur því
verið haldið fram, að þau væru
að kortleggja hafsbotninn við
Færeyjar og inni í fjörðunum.
í'ram að þessu hefur dönskum
stjómarvöldum ekkert orðið
ágengt við að Ibinda endi á
þessa starfsemi.
Fregnir herma, að rússnesk
skip leggist fyrir akkerum á
kvöldin, eins og hver önnur
friðsamleg fiski'skip, en íbú-
arnir við þessa firði hafa séð
skipin síga hægt inn eftir fjörð
unum í skjóli' myrkurs. Þau
hafa svo verið komin á sinn
stað að morgni.
Dönsk varðskip 'hafa öðru
hverju komið að rússneskum
skipum inni í færeyskum fjörð
um, en í öll skiptin hafa skip-
in verið leyfilega staðsett, þeg-
ar varðskipin hafa komið.
Því er haldið fram ,að fái
rússnesku skipi'n að fara sínu
fram við Færeyjar, eins og
þau 'hafa gert að undanförnu,
gefist Rússum tækifæri til að>
undirbúa kafbátalægi í færeysk
um í'jörðum með kortlagningu
sjávarbotnsins. Þetta mundi
gera þeim kleyft að ná með
hægu móti til áríðandi skipa-
leiða um Norður-Atlantshaf
komi til styrjaldar og einnig
gera þeim mögulegt að reka
umfangsmiklar njósnir undau
austurströnd Bandaríkjanna.
Danski varnarmálaráðherr-
ann hefur lýst því yfir að með-
al annars væri unnið að því
að auka varðgæzlu við Fær-
eyjar, en fram til þessa hefur
Hansen engin fyrirmæli fengið
u mað hindra starfsemi Rússa
innan landhelgi Færeyinga.
HWMHVMMMMMVMVWVrtWW
Faraúr
28. MAÍ s.l. birti kín-
verska fréttastofan Nýja
Kína, þá frétt, að þremur
mönnum úr kínverskum
leiðangri hefði tekizt að
ná hæsta tindi Everest,
eða Chomo Lungma eins
og það er kallað á máli
innfæddra.
Sama dag birti Alþýðublað-
ið í Peking grein um afrekið,
þar sem segir m. a.: „Það er
að þakka stefnu kínverska
kommúnistaflokksins og anda
hins rnikla stökks fram á við,
að tekizt hefur að sigra
Chomo Lungma norðan frá,
en hingað til hafa allar til-
raunir til uppgöngu þar mis-
tekizt. Einkum hefur almenn-
ingur í Tíbet aðstoðað fjall-
göngumennina með ráðum og
dáð. Allt þetta hefur gert
fjallgöngu Kínverjanna að
heimsviðburði og stórsigri fyr
ir sósíalismann. Afrek þeirra
er lifandi vitnisburður um, að
kommúnistaflokkurinn og fé-
lagi Mao Tse-tung eru eilífir
sigurvegarar11.
Blaðið segir, að aðeins
fimm ár séu síðan Kínverjar
hófu fjallgöngur og sumir
þátttakendanna í leiðangrin-
um á Everest hafi aðeins fárra
mánaða æfingu í fjallgöngum.
Samkvæmt kínverskum
fréttum voru það þrír menn,
sem komust á tindinn, tveir
Kínverjar og einn Tíbetbúi.
Þeir áttu að hafa náð tak-
markinu 25. maí og aftur
komu þeir 27. maí.
sóibað
ÞANNIG eru sunnudag-
arnir í Berlín. íbúar stór-
borgarinnar leita úr húsa-
þrönginni út í skóg eða að
vatni, þar sem loftið er
hreinna og hitasterkja
ekki eins mikil. Myndin
er af borgurum úr Vestur-
B.erlín, og vilji þeir fá
sér gott sólbað, eru þeir
neyddir til að fara yfir
landamærin og inn í Aust
ur-Berlín, þar sem meira
er um skóg og vatn. Þarna
sitja þeir í sólskininu v-ð
Zeuthener vatnið — fólk
í öðru landi.
KÍNVERJAR A