Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.08.1907, Blaðsíða 4
152 Þ j: Ó Ö V I Ii ,T I N N XXI., 38.-39. Maroeco. Oeyrðir enn í Casabianoa. —Frakk- nesk og spönsk herskip hafa hleypt her- liði á land, og sett yörð um um konsúls- 'skrifstofuna. — Herskipin hafa skot- ið á Mára-hverfið í borginnivt? Kaupmannahöfn'8. ág. ’07. Yið skothríðina á Mára-hverfið í Oasablanca biðú mörg hundruð þarlendra manna bana, ög er nú hlé á óeyrðunum; en víða í Marocco er Norðurálfumönnum sýndur fjandskapur. Frakkastjórn hefir tilkynnt stórveld- ududj, að hún ætli, ásamj spönsku stjórn- inni, að koma góðri skipun á lögreglu í Casablanca. Kaupmannahöfn 13, ágúst 1907. Símritara-verkfall í Bandaríkjum. Símritarar hóta almennu verkfalli á morgun í Bandaríkjunum, og Canada, og vilja fá 25^ launahækkun. — Verkfallið breiðist út um alla stórbæi Bandaríkjanna og nær til stærstu félaga, og blaðaskeyta- skrifstofunnar. — Fregnir ófullkomnar. Verkfall á írlandi. Verkfall í Belfast hefir valdið mikl- um óeyrðum. — I gær skaut herlið á lýðinn, og biðu tueir menn bana. Frá Maroeco. 4 þús. Márar réðu í gær á borgina Casabianca, en Frakkar hröktu þá brott, eptir aliharðan bardaga. Kaupmannahöfn 15. ágúst ’07. Útlánsvextir hœkka. Engiandsbanki hefir hækkað útláns- vexti úr 4 í A1/^0/^. Dynamít- sprenging varð í rnorgun í Bömitz við Saxelfi. — 27 menn urðu sárir, en um 8 menn vita menn ekki. Ferðir milli Noregs og íslands. Giufuskipið „Eljan“, skip Wathne’s- erfingja, sem fengið liefir styrk í Noregi til Islandsferða, fór í dag frá Knstjaníu til Þrándheims, og kemur við í strand- bæjum á leiðinni. Stj örnarskrdrbrey tingin. Við 1. umræðu stjórnarskrármálsins í neðri deild 24. júlí síðastl., hóf ritstjóri blaðs þessa umræðurnar, fyrir hönd flutn- ingsmannanna, og gat þe93 þá, rneðal ann- ars, að sízt væri furða, þótt stjórnarskrár- breytingar-frumvarp kæmi nú fram, þeg- ar þess væri gætt, hvernig stjórnarskrár- breytingin frá 3. okt. 1903 væri til orð- in. — Þingið befði verið bundið við borð, að samþykkja frumvarp Albertí’s óbreytt, en stjórnarástandinu þannig varið (laea- synjanir og undirbúning9Íeysi löggjafar- mála áf stjórnarinnar hálfu), að þinginu hefði verið nauðugur einn kostur, að sam- þykkja ,ríkisráðsákvæðið‘, til þess að hepta eigi framfarir þjóðarinnar um óákveðinn tíma. — Alþingi hefði þó sett skilyrði, samþykkt „ríkisráðsákvæðið“ með ákveðn- um skilningi, til þess að tryggja réttindi landsins; en skilyrði alþingis hefði, sem kunnugt er, eigi verið fullnægt, er ráð- herrann var skipaður. — Ríkisráðsákvæð- ið hefði vakið megna óánægju í landinu, sem færi óðurri vaxandi. — Hann minnt- ist síðan á þingmannaförina í fyrra til Kaupmannahafnar, grein sína í ídanska blaðinu „Politíken", samræðufund alþing- ismahna og rikisþingsmannaí Kaupmanna- höfn, og síðan á „blaðamannaávarpið“. — Gat þess, að þegar „Lögréttumenn“ hefðu ritað undir það, með athugasemd, að því er „ríkisráðsákvæðið“ snerti, hefði ágrein- ingurinn eigi virzt vera ýkja mikill, en í blaðadeilunum hefðu menn síðan fjar- lægzt æ meira og meira. — Nú gæfist „Lögréttumönnum“ kostur á að sýna, hvað „samvinnufúsleikur” þeirra í fiessu atriði næði langt. — Ríkisráðsákvæðið væri það atriði, sem Islendinga og dönsku stjórn- ina hefði einatt greint á ufn, og hlyti það atriði því sérstaklega að koma til uu- ræðu, er sambandsraálið væri rætt. — Is- lendingar yrðu að korna fram, sem hrein- skilnir og einarðir menn, er tii þeirra samninga kæmi. — Að frumvarp þetta kæmi fram á þessu þingi væri því, með- al annars, nauðsynlegt, til þess að sýna Dönum, að krafan um full yfirráð íslenzka löggjafarvaldsins yfir sérmálunum, og lausn þeirra úr ríkisráði, væri atriði, sem íslenzka þjóðin alls ekki gæti þokað frá. — Vegna þjóðarinnar, væri það og nauð- synlegt, að hún vissi glögg deili á vilja fulltrúa sinna í þessu atriði, og að ekkert væri á huldu. — Bamþykkt stjórnarskrár- breytingar á þessu ó’ngi væri og heppi- leg að því leyti, aú kosningar ætíu, hvort sem er, að fara fiarn á næsta ári. En að biða með þessar, og aðrar bráðnauðsyn- legar breytingar á stjórnarskránni, unz ný sambandslög væru staðfest, taldi hann 58 Finnst yðnr hún ekki vera í röð hinna tiginbornustu kvenna?“ Friðrik hló. „Það er trúlegt, að svo sé“, mælti hann. „Það er mér sönn ánægja“, mæiti Laura. „Mérþyk- ir mjög vænt um, að bafa komizt í kunningsskap við hana. — Hún og aðrar tiginbornar konur, fara með mig eins og væri jeg jafningi þeirra“. „Eruð þér það þá ekki? Er ætt yðar eigi göfug, og mikiis metin?“ Hún hrissti höfuðið. „Jeg er orðin fátæktinni svo vön, að jeg á bágt með að átta mig á breytingunni þeg- ar í stað. En jeg læt ekki á því bera, að þær séu mér að neinu leyti fremri. — .Teg er gædd talsverðum leik- enda hæfileikum, og get því apað hefðar-drósirnar hérna í Lundúnum, eins og mér sýnist. — Nú ætla eg snöggv- ast að látast vera lafði Clamborough“. Að svo mæltu, stóð hún upp, tifaði gegn urn her- bergið, sperrti upp augnabrýrnar, lézt; vera mjög forviða, og mælti: „Hver segið þér, að sé komin? ... frú Fen- ton? .. Æ, gott kvöld, ástkæra frú Fentou .... Þér verð- ið að fyrirgefa mér, að jeg þekkti yður eigi þegar í stað .... Jeg er fjarskalega nærsýn . . . Skollinn roá nú vita hvað orðið er af gleraugunum mínum!“ „Gietur það verið, að lafði Clamborough segi: Skoll- inn má nú vita?“ spurð: Friðrík, hlægjandi. „Hún sagði það tvívegis í gær. — Húd er yfirieitt. blátt áfram, því að hún sagði mér meðal annars, — og voru þá margir karlmenn viðstaddir —, að henni hefði orðið íllt í maga, eptir morgunverðinn“. „Þykir yður annars tnikið koma til þe9s, að vera í kunningsskap við þetta tigna fólk?“ spurði Friðrik. 67 svaraði Susie, fremur stuttaralega. „Hún virðist vera mjög hyggin stúlka“. „Hyggin? Jeg veit ekki, hvort það orð á vel við“, svaraði Friðrik. „Hún er að ýmsu leyti barnaleg, og hygg eg, að yður myndi geðjast vel að henni, ef þér kynntust henni“. Susie var á annari skoðun, en svaraði þó að eins: „Það er svo að sjá, sem þér hafið eigi neitt litlar mæt- ur á henni“. „Jeg hefi miklar mætur á frænku minni“, svaraði Friðrik, „eins og allir, sem kynnast henni. Jafn vel hr. Breffit, málfærzlumaður minn, sem óskaði henni niður fyrir allar hellur, er mjög hrifinn af henni, síðan hann kynntist henni. — En áður vildi hann fyrir hvern mun, að jeg fengi allan arfinn“. „Mér hefir aldrei virzt það, nema eðlilegt, að faðir- inn léti dóttur sína hafa eignir sínar“, svaraði Susie. „Auðvitað var það rnjög eðlilegt“, svaraði Friðrik, „og ekkert annað einkennilegt, eu að hann skyldi aldrei minnast á hana í öll þessi árin, sem eg var hjá honurn. — Hann hefðí átt að segja mér, að hann ætti dóttur á lífi“. „Það var leiðinlegt fyrir yður, að hann gerði það ekki, og að vonbrigðin urðu yður þvi tilfinnanlegri“. „Jeg hefi undan engu að kvarta“, svaraði Friðrik, sem grarndist mjög, að Susie skyldi víkja orðum sínum að fátækt hans. Það varð nú nokkur þögn, unz Susie mælti: „Frænka yðar er víst töluvert eldri, en þér?“ „Ilún er 2—3 árum eldri en jeg“, svaraði Friðrik,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.