Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 3
► 83 XXII., ‘21.—22. ÞjÓBVLjiNN. í rauo og votu, og hefir nú eigi getað sýnt nein fylgiskjöl, að því er snertir 7 milij. rúblna, sem hann hefir látið greiða sér úr ríkissjóði. I marzrnánuði hurfu úr vörzlutn her- stjórnarinnar í Kiew ýms skjöl um kast- ala á landamærum Rússlands, og um breyt- ingu á þeim, er senda átti til Nicolo.j Nicolajeuitsch, stórfursta, og þykir líklegt, að skjöl þessi hafi verið seld herst.jórn einhvers annars ríkis. Seint í marz voru í borginni Radom á Pólverjalandi myrtir 5 leynilögreglu- menn og 6 hermenn. Þingið á FinDÍandi hefir lýst vantrausti á stjórninni, og hefir hún því beiðzt lausn- -ar, en fullyrt er, að Nicolaj keisari muDÍ rjúfa þing, og veiti stjórninni því eigi iausn í bráð. Enskur kaupmaður, er var á ferð í Rússlandi, Luxembourg að nafni, var ný- lega tekinn fastur i borginni Odessa, rif- inn upp úr rúmi sínu í gistihúsi því, er hann var i og hafður í illu varðhaldi í nokkra daga, unz bri zka konsúlnum tókst, að fá honum sleppt. — Hann er nú kom- inn til Lundúna, cg krefjast ensk blöð þess, að stjórnin heimti skaðabætur af Rússa stjórn, manni þessum til handa, og er mælt, að máli þessu verði hreift á þÍDgi Breta. — — -- Bandaríkin. I KaDSas réðu ræningjar nýskeð á jámbrautarlest, drápu einn af járnbrautarþjónunum, og rændu ýmsum verðmætum rnunum, auk 1000 dollara í peningum. 300 þús. verkmanna í kolanámum hættu vinnu 31. marz, og kröfðust hærri launa. Guatemala. Þar er nýlega lokið járn- brautarlagningu milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins, sem talið er vist, að hafi mjög mikla þýðingu fyrir rikið, að því er verzlun og samgöngur snertir. — — Panama. ÁgreÍDÍngur er risÍDn roilli stjórnanDa í Panama og í Kolumbíu, og hafa Kolumbiumenn sett setulið í borgina Jurado, sem er á landamærum ríkjanna. — Hafa Panama-menn leitað aðstoðar Bandamanna, og eru jafn vel farnir að búa sig undir ófrið. Kaupmannahöfn 11. april 1908. Danmörk. 6. þ. m. kviknaði í timb- urbirgðum i borginni Næsted, ogbrunnu þær til kaldra kola. Skaðinn metinn 100 þús. króna. Eins og ritsímaskeyti munu þegar hafa flutt fregn um, andaðist Lassen, fjármála- ráðherra 6. þ. m., eptir fárra daga legu. — Hann var fæddur 10. júní 1861, og | var lengi ritstjóri Álaborgar Amtstíðinda; j en þingmaður varð hann 1901. — For- I sætisráðherra J. C. Christensen, sem jafn j framt er hermálaráðherra, hefir nú bætt á sig forstöðu fjármálaráðaneytisins fyrst um sinn. — Sumir telja líklegt, að Neer- gaard, foringi „móderatra“, verði skipað- ur í það embætti síðar. Á 2—3 vikum hefir alls verið kveikt í á 35 stöðum í Kaupmannahöfn, og hefir þó alls staðar tekizt að slökkva eldinn, áður en stórtjón hafa orðið af. — Ovíst er enn, hver, eða hverir, eru valdir að íllverknaði þessum. í borginni Svaneke á Borgundarhólmi verður á komanda sumri haldin sýning á ýmis konar iðnaði, og fiskiáhöldum. — Noregur. 6. apríl brann verksmiðja i Sulitjelma, og er skaðinn metinn lx/2 millj. króna. — Við bruna þenna urðu um 100 menn atvinnulausir. 8. s. m. brann ritsímastöðin í Christ- janíu til kaldra kola. — Hún var eign ríkissjóðs, og eigi vátryggð. Ráðaneyti Gunnars Knudsen’s, sem lík- legt þótti, að strax yrði að fara frá völd- um, hefir nú fengið fylgi meiri hluta þings. — Einn ráðherrann, Heftye, hefir þó sleppt embætti, og var Lowson, ofursti, skipaður hermálaráðherra í hans stað. — Svíþjóð. Jarðfræðingafundur verður haldÍDQ í Stokkhólmi 1910, og er aðal- fundarefnið, að ræða um járnforða jarð- arinnar. — — Bretland. 5. apríl þ. á. hrundu tvö hús í Lundúnum, og hala þegar fundizt 9 lík, en tuttugu hlutu meiðsh, og óvíst enn, hvort fleiri hafa eigi orðið undir rústunum. Lík 10 manna, er fórust við námuslys 1 Nontun Hiil, hafa nýlega náðzt upp úr námunni. — — — Belgía. Áformað er, að sýning verði haldÍD í Brussel árið 1910, og verður í því skyni reistur 636 álna hár tum, og verður haDn því nær 160 álnum hærri, eD Eiffelturninn i París. — Kostnaðurinn er áætlaður 1,200,000 frankar. — — — Frakkland. Þingið hefir nýlega veitt 2 millj. íranka hauda mönnum, er tjón hafa beðið af vatnsfióðum á sunnanverðu Frakklandi. 162 ■örðugt, að gæta stillingar, og mæltist þvi tii þess, að það færi brott, og varð það við þeiin tilmælum minum. Jungfrú Dudleigh kom nú inn, og stóðum vér sið- an öll stundarkorn, án þess nokkur mælti orð frá munni. Loks heyrðist eitthvað í Marah. — Hún sperti hnakkann hæðnislega, og ætlaði að fara. En þa fann eg, að bloðið fór að streyma örara um æð- ar mér, svo að jeg hljóp á eptir henni, þreif i hönd heDn- ar, og héit henni rigfastri. „Þú sleppur ekki“, mælti jeg, fyr en mál okkar er útkljáð. — Hvernig stóð á þvi, að þú neitaðir, að láta gefa þig saman við mig í dag? Var það af því, að þér dytti það snögglega í hug, eða var það af því, að Edwin Urquhart, sem stóð í mannþyrpingunni, gerði þér ein- hverja vísbendingu?“ Hún kippti að sér höndinni, sem var isköld, horfði ■drembilega á mig, og sá jeg, að hún var hrædd við mig. „Mér kemur Edwin Urquhart ekkert við“, mælti hún dræmt. nJe6 hefi sagt þér, að mig langar ekki til að giptast. Margri brúðurinni væri betra, að snúa aptur, áður en hún gengur inn kirkjugólfið, en að steypa sér í ógæfuna“. Það vantaði minnst á, að jeg dræpi hana, en jeg stillti mig þó. Mér vnr það ljóst, að ðilu væri lokið, er okkur fór á milli, bæði um tíma og eilifð. Jeg sagði þó ekkert, en virti hana eigi þess, að lita á hana, en hneigði mig og sneri til dyra. Un í þessari svipan fannst mér þó, sem sverði væri lagt gegnum hjarta mér, svo að jeg staðnæmdist hjá henni, og hvislaði að henni: 151 „Og jeg —?“ tókj hún upp eptir mér, og horfði svo einkennilega á mig, að blóðið hljóp fram í kinnar mér. rOg þú“, svaraði jeg hiklaust; „þú, sem hefir heit- izt heiðvirðum manni, sem fús myndi leggja lífið i sölurn- ar fyrir þig, seiri þú drepur, ef þú svikur bann“. Hún stundi, rétti mér ósjálfrátt höndina, og í stað glottsins, kom nú þýðlegur svipur í andlit hennar. Jeg varð alveg utan við mig, þvi að þessu átti jeg ekki að venjast. Jeg tók í hönd henni, og þrýsti að henni með stök- ustu viðkvæmni. „Skilst þér það ekki“, mælti jeg, „að þú ert lífið í hrjósti mér, og að til þess að njóta þín, vil eg gjöra allt, þola allt, nema gjöra mér vanvirðu! Forlög mín eru á þínu valdi. Marab! Ætlarðu að verða koaan mín?u Húd þagði, dró að sér höndina, og stóð um hríð hugsandi, sem i draumi; — en þann drauminn gat eg ekki ráðið. „Þú ert fsllegu, mælti eg enn fremur; „allt of fal- leg fyrir mig, — en jeg ann þér. — Þú ert og tíguleg, og myndir sóma þér vel, og vera prýði í fegurstu höll- inni i Evrópu. — En um hallirnar tjáir nú ekki að hugsa, en í húsi minu verður þér tekið fegins hendi, hve nær sem er. — Höndur þínar eru óvanar vinnu, en ástin ger- ir viununa létta, og í húsi mínu verðurðu virt, og rnikils metin, og irmntu þá sannfærast um það, að ekkert í heim- inum kemst i samjöfnuð við ást tveggja vera“. Hún brosti fyrirlitlega, leit á höndurnar á sér, og svo á œig. „Jeg vil aidrei vinna“, mælti húu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.