Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 7
XXII., 21.—‘22. Þjóðviljinn. 87 og biður pÓ9tur hanu að veita sór lið með stúlkuoa ytir heiðÍDa og býður hon- utn sjálfdæmi að setja upp svo hátt eod- urgjald fyrir fyrirhöfn sina, sem hann vilji, því líklega sé líf sitt og stúlkunn ar þar með á emia, ef ekki fáist Hðveisl* hans, en hversu mjög sem póstur bað þess, þá þverneitaði Jósep, og skildi við þau þannig nauðuglega stödd og hélt leið- ar sinnar. Samt freistaði póstu' enn að koœa stúlkunni ler.gra, og með hinni mestu þrekraun gat bann á 3 kl.timum eptir að Jósep hvarf frá honurn, komið stúikuoni yfir sjálfa heiðina, sem er afar- brött og hættu vegur, en þegar kom að hinni efstu vörðunni við heiðina að vest- an verðu, var hún með öllu búin að tapa ráði, og vildi rýja sig klæðurn svo hann gat ekki baldið henni á skiðunum; en þá var póstur orðinn sjálfur næsta þrek- aður, þvi lengi hafði hann áður borið hana, og er hann þó hraustur mjög að burðum og hinn mesti göngu-garpur. Hélt hann þá enn áfram til bæja, sem er aillangur vegur ofan að Neðri-Breiða- dal. Kvaddi hann þegar menu upp, og var á sömu stundu farið af stað, og var þá stúlkan við hina sömu vörðu, örend með öllu, var lík hennai þegar tlutt hoim að BreiðadaJ, en efasamt, er að pósturinn, hr. Reinharður Kristjánsson, i.ái aptur síuu fyrra þreki. Frásögn þes3Í er rituð eptir sjálfs hans frásögD, tveirn dögum síðar en þessi atbnrður varð. Stúlka þessi, sem úti varð, hét Sig- ríður Maihna, dóttir Einars sál. rennismiðs Magnússonar í Hvammi í Dýrafirði, og konu hans Guðrúnar Sveinsdóttur, sem enn er á lífi. Sigríður Mailína var fædd 1858, hún var mj’ndarstúlka og vel á sig koinin, sem hún átti kyn til, on um eitt skeið varð hún biluð geðsmunum. Hún giptist aldrei, en átti einn son óskilget- inn, sem er á lífi. Síðustu ár sín hafði hún heimilisvist á ísafirði, en ætlaði nú vestur tit Dýrafjarðar, í kynnisför til ætt- menna sinna. 4. apr. 1908. Sighv. Gr. Borgfirðingur. Sýsluinannsembœttið í Skaptafelhsýslu er veitt Siguiði Eggerz, settum sýslumanni þar. Maður 1} rirl'ór sðr. Símfrétt fiá Blönduósi segir, að maður, að nafni Ingvar Hjaltason frá Bakka í Vatnsfirði, hafi drekkt sér í Blöndu, nálsegt kaupstaðnum. Annar maður fyrirfór sér 26. apr., Benedikt Benediktsson frá Vestur-íragerði í Flóa. Hann var um sextugt. Heiðursgjöl' hafa enskir útgerðarmenn i Hull gefið Ditlev Thomsen, fyrir hjálp við enska skipsbrotsmenn. (jrjöfin var silfurskrín mikið og fallegt. Sörnu- loiðis var honum haldið fjölmennt samsæti í Hull. lugólfur flytur þá frogn, að skip, sem var hlaðið nafta, hafí sprungið i lopt upp við Mandal í Noregi. 13 manns fórust, en þrem bjargaði Stefán Bjarna- son, skipstjóri úr Beykjavík, sem þar var staddur. Eldur er sagt að sézt hafi úr Mývatnssveit og Bárðar- dal um mánaðarmótin fyrri. Haldið er, að eldur sé uppi í Vatnajökli. Kol hafa fundizt i Nýpurlandi, nálægt Búðardal. Sigurður Björnsson, sem dvalið heíir í Ameríku, fann þar 2 sex feta þykk kolalög og leizt vel á kolin. Bessastaðir 9. mai 1908. ‘líðin hefir verið breytileg síðustu daga, fremur köld. og tvisvar snjóað um nætur, eii allur snjór horfið á daginn. Virðist nú útlit fyrir góðviðri. llm borgarstjóraembættið í Reykjavik sækja þeir Páll Einarsson, sýslumaður í Hafnarfirði, og Knud Zimsen, verkfræðingur. Landsyfirréttardómur var nýskeð kveðinn upp í máli, sem Valdemar Ottosen, fyrrum kaup- maður, hafði höfðað á móti Jóni Ólafssyni fyrr- um ritstjóra. Jón var dæmdur í 20 kr. sekt og 30 kr. málskostnað, og unsmæli hans um Valde- mar dæmd dauð og marklaus. „Vesta“ fór norður um land,"tii útlanda 29. f. m. Með henni fóru, til Stykkishólms, Sæ- mundur Halldóisson og .Jón A. Egilsson, kaup- rrenn. eytið hins heimsfræga Sérhverjuin, sem óskar að ná hárri, og haniingjusamri, elli, er ráðið til þess, að neyta daglega þessa heimsfræga melt- ingar-heil subitters. MagaKrampi. Undirritaður, sem í 8 ár hefi þjáðst 158 Jeg var í vafa um það; en er eg hugsaði til þess, fannst mér brjóst mitt myndi springa, og jeg var sá kjáni, að það var rétt komið að mér, að biðja hana fyrir- gefningar. Jeg stillti mig þó, og mælti: „Maiah! Geturðu væDzt þess, að hitta nokkursstað- ar eins einlæga ást, eins og ást mín til þín er? Gull og auðæfi, geta ekki gert þig ánægða; pað er að eins astin, sem það getur. — Þér myndi liða ílla, og þú myndir bölva þeim degi, er þó slitir þig úr faðmi mér. — Þu ert mÍD! Hví viltu eigi gera mig hamingjusaroan?14 „Jeg ætlu mér að giptast þér, Marku, mælti hún 1 hálfum hljóðum. „Og þegar það er um garð gengið?u mælti jeg ó- sjálfritt. Húd leit til mÍD, og var sem eldur brynni úr aug- um bennar. „Þá or eg konan þín“, mælti bún alvarlega. „Hjaitans ástin míu“, mæíti jeg. „Þú skalt verða hamingjusöm. — Allar óskir þínar skuln rætast. -- Vilji þinn skal vera þeim lög, er nú líta þig srnám augum. — Þú skalt aka í þínum eigin vagni, og í augum alls heimains skaltu —u „Vera heiðurskonan frú Feltu, mælti hún og brosti fyririitlega. Jeg var nú orðinn þrællinn hennar, og hélt áfram að vera það, unz stundin rann upp, og hjónavígslan átti að fara fram í kirkjunni, í viðurvist annars hvors manns- barns í borginni. Morgninum þeim gleymi jeg aldrei. — Það var i de8., snjór á jörðu, en glaða sólskÍD. Jeg var svo glaður, og léttur í lund, sem eg befði 155 að lifa í fátækt. — Jeg verð að aka í mínum eigin vagni, skreyta mig með gimsteinum, eiga ráð á vinnufólki, og geta borið af þeim konnm, sero þykjast mér meiri, en eru ekki eins laglegar. —- Jeg hefi óbeit á fátæltlega hús- inu þínu, með fornfálega eldhúsinu, — eins raikla óbeit á því, eins og á þessu fátæklega Hfi, og þessari borgara- legu siðprýði, sem mér stendur til boða“. „Þó að þú værir eins fagur, eins og Adonis“, mælti hún enn fremur, „mvndi það engu breyta í þessu efni — Mig fýsir að teyga vin gleðinnar, en þú býður mér bikar rneð vatni! Þetta get eg ekki sætt. mig við! Hefði jeg vænzt þess, að —“ Hún þagnaði, og sótti í sig veðrið. Afbrýðissemi min braut nú af sér alla fjötra. „Edvin Urquhart getur ekki boðið þér bikar með vatni í“, mælti jeg. „Hann á ekkert, og eignast ekkert, fyr on hann hefir kvænzt jungfrú Dudleigh“. „Heldurðu, að jeg viti það ekki?u mælti hiín all-á- köf. „Imyndarðu þér, ef öðru visi væri ástatt, að eg myndi —” Hún þagnaði, og læt eg ósagt, hvort það var af hyggindum, eða af því að hún blygðaðist sin. Jeg skalf af reiði og afbrýðissemi, en gætti þess þó, að hrinda henni okki frá mér. „Þú játar þá — u, mælti jeg. En hún vildi ekki gtfa neitt ákveðið svar. „Jeg ann engum“, fullyrti hún, „alls engum! Það, sem eg vil, og þarf að fá, getur hvorugur ykkar veitt móru. Það kann að virðast ótrúlegt, þegar þess er gætt,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.