Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 4
84 PJÓÐVILJINN. XXII , 21.—22. Nýlega voru þrír stjórnleysingjar tekn- ir fastir i París. Þeir voru að flylja hús- gögn i vagni, og undir þeim fannst i vagn- inum all-mikið af sprengiefnum, sem lík- legt þykir, að stjórnleysingjar hafi ætlað að nota verkmannadaginn, 1. maí næstk. Þýzkaland. Alþjóða-blaðamannafundur verður haldinn í Berlín í sept. næsta ár, og gera menn sér vonir um, að þann fund sæki 400 bíaðamenn, auk blaðamanna á Þýzkalandi. All-margir falsmyntarar voru nýlega hnepptir í varðhald í Berlín. — — — Svissaraland. Morðingi E'mabetar, keis- arafrúarinnar í Austurriki, sem setið hefir i fangelsi í Gefn, er nýlega orðinn vit- skertur. — Hann heitir Luchení. — — Portugal. Þar fóru fram þingkosn- ingar 5. apríl, og gengu þær mjög kon- ungsliðum í vil. — I Lissabon, þar sem lýðveldismenn hafa mest fylgí, er kvartað undan, að konungsliðar hafi rifið sundur atkvæðaseðla ýmsra lýðveldis- nianna, og látið aðra atkvæðaseðla í at- kvæðakassana. — Róstur urðu þar all- miklar kjördaginn, og biðu 11 menn bana, en margir urðu sárir. — Daginn eptir urðu og talsverð uppþot i Líssabon, og um 500 manna settir í varðhald. I 8an Domingo börðust og konungs- liðar og lýðveldismenn kjördaginn, og biðu 6 menn bana, en 60 urðu eárir. — Ítalía. Stærðfræðingafundur hófst í Rómaborg 6. apríl. Nýlega var í Eómaborg brotizt inn í sölubúð dýrgripasala, og stolið ýmsuin dýrgripum, er voru 70 þús. líra virði. I Padua vildi það slys til, að „automo- bíl“-vagn varð einum manni að bana, og slasaði marga. — — — Itússland. Ráðgert er, að leggja járn- braut milli borganna Chabarowsk við Amur-fljótið til borgarinnar Stretensk, og áætlað, að hún muni kosta 215 millj. { rúblna. — — — Austurríki. Á líkísstjórnarafmæli Frans I Jóseps keisara 7. maí næstk, er í ráði, að j Vilhjálmur, Þýzkalandskeisari, heimsæki | hann, og ellefu þýzkir sambandsfuritar. | — Prans Jósep keisari kom til ríkis 1848, ! og er fæddur 18. ágúst 1880. — Drottn- ! ing hans var EUsabet, er myrt var 10. { sept. 1898, og elzti sonur hans, Budo\ph j krónprinz, réð sér bana 30. janúar 1889. Stjórnin i Bosdíu — Herzogovínu hefir j fengið vitneskju um samsæri, er miðaði l að þvi, að ná löndum þessum undan Aust- urríki, og gera þau að sjálfstæðu ríki. — Aðal-maðurinn í samsæri þessu er Kostics ritstjóri, og aðal-aðsetur samsærismanna í Serbíu. — Mælt er, að samsærismenn hafi ætlað sér að myrða austurríska embættis- meiin með sprengivélum, og eggja síðan þjóðina til uppreisnar. — — — Bandaríkin. Roosevelt forseti hufir skor- að á þingið, að semja lög gegn stjórn- leysingjum, er banni, njeðal annars, að senda rit þeirra með póstum. Agreiningur er risinn milli Banda- manna og Venezuela, og er talað um, að Bandamenn muni, ef til vill, senda þang- að nokkuð herlið, til þess að lækka rost- anD í Castro forseta. Um ýmsa af lögreglumönnunum í Pbiladelphíu hefir nýlega orðið uppvíst, að þeir hafa gjörzt sekir í innbrotsþjófn- uðum, og notað stöðu sína, til þess að geta betur komið sér við, að fremja inn- brotin. Járnbrautarslys varð i Chicago í önd- verðum apríl, og hlutu 80 meiðsli.--- Marocco. Síðust fregnir segja, að Mulay Hafíd vinni æ meira og meira fylgi í Marocco, og muDÍ herforingi Prakka því | semja frið við Mdakra-þjóðflokkinn, sem ■ Prakkar eiga nú í höggi við, til þess að j geta betur snúizt gegn Mulay Hafíd. — j Nýlega réð herlið hans á herbiíðir Prakka I í Settat, og tókst Prökkum, að stökkva j því brott aptur. — — — Indland. Uitsímastarfsmenn á Ind- landi hafa hætt vinnu, og krefjast betri launakjara. — Vísikongur Breta tók máli þeirra þunglega, og hefir verkfallið því breiðzt meira út, en ellamyndi. —Kem- ur þetta sér mjög bagalega fyrir blaða- menn o. fl. — — — Persaland. Ráðaneytið kvað nýlega bafa sótt um lausn, en greinilegar fregnir enn ókomnar. — — — Mesopotamía. Oeyrðir meðal Araba, er þar búa. — 2. apríl var skotið á enskt farþegjaskip í grennd við borgina Amara. — Það var á leið frá Bagdad niður Tígr- isfljótið. — Tveir farþegjar biðu bana, en margir urðu sárir. ........MiaiiM* „iitinn á leykjanesi. Jdskaleg óaðgœtni“. Út af grein í „Þjóðviljanum“ 18 f. m. 152 Jeg tók mér þetta mjög nærri, en fann inigíþó eigi mann til þess, að hafna henni og hrinda von minni frá mér, þótt eg sæi fyrir, að það yrði mér að eins til sorg- ar, ef hún rættist. „Þú skak ekki þurfa að vinnau, svaraði jeg, og var mér það fyllsta alvara. — Hún átti að eins að baða í rósum á beimili mínu, — þó að eg yrði sjálfur að leggja lífið í sölurnar. „Þú vilt mig þá með þessu skilyrðiu, mælti hún. Jeg barðist milli vonar og ótta. „Á jörðu, og á himnum. hugsa ég að eins um þig! Með þér skapast mér himnaríki á jörðuM. „Og á þá ekki brúðkaupið okkar að standa, áður en Honora giptistM, hvíslaði hún lágt. En áður en eg fengi svarað, og vaknað úr sælu- draumnum, som þetta loforð hennar olli, var hún horfin. Þannig endaði þessi óheillastund mjög gleðilega Eptir örvæntinguna, vaknaði ný von, sem gerði _aig rojög vonglaðan í nokkra daga, og kepptist eg nú við, að skreyta hús mitt sem bezt, til þess að taka móti brúð- urinni. En svo vaknaði sú spurning hjá mér, hvað nenni og Edvin Urquhart hefði á milli farið? Hví vav hún svo skrítin í augunum, er eg sá hana skjótast út frá Urquhart? Sárnaði henni, að geta eigi notið forboðinnar ástar? Eða ver þetta að eins leikur? Jeg hafði aldrei séð hana svona áður. Nú þóttist eg einnig fara að verða þess áskynja,að fegurð hennar væri enn meira tötrandi, og röddin þýð- legri, er Urquhart væri viðstaddur. 161 Það flaug þegar í huga mér, að þaðværi hann, sem aptrað hefði brúðkaupi mínu. •Teg hugði haDn fjarverandi, en nú hafði hann þó, með einhverri vísbendingu, komið unnustu minni til þess að snúa við, á leiðinni til kirkjunnar. Hvers vegna jeg eigi greip til vopns míns, stökk út úr vagnÍDum, og rak hann í gegn, veit jeg ekki. Ef til vill hefir það verið af því, að jeg vildi ekki baka jungfrú Dudleigh sorg. Við ókum nú heimleiðis, gegnum mannþyrpinguna, og ók jungfrú Dudleigh næst á eptir okkur, en brúður- in hvíldi við brjóst mér, og lét sem hún væri meðvit- undarlaus. Með sjálfri sér hefir hún et til vill verið afar-kát yfir því, hve vol þetta hafði tekizt. Jeg sat þegjandi. og leit að eins einu sinni á hana, án þess að hugsa um nokkuð. Reiði, og ótti, sorg og örvænting, var inér allt íjarri skapi; en þó að hún hefði aptur augUD, duldist mér eigi hve fögur hún var. Þegar vagninn nam staðar fyrir framan hús jung- frú Dudleigh, varð jeg að hrissta af mér deyfðina. „Jeg ætla að bera þig inn í húsiðM, bvíslaði jeg; „það má ekki vanta í leikÍDn-4. Jeg bar liana nú inn í húsið, og varð vinnufólkið, sem heima var, alveg forviða. „HjÓDavigslan fór ekki framu, mælti jeg. „Jungfrú Leighton varð snögglega illt á leiðinni til kirkjunnar, svo að við urðurn að snúa við; en hjálpar þarfnast hún þó okki. VinDufólkið rak upp svo stór augu, að mér veitti

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.