Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 09.05.1908, Blaðsíða 5
XXII., 21.-22. ■ÞjÓÐVILJINN 85 iineð þessari yfirskript, vildi eg leyfa mér að biðja yður, herra ritstjóri, að Ijá eptir- fylgjandi línum rám í næsta blaði. Greinerhöf. vitir stjórnarráðið fyrir það, að breyting á vitaljósuoum sé auglýst með flað eins 10 daga fyrirvara“, segir vitann færðan 850 faðma að sjómönnum óvörum, og gefur í skyn, að þessi ráðstöfun stjórn- arr. hefði getað orðið mönn'um og skip- um að tjóni. Eg vil benda hinum heiðraða greinar- höf. á, að auglýst er 20. nóv. 1907 í „Eft- erretninger for Söfarendew þessi breyting og sagt, að í byrjun ársins 1908 muni verða kveikt á nýja ritanum; jafnframt eru menn stranglega varaðir við að treysta gamla vitanum, með þvi að hontim liggi við falli. Ennfr. má benda á, að frá byrjun ársins 1908 er nýji vitinn of- •markaður á sjókortin. í þessu máli er spurningin auðvitað um það, hvort þessi 850 faðma færsla vit- ekki vissu um flutniuginn. Eins og hér stendur á, vorður efalaust að svara spurningunni neitandi. Engum ; manni, sem siglirfyrir Reykjanes, kemur : ;til hugar að setja stefnuna svo nærri landi, að hann verði ekki meira en 350 faðma • eða hér um bil */,, úr fjm. frá landi, þar sem milli Beykjaness og Eideyjar eru 7l/2 ifjm. eða freklega 37 sinnum breiðara svæði; væri slikt gjört, mundi það almennt tal- ,in tilraun, til að setja skipið á land. I náttmyrkri, eða dímmviðri, er algild regla að setja stet'nuna fjær landi heldur en þegar bjart er. Þá mun stefnan sett hér um bil mitt á milli íteykjaness og Eldeyjar eða ekki minna en 2 fjm. frá Reykjanesi. Hvað mundi greinarhöf. hafa sagt, ef breyting á vitaljósunum hefði verið aug- lýst með t. d. 30 daga fyrirvara og garnli vitinn svo hrunið á því tímabili. Skyldi hann þá ekki heldur hafa kosið, að kveikt væri á nýja vitanum, þótt að eins 10 dag- ar hefðu verið liðnir, af fyrirvaranum. Eg tel víst hann hefði gjört það. Greinarhöf. hofði verið betre að yfir- vega gætilegar ástæðurnar fyrir grein sinni áður, en hann reit hana, þvi þá mundi hann hafa séð, að það er óhæfileg fljótfærni að rita um það, er mann brest- ur þekkingu á. Og nú verður ljóst, hve broslegur áfellisdómur sá er, sem hann af þessu kveður upp um landsstjórnina. Og furðar mig ekkert á, þótt greinarhöf- undinum fyndist nú yfirskriptarorðin liáshaleg baðgœtni, koma einna óþægileg- ast við sjálfan sig. Reykjavík 2. maí 1908. * Athugasemd við ofanritaða grein verð- ur að bíða næsta blaðs, vegna riimleysis. Ritsímaskeyti til „Þjóðv.u Kaupmannahöfn 29. apríl kl. 9 árd. Frá Danmörku: Toll-lögunum borgið. (Toll-lög Dana voru orðin undir 50 ára gömul, og því úrelt og langt á ept- ir timanum. Um þessa nýju toll-lögjöf hafa Danir verið að þrátta lengi, að und- anförnu og voru menn hræddir um, að frumvarpið myndi sofna, þegar Vilh. Lass- en dó, en hann var helzti stuðningsmað- ur þess). Millir i kj asamningar. Samningar undirritaðir um Eystrasalt og Englandshaf. (Milliríkjasamning þenna hafa stór- veldin fjögur, sem lönd eiga að Eystra- salti og Englandshafi gert sin á rnilli. Norðurlönd hafa liklega öll tekið þátt í samningunum nema ef vera skyldi, að Dan- ir hafi verið settir hjá, eins og fréttizt í vetur. Samninguiinn er mestmegnis um siglingu um höf þessi, ú ófriðartimum, og kvað hann banna, að víggirða Alands- eyjar, sem Riissum hefir leikið hugur á.) Frá Englandi. Churchill verzlunarráðgjafi féll við kosn- ingarnar í Manchester. (Verzlunarráðgjafinn enski heitir fullu nafni Winston Churchill (frb. tsjörtsjill) og er lávarður að nafnbót. Hann er ungur, en þó einhver hinn skatpasti af stjórnrnálamönnum Breta. Hann var áður undirtylla nýlendna- ráðgjafans, en varð þá að leggja niður þingmennsku, svo sem siður er á Bret- landi. Kosningaósigur hans virðist benda á einhvern kurr við hið nýja ráða- neyti Asquiths). Frá millilaruianeínclinni. 1. þ. m. barst „Þjóðv.u svolátandi sim- skeyti frá Khöfn: Undirnefnd: Jóhannes Jóhannesson, 160 X. kapituli. Heimleiðis. „Þú trúir því ekki, að mér sé alvara“, mælti hún enn fremur; „en þér skjátlast í því. — Jeg hef viðbjóð á þessu brúðkaupi, og krefst þess, að snúið sé við. — En kjósirðu það heldur, að. drepa mig hérna við hliðina á þér. — Þú berð einmítt rýting á þér. — Rektu hann á hjarta mér. — Rauðu blómin i brjóstfellingunum skýla iblóðinu! Rektu nú hnifinn í mig, ef þú vilt; en láttu •vagninn snúa við!u Það var eigi auðið, að vera í neinum vafa. — Henm’ var þetta fylleta alvara, og þó að hjartað í brjósti mér ætlaði að springa, skipaði jeg því vagnstjóranum að snúa við, með því að júngfrú Leighton liefði allt í einu orðið weik. Síðan sneri eg mér að henni, og mælti, með upp- gerðar kulda: „Hallaðu höfðinu að öxlinni á mér, svo að menn á- líti, að þú sért veik. — Þér er að minnsta kosti skylt, að gera það fyrir migu. Hún hlýddi, og hötuð hennar hné að brjósti mér, .og hvíldi við hjartað, sem hún hafði sprengt. Vagninn sneri nú við, og reyndi eg að herða upp hugann, optir föngum, til þess að standast augnaráð mann- fjöldans, er var alveg forviða. „Hún er ■•veik!1' kallaði jeg til juugfrú Dudleigh, er við ókum fram hjá vagni honnar. Jungtrú Honora svaraði engu, en horfði , stöðugt á ■eitthvað í fjaráka, og varð eg hræddur við svip hennar. Jeg starði nú í -sömu áttina, og kom þá auga á lEdwin Urquhart, or ireyndi að fela sig bak við tré. 153 Til þess að ganga úr skugga um, hvernig þessu væri varið, ásetti eg mér nú, að gefa Urquhart auga, í stað þess að einblína á hana. En er eg gat ekki séð neitt grunsamt í látbragði hans, leit eg þangað, sem Honora Dudleigh var. IX. lctipit nli. Marah. En, guð minn! Hví hafði eg eigi litið á Honoru fyi? Þegar eg leit á haua, sá eg, að áhyggja mín var eigi að ástæðulausu. Það komu tárin í augun á mér, og veit eg, sannast að segja, ekki, hvort það var vegna þess, hve ílla henni leið, eða af æðinu, sem greip mig, sjálfs míns vegna. Vér sátum öll rétt hvert hjá öðru, svo að mér duld- ist ekki sorgin, sem skein út úr andliti hennar, þegar Marah var að varpa t'ram gamanyrðum, eða raula lag, eptir því, sem henni datt í hug í það eða það skiptið. Hún leit optar á Marah, en ú Urquhart, oins og hún væri að velta því fyrir sér, hvað það væri, sem gerði Marah töfrandi í augum hennar, sem annara. Svo leit hún niður, og andvarpaði, án þess að Urqu- hart, pem virtist vera annars hugar, veitti því eptirtekt. Sama andvarpið heyrði jeg optar, og það fór að verða svo bersýnilogt, hve illa henni leið, að jafn vel núbúarnir fóru að stinga saman nefjum um það, að hún myndi naumast lifa fram yfir brúðkaupið; en það var nú sem óð:.st vorið að búa allt út til þess.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.