Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 13.10.1908, Blaðsíða 2
178
Þjóðviljinn
XXII., 45.-46.
greiddu atkvæði um það, enda þótt þeir
hafi leyfi til þess að löguin.
í þingræðislöndunum .eru ákveðnir stjórn-
málaflokkar, sem byggðir eru á mismun-
skoðunum um ínnanlandsmál aðallega. —
Þar er það framsóknin og ihaldið, sem
stöðugt berast banaspjót á.
Hér á landi hefir þingflokkum verið
öðruvísi varið til þessa, og verður sjálf-
sagt enn.
Hér hafa skoðanir manna um stöðu
íslands gagnvart Danmörku ávalt skipt
mönnum í flokka.
Það er ekki einungis við kosningarn-
ar síðustu, að baráttan aðallega eða ein-
göngu snerist um sambandsmálið, það
hefir verið aðalmálið við allar alþingis-
kosningar hér á landi.
Hannes Hafstein varð ráðherra vegna
þess að sá flokkur var í meiri hluta, sem
Lann bafði fylgt i stjórnarskrárbaráttunni
enda þótt sá ágreiningur væri að mestu
úr sögunni innan þings, er hann kom til
valda.
Og þetta sama mál skiptir enn mönnum
í flokka á þingi, þvi að það sem aðallega
hefir verið fundið stjórninni til foráttu, er
framkoma hennar í sjálfstæðismálinu.
Þess vegna verður þingræðinu hér á
landi að vera þannig varið, að ráðherrann
sé i samræmi við meiri hluta þings í
sjálfstæðismálinu.
Að það sé politikin út á við, en ekki
innanlandsmálin, sem flokkum ræðir, er
líka auðsætt, ef litið er á störf siðasta
þings.
Á því þingi féll fyrir stjórninni mál,
sem í öllum löndum, þar sem framsókn
og íhald ráða flokkaskiptingunni, er flokks
mál.
Það varalmennur kosningarréttur, sem
stjórnm barðist fyrir, en gat eigi fengið
samþykktan.
Hefði hér verið svo ástatt sem i flest-
um öðrum löndum, að innanlandsmálin
róðu flokkaskiptingunni, þá hefði ráðherr-
ann orðið að fara.
En af því það var poiitíkin út á við,
sem greindi menn í iiokka, þá átti hann
að sitja, vegna þess að í þeim efnum
hafði hann traust og fylgi meiri hluta
þingsins.
Meðan hann hafði meiri hluta i sjálf-
stæðismálinu, og ekki fékk beina van-
traustsyfiriýsingu frá þinginu, var seta
hans þingræðilega réttmæt.
Eptir kosningarnar 10. september stend-
ur ráðherrann við 9 mann í sjáifstæðis-
málinu. — Það er rúmlega fjórði
hluti hiona þjóðkjörnu þingmanna.
Þess vegna verður hann að segja af
sér, þingræðið heimtar það, þjóðin heimt-
ar það.
Hann ætti að segja af sér þegar í
stað.
Fyrst og fremst getur þjóðin ekki við
það unað, að búa við mirnihluta stjórn.—
Það er og siður allsstaðar þar sem þingræði
er, að stjórn víki þá þegar úr völdum, er
hún hefir orðið nndir við kosningar. A
Bretlandi fór Balfour jafnvel frá síðastá
undan kosningunum, af því að hann var
viss um að bíða ósigur.
Hitt er hreint og beint óhafandi, ef
ráðherrann ætlar að sitja til þings, sem þó er
líklegast, að því er ráðið verður af stjórn-
arblöðunum.
Það er líka ráðgáta, hvað honum þyk-
ir mætara, að fá vantraustsyfirlýsingu frá
þinginu en að vikja þegar í stað.
Því að hana hlýtur hann að fá, ef
hann ekki vikur af sjálfsdáðum, því að
það er alveg óhugsandi, að þingið láti
nokkrum ráðherra haldast það uppi, að
virða þingræðið að vettugi, en eins og áður
er sagt, hlýtur það beinlínis að leiða af
flokkaskiptingunni hór á landi, að sá einn
getur verið þingræðilegur ráðherra, sern
nýtur trnusts meiri hluta þjóðkjörinna
þingmanna, í sjálfstæðismálinu.
Það er líka alveg áreiðanlegt, að stjórn-
arflokkurinn hefir tjón af því, að þver-
skallast við kröfum þjóðarinnar, spillir á-
liti sinu enn meira en orðið er, og sýn-
ist hann þó sízt mega við því.
Slrjórnarmenn um það.
En landi og þjóð getur staðið hin mesta
óbeill nf þessu háttalagi ráðherrans.
Það er ekki einungis, að mönnum
bregðast þær vonir, er þeir gerðu sér 1903,
um að fá heilbrigðt þingræðisstjórnarfyr-
irkomulag.
Það er viðbúið, að einhverjir verði til
þess síðar, að feta í fótspor H. Hafsteins,
en enginn myndi þora að sitja i trássi við
meiri hluta þjóðarinnar, ef liann nú befði
lagt grundvöllinn að heilbrigðu þingræði,
með því að segja af sér.
Þessi framkoma ráðherrans hlýtur auk
þess að hafa stór-skaðleg áhrif á störf
næsta þings.
Þingið verður því að eins afkasta-
mikið og happasælt, að góð samvinna sé
milli þess og stjórnarinnar, og þar sem
þvi er ætlaður naumur tími, er nauðsyn-
legt, að stjórnin búi málin sem bezt undir.
En þá verður líka sá ráðherra, sem á
að semja við þingið, og hefir traust þess,
sjálfur að undirbúa málin.
Það nær ekki nokkurri átt, að mót-
stöðumaður hans eigi að gera það.
Auk þess er mjög erfitt að hafa ráð-
gjafaskipti um þingtímann, vegna þess
að konungur, sem útnefnir ráðherrann, sit-
ur í öðru landi. Á hans fund verður ráð-
gjafaefnið að fara, og á meðan verður
annaðhvort að láta fráfarandi ráðherra eða
landritara gegna stjórnarstörfunum, eða
frosta fundum þingsins, og er hvort-
tveggja íllt.
Það sýnist liggja nokkurn veginn í
augum uppi, að það muni ekki vera holt
fyrir störf þingsins, að ráðherra, sem hef-
ir fyrirgert trausti sínu hjá meiri hluta
j þingmanna, haldizt við völd, þótt ekki sé
nema um stundarsakir, landritarinn er
stöðu sinnar vegna ekki vel fallinn til
þess að sitja á þingi í ráðherra stað, og
frestun á fundum þingsins myndi hafa
stórkostlegan kostnað í för með sér —
ferðakostnað þingmanna um hávetur —
og auk þess vera þingmönnum, er heima
eiga utan Eeykjavíkur, mjög bagaleg.
Það er því sama, hvernig á inálið er
litið, ráðherrann ætti að segja af sér þeg-
ar í stað, þjóðin hefir krafizt þess með
atkvæðagreiðslunni 10. september, það
yrði happadrýgst fyrir starf næsta þings,
og auk þess sjálfum honum og flokki hans
hollast.
Það er skylda allra góðra drengja, er
unna þingræðisstjórn, hverrar skoðunar
sem þeir eru í stjórnmálum, að styðja að
því að ráðherraskipti verði hið bráðasta.
Útlöna.
K.höfn 19. sept. ’08.
Helztu fréttir frá útlöndum, eru þessar:
Noregur. 11. sept. síðasfl. héldu Björn-
stjerne Björnsson og kona bans gullbrúð-
kaup. Brúðhjónin fengu gjafir frá kon-
ungi og drottningu, og hamingjuóskir frá
höfðingjum víða um heim I satnsæti um
kvöldið voru haldnar margar ræður, en
mestu snilldarræðuna hélt Björnsson sjálf-
ur fyrir minni konu sinnar.
Stórsvik hafa nýlega komizt upp unt
jarðeiganda i Noregi og efnafræðing. Bónd-
inn bar þá fregn út, að gull væri að lík-
indum i tveim ám, sem hann átti. Efna-
fræðingurinn rannsakaði það, Og sýndi
fram á, að þar væri óvenju gott gull, og
voru árnar seldar félagi nokkru við miklu
verði. Pólagið eyddi bæði vinnu og tíma
í að ná i gullið, en ekkert fannst, og
komst að lokum upp, að þetta voru svik
ein frá eiganda hendi.
Bólan hefir ekki breiðst út í þrjá daga
í Kristjaníu.
Rússland. Tolstoy er allt af á bata-
vegí. Hann varö áttræður 10. sept. sið-
astl. Öll hátiðahöld opinber voru bönn-
uð, og voru rússnesk blöð stórreið út af
þvi. Nú or í ráði að stofna safn í Pét-
ursborg, er beri nafn Tolstoys. Meðal
annars á að geyma þar öll þau blöð og
tímarit, sem skrifa um hann á 80 ára
afmæli hans.
KóleVa geisar i Pétursborg. Hátt á
annað þús. manna sjúkir eða dánir.
Bretland. Ogurlegt atvinnuleysi í Hlas-
gow 7. sept. söfnuðust margar þúsundir
manna saman hjá ráðhúsinu, héldu æsing-
arræður, og gerðu að lokum árás á kirkju,
sem þar er í nánd, meðan stóð á guðsþjón-
ustu. Lögreglan skarst i leikinn, en guðs-
þjónustan varð að hætta. 11- s- m- söfn-
uðust þeir saman aptur, og voru þá miklu
fleiri og höfðu hótanir í frammi. Arthur
prins, sem þar var á ferð, komst með
naumindum um göturnar fyrir grjótkasti.
Frakkland. Lesendur „Þjóðv.u munu
kannast við Gregory, þann er skaut á
Dreyfus og særði hann í handlegg, þeg-
ar lík Zola var flutt til Pantheon. Nú
hefir Gregory verið sýknaður, og sýnir
það Ijóslega hlutdrægni dómstólanna
frakknesku.
Holland. Yilhelmína Hollandsdrottn-
ing hefir nú í þriðja sinn aiið barn fyrir
tímann, svo að seint ætlar Hollending-
um að heppnast að fá rikiserfingja.