Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
60 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
l Ameríku doll.: 1.50.
B*rgist fyrir júnlmán-
aöarlok.
Þ JÓÐ VILJINN.
—:~r~.~j= Tuttu»A8ti oa annab Iesan&ue. =)-'■"1 ■ =—
,—ts*~\= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN.
Uppsögn skrifley ögild
nema komið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld Ána fyrir
blaðið.
M 50.-51.
Reykjavík, 14. NÓV.
1908
m-i |n#,nriJn "hinfÍTr^
Þ>eir, sem gjörast kaupendur að XXIII.
árg. „Þjóðv.“, er hefst næstk. nýár, og
eigi hafa áður keypt blaðið, fá
= alveg ókeypis =
sem kaupbæti, síðasta ársfjórðung yfir-
standandi árgangs (frá 1. okt. til 31. des.)
Nýir kaupendur, er borgablað-
ið fyrir íram, fá enn fremur, ef
þeir fara þess á leit
SS" um 200 bls. af skemmisögum
Þess þarf naumast að geta, að sögu-
safnshepti „Þjóðv.“ hafa víða þótt mjög
skemmtleg, og gefst mönnum nú gott
færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir
sjálfir valið, hvert söguheptið þeir kjósa,
af sögusöfnum þeim, er seld eru í lausa-
sölu á 1 kr. 50 a.
Kf þeir, sem þegar eru kaupendur
blaðsins, óska að fá sögusafnshepti, þá
eiga þeir kost á því, eí þeir borga
XXIII. árg. íyrir fram.
Allir kaupendur, og lesendur,
„Þjóðv.“ eru vinsamlega beðnir, að benda
kunningum sínum, og nágrönnum ákjör
þau, sem í boði eru.
Nýir útsölumenn, er út-
vega blaðinu að minnsta kosti sex nýja
kaup^ndur, sem og eldri útsölu-
menn blaðsins, er fjölga kaupendum um
sex, fá — auk venjulegra sölulauna —
einhverja af forlagsbókum útgefanda J
„Þjóðv.u, er þeir sjálfir geta valið.
Nýir kaupendur, og nýir útsölumenn,
eru beðnir, að gefa sig fram sem allra
bráðast.
Utanáskript til útgefandans er: Skúli
Ihoroddsen, Reykjavík.
jttgefandi „ftjóðv."
XJ tlönd.
Frá útlöndum eru þessi tíðindi mark-
verðust:
Danmörk. Síðan þing Dana hófst,
hafa umræðurnar mest snúizt þar um fjár-
málin, og ýmislegt, er stendur í nánu
sarnbandi við þau, t. d. um grænlenzku
verzlunina. — Þykir forstöðumaður henn-
ar, Ryherg að nafni, hafa dregið mjög
taum verzlunarfélagsins A. T. Möller, sem
hefir ár eptir ár keypt grænlenzkt lýsi
mun ódýrara, en almennt verð hefir ver-
ið, og hefir nú verið skipuð rannsókn,
að því er framferði nefnds Ilyberg’s snert-
ir, svo sem áður hefur verið getið um í
„Þjóðv.“
Ekki vænta menn þess, að Neergaard’s-
ráðaneytið fái miklu til leiðar komið, eins
og fylgi þess á þingi er háttað, þar sem
Neergaard er sjálfur úr einna fámennasta
þingflokknum, og liklega hæpið, að frjáls-
lyndari hægrimenn í landsþinginu (hinir
„fríconservatívu11), og umbótaflokkurinn,
veiti honum eins öflugt fylgi, eins og
Christensens ráðaneytinu.
Blaðið „Dannebrog“, sem áður var
málgagn Alberti’s, styður nú Neergaard’s-
ráðaneytið, og er gizkað á, að Neergaard
veiti þvi einhvern fjárhagslegan stuðning.
Af rannsókninni gegn Alberti fara fá-
ar sögur. — Tjáist hann vera veikur, og
missa æ meira og meira minni, og kvart-
ar mjög undan því, að þurfa að sofa við
ljós; en það er gert í því skyni, að varð-
menn, sem í grend eru, sjái jafnan, hvað
honum líður.
Einn af prestum innratrúboðsmanna
neitaði nýlega deyjandi mauni, að veita
honum sakramenntið, og lét ótvírætt í
ljós, að hann myndi fara ílla eptir dauð-
ann. — Presturinn, sem jarðsöng hinn
látna, vítti þetta athæfi harðlega, og hef-
ir gefið út pésa, sem er ærið harðorður
í garð innratrúboðsmanna. — — —
Bretland. Þar er atvinnuleysi mikið
um þessar mundir, og gaf það til-
efni til þess, að jafnaðarmaður, Grayson
að nafni, hófst máls á því á þingi, þótt
annað mál væri á dagskrá, og neitaði að
að hlýða forseta, svo að honum var vís-
að af þingi þann daginn. — En daginn
eptir hóf hann að nýju máls á sama, og
var þá gerður þingrækur. — Hefir hann
síðan farið víða um á Bretiandi, og haldið
ræður, sem múgur og margmenni hefir
hlýtt á.
Konur hafa aptur og aptur ruðzt inn
í þinghúsið, til þess að krefjast kosning-
arréttar, og hafa lögreglumenn orðið að
stilla til friðar. — —
Þýzkaland. Nýlega voru þar reyndar
kappsiglingar á loptförum, og datt eitt
loptfarið ofan í sjóinn, og biðu tveir menn
bana; en spanskt loptfar sprakk í 6000
feta hæð, og vildi manninum það til lífs,
að belgurinn á loptfarinu þandist út, og
myndaði einskonar fallhlíf. — En eitt
loptfarið kom niður norðarlega í Noregi,
og voru mennirnir þvi nær dauðir úr
kulda.
I ilhjálmur keisari kann því ílla, hve
megns kala kennir hjá Bretum til Þjóð-
verja, og hefir þvi nýlega látið benda á
það í þýzkum blöðum, hve mikið Bretar
eigi honum að þakka, þar sem hann hafi
aptrað því, að á þá væri ráðið (af Rúss-
um o. f 1.), meðan er Búa-ófriðurinn stóð
yfir, og enn fremur lagt á ráðin, hvernig
Búar yrðu yfiruDnir. — —
Frakkland. Sjóliðsráðherra Frakka,
Ihomson að nafni, hefir sagt af sér em-
bætti, með þvi að honum var kennt um
ýms óhöpp, sem að höndum hafa borið
í sjóliðinu. — Nýji sjóliðsráðherrann heit-
Alfred Picard.
í París liefur nýlega verið sýndur api,
sem sagt er, að sé afkvæmi gorilla-apa
og kvennmanns frá Borneo, hvort sem
nokkuð er hæft í því, eður eigi. Api
þessi, er líkari manni, en apar eru, rófu-
laus, og hlær og grætur, sem maður. —
Austurríki — Ungverjaland. I Böhmen
er samkomulagið enn íllt milli Þjóðveija
og Czekka, og verða stundum mannskæð-
ar ryskingar. — Hermenn hafa því verið
sendir til borgarinnar Prag, til að koma
þar á reglu. — — —
Bússland. Rússastjórn hefur skipað
Finnum, að gera járnbrautir sínar jafn
breiðar rússneskum járnbrautum, og bak-
ar það Finnum um 26. rnillj. króna kostn-
að — Norðmenn eru á glóðum, út af
þessari ráðstöfun, sem gerir Rússum auð-
ið, að koma her í snat-ri að landarnærum
Noregs. — — —
Balkanskaginn. I símskeytum til ,Þjóðv.!
hefur þess þegar verið getið, að Ferdínand,
fursti í Búlgaríu hefir tekið sér keisara
nafnbót, og hefir nú Tyrkjasoldán sam-
þykkt þær tiltektir. — Að því er önnur
ágreiningsmálefni á Balkanskaganum
snertir, hafa Ungtyrkir, sem nú ráða öllu
á Tyrklandi, látið sér annt um, að af-
stýra ófriði, og talið líklegt, að þeim verði
til lykta ráðið á stórveldafundi.
Serbar eru þó enn i all-miklum víga-
hug gegn Austurríkismönnum, og Svart-
fjallabúar hafa lent í skærum við þá. —
Bandaríkin. Mælt er, að Roosevélt ætli
að gerast blaðstjóri, er hann sleppir for-
setatigninni 4. marz næstk. — Blaðið,
sem hann tekur að sér, er vikublað, og
talið eitt af víðlesnustu blöðum í Banda-
ríkjunum. — —
Japan. Látinn er nýlega Nocku, einn
af merkustu hershöfðingjum Japana, er gat
sér mikla frægð í ófriði JapaDa gegn
Rússum. — A unga aldri nam hann hern-
aðarlist á Þýzkalandi, og gat sér mikinn
orðstýr í ófriði Japana og Kínverja 1894.
Filippseyjar. Þar gengu nýlega ofsa
stormar, og hrundi fjöldi húsa, enn um
500 menn biðu bana. — —
Til viðbótar ofan greindum íregnum frá út-
löndum, skal þessara tíðinda getíð:
Danmörk. 25. okt. þ. á. andaðist Lorens
Frölich, einn af nafnkunnari málurum Dana,
fæddur 25. okt. 1820. — —
líoregur. Norðmenn hafa í huga, að verja
20 millj. króna, til að auka hervarnirnar með sjó
fram.------
Bretland. Áformað er, að alþjóðleg iðnaðar-
svning verði haldin í Lnndúnum næstk. ár. —