Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 7
XXII., 50.-51. Þjóðyiljinn 208 Oísli og Jön að nafni. — Álitið ev, að _bátnum hafi hvolft á siglingn, og fannst hann á reki fyrir utan Seley. Veitt læknishérað. Reykdælaliérað hefir verið veitt cand. med. Sigurmundi Sigurðssyni. Fnjóskárbrúin. Umterð um hana hófst 17. okt. síðastl., aðþví er skýrt er frá í „Norðurlandi11. Jlfeð skipi þessu kom og ritstjóri blaðs þessa, sem dvalið hafði all-langa hríð á ísafirði. „Vesta“ lagði af stað héðan til útlanda að kvöldi 0. þ. m. „Sterling“ kom frá útlöndum 9. þ. m., ogfer til Stykkishólms í dag. „Eljan“, norskt gufuskip, kom t. þ. m., norð- an og austan um land, og lagði af stað til út- landa nóttina eptir. nrson á KjaraDSStöðum, sem fyrstur allra manna, og á svo margan hátt síðan, hefir tekið ÍDnilegan þátt i bágindum mínum, og það opt höfðinglega, óska jeg af öllu hjarta, að góður guð launi öllum velgjörða mönnum mÍDum, þegar þeim liggur mest á. Dröngumi Dýrafirðí ágústmán. 1908 Guðmunda B. Jónsdöttir. •••• Til leigu fást þegar tvö herbergi, einkar hentug einhleypum, í húseigninni nr. 12 i Yonarstræti, Reykjavík. Jörðin Meiri-Garður i Mýrahreppi að nýju mati 12 hndr. með öllum kost- um og gögnum fæst til kaups og ábúð- ar í fardögum 1909. Jörðin er í bezta standi, sömuleiðis öll hús. Lysthafendur gjöri svo vel að snúa sér til verzlunarstj. C. Proppé á Þingeyri, eða eiganda ogá- búanda jarðarinnar Kristjáns Ólafssonar. Dýraf. i Aug. 1908. Af skuldum til verzlunar Sk. Thoroddsen á Isafirði, er eigi eru greiddar f'yrir lok yfirstandandi árs, og ógreiddar hafa verið árlaDgt, eða lengur, verða 31. des. næstk. reiknaðir 4°/0 vext- ir, nema öðru vísi hafi sérstaklega verið umsamið. Eptirleiðis fylgir nefnd verzlun sömu reglu, og ættu menn þvi að gera sór far um, að greiða verzluninni ekuldir sínar sem allra bráðast. REVKJAVlK 14. nóv. 1908. TíJarfar. Enn helzt óverjulega góð haust- veðrátta, og sást í fyrsta skipti snjór áláglendi hér syðra 9. þ. m. .,Hólar“ komu úr síðustu strandferð 3. þ. m. — Mesti fjöldi farþegja var með skipinu, eink- um sunnlenzkt verkafólk, sem sótt hafði atvinnu til Austfjarða. Hkipið lagði af stað héðan til útlanda 7. þ. m. Girðingu þyrfti sem fyrst að koma upp fram með læknura hér í kaupstaðnum að vestanverðu. — (4irðingarleysið getur valdið slvsum, er dimmt er. „Skálholt11 kom úr siðustu strandferð sinni 1. þ. m., og með þvi fjöldi farþegja. — Fór héð- an til útlanda 6. þ. m. 27. f. m. voru gefin í hjónaband hér i bæ J ó n a s skáld Guðlaugsson og ungfrú Thorborg Schöyon, ættuð úr Noregi. „Þjóðv.“ flvtur ungu hjónunum hamingju- úsk sína „Vesta“ kom hingað frá Vestfjörðum 3. þ. m, — Meðal farþegja voru: E i n a r ritstjóri H j ö r- leifsson, er haldið hafði fvrirlestra um spíri- tisma á ísafirði, og víðar, Indriði Indriða- son, sem gæddur er einkennilegri miðilsgáfu, svo sem kunnugt er orðið í Reykjavík, ogvíðar hér á landi. — Enn fremur kanpmennirnir Ó 1- afur Árnason og Richard Riis, Sig- u r ð u r regluboði E i r í k s s o n o. fl. Borgarafundur var haldinn í Bárubúð 8. þ. m.; til þess að ræða um vatnsveitumál kaupstað- arine, og fundið að ýmsum ráðstöfunum bæjar- stjórnar, og vatnsveitunefndar, í því máli. Að vatnsveitunni starfa nú á þriðja hundrað manna, og miðar því all-vel áfram, eti rigningar töfðu fyrir um tíma í haust, sem og það að sprengiefni kom siðar, en vænzt hafði verið. Meðan fundurinn i Bárubúð stóð yfir, kvikn- aði í veggjapappír í grennd við hreifivél, sem notuð er, til að framleiða raflýsingu i húsinu, og voru því Ijós slökkt, og fundarmönnum gert aðvart um, að kviknað væri i húsinu. — Gerðist þá troðningur svo mikill, að stöku menn hlutu nokkur meiðsli, og ýmsir stukku út um glugga, og brotnuðu alls firamtán gluggarrúður. Eldurinn var þó slökktur nær samstundis, svo að fundarblé var skamma hrið. Þakkarávarp. Jeg undirrituð flyt hór med rnitt inni- legasta þakklæti öllum þeim, sem tóku hlutdeild í bágindum mínum árið 1906, þegar jeg varð fyrir því mótlæti, að missa i 6jóinn minn ástkæra ektamann, Helga Haftiðason, frá 4 ungum börnum. Fyrst nefni jeg hið heiðraða Kvennfelag í Dýra- firði, sem gaf mér 117 krónur, og þar næst, en ekki síst Friðtinn bónda Þótð- 20 en hinni í fæturna á líkinu, og ætluðu að lypta þviupp. er kvennmaðurinn ruddist allt í einu að þeim. Kvennmaður þessi var Kata, og hafði enginn heyrt til hennar, fyr en hún kom sakir brimhljóðsins. „Dan!“ kallaði hún, og hratt báðum fiskimönnunum frá. „Dan! — Það ert þú — þeir hafa myrt þig — æ, þetta grunaði mig!“ Hún varpaði sér síðan kveinandi ofan að líkinu, en fiskimennirnir hreifðu sig eigi úr eporunum, og voru undarlega feimnislegir, og jafnvel Zeke Konks varð anDars hugar, og skalf frá hvirfli til ylja, og gnísti tönn- um af gremju. „Æ, Dan, Dan!“ stundi Kata. „Hví fór, sem kom- ið er? Svona fór þá um beimkomu þína, sem eg hafði hlakkað til! Getur þetta verið? Það er ómögulegt! Mig hlýtur að dreyma! Jeg hefi misst vitið! Yaknaðu og líttu á mig, góði: það er hún Kata þín, sem kallar á þig!“ Hún strauk vott hárið frá enni honum, kyssti kald- ar varir hans, og þrýsti höfði hans að brjósti sér, eins og hún byggist við, að hlýr andardráttur sinn gæti blásið lífi í hann. Jafn vel fiskimennirnir, þótt lítt væru siðaðir, horfðu á ráðalausir, og vissu ekki, hvað þeir áttu að segja, eða gjöra. „Dáinn!“ æpti hún snögglega. „Hann er dáinn! Og þór — miskunnarlausu þrælmenni! — Þór hafið drep- ið hann!“ Hún leit nú upp, horfði kringum sig, og var, sem gneistar flýgju úr augum henni af æði, og áður en nokk- urn grunaði, hvað hún hafði í huga, greip hún öxi, sem 17 „Hægan!“ kallaði hann svo hátt, að það heyrðist, þrátt fýrir óveðrið. „Hver á sinn stað, piltar! Hafið blysin til!“ Nú heyrðist aptur brak, er eikiplankarnir á skipinu liðuðust sundur á kletta-rifinu, og nú sást skipsrekinn glöggt. Skipið lá á hliðinni, og veltust bylgjurnar yfir það, og moluðu allt, sem fyrir varð. Konks starði lengi, með stöku athygli, út í nátt- myrkrið. Það er þrí-mastraða skonnortan“, mælti hann við Raffles, sem stóð við hliðina á honum, og hélt í tauminn á hestinum. „Öll siglutrén hafa þegar dottið útbyrðis, og skipsskrokkurinn stenzt ekki veðrið lengur, en fjórðung stundar í mesta lagi. — Skipverjum hlýtur að hafa skol- að útbyrðis“. Eldingu sló nú niður, og or birtunni af henni brá fyrir, sást, að Konks hafði rótt að mæla. „Blysin!“ æpti hann svo hátt, að það heyrðist þrátt fyrir ólætin í veðrinu, og skrugguhljóðið. Fáum mínútum siðar logaði á sex blysum, og bar birtuna út á sjóinn. — Hinir fiskimennirnir stóðu með áhöld sín, albúnir þess, að vaða út í brimgarðinn, og bjarga farmi skipsins úr sjó. En Konks stóð á sérstökum kletti, rétt niður við sjávarmál, og gat þaðan séð, hvað fram fór. „Þarna!“ kallaði hann, og benti á stóra kistu, er ein báran velti upp. Nokkrir af fiskimönnunum óðu þegar út i sjó, upp i mitti, og náðu kistunni, er aldan bar hana upp með sér.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.