Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 4
200
Þ J ÓBVLjiNN.
XXII., 50.- 51.
ganga úr skugga um það, hvort svo nefnd dul-
arfull fyrirbrigði, er gerast á samkomum spiri-
tista í fjölda löndum, og aragriii vísindamanna
lætur sér annt um að rannsaka, séu eigi þess
eðlis, sem spíritistar segja, eða stafi af blekk-
ingum.
Ritstjóri „Lögréttu“ befir aldrei verið á neinni
samkomu spíritista, og því eigi séð nein þeirra
fyrirbrigða, sem þar gerast, svo dómar hans um
það málefni eru þýðingarlausir sleggjudómar^
sjálfum honum til háðungar. — Hann á að hafa
vit á því, að þegja um það, sem hann ber alls
ekkert skynbragð á, og væri þá hoiður hans meiri#
En hann veit, að allur þorri alþýðu er, sem
von er, jafn fáfróður um þessi efni, sem sjálfur
hann, og í því trausti reynir hann, að draga
dár að þeim, som honum eru fróðari.
Að því er kemur til ummæla þeirra, sem
ritstjóri „Lögréttu“ hermir eptir ritstjóra „Þjóðv.“>
þá eru þau auðvitað skáldskapu r, sem vér eig
hirðum að svara fremur, en öðru í grein hans1
Þar sem „Lögrétta“ segir, að andi lifandj
manns hafi gert vart við sig á samkomunni ;
Bolungarvik, og látizt vera andi ný dáins manns;
fullyrða þ6Ír, sem þar voru, að þetta sé að eins
tilhœfula/M uppspunv, en allt það veður, sem
„Lögrétta11 gerir úr þessu, sýnir dável fáfræði
ritstjórans, að því er til spiritismans kemur.
Dettur ritstjóra „Lögréttu“ í hug, að allir ?
sem dánir eru, og voru ef tii vill stórlygnir dag-
inn fyrir andlátið, séu orðnir svo breyttir, að
þeir geti ekki brugðið fyrir sig lyginni, ef þeim
býður svo við að horfa? Ekki dettur ritstjóra
„Þjóðv.“ það í hug, að ritstjóri „Lögréttu“ væri
allt í einu orðinn það guðsbarn, ef hann hrykki
upp af, og gerði vart við sig á andasamkomu
— sem hann óefað myndi gera —, að hann gæti
eigi haft það til, eins og í „Lögréttu“-greininni,
að krita nokkuð liðugt, og látast þá ef til vill
vora annar, en hann væri.
Ritstjóri „Lögréttu11 ætti nú að ganga í bindindi,
og nefna aldrei spíritis mann framar.
Stjórnarmönnum fjölgar ekki á þingi, þó að
þeir séu svivirtir, sem fræðast vilja um fram-
bald lítains eptir dauðann.
Mannnlát.
80. júlí eíðastl. andaðisi; í IJnað9dal í
Snæfjallahreppi í Norður-Isafjarðarsýslu
Guðmundur bóndi Þorleifsson. — Hafði
hann verið mjög bilaður á heilsu siðustu
árin, og að síðustu all-lengi rúmfastur.
Gruðmundur sálugi Þorleifseon var
fæddur í Keflavík i Súgandafirði þriðju-
daginn þriðja í góu árið 1840, og var því
frekra 68 ára, er hánn andaðist. — For-
eldrar hans voru Þorleifur bóndi Jónsson
í Keflavík, og kona hans, Sigríður Brynj-
ólfsdóttir. — Hann var þríkvæntur, og
var fyrsta kona hans Kristín Magnúsdött-
ír, bónda Arnasonar í Þjóðólfstungu, og
áttu þau eitt barn, sem dáið er. — í ann-
að sinn kvæntist hann Elinu Jónsdöttur,
Guðmundssonar á Hóli í Bolungarvík. —
Varð þeira alls þriggja barna auðið, og
er að eins eitt þeirra á lífi: Sigriður að
nafni, gipt Vigfúsi húsmanni Sigurðssgni,
og búa þau bjón að Hlíðarhúsum í Snæ-
fjailahreppi.
í þriðja skipti kvæntist Guðmundur
Þóru Jónsdóttur, systur Elínar, sem fyr
var getið, og lifir hún mann sinn. — Varð
þeim hjónum alls sjö barna auðið, og eru
nú að eins þessi tvö á lífi:
1. Sigurður, nú í Hnífsdal, lengi formaður,
og aðal-stoð foreldra sinna á efri ár-
um þeirra.
2. Þóra Guðmundína, gipt Guðlaugi Bjarna-
syni, og hafa þau dvalið, sem húshjón,
í Unaðsdal.
Guðmundur heitinn Þorleifsson var
lengi formaður á opnum skipum, bæði
við þorska og hákarlaveiðar, og t.alinn
8jómaður góður. — Hann var gjörvileg-
legur maður í sjón, og dugnaðarmaður til
verka, uns vanheilsa sótti á hann.
Meðan hann var kvæntur Kristínu,
fyrstu konu sinni, var hann í Meirihlið,
en bjó síðan yfir þrjátíu ár í Unaðsdal,
lengi sem sjálfseignarbóndi á hálfri jörð-
inni, en síðustu árin sem leiguliði að
mestu ieyti. — — —
I síðastl. janúarmánuði andaðist að Sandeyri í
Snæfjallahreppi Bjarni Kolbeins Guömundur, son-
ur Guðmundar formanns Jósepssonar á Sandeyri,
Guðmundssonar, Snjólfssonar; en móðir Bjarna,
kona Guðm. Jósepssonar, var llagnhildur Jak-
obsdóttir, Kolbeinssonar, systir Kolbeins hrepp-
stjóra Jakobssonar í Unaðsdal, og andaðist hún
vorið 1899. — Bjarni beitinn var að eins tólf
ára, og talinn efnispiltur. — Hann var uppeld-
issonur Sigurðar bónda Jósepssonar á Sandeyri,
og var banamein hans æxli á hálsi vinstra megin,
er eigi fékkst bót á, hvorki á ísafirði, né lijá
læknum í Reykjavík.--------
Á öndverðu þ. á. andaðist að Lónsoyri í
Norður-ísafjarðarsýslu húsfreyjan Ólína Þórðar-
dótlir, á sjötugs aldri. — Hún var gipt Engil-
bert Kolbeinssgni, sem lengi bjó að Lónseyri, og
er hann eiin á lffi. — Voru þau hjón síðustu
árin búlaus. — Meðal barna þeirra hjóna eru:
1. Guðmundur, sjálfseignarbóndi á Lónseyri.
2. Gíslína, gipt Helga Tor/asyni, húsmanni á
Langalandsseli á Langadalsströnd, og
3. Jóhann, sem lcvæntur var Sigrúnu Jónsdóttur,
voru þau húshjón á Bœjum á Snæfjallaströnd,
og eru bæði dáin. — — —
Skömmu eptir síðustu páska urðu lijónin á
Galtarbrygg i Vatnsfjarðarsveit i Norður-Isafjarð-
arsýslu, . sgeir bóndi Asgeirsson og Rlinborg Bene-
dilctsdóttir, fyrir þeirri sorg að missa tvö börn
sin. — Varannað þeirra stúlka, Ingibjörg að nafni,
17 ára að aldri, en hitt piltur, er Quðmundur
Friðrik hét, að eins 6 ára gamall. —•
Þau dóu bæði úr barnaveiki. — —
14
skapi, að hlaupa út úr húsinu, og reyna að æpa hærra,
en í veðrinu lætur, til þess að fá úr mér hræðsluna“.
„Þú ert veik, barnið gott“, mælti Gritty, blíðlega,
„Farðu að sofa, þá skánar þér. — Komdu nú með mér;
og vertu ekki með neinn þráa“.
Kata stundi þungan, og sást glöggt á andliti henn-
ar, í hve sárri baráttu hún átti, og tókst henni engan
veginD, að jaÍDa sig, þó að hún gerði tilraun til þess.
„Jeg verð að ganga til sjávar“, mælti hún loks, og
beit saman tönnunum. „Jeg verð að gá að hafrótinu,
eigi mér að líða beturu.
Litlu síðar hrökk hún við, og skrækti dálítið. —
Þrátt fyrir buldrið í veðrinu, heyrði hún glöggt hljóð,
sem hún kanDaðist við.
Hljóðið kom frá skipi, sem var í nauðum statt, og
beiddist hjálpar.
Kata skalf og nötraði, og hlustaði í náttmyrkrinu.
Nú heyrði hún það aptur! — skotið af fallbyssu;
hún heyrði það nú enn betur, eD áður.
Hún tók nú kjark i sig, og sást það glöggt á and-
liti hennar, sneri sér við og mælti:
„Yertu sæl, mamma!“
„Farðu ekki barnið mitt,“ mælti Gritty. „Faðir
þinn hefir bannað þér það, og verður reiður“.
„Pabbi? Jeg á engum að hlýða, nema Dan, mann-
inum mínum, og hann er úti á sjó. — Jeg vil*að stétt-
arbræðrum hans sé bjargað!
Hiin flýtti sér síðan inn i stofu, greip þar saman
bundnar, þurrar trjágreinar, sem lágu á arininum, og þreif
logandi lurk út úr eldinum.
„Hvert ætlarðu barn?“ spurði Gritty eins og í fáti.
23
nokkuð? Þeð eru Kitty-Hawklettarnir, þar sem stöðin
er, sem gerir sæfarendum vísbendingar, og hinumegin
við hana er sjóniannaþorpið Nagshead — leiðinlegasta
þorp, sem jeg hefi séð, og hefi jeg þó í allar heimsálf-
ur komið“.
„Erum við komnir svona nálægt?“ spurði liðsforing-
inn. „Jeg bjóst ekki við, að við kæmura þaDgað, fyr en
einhvern tíma í kvöld“.
„Yið komuffl ekki fyr -; en tyllið yður nú niður
í makindum“.
Skipstjóri ýtti nú stól að liðsforingjanum, og settist
sjálfur á annan, studdi olnbogunum á grindurnar, og hélt
annari höndÍDni um hökuna á sór, og gat hann þá í senn
séð, hvað stefnu skipsins leið, og horft á liðsforingjann.
„Það var yðar skoðun, hr. Eobertson, að við kæm-
um ekki, fyr en í kvöld?“ mælti skipherra. „Sá, sem
hefir sagt yður það, hefir eigi sagt ósatt, því að við eig-
um enn eptir freklega þriggja kl.tíma siglingu“.
„Ekki tryði eg því; ef þér segðuð mér það ekki, þvi
að jeg sé klettana mjög glöggtu.
„Það sannar ekkert; — á sjónum sér maður langt,
i jafn heiðskíru veðri. - En þér sjáið vel, og það kem-
ur sér vel, er þór komið þangað. — Á Karólína-strönd-
inni eru harðvítugustu sjómennimir, sem til eru, ekki
sízt í Nagsheadu.
„Naghsheadu, tók Roberts'on upp eptir honum. „Það
er kynlegt nafn á sjómannaþorpiu.
„Finnst yður það, liðsforingi?“ mælti skipstjóri. Aðr-
ir hafa verið á sömu skoðun, sém þór, að þvi er það
snertir; — það er sjálfsagt rétt. — En þeir, sem vita,
hvernig á nafninu stendur, finnst það eðlilegt. — Gætið