Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 6
202 Jr*jÓ©V iljinn. XXII., 50.-51 leggja um 10 kílómetra, vmz brautin nær að Lagarfljóti, en í þeim kafla er Egilsstaðaháls, og kvað vegagjörðin vera þar all-ervið Ký gooðtemlarastúka. Sigurðnr regluboði -Kiríksson stofnaði í haust stúku að Látrum í Aðalvík, og nefnist bún „Björg“. Úr Dýrafirðí. er „Þjóðv.“ ritað 20. okt.j þ. á.: „Biessað sum- j arið er þá þegar á enda, og horfið í tlmans djúp, með viðburðum sinum á sjó og landi, og leiðir seinna timinn afleiðingar þess í Ijós. Yeðrátta hefir opt verið hagfeld, haustið eink- ar snjóalaust, og grasvöxtur mun viðast hafa verið í meðallagi, einkum á túnum, og nýting góð. — Þótt kvillar hafa stungið sór niður á stöku stöðum, hefir heilbrigði manna þó verið í betra lagi, og engar farsóttir gengið. Hundapest hefir stungið sér niður á sumum bæjum í Önundarfirði og Dýrafirði, og hafa nokkr- ir hundar drepizt, þótt pestin só fremur væg; en veikin er langvinn, og mjög eru hundarnir listarlausir, og verða mjög slæmir í augunum og sumir jafnvel blindir“. Prestkosning fór nýlega fram í Viðvíkurprestakalli, og var kosinn cand. theol. Chiðbrandur Björnsson frá Miklabæ, er hlaut 79 atkvæði. — Sira Sveinn Guðmundsson, fyrrum prestur í Goðdölum, sem og var í kjöri, hlaut að eins 5 atkvæði. Scttur sýslumaður. cand. jur. Lárus íéldsted hefir verið settur sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1. nóv. síðastl., og gegnir því embætti fram yíir áramót, með því að skrifstofustjóri Jón Hermannsson, sem fullyrt er, að nefnt embætti verði veitt, tekur eigi fyr við embættinu Breyting á prestak'dlluin. Með stjórnarúrskurði 20. okt- þ. á. er ákveðið, að Selárdalsprestakall í Barðastranda- sýslu skuli lagt niður, og Selárdalssókn lögð til Bíldudals. Stóra-Laugardalssókn leggst við Eyrasókn í Patreksfirði, og tekur Selárdalsprestur, síra Magnús Þorsteinsson við prestþjónustu þar, og flytur sig í því skyni búferlum frá Selárdal að Eyrum í Patreksfirði. Styrkur til unglingaskóla. Landssjóðsstyrk hafa þessir sjö unglingaskól- ar hlotið, sem hér segir: 1. Núps í Dýrafirði................ 450 kr. 2. ísafjarðar...................... 500 — 3. Heydalsár........................ 350 — 4. Grundar í Eyjafirði.............. 375 — 5. Ljósavatns....................... 250 — 6. Húsavíkur ........ 400 — 7. Seyðisfjarðar.................... 450 — Maður drukknar. Úr Dýrafirði er „Þjóðv.“ ritað 20. okt.: „Á fiski- skipi frá Þingeyri vildi það sviplega slys til 25 maí síðastl., að bóndinn Sigurður Ólafsson frá Ketilseyri féll útbyrðis, og náðist ekki. — Hann var maður miðaldra, vel greindur, vinsæll, og vel látinn, og lætur eptir sig ekkju, ogþrjúbörn að mestu uppkomin. — Ekkí vita menn gjörla, hvernig þetta atvikaðist, því að veður var oigi mjög vont, og skipverjar uppi viðfærisín. Var Sigurður á þiljum uppi, aptarlega á skipi, en hinir sneru að honum baki, og vissu ekki fyrri til, en hann var kominn útbyrðis. — Kastað var til hans bjarghring, en kom fyrir ekki, og var hann sokkinn, áður en báti yrði komið frá skip- inu. Styrkur til barnaskóla. 12,000 kr., sem veittar eru í fjárlögunum til styrktar barnaskólum, hefir í ár verið úthlutað til barnaskóla, sem hér segir: Bakkagerðis 250 kr., Bessastaðahrepps 250 kr., Bíldudals 270, Blönduóss 100, Bolungarvikur 345, Brekkuþorps 210, Búðaþorps 250, Deildarár 210. Eskifjarðar 320, Eyrarbakka 390, Flateyjar á Skjálfanda 150, Elateyjar í Önundarfirði 190, Geirseyrar 270, Grindavíkur 175, Grunnavfkur 246, Hafna 185, Hafnarfjarðar 700, Hellissands 280, Hesteyrar 200, Hnífsdals 280, Hriseyjar 150, Húsavíkur 390, Keflavíkur 300, Látra 240, Litla- Hvamms 145, Miðness 290, Njarðvikur 100, Norðurkots (og Suðurkotsj 251, Nýps 190, Ól- afsfjarðar 280, Ólafsvíkur 400, Óslandshlíðar 150, Reynishverfis 220, Sauðárkróks 250, Seltjarnar- ness 300, Siglufjarðar 270, Skipaskaga 410, Sól- heima eystri 180, Stokkseyrar 250, Stykkishólms 320, Súðavikurhrepps 200, Útskála 200, Vest- mannaeyja 430, Vikur 203, Vopnafjarðar 310, Þingeyrar 250. Maður drukknar. 29. okt. þ. á. datt maður útbyrðis af mótorbát, sem vai- á leið milli ísafjarðar og Bolungarvík- ur, og drukknaði. — Maður þessi hét Kristján Þórðarson, og var um tvítugt. Ileynt að kreikja í inísi. í síðastl. okt. var gerð tilraun til þess, að kveikja i stóru timburhúsi á Siarlufirði, sem er eign E, Boald’s, en eldurinn sást úr mótorbát, sem var á höfninni, og varð þvi slökktur, áður en verulegt tjón hlaust af. I húsinu svaf að eins einn maður, útlendur. Rannsókn hefir verið hafin, til að grennslast eptir, hver valdur sé að glæpnum. In n brotsþ j ófnaður var framinn á Akureyri aðfaranóttina 20. okt. þ. á., brotizt inn i sölubúð Sig. kaupmanns Sig- urðssonar, og stolið þar 60 kr. Þak rauf af liúsi. 22. okt. síðastl. rauf í ofsaveðri þak af íbúð- arhúsi síra Kjartans Iíjartanssonar á Sútarabúð- um í Grunnavik. Samskot til berkiaveikisliælisins. íslendingar í Vesturheimi liafa skotið saman um 369 dollurum til berklaveikishælisins. Þrir ínenn drukkna. Bátstapi varð i Reyðarfirði í okt. þ. á., og drukknuðu þrir menn: Guðmundur Jónsson frá Kaldalæk á Vattarnesi, og SunnJendingar tveir: 16 Skipið breytti nú stefnu: það sýndi blossinn, er af fallbyssunni var skotið. Skipstjóri hlaut því að hafa tekið eptir ljósinu, og skipverjar gerðu sér nú allt far um, að komast fram hjá Kitty-Hawk-klettinum og í örugga höfn, þar sem þeir bjuggust við því, sem von var, að anuað skip lægi við atkeri, og ræist skipljósker þess dingla fram og aptur á fremra siglutrénu. Eptirvænting ræningjanna var nú mjög mikil. Skyldi þeim heppnast bragðið að þessu sinni sem optar'? Hver mínúta var sem heil kl.stund. Nú sást allt i einu blossa upp rauðleitt ljós, beint upp yfir Kitti-Hawk-klettinum, og varð nú öllum litið þangað, og bölvuðu í sand og ösku. „Helvízkur!u kallaði gamall fiskimaður, og hljóp þangað, er Konks var. „Líttu þangað," raælti hann. „Hvaða djöfull getur það verið, sem gerir oss þenna óleik“. Zeke Konks brosti, og gjörðist all-ófrýnn „Skiptu þér ekkert af þessu Bartensu. svaraði hann. „Jeg veit vel, hver að þessu er valdur, og skal hann gjöra mér grein fyrir gjörðum sínumu „En sjái þeir ljósið, mistekst alltM, mælti Bartens, og skrapp blótsyrði af munni. Konks hrissti höfuðíð. „Nú verður ekkert úr ráðiðu, mælti hann og rétt í sömu andránni heyrðist brak og brestir, og örvænting- aróp margra í senn. „Skipið hefir kennt grunnsM, mælti Konks, og brá hvergi, en sneri máli sínu að hinum, sem farnir voru að ókyrrast. 21 faðir hennar hélt á, stökk að hestinum, sem ljóskerið var fest við, og æpti: „Jeg drep þig! Jeg drep þig arma skepna!u Að svo mæltu keyrði hún öxina í höfuðið á klárn- um, ljóskerið brotnaði í mél, og veslings hesturinn hné niður, og stundi um leið. „Glrípið hana. Hún er óð!“ mælti Zeke, og hljóp til hennar. — Raffles varð fljótari, og réð á hana, er hún hóf öxina upp öðru sinni. En hann kom of seint, því að hún lét öxina falla, fyr en varði, — og féll Raffles þá aptur ábak, ragnandi, og hægri handleggurinn hné afllaus niður. „Bróðurmorðingi!u æpti konan, all-æðisgengin. I sömu andránni gripu hana sex hraustir karlmenn, og hrisstu vopnið úr hendi henni, og tókst henni eigi að siíta sig af þeim, þótt hún stritaðist við af alefli. „Bölvaðir!" æpti hún. „Bölvaðir þorparar! Bölv- un fylgi yður, unz þér farizt í vesaldórai, eins og vesl- ingarnir, sem þér myrtuð!“ Nú brá fyrir eldingu, og ákaft skrugguhljóð heyrðist, svo að í svip gat að líta, hvað fram fór. Mennirnir horfðu náfölir hverir á aðra, og greip þá einhver hjátrúarfull hræðsla, og tókst Kötu þá að rífa sig af þeim, og hvarf út í náttmyrkrið, áður en þeir urðu þess áskynja. IV. kapituli. Fjöldi skipa ýmiss þjóðernis voru á siglingu á Ghesa- peak-flóanum, og heiður himininn speglaði Bi'g í bláum sænum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.