Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.11.1908, Blaðsíða 2
198 Þjóðvilj injs Rússland. Rússastjórn hefir sent her til borg- arinnar Tebris í Persalandi, með því að þar hafa hafst við óaldaflokkar, sem gert hafa óskunda á landareignum Rússa. Um 3000 manna hafa alts látist íPótursborg úr kóleru, siðan hún hófst þar; en alls hafa um 7400 manna sýkzt.------- Tyrkjareldi. Bærinn Viraushehír í Kurdistan má heita nær eyddur af fólki; kristnir menn drepnir þar hrönnum, eða misþyrmt hörmulega, af hálfu mahomedstrúarraanna. — — Jíew Foundland. Af sjómönnum frá Bretagne á Frakklandi, er í sumar hafa stundað fiskiveið- ar við New Foundland, hafa urn 250 drukknað. laulseia Fáðherratts. —o— Enda þótt svo sé að sjá, sem ráðherr- ann ætli sér — þrátt fyrir kosninga-ó- sigurinn — að sitja til þings, dylst þó fráleitt, hvorki honum né öðrum, að ráð- herradagar hans hljóta senn að vera taldir. Réttast hefði auðvitað verið, að hann hefði vikið úr völdum, jafn skjót er kosn- ingarúrslitin voru kunn orðin, svo að nýju stjórninni gæfist tími til, að undirbúa þing- mál, eins og „Þjóðv.“ og fleiri blöð hafa bent á. En þar sem ráðherrann valdi eigi þann kostinn, þótt hann hlyti að sjá, að ofan- greind þaulseta hans gæti á ýmsan hátt bakað þjóðfélaginu tjón, hefði hann að minnsta kosti átt að hliðra sér hjá em- bættaveitingum þann tímann, sem hann situr, því að vel getur svo farið, að hann velji að einhverju leyti þá menn, sem nýju st.jórninni, er ábyrgðin lendir á, þykja miður vel fallnir. Sé það satt, að tvö af skrifstofustjóra- embættunum verði bráðlega laus, þá er ráðherranum skylt að láta þau vera óveitt, unz nýja stjórnin tekur við, þar sem hér er um nána samverkamenn hennar að ræða. Svo myndi ráðherrann telja skylt að haga til, væri hann um þessar mundir í andstæðingaflokknum. prakspdr stjórnarmanna. —o— í danska blaðinu „Poletiken“, 30. okt. þ. á., er minnzt á þingkosningarnar hér á landi 10. sept. síðastl., og þess jafn framt getið, að stjórnarandstæðingar séu all-ósamkynja í skoðunum, séusumirráð- herranum andvígir, aðrir óánægðir með stöku ákvæði frumvarpsins, og sumir sem vilji fella það að öllu leyti. í svipaða átt virðast og dr. Valty hafa farist orð á umræðufundinum í dönsku stúdentasamkundunni, að því er skýrt er frá í „ísafold“ 11. þ. m. í öðru stjórnarmálgagnanna hér í Reykjavík, ef eigi í báðum, var og tal- inn vafi á því, að meiri hluti þings væri núverandi ráðherra andvígur. Að því er allar þessar getgátur snertir, virð st hið fornkveðna eiga við, að „mæla börn, sem vilja“, og er eigi ólíklegt, að stjórnarliðar byggi ef til vill einhverj- ar vonir á þessum kynlega tilbúningi sínum. Að slíku er varpað fram í dönsku blaði, getur og verið gert í því skyni, að koma þeirri skoðun inn hjá dönskum blað- lesendum,að mótspyrnan gegn,uppkastinu‘ sé eigi svo ýkja mikil, sem ætla mætti, er litið er á kosningaúrslitin í fljótu bragði. Ef til vill eiga spár þessar einnig að réttlæta það í augum Dana, að ráðherr- ann hefir til þessa látið, sem kosningarn- ar hefðu engin áhrif á stöðu hans. Vér efum eigi, að þessi gleði stjórn- armanna verður þó ærið skammvinn, enda eru slíkar sögur meiri hluta þings- ins rík hvöt til þess, að láta engan á- greining, sem rísa kynni um smávægi- leg atriði, valda sundrungu, að því er þau málefni snertir, sem þjóðina varða miklu. iullarfull fyrirbrigði. —o— I tilefni af ásökunum þeim og að- dróttunuin, er nýlega hafði staðið í þrem blöðum, um svik við þau dularfulla fyr- irbrigði, er gerast á tilrauuafundum í sam- bandi við hr. lndriða Indriðason, lýsum vér undirritaðir Tilrannafélagsmenn yfir því, að vér höfum að fullu gengið úr skugga um það, að engum svikum hefir verið beitt við þau fyrirbrigði hjá hon- um, sem fyrir oss hafa borið; enda eru fyrirbrigðin alveg samskcnar, sem öllum, er það mál hafa kynnt sér, er fullkunn- ugt um að gerast í öðrum löndum, og vísindamenn þar hafa komist að raun um að hafa ekki stafað af neinum svikum. Reykjavíh 12. nóv. 1903. Asgár Sigurcfsson Björn Jónsson kaupm. ritstjóri. Björn Kristjánsson Brynjolfur Þorláksson kaupm. organisti. Guðrnundur Jakobsson Haráldur Níelsson trésmiður. settur prestaskólakennari. Jón Fjeldsted Jón Jónsson klæðskeri. sagnfræðingur. Kr. Linnet Páll Einarsson yfirréttarmálafl.m. horgarstjóri. Páll Halldórsson Ólafur Rósinkranz skólastjóri. kennari. Skúli Ihoroddsen Sveinn Hallgrímsson ritstjóri. bankabókari. Þorgrímur Gudmundsen Þorkéll Þorláksson kennari. gjaldkeri. Þorleifur Jónsson Þórður Oddgeirsson póstafgr.m. stud. tkeol. Ritsímaskeyti. til „Þjóðv.“ Kaupmannahöfn B. nóv. 1908. Forseti Bandamanna. 4. þ. m. var lokið kosningu kjörmanna, er kjósa forseta Bandamanna, og styðja 302 kosningu W. H. laft's, en að eins 181 kosningu W. G. Bryan's. (Eptir þessum úrslitum er eng- inn vafi á því, að Taft verður kosinn for- seti 4. des. næstk., og tekur við embætti 4. marz 1909. — Hann er fæddur 15. sept. 1857, og hefir síðustu árin verið utan- ríkisráðherra Bandamanna, en 1901—1904 var hann landstjóri á Filippseyjunum). XXII., 50.-51. Kaupmannahöfn 10. nóv. ’08 Sambandsmálið. Herman Bang getur þess í blaðinu „Kjöbenhavn“, að Danir séu ókunnugir ástaudinu á Islandi, og að sambandsnefnd- armennirnir hafi eigi skýrt frá fullum kröfum íslendinga. Hann segir og, að Hannes Hafstein hefði þegar átt að koma á fund konungs, og skorar á Neergaard, yfirráðgjafa, að bjarga því, er enn verði bjargað af tengsl- um Islands við konungsríkið. — Tillögur skattamálanefndarinnar. [Framh.J Aukatekjur ln ndssjóðs. Nefndin vill yfirleitt bækka gjöldin fyrir réttarverk. Flest dómsmálagjöld vill hún tvöfalda, og auk þess að nokkur ný gjöld séu fýrirskipuð t. d. fyrir frestveit- ingu í rnáli, og fyrir að kvoða upp úr- skurð. Grjöld fyrir fógetagerðir og þing- lýsÍDgar eru og hækkuð, og gerð víðtæk- ari. Skiptagjöldin vill nefndin hækka um 1/2°/o- Hin almennu uppboðslaun lætur nefndin óbreytt, en hÍD sérstöku uppboðs- laun fyrir að selja fasteignir, skuldabréf og verzlunarvörur o. fl. hefir nefndin gert víðtækari, og hækkað þau talsvert um leið. Önnur gjöld, er uppboðsgerðir snorta, eru og flest. hækkuð um helming, nema gjald- ið fyrir víxilafsögn er látið standa óbreytt. Þá hefir nefndin hækkað borgunina fyrir ýms önnur embættisverk, og vill að mörg verk verði borguð, sem nú eru unnin ó- keypis. Erfðaíj árskattur. Svo sem kunnugt er, er nú skattur greiddur í landssjóð af öllum arfi. öjald- stofni þessum vill nefndin halda, og jafn- framt hækka skattinn talsvert. Nefndin leggur til að skattur þessi verði sem hér segir: Af erfðafé, er hverfur til hins ept- irlifanda hjóna eða til niðja hins látna l°/0, af erfðafé, er hverfur til foreldra hins látna eða uiðja þeirra, sem ekki jafnframt eru afkomendur þess er artinn lætur ept- ir sig 6°/0, af öllu öðru erfðafé 12°/0. Skattinn skal greiða af arfi í eiginlegum skilningi svo og af gjafarfi, dánargjöfum, og arfi fyrirfram greiddum, af gjöfum, ef gefandi hefir áskilið sér t.ekur eða not af gjöfinni til dauðadags, af gjöfum er gefnar eru á síðasta ári fyrir andlátið, ef eign gefanda við það hefir rírnað um 10°/0, af fé, er gefið hefir verið. í því skyni að losna við erfðafjárskatt. Nemi upphæðin sú, er er til arfs fellur ekki 100 kr. sam- tals, er dánarbúið undanþegið skatti. Þá er og stjórnarráðinu heimilt, að undan- þiggja frá erfðafjárskatti haDrit. listaverk o. fl., ef munirnir eru ánafnaðir söfnum landsins, eða alþjóðlegum stofnunum, og færa skaítinn niður i 6°/0, af fé, sem gefið er til guðsþakka, líknarstofnana, eða al- mennings nota. Hækkunin á erfðafjárskattinum, gerir nefndin ráð fyrir, að muni hafa 3000 kr. tekjuauka fyrir landssjóð í för með sér.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.